Þjóðviljinn - 03.06.1949, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.06.1949, Blaðsíða 8
Leppstjórnm dregnr Island í dilk. meíS íasistaríkjum Tekur upp sfjórnmálasauiband vi8 Franco-Spán þverf ofaní samþykkt SÞ Ríkisstiórn íslands 09 fasistastjórn Francos á Spáni hafa ákveðið að skipiast á sendiherrum. Hef- ur leppstjórn Steíáns Jóhanns, Bjarna Ben. 09 Ey- steins þar með dregið Island í dilk með fasistaríkj- um, því að einu rikin, sem haft hafa að engu sam- þykktir SÞ og útnefnt sendiherra til Francostjórn- arinnar eru sex fasistaríki í Suður-Ameríku. Alls- herjarþing SÞ fól 1946 meðlimum alþjóðasamtak- anna. að kalla heim sendifulltrúa sína í Madrid, 09 er sú samþykkt í fullu gildi enn. Utanríkisráðuneytið gaf í gær út svohljóðandi tilkynn- iagu: Svo sem tilkynnt var s.l. haust hefur orðið samkomu- lag að taka upp stjómmála- samband milli íslands og Spánar. Spanska stjórnin hefur nú skipað de Torata, sendiherra á Islandi, en hann er nú jafnframt full- trúi Spánar í Noregi, og ætl- unin er að Pétur Benedikts- son sendiherra í París verði einnig sendiherra íslands í Madrid. Utnefning sendiherra í Mad- rid af hálfu ríkis, sem ekki hef- ur haft þar sendifulltrúa áður, er auðvitað jafn freklegt brot á samþykkt SÞ eins og að þver- skallast við að kalla heim sendifulltrúa, sem þar er fyrir. Þau ríki, sem neitað hafa að hlýðnast samþykkt SÞ eru: Argentína, Bólivía, E1 Salvador, Paraguay, Peru og San Dom- íngo. Francostjórnin skipar ríkisstjórn Isiands fyrir verkum Vitað er, að það er eftir beinni kröfu frá Francostjórn- inni, sem ríkisstjórn Islands þverbrýtur nú samþykkt SÞ. Spönsku fasistarnir settu það skilyrði fyrir viðskiptum við Is- land, að tekið yrði upp stjórn- málasamband milli landanna. Ríkisstjórnin kaus að kné- krjúpa fyrir spanskra einræðis- herranum og sýndi þar með enn einu sinni, að undirlægju- háttur við erlenda valdsmenn er hennar annað eðli. Bar þó enga minnstu þörf til að ganga á eftir böðli Spánar með grasið [ skónum, því að saltfiskfram- leiðsla okkar á þessu ári er öll þegar seld til annarra landa. Stefán Jóhann hindrar að samn- inar takist milH Iðjuog atvinnurekenda ðttast mest að ekki verði fullkomlega við það ráðið að laimasiétiirnar bæti kjör sín! Stefán Jóhann skrjfar grein í Alþýðublaðið í gær sem ekki verður skilin á annan veg en sem fyrirmæli til at- vinnurekenda um að hefja nýtt stríð gegn verkamönn- um. Er það forsætisráðherra Alþýðuí'lokksins mest áhyggjuefni „að ekki yrði fullkomlega við það ráðið að kaup- hækkanir yrðu ekki miklum mun hærri en stjórn A tþýðusambandsins hefur farið fram á.“ Alþýðusambandsstjórriin hefur sem kunnugt er við- urkennt ka'uprán vísitölufestingarlaganna og einungis farið fram á smávægilegar hundsbætur fyrir. allar árás- ir ríkisstjórnarinnar á íífskjör launþega. Fyrirskipun Stefáns Jóhanns til atvinnurekenda bar þegar þann árangur strax í gær að iðnrekendur rufu gert samkomuiag við Iðju og virðast ætla að íáta þvæla sér út i deilu og nýtt strið gegn verkaiýðnum. Á miðvikudaginn var náðist saiúkomulag milii samn- inganefndar Iðju, félags verksmiðjufólks og iðnrekenda. Samkomulag jætta var lagt fyrir fundi í báðum félög- unum. Fundur iðnrekenda varð ekki lögmætur og var samkomulagið lagt fyrir fttnd þeirra í gær. £ gærmorgun birtist fyrirmæli Stefáns Jóhanns til þeirra í Alþýðublaðinu, og árangurinn varð að þeár felldu samkomulagið. — Þetta er í-fyrsta sinn Sem iðnrekeridrir fella samkomulag sem samninga- nefnd þeirra hefur gert við Iðju.! Tðja mun senriilega haida féiagsfund í kvöld tii að ræða málið. Island eina Vestur- Evrópuríkið, sem greiddi Franco atkvæði á þingi SÞ Helztu keppinautar okkar á saltfisksmarkaðinum, Norðr menn, eru ekki að horfa í Spán- arviðskipti, þegar þjóðarheiður 1 er annarsvegar. Það kom bezt í ljós við atkvæðagreiðslu á þingi SÞ í vor, er tillaga kom fram um að fella úr gildi for- dæminguna á Francostjóminni. Fulltrúi Noregs, einn Vestur- Evrópufulltrúanna, greiddi at- kvæði gegn tillögunni. Fulltrúi Islands fór þveröfugt að. Hann var eini Vestur-Evrópufulltrú- inn, sem greiddi atkvæði með því að aflétta fordæmingu al- þjóðasamtakanna af fasistískri böðulsstjórn Francos. „Fyrsta stjómin, sem Alþýðuflokkurinn myndar" á Islandi er ekki að horfa í það að draga heiður Is- lands í svaðið, ef það má verða til að lærisveinn Hitlers geti, milli þess sem hann er að myrða spanska verkamenn, stært sig af því, að hafa unnið enn einn sigur, í viðureign sinni við samtök lýðræðisþjóða heimsms. Aðaliundur Taflfélags Reykjavíkur Aðalfundur Taflfélags Reykja víkur var haldinn 1. júní að Þórsgötu 1. I stjórn voru kosn- ir: formaður Guðmundur S. Guðmundsson, meðstjórnendur, Þórir Ölafsson, Sveinn Kristins son, Hjalti Elíasson og Jón Ein arsson. Stjórnin hyggst glæða félags lífið, m. a. með keppni milli bæj- arhluta, flokkakeppni o. fl. Skákæfingar verða fyrst um sinn á miðvikudögum kl. 8 að Þórsgötu 1. Hér sjást bæjartogarar Vestmannaeyja — togararnir sem Jó- hann Þorkell vildi ná úr höndum fólksins undir yfirráð auð- mannanna . — Sjá grein á 5. síðu. Framhald af 1. síðu. Skjaldborg. Sömu nótt kveikti hann í timburskúr balívið verzlunina Vaðnes, við Klapparstig. Aðfaranótt 14. maí kveikti hann í tré- smíðaverkstæði Kristins Jóns sonar vagnasmiðs, Grettis- götu 21. Aðfaranótt 25. maí kveikti Guðmundur í kjallara hússins nr. 20 við Bergþóru- götu, og í heysknr bakvið húsið Snorrabraut 56. 1 öðr- um skúr þar hjá voru hestar, og hleypti hann þeim út. I netjagerð Björns Benedikts- sonar, á horni Holtsgötu og Hringbrautar, kveikti Guð- mundur aðfaranótt 26. maí, og braut síðan brunaboða á horni Spítalastígs og Berg- staðastrætis. Sömu nótt kveikti hann í franska spítal anum við Lindargötu. |Hvorki Ulvilji né hagnaðarvon olli verknaðinum. Guðmundur kveðst ekki hafa haft neina hagnaðarvon af þess um verknuðum, né borið illvilja til nokkurs þeirra er tjón biðu í eldinum eða áttu verðmæti sín í hættu ef hann breiddist út. Lincoln City vann Fram-Víking 1:0 eftir jafnan fyrri hálfleik Þriðji leikur Englendinganna, i fór fram í gærkvöld við úrval! úr Fram og Víking. Var fyrri! hálfleikur jafn og höfðu báðir góð tækifæri, og hefði hann eins getað endað 2:2 eins og 0:0. Síðari hálfleik áttu Bretar meira. Varð sá hálfleikur harð- ur og stundum ljótur. Áttu báð- ir nokkra sök en þó dómarinn mesta. Markið kom þegar 8 mín. voru af síðari hálfleik. Verður nánar sagt frá leiknum síðar. Næsti leikur og sá síð- asti er í kvöld við úrvalið. Úrvalið í kvöld verður þann- ig skipað talið frá hægri. Adam Johannsson, Fram. Karl Guð- mundsson, Fram. Steinn Steins- son, K. R. Óli B. K. R. Daníel Sigurðsson, K. R. Gunnlaugur Lárusson, Víking. Sveinn Helga son, Val og Ellert Sölvason Val. 'Varatnenn: Gunnar Símonar- son, Vík. Haukur Bjarnason, Fram. Sæmundur Gíslason, Fram. Lárus Hallbjörnsson, Fram. Af sérstökum ástæðum get- ur Sigurður ólafsson ekki verið með. Kveðja frá finnska fimmleikaf lokkn- um Eftirfarandi bréf hefur form. Ármanns Jens Guðbjömssyni, borizt frá FimleLkasambandi Finniands, i tilefni af komu finnska fimleikaflokksins sem hér dvaldi í boði félagsins frá 18. til 24. maí s. 1. Bréfið á erindi til svo margra að rétt þykir að það komi fyrir Framhald á 3. síðu. Yfirleitt kvaðst hann eaga grein gera sér fyrir hvaða hvat ir lægju til þessa verknaðar. Hann segist alltaf hafa verið undir áhrifum víns, er hano. framdi íkveikjur þessar, en þó aldrei eins mikið og í fyrrinótt. Velti um olíuofni. Um hvernig fyrsta íkveikjan. var framkvæmd segist Guð- mundi svo frá, að hann hafi farið inn í skúrinn við Skúía- götu til að láta ölvunina renna af sér, áður en hann færi heim. Vildi þá svo til, að logandi olíu ofn stóð á skúrgólfinu. Fékk hann þá hugmynd að hrinda ofninum um koll. Gerði hann það og kviknaði samstundis í olíunni. Segist hann hafa kom- ið aftur að skúmum er slökkvi- liðið var þar að starfi, og að- stoðað við slökkvistarfið. Allar hinar íkveikjurnar framdi hann með því að bera logandi eldspítu að einhverju. eldfimu. Kveikti í bréfarusli í netjagerðinni. Frá íkveikjunni í netjagerð- inni skýrir Guðmundur svo, að rimill hafi verið brotinn I nóta- hjallinum, og sér tékist að smjúga inn um gátið er mynd- azt hafði við það. Síðan fór hann inn í stofu til hliðar við hjallinn, sem hann hélt að væri kaffistofa, settist þar niður og fór að reykja. Á gólfi stofunn- ar var kassi með bréfarusli og í hann fleygði hann logandi eld- spítu, er hann hafði kveikt í vindlingi með. Bréfin tóku. strax að loga, en hann gerði ekkert til að slökkva eldinn heldur fór á brott. Tók hann reiðhjól við næsta hús, hjólaði á því upp í bæinn og braut brunaboða. Guðmundur skýrir svo frá, að enginn hafi verið í vitorði með sér um verknaði þessa og enginn hvatt sig til þeirra. Guðmundur hefur verið úr- skurðaður í gæzluvarðhald. Geðveikralæknir mun rannsaka hann til að ganga úr skugga um hvort hann er andlega heil- brigður. Rannsókn tnálsins heldur á- fram.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.