Þjóðviljinn - 10.06.1949, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.06.1949, Blaðsíða 3
Föstudagur 10. júni 1949. ÞJÓÐVILJINN 3 Í&RÚTTIR Ritstjóri: Frímann Helgason Islandsmótið ¥íMngur vann Fram 4:2 Þessi fyrsti leikur Islands- mótsins 1949, var til að byrja með fremur daufur, og það þó Víkingar væru búnir að gera eitt mark og jafnvel tvö, virtist ekkert líf færast í Fram a.ra. Hélzt það svo leikinn út að þeir náðu aldrei tökum á leiknum. Sýndu aldrei sinn mjög svo rómaða sigurvilja. Það byrjaði líka illa fyrir Fram. Lárus liefur í byrjun gott tæki- færi en misnotar það. Þegar 20 mín. eru af leik, kemur fyrsta mark Víkinga. Fram fær á sig horn, sem er vel tek- ið. Nokkur þröng myndast við markið, knötturinn hrekkur til hægri útherja, Friðþjófs Sig- ursssonar, sem lyftir honum laglega yfir Adam, sem ekkert fékk að gert. ■Sama deyfðin heldur áfram. Víkingar leika saman, en dauf- lega, og Framarar eru enn dauf ari við að trufla þá, Ríkharður bregður við og við í einleiks- ferðir um völlinn, og liinir 10 fá að horfa á! Hann á skot bæði í tíma og ótíma, sem ekk- ert verður úr Áhlaup Víkinga fara nú að verða hraðari og ákveðnari er þeir finna hve Framarar eru sundurlausir. Þegar 10 mín. eru eftir af hálf- leiknum gera þeir áhlaup frá hægri. Ingvar Pálsson tekur knöttinn laglega með sér, kemst óáreittur í dauðafæri og skorar cverjandi 2:0. Rétt fyrir lok hálfleiksins gera Víkingar áhlaup á vinstri hlið. Bjarni fær skallað knött- inn til vinstri útherja, Baldui’S Árnasonar, sem með snöggu skoti, upp í liornið gerir mark nr. 3 og þannig lauk hálfleikn- um. Siðari liálfleikur var heldur fjörlegri. Víkingar eiga oft lag- lega uppbyggð áhlaup, sem mæta héÍtíur ilía staðsettri yörn Fram. Þó gerist ekkert sögulegt, fyrr en nokkuð er liðið á leikinn. Víkingar gera á- Iilaup vinstra megin, útherjinn miðar, Ingvar Pálsson nær knettinum og sendir til Bjarna, sem er frír á hlið við inark, og Bjarni er ekki seinn á sér að senda knöttinn með föstu skoti í mark, 4:0. Framarar höfðu gert áhlaup við og við, en losaraleg og knú- iu 'af háum og löngum spyrn- um. En alltaf vantaði endann á þau. Þó eiga þeir skallabolta í stöng og Helgi bjargar, nær knetti sem er að hoppa i mannlaust markið. Það er ekki fyrr en að 25 mín. eru af leik, að Fram tekst að gera mark. Var það Lárus, sem það gerði. Nokkru síðar fær Fram horn á Víking. Ósk- ar Sigurðsson tekur það vel en Ríkharður skallar í markið. Enn ná Víkingar góðu áhlaupi, sem endar með föstu skoti er Adam bjargaði naumlega í horn. Þessi úrslit eru nokkuð sann- gjörn. Allt Framliðið lék ver en það er vant. Sá eini sem slapp sómasamlega var Adam. Höf- uðveilan var hjá framvörðun- um. Kristján truflar, en byggir ekkert upp, og flýgur of mikið um. Haukur sleppti Bjarna of lausum og Sæmundur var ekki sjálfur sár líkur. Framlinan var sundurlaus, og á Ríkharð þar mesta sök. I stað þess að nota samherjana til sigurs, virðist sem hann ætli að sigra einn. Lárus er hreifanlegur og Ósk- ar lék stundum laglega. Víkingsliðið féll oft vel sam- an. Því hefur borizt góður styrkur með hinum nýja vinstri útherja, Baldri frá Akureyri. Hafnfirðingurinn Kjartan Elí- asson átti góðan leik, sem hægri framvörður; sömuleiðis Einar Pálsson. Ingvar Pálsson átti þarna sinn bezta lcik um lang- an tíma. Bjarni er að þroskast sem miðherji, en má gæta sín að verða ekki ólöglegur. Gunn- laugur var góður. Aftasta vörn Víkings var nokk- uð örugg, með Helga sem bezta mann. Gunnar markmaður verð ,ur að ná betri útspörkum et vel á að vera. Veður var gott. Dómari var Guðm. Sigurðs- son og dæmdi yfirleitt vel. JafHtefli miili K.B. ®g ákisrnesmga, 3:3 Það mátti fljótt sjá að mikil framför hefur orðið hjá Akur- nesingum frá því í fyrra. Þeir ná betri samleik en K.R.-ingar, og ekki líður á löngu þar til þeir eiga opið tækifæri, mið- herjinn er kominn inn fyrir alla, en skaut of seint, rnark- maður ver. Leikurinn gekk nokkuð jafnt yfir. Áhlaup Ák- urnesinga voru betur upp byggð. Hættulegustu áhlaup K. R. virtust „sóló“-hlaup Ólafs- Hannessonar, sem oftast verð- ur lítið úr. Til þess vantar leikni í hann sjálfan og fram- herja sem fylgjast með honum. Þó var fyrsta mark K.R. und- antekning á þessu; Ólafur sendi Ara knöttinn, sem spyrn- ir fallega i stöngina, en knött- urinn lenti í baki markmanns og þaðan í mark. Akurnesingar settu fyrsta markið, og gerði Jón Jónsson það. Höfðu þeir gert harða hrið að marki K.R.; áttu skot i stöng og annað í þverslá nokkr um sek. síðar, og loks kom svo markið. Bæði Hörður og Gunn- ar Guðmannsson eiga skot að marki Akurnesinga, en þau ere of há eins og raunar leikur K. í R.-inga var yfirleitt. Enn eru það Akurnesingar sem taka forustuna. Þórður miðherji sendir knöttinn yfir til útherjans Hreiðars, sem gerir mark. Það er ekki fyrr en 40 mín. eru af leik, sem KR-ingum tekst að jafna. Var það Ari, sem skaut af 18 m. færi, en Magnús var of seinn niður, og svo sem mínútu síðar er það Gunnar Guðmannsson, sem ó- vænt kemur inn á miðju og skorar óverjandi, 3:2, en þann- ig lauk hálfleiknum. Síðari hálfleikur er nokkuð jafn. Akurnesingar ná þó meiri tökum á leiknum, og má það þakka betri framvarðaleik, sér- staklega vinstra megin, Ólafs Vilhjálms. Aukaspyrna sú sem gaf jafnteflið, og hann tók, var vel tekin og skalli Guðm. Jóns- sonar, sem stýrði knettinum í netið, var ágætur. I lok leiks- ins gerðu Akurnesingar hraða sókn að marki K.R. og munaði litlu. Bjargaði Daníel þar vél eins og raunar oftar í leiknum. Þannig lauk þessum leik, 3:3, sem hefði eins getað endað 3:2 eða 4:3 fyrir Akurnesinga. Lið þeirra er jafnara en í fyrra og hefur næmara auga fyrir samleik, og mun meiri leikni. Skallinn er nokkuð veik- ur. Beztu menn í liði þeirra voru vinstri framvörðurinn Ól- afur, miðframvörðurinn Dag- bjartur og Þórður og Jón fram- herjar. Staðsetningar voru furðu góðar og það merkilega var, að móti þessum vel æfðu K.R.- ingum voru I.B.A.-menn oftast fyrri á knöttinn. K.R.-liðið náði aldrei góðum samleik, enda vantaði lykilinn að því, sem sé Óla B., sem ekki lék með. Framverðir, eins og Steinar og Kjartan með sín ,,himnaspörk“, eru ekki heppi- legir tengiliðir milli sóknar og varnar. K.R. var með tvo ný- liða, vinstri bakvörð og vinstri innherja, sem báðir Iofa góðu. Gunnar Guðmannsson er að jafna sig eftir meiðslið í vor. Veður var. mjög gott, en á- horfendur ekki margir. Dóm- ari var Þráinn Sigurðsson og slapp vel frá því starfi. Striðíi er ekki óumflýjanlegt Eftir Gerhart Eisler Þýzki andfasistinn Gcrhardt Eisler ritaði þessa grein um það leyti sem alþjóðlega frið- arþingið kom saman til fundar í París í aprílmánuði s.l., — skömmu fyrir hinn alkunna flótta sinn frá Bandaríkjunum, þar sem honum hafði verið hald ið á móti vilja sínum næstum einn tug ára. ýmist innan fang- elsisveggja eða utan. „Afbrot“ hans var það eitt að vera kom- múnisti og þar að a'uki með merkari hagfræðingum og fræðimönnum marxista. Þegar þessi inngangsorð eru rituð, eru Iiðnar tvær vikur síðan hinn enski dómari neitaði að afhenda Iiann amerísku lög- rcglunni, og sýnir það að brezka verkamannaflokksstjórnin hef- ur ekki treyst sér til að brjóta svo mjög í bág við almenna velsæmistilfinningu heima fyrir og erlcndis, að skipa dómaran- um fyrir verkurn til að geðjasí hinum amerísk'u húsbæiulum sínum. Ekki vantaði hana þó viljann, hcfði hún með nokkru móti getað afsakað verlinaðinn. Ameríska lögreglan hefur nú hina pólsku konu Eislers á sínu valdi og sleppir henni sennilega ekki nema alinenningsáKtið í hjpþninum láti málið röggsam- lega til sín taka. — Eftirfar- andi grein, sem er snarað á íslenzku úr franska vikublað- inu Les Lettres francaises (19. maí), sýnir glöggt að amerísku stríðsæsingaseggirnir hafa ekki að ástæðuláusu talið hann hættulegan fjandmann sinn. ★ Skriffinnafylkingin í þjón- ustu Wall Streets leitast við að telja mönnum trú um, að marx- isminn — lenínisminn kenni, að hernaðarleg átök milli tvenns- konar þjóðfélagshátta, sósíal- ismanns og kapítalismans, séu óumflýjanleg. Amerísku diplomatarnir sporna við ,,hættu“ af völdum friðarsóknar, jafnframt því sem þeir æpa, að sannlr marxistar verði að trúa þvi, að stríðið sé óumflýjanlegt. Og hins veg- ar eru það auðvitað þeir einir, — agentarnir, spæjararnir og í skósveinar afturhaldsins —, bessir áhugasömu iðkendur í marxistískra fræða, eins og all- | ir vita, — sem lxafa leyfi til að „kenna og halda opinberlega uppi vörnum“ fyrir marxism- ann, án þess að Vera stefnt fyr ir dómara af þeirri ástæðu. Því er ekki að leyna, að marg ir menn lxafa látið telja sér trú um, að stríðið væri á næstu grösum. Þao var vafalaust ein hver stærsta af mörgum villum Mindszentys kardínála, — hann reiddi sig áreiðanlega á vopn og kjarnorkusprengjur heilags bandalags, sem átti að endur- í’eisa, undir stjórn amerísku imperíalistanna og með bless- un páfans, stjórn konungs og kirkju í Ungverjalandi. En það eru ekki aðeins aft- urlxaldssinnarnir og agentar þeirra, sem hafa farið flatt á því að trúa áróðrinum um hið óumflýjanlega stríð. Því er miður, að fórnarlömbin finnast líka á meðal framfarasinna, sem reiða sig á upplýsingar kapitalistapressunnar um marx ismann-lenínismann. Og afleið- ingin af þessari trú á óumflýj- anlegt strið milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna er afar liættu leg. Hún verður til þess að af- vopna fólkið. Menn leitast ekki við að koma i veg fyrir land- skjálfta, menn reyna ekki að tefja komu vetrar, og er ekki barátta gegn „óumflýjanlegu’1 stríði jafnóskynsamleg og hún er erfið og hættuleg, krefst mikillar fórnfýsi, hugrekkis, vitsmuna og vilja. Það sem hér er í húfi, er ann að og meira en orðin tóm. I Þýzkalandi Hitlers, fyrir upp- liaf síðari heimsstyrjaldárinn- ar, olli þessi skoðun, að at- burðirnir væru óumflýjanlegir, næstum almennri uppgjöf með- al andstæðinga nazista. Fjöldi fólks sagði: „Við getum ekk- ert gert, barátta mun aðeins valda árangurslausum úrslit- um, allt mun verða gert af „hugrökkum" mönnum á með- an á stríðinu stendur og á eft- ir.“ Márxistar eru í engum vafa um, að friðsamleg samkeppni Sovétríkjanna og nýju lýðræð- isríkjanna í Austur-Evrópu annars vegar og auðvaldsríkj- anna hins vegar mun sanna bet ur og betur yfirburði sósíalism- ans yfir kapítalismann, — efna lega, menningarlega, félags- lega og pólitíska yfirburði hans, Marxistarnir eru algjörlega. sannfærðir um sigur sósíalism- ans í heiminum. Þeir líta svo á, að nýtt stríð muni tefja fyrir þeim sigri, þeir vita, að slíkt stríð mun tortíma tugum millj- óna af verkamönnum í herbúð- urn beggja, í öllum löndum, og Framli. á 6. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.