Þjóðviljinn - 24.06.1949, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.06.1949, Blaðsíða 4
4 ÞJÖÐVIL.JÍNN Föstydaigur 24. jiiaí 124" ÞlÓÐVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistafiokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnasoa Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu- stig 19 — Sími 7500 (þrjár línur) Askriftarverð: kr. 12.00 á mánuði — Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Sósíalistaflokkurinn, Þórsgötu 1 — Sími 7510 (þrjár línur) Þjðfnaðiirinn dæmdist löglegur Það hefar aldrei ríkt neina vafi á því í almenningsáiit- inu, hvort ,,afhendingin“ á Iðnó, Alþýðubrauðgerðinni og öðrum eignum verkalýðsfélaganna í hendur Stefáns Jó- hanns & Co. væri þjófnaður eða ekki. Hver Islendingur; með siðferðilega heilbrigða dómgreind leit svo á og lítur sv > á að sú ráðstöfun að selja Iðnó, Ingólfseafé og 30 þús. kr. hlutabréf í Aiþýðuhúsinu h.f. á 130.400 >kr. 1940, hafi verið þjófnaður. Fasteignamatsverð Iðnó yar þá 126.000 kf., brunabótamat 187,790 kr. og dómkvaddir menn hafa metið hina seldu eign án hlutabréfanna þá á 237,279 kr. Nú er verðmæti þessara eigna á aðra milljón króna og láta mun nærri að hreinn ágcði af þeim hafi mörg á.rin verið meiri en ka-upverðið. Sama má.Ii gildir um „söluna" á Alþýðu- brauðgerðinni. Ágreiningurinn hefur ekki verið um hvort þessi ráð- stöfun væri þjófnaður. Það er hún. Ágreiningurinn var um hitt: Var þessi þjófnaður löglegur? Hafa lögfræðingarnir Stefán Jóhann og Guðmundur I. gengið svo vel frá þjófn- áðinum að þýfið verði d'æmt' eign þeirra, er yfir það kom- ust ? Ef f járhaldsmaður níðist á bami, eftir að honum hef- ur verið trúað fyrir eignum þess og féflettir það, þá er það níðingsverk þjófnaður að almenningsáliti. Það er hins vegar undir lögkænsku fjárhaldsmannsins komið hvort þessi þjófnaður hans dæmist löglegur eða ekki, ef einhver skyldi einhvemtima höfða mál fyrir barnsins hönd. Sá hæstaréttardómur, sem nú var felldur, hefur gefið öllum ótrúum f járhaldsmönnum undir fótinn, veikt sið- ferðilegan grundvöll íslenzka mannfélagsins. íslenzkt mannfélag þurfti* á því aö halda að hæstirétt- ur hefði þorað að standa á ströngum siðferðilegum grund- , velli í stað þess að hengja sig í henglngaról lögfræðigrein- anna. Dómur sem þessi ýtir undir þá f jármálaspillingu, sem^ er að gagnsýra opinbert líf á íslandi. Sú spilling kemur ekki hvað sízt fram í þvi að menn, sem þjóðfélagið glæpist á að trúa fyrir því að vera einskonar „fjárhaldsmenn“ sínir á ýmsum sviðum, noti aðstöðuna til að auðga sjálfa sig og sína á kostnað almennings og þess opinbera, stundum meo því að sel ja sér eða sínum eignir almennings, stundum með I því að láta almenning kaupa af sér eignir, ef það er heppi-1 legra til gróða, stundum með þvl að hagnýta sér eða sínum til handa opinberar trúnaðarstöður. Stefán Jóhann & Co. hafa verið frekustu „brautryðj- endur“ þessarar ,,stefnu“ í íslenzkum þjóðmálum. Það hef- ur verið hin ófyrirleitnasta uppörvun til allra spillingarafla, j sem líta á eignir almennings og allt íslenzkt mannfélag sem[ úlfur á bráð, að maðurínn, sem stóð fyrir þjófnaðinum á eignum verkalýðsfélaganna í Reykjavík 1940, skuii nú vera orðinn forsætisráðherra Islands. Enda hafa allir, sem telja sér málið viðkomaadi skilið uppörvunina rétt: Aldrei hefur verið stolið og rænt af almenningi og Islenzku mann- félagi af meiri csvinnu en á stjómarárum Stefáns Jóhanns. Hæstiréttardómurinn þýddi í rauninni uppörvun til allra þeirra spillingarafla, sem eru að ríða þjóðfélagið á slig með ágimd sinni og ófyrirleitni, rétt eins og hann segði: Stelið og rænið, hver sem betur getur, en geríð það löglega um fram allt og sjáið, þá bíða ykkar æðstu embætti þjóðfélagsins og þá getið þið sjálfir búið til lög um að stuldurinn sé lögmætur, ef stolið er af fátækucn. handa jþeim ríku. erdain oj FjaÚíoSC* SRBBHHBniMHI í ' BÆ J ARPOSTIRIN N' wmmmmm Kómautlsktjr fiskur. Rauðmaginn er rómantískur fiskur. Ekki þannig, að hann sé endilega rómantískari að upp- lagi en aðrir fiskar, og getur þó meir en verið. Heldur hinsegin séð, að straxog hann birtist i vögnum fisksalanna breytist stemningin í bænum; menn fara að hugsa öðruvísi en áður, og það vakna hjá þeim sérstákar' tilfinningar, sama eðlis ög þær cem orsakast áf hinu fyrsta dirrindíi lóunnar. Enda veit ég uin mann sem orti einu sinni fagurt og hálýriskt vorfagnað- arijóð með því að nota rauð- maga tvisvar í hverju-erindi og stundum oftar, — Þið skiljið hvað ég meina. Einnig aðrir kosfcir. En ágæti rauðmagaas ein- skorðast ekki við rómantík og lýrísk hughrlf, heldur prýða hann ýmsir fleiri kostir, mater- íalskrar tegundar. Fáir fiskar eru t. d. étnir með betri lyot en hann (mínus hveljan mundu raunar sumir vilja segja). Beina hyggingu hans er svo hagan- lega fyrir komið að hún veldur aldrei neinum verulegum töfum við matborðið. Lífseigur- er hann líka með afbrigðum, og hafa kunnugir jafnvel fullyrt að hann geti yfirleitt ekki með Öllu talizt dauður fyrren við suðumark. ★ Kóið á miðin. Menn verða sem sagt rórnan,- tískir af rauðmaga og síðan þægilega saddir, en þeir eru að- eins fáir sem vita með vissu hvernig hann er veiddur. — Skal nú frá því skýrt eftir því sem rúm leyfir. — Eg fór nefni lega í fyrradag að vitja um rauðmaganet ásamt tveim mönn um sem hafa umráð -yfir lítilli skektu í Kópavogi. Þessi róður hófst, einsog raun ar allir róðrar, með því að stefnt var útá miðin. — Veður var hvasst þegar við hrintum frá landi, en strax eftir fyrstu áratogin datt á dúnalogn, og var þetta fyrirkcmulag rnjög í ósamræmi við það sem venju- legt er um róðra sem ícomast á prent. Því einsog mönnum er kunnugt hefjast allir prenthæf- ir róðrar í góðu veðri, en svo kemur vont veður og siðan hrakningar. ★ 2 og 0 á síðustu stundu. , Óðar en varði vorum við lcomnir á miðin. Annar mann- anna náði í lóðið, hífði upp stjór ann og fór svo að draga inn netið. Hann dró lengi, lengi, og það kom upp mikið af þangi. Þannig ennþá lengi, lengi, og það kom upp meira af þangi. „Það er mikill gróðurinn 1 sjón- um,“ sagði hann með stóiskri ró, og hélt áfram að draga. Eg var farinn að halda að á- rangurinn af róðri þessum yrði sá einn að uppgötva hve mikil var gróðursæld sjávarins, þegar maðurinn með netið itilkynnti Ioks að grásieppa ein værl væntanleg innfyrir borðstokk- i:ui. Hann bjóst til að teygja her.dina niður með netinu, hætti svo við það og sagði „En hún slapp“ ástríðulaust og með hinni sömu stóisku ró. ★ Nú eruð þið náttúrlega kom- in á þá skoðun að róðri þessurn hafi lokið í algjöru aflaleysi. En svo var þó ekki. Rétt við endann á netinu leyndist tveir rauðmagar, þrátt fyrir allt, rammlega festir í möskvana. Þetta vár sami spenningurinn einsog útá íþróttavelli, þegart staðið hefur núll og núll allan leikinn, en svo á seinustu mín- útunni tekst K. R. að skora tvö mörk, — og gengur með sigur af hólmi. ★ Endirinn seai upphafið. Undireinsog við höfðum dregið bátinn upp, skall á swr.a hvassviðrið og ríkti þegár við fórum. Þannig var endir þessa róðurs, ekki síður en upphaf hans, í algjöru ósamræmi við það sem venjulegt er um róðra sem komast á prent. Því eins- og allir vita er það venjan um prenthæfa róðra, að þeir líða í vonau veðri og miklum hrakn- ingum, en strax og þeim lýkur dettur á dúnalogn. ★ Eg áttaði mig elcki á því fyrr en í próförk hver var meiningin með þessu. En þá sá ég að nátt- úrlega höfðu þau máttarvöld, sem ijtjórna veðrum himinsms, viijað láta í ljós með þessu þá skoðun sína, að margnefndur róður á rauðmagamið væri ekki prenthæfur. En of seint séð. var i Rotíé'íöá-h, fóv PaJan vzrr/.r- I til • Ijnrningham 03 rivllm'r. CoGa.'osa er í I'Savi)- marmahöln. Lagarfoss kom til Leith 18. 6., hefur væntanlega farið þaðan í fyrradag til Hull. Selfoss fór frá Leith í gær til Menstad í Noregi. Tröllafoss kom til N. Y. 20. 6. Va-tnajökull kom til Hamborg ar 17. 6. I gær var flogið frá Flugfélagi ís- lands til Akureyr- ar (3 ferð.), Seyðis isfjarðar, Neskaup staðar, Reyöar- fjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Siglu- fjarðar og Keflavíkur. 1 dag verö- ur flogið til Vestmannaeyja, Horna fjarðar, Fagurhólsmýrar, Kirkju- fcæjarklausturs, Siglufjarðar og Keflavíkur. Gullfaxi var í Prestvík í gær. Væntanlegur hingað í dag. — 1 gær flugu flugvélar Loftleiða til Bíldudals, Heliissands, Akureyr- ar, Isafjarðar og Patreksfjarðai'. 1 dag eru áætlunarferðir til ísa- fiarðar, Vestmannaeyja, Akureyr- ar, Þingeyrar og Flateyrar. G-eysir fór kl. 8 í morgun til Kaupmanna- hafnar og Prestvíkur með 42 far- þega. Þann 17. júní opin- beruðu trúlofun sína, ungfrú Ing- unn María Eiríks- dóttir, Sandlækjar- koti, Gnúpver ja- hreppi, Árnessýslu og Björn Guðmundur Erlendsson, Vatnsleysu, Biskupstungum. — 17. júní opinberuöu. trúlofun sína, ung frú Hulda G. Sigurðardóttir, Vest- ma.nnaeyjum og Aðalsteinn Finn- bogason, Hlíðarbraut 1, Hafnar- firði. HÖFÍflN: í gær fór Fylkir á veiðar. Kári og Júpíter kom af veiðum. Búðar- nes kom frá útlöndum. Súðin var tekin í slipp í gær. ISFISKSALAN : Þann 21. þ. m. seldi Kaldbakur 4625 lcits fyrir 9045 pund, í Aber- deen. 22. þ. m. seldi Akurey 276,8 smál. í Cuxhaven. KlKISSKIl’ : Hekla er á leið frá' Glasgow. Esja var á Reyðarfirffi í gær á leið til Reykjavíkur. Herðubreið fór í gærkvöld kl. 21 til Vestfjarða- hafna. Skjaldbreið fór í gærkvöld kl. 22 til Breiðafja.rðarhafna. Odd- ur fór í gærkvöldi til Austfjarða. Þyrill er í Reykjavík. EINARSSON&ZOÚGA: Foldin fór frá Grimsby á mið- vikudagskvöld áleiðis til Antwerp en, fermir þar á föstudag og í Amsterdam á laugardag. Lingest-, room er í Færeyjum. E I M S K I P : Brúarfoss er í ReyJcjavílc. Detti- foss kom til Antwerpen 19. 6., fer þaðan væntanlega í dag til Rott- 19.30 Tónleikar: Óporulög (plötur). 20.30 Útvarpssag- L an: „Catalína", eft / \ \ n' Somerset Maug- ham; X. lestur (Andrés Björnss.). 21.00 Strokkvar tett útvarpsins: Kvartett op. 77 nr. 1 í G-dúr eítir Haydn. 21.15 Frá út- löndum (Benedikt Gröndal biaða- maður). 21.30 Tónleikar: Spænsk leikhúsmúsik eftir Cabaleru (plöt- ur). 21.45 íþróttaþáttur (Jóliann Bernhard). 22.05 Vinstél lög (plöt- ur). 1 dag veröa. éef in saman í hjónaband ung- frú Ragnheiöur Ingimundardótt ir, Smáragötu 10 og Hjálmar Blöndal, skrifstofu- stjóri. Heimili brúöhjónanna verð- ur að Lönguhlíð 25. — 1 dag verða gefin saman í hjónaband af 3éra Bjarna Jónssyni ungfrú Sigríöur Pálsdóttir (Páls Sigfússonar, skip- stj.), Tjarnargötu 34, og Hannes Ó. Johnson (Ólafs Johnson, stór- kaupm.), starfsmaður hjá Flugfé- lagi ísla.nds. Heimili ungu hjón- anna verður á Grenimel 35. 1 dag verða gefin saman í hjónaband, Erla Axeis, Hólávallagötu 5 og Ein ar Ingimundarson lögfræðingur, Smáragötu 10. Heimili brúðhjón- anna verður að Hólavallagötu ö. —• Nýlega voru gefin saman í lijónaband á Akureyri, ungfrú Astrid Eivor Holm frá Falun i Svíþjóð og Sæmundur Óska.rsson. Heimili ungu hjónanna er í Hvera- gerði. — 17. júní voru gefin sam- an í hjónaband, ungfrú Guðbjörg Pálsdóttir, verzlunarmær, Njáls- götu 72 og Jón Ingi Rósantsson, klæðskeri, Hofteig 54.' — 22. þ. m. voru gcfin ss.man í hjóhabo.nd í Osló Ólafía Guðjónsdóttir og Eene- dikt Gunnarsson, verkfræðingur (Benediktssonar rith.). UppeMísmálaþingiö, sem Kenn- arasamband Islands gengst fyrir verður sett í Kennarasltólanum kl. 10 í dag. Hjöuunum Ingunni Jónsdóttur og Bjarna Bjarnasyni, Kambsvegi 7, fædd ist 16 marka sonur 16. júní — Hjónun- um Önnu Guðmundsdóttur og Helga Kr. Helgasyni LangholtHveg 75 fæddist 12 ,marka dóttir, mið- vilcudaginn 22!' JÚHT.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.