Þjóðviljinn - 24.06.1949, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.06.1949, Blaðsíða 6
 ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 24. - júni 1949. Þegar hjúin deila V ét i ■■ n: ■ V ,f.<4 ;*3i ~ ur; að ekki var íeiuu sinnr hægt „ Jþað stríðið, sem máli skipt- ir, er stríðið milli ráðuneyt inna“ sögðu gárungarnir í yVashington í siðustu styrjöld, er rígur, metingur og ýfing-ar tnilli ráðherra og ráðuneyta keyrðu svo úr hófi, að margir töldu það bitna á stríðsrekstr- ínum gegn Þjóðverjum og Jap- pnum. Hörðustu orustur í ráðu jneytastríðinu voru löngum háð ar milli ráðuneyta landhers, Iflughers og flota. Hver grein Jlandvarnanna vildi fá sem víð- i !ast starfssvið svo að sem mest jbæri á henni í styrjaldarrekstr- jnum. 1 striðslok þótti Banda- t , rikjamönnum, að við svo búið mætti ekki lengur standa og jög voru sett um sameiningu landhers, flughers og flota und- ir einni yfirstjórn. Sett var á stofn embætti landvarnarráð- íerra, sem var gerður yfirboð- ari ráðherra landhers, flughers og flota. Fyrsti landvarnaráð- herra Bandaríkjanna, James Forrestal, tók við embætti fyrir tæpum tveim árum og lét af störfum í marz s. 1., er hann var orðinn brjálaður af eigin Rússagrýlu og framdi sjálf3- morð skömmu síðar. Við em- bætti hans tók Louis Johnson og allt bendir til að hann ætli skki síður að verða frægur að endemum en fyrirrennari hans. ★ arðar deilur milli flughers og flota héldu áfram eftir sameininguna. Forrestal hafði verið flotamálaráðherra áður • en embætti landvarnaráðherra var stofnað og þótti hliðhollur flotanum. Deilurnar snérust 1 :mest um það, hvort flqtinn eða • flugherinn ættu að vera helzta ]vopn Bandaríkjanna til sóknar 'og varnar. Lagði flotinn megin láherzlu á byggingu 65.000 tonna flugvélamóðurskips, er hægt væri að gera af kjarn- orkuárásir í stærstu sprengju- flugvélum. Flugherinn hélt því hinsvegar fram, að þeim hundr uðum milljóna dollara er slíkt 'skip myndi kosta væri betur varið til kaupa á langfleygum sprengjuflugvélum. Kjölur var lagður að hinu mikla flugvéla- móðurskipi í apríl s. 1. en viku síðar kom fyrirskipun frá John son landvarnaráðherra, um að hætta við byggingu skipsins. Við þá fyrirskipun blossaði ráðuneytastríði upp af meiri heift en nokkru sinni fyrr. Sullivan flotamálaráðherra sagði af sér sjóðandi af bræði og sakaði Johnson um að hafa farið á bak við flotastjórnina. f maílok hófu svo flotaforingj- irnir miskunnarlausa gagnsókn og greiddu stjórn flughersins og Louis Johnson þung högg og stór í fyrstu lotu. Það er viður kennt af öllum, að Truman for seti gerði Johnson að landvarna ráðherra til að launa honum forystu fyrir fjársöfnun í kosn- ingasjóð démókrata í forseta- kosningunum í. fyrra. Þegar kosningasjóðurinn var svo tóm aðikaupa utvarpstímá fyrir Tru man til að svara Dewey, kom Johnson, sem er auðugur lög- fræðingur og í stjórh ýmjssa stórfyrirtælcja, til skjalanna og sáfnaði á stuttum tíma hálfri anharri milljón dollara í kosn- ingasjóðinn hjá vinum sínum, bandarískum auðmönnum. Það þótti ekkert tiltökumál í Banda ríkjunum, þótt forsétinn laiin- aði slíkan greiða með einu valdamesta embætti ríkisins. ★ agnárás flotaforingjanna á Johnson og flugherinn var g-erð á Bandaríkjaþingi. Republikanaþingmaðurinn Van Zandt, foringi í varaliði flotans krafðist rannsóknar á „óvenju- lega miklum“ flugvélakaupum Bandarikjaflughers hjá félag- inu Consolidated Vultee. Louis Johnson var einn af forstjór- um þessa félags og lögfræðileg ur ráðunautur þess í Washing- ton þangað til þrem dögum eft ir að hann var gerður að land- varnaráðherra. Aðaleigandi Consolidated Vultee er Floyd Odlum, einn þeirra auðmanna sem örlátastir voru við John- son, er hann var að safna í kosningasjóð demókrata. Van Zandt krafðist einnig rannsókn ar á því, hversvegna flugher- inn vildi nú helzt engar sprengjuflugvélar sjá nema gerðina B-36, sem framleidd er af Consolidated Vultee, „enda þótt flugmálasérfræðingar væru fyrir ári siðan komnir á fremsta hlunn með að hætta að nota B-36 vélarnar, vegna þess hve ófullkomnar þær væru." ★ ^an Zandt gaf ennfremur i skyn, að Consolidated Vul- tee hefði grætt svo á ákvörðun flughersins að leggja megin- áherzlu á kayp B-36 sprengju- flugvéla, að félagið ætlaði að gleypa smærri keppinauta sina og Stuart Symington, núver- andi flugmálaráðherra, hefði verið lofað framkvæmdastjóra- stöðu fyrir samsteypunni, þegar hún væri komin á laggirnar. Van Zandt benti á, að skömmu eftir að Johnson tók við em- bætti heimilaði hann aukin kaup á B-36 sprengjuflugvélum, frá félaginu, sem hann hafði verið forstjóri fyrir og hinn ör- látl Odlum á. Ásakanir Van Zandt eru þær alvarlegustu, sem bornar hafa verið á banda ríska ráðherra síðan mútu- hneykslið fræga í sambandi við sölu Teapot Dome oliulindanna var á döfinni i forsetatíð Hard ing. Symington flugmálaráð- herra hefur lýst aðdróttanirnar, sem hann várða, lygi. Vinson formaður hermálanefndar full- trúadeildar Bándarikjáþings hefur boðað tafarlauSa rann- sókn á, hvað hæft sé í ásökun- um Van Zandt. M. T. Ó. EVELYN WAUGH: ’ ' * Jtj?;. tíýv* 49. DAOUR. KEISARARIKID AZANIA ASM. JONSSON þýddi. Það er ákaflega merkilegt. Loftið í sýningarskál- anum verður að endurnýja stöðugt — einn fer- meter á klukkutíma ætti að nægjar— annars get- ur það haft skaðvænleg áhrif á sýningarhlutina. Þér skulið endilega skrifa þetta hjá yður. Á annarri hæð geta svo lífeðlisfræði og sögudeild- irnar verið — sýnishorn af þjóðlegri list, portú- galskir og arabískir munir, og lítið bókasafn. Á miðhæðinni á svo minjagripasýning keisarafjöl- skyldunnar að vera. Eg geymi í kassa undir rúmi upp á lofti nokkrar orður með mynd af Amurarth á, ljósmyndir af mér, nokkra af einkennisbúning- unum mínum, stúdentshúfuna mína og kápuna frá Oxford, og Eiffelsturnslíkanið, sem ég keypti í París. Einnig get ég lánað nokkrar arkir með rithönd minni á — það ætti að geta orðið glæsi- leg sýning.“ I nokkra daga var hr. Youkouimian önnum kafinn við að safna sýningarmunum. Sagan barst eins og eldur í sinu — að það væri hægt að selja Nýsköpunarráðinu allskonar sjaldgæfa muni. Afleiðingin varð sú, að öll skrifstofustörf urðu óframkvæmanleg vegna aðsúgs allra kynflokka, sem umkringdu stjórnarráðið og buðu til sölu koparpotta og útskorin hálsbönd, eiturslöngur í körfum og apa í búrum, föt úr trjáberki og jap- anskri bómull, heilög kör, sem nestoriski kirkju- þjónninn hafði séð sér færi á að hnupla, kylfur úr járntré, snotrir húsguðir, elt höfuðleður af mönnum, naflastrengi og loftsteina með töfra- mætti, vemdargripi til að verjast illum augum í kameldýrum .frímúraraskrúða monsieur Ballon, sem bryti sendiráðsins hafði séð sér færi á að skjóta undan og griðarstór getnaðarlimur, höggvinn í stein. Hann hafði verið sóttur í hof inni í landi, og var dreginn af þrem uxum. Youk- oumian var greiður í viðskiptum, og keypti næst- um því allt, sem honum var boðið. Seinna seldi hann það Ráðuneyti fagurra lista, sem Basil hafði skipað hann skrifstofustjóra í. En þegar Basil síðarmeir skýrði keisaranum frá þeim framförum, sem þessi mál höfðu tekið, kinkaði Seth aðeins kolli, lítilsháttar viðurkennandi, og | meðan hann skrúfaði lokið af sjálfblekungnum I sínum, til þess að undirrita fyrirskipun um að bera jarlinn af Ngumo út úr húsi sínu, fór hann að tala um undur og dásemdir stjörnufræðinnar. „Hafið þér gert yður Ijósa stærð fastastjarn- anna? Hún er yfirgengileg. Eg var að lesa bók, sem segir, að þessar fjarlægðir, þær verki lam- andi á sálina. Eg stofna strax stjörnurannsókna- stöð. Eg verð að ná í nokkra prófessora — símið strax eftir þeim fyrir mig til Evrópu. Útvegið mér góða prófessora, þá beztu, sem hægt er að ná í“. En daginn eftir var hann kominn á kaf í heila- spuna um óbeina frjóvgun. „Eg las bók, þar sem sagt er, að fæðingar séu ekki nauðsynlegar lengur.“ Hann benti á bók um heimspeki — líf- eðlisfræðileg efni. „Eggið er frjóvgað í tilrauna- stofu, og fóstrið er svo alið á næringavökvum í flöskum. Það er stórkostleg hugmynd. Sjáið um að útvega þessháttar flöskur------“ Jafnvel þegar þeir voru að ræða einmitt þau efni, sem í það og það sinn héldu *iiug hans föngnum, gat hann haft til að hætta í miðri setn- ingu, til að spyrja um eitthvað algjörlega óvið- komandi. T. d. „Hvað kosta heliokopterflugvél- ar?“ eða. „Gjörið svo vel að skýra nákvæmlega fyrir mér, hvað surrealismi er“ eða „Haldið þér, að Dreyfus hafi verið saklaus?“ — Síðan hélt hann áfram með framtíðarbollaleggingar sínar, áií þess að biða eftir svari. Herra Youkoumian var á sinni réttu hillu, þar sem hann var að annast kaup á munum til safns- ins — það var einmitt verk, sem hæfði bæði með- fæddum hæfileikum hanS og menntun. Hann samdi óaflátanlega við jarlinn af Ngumo og Boaz barón, vopnaður útlegðarhótun á þann, sem minna lét af mörkum. Hann keypti og seldi, rag- aði og hældi vörunum eða sveiaði þeim, eftir ástæðum. Aftur á móti fóru að koma í ljós á Basil þreytumerki af erfiðinu við nýsköpunina. Aðeins af og til stuttir reiðtúrar með Prudence í uppblásnu og brakþurru umhverfi, og leynileg stefnumót, sem voru trufluð þegar verst lét, af ströngum fyrirmælum um að mæta táfarlaust hjá keisaranum — þetta var það eina, sem hann gat flúið til einstaka sinnum frá erfiði daglegu verkanna. „Eg held, að þessi viðbjóðslegi keisari láti gefa þér seigdrepandi eitur — það er nokkuð, sem hann kann að fara með,“ sagði Prudence. Eg hef aldrei á æfi minni séð veikindalegri mann- eskju en þig.“ „Þó að það sé hlægilegt, þá sakna ég Connolly ansi mikið. Það er dálítið þreytandi, að eyða ævinni mitt á milli þeirra Seth og Youkoumian.“ „Þú ert náttúrlega ófáanlegur til að láta þér detta í hug, að ég sé líka til — ha?“ sagði Pru- dence. „Vildirðu nú samt ekki reyna einu sinni — bara til að gleðja mig svolítið ?“ „Þú ert ágæt stúlka, Prudence. Seth mundi kalla þig „tip top.“ En ég er að sálast af þreytu.“ Skammt frá þeim barði hestadrengur sendi- sveitarinnar fólskulega í kringum sig með svipu, í þeirri fávisu von að hitta nokkra maura, en hestarnir stikluðu órólegir á uppþornuðum og skorpnum árfarveginum. Að morgni dags nokkrum dögum seinna, fékk Nýsköpunarráðið þungt áfall. Vinnan gekk eins

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.