Þjóðviljinn - 02.07.1949, Page 1

Þjóðviljinn - 02.07.1949, Page 1
VILJIN N i> ff.F.R." Farið verður í. Skíðaskálann í dag klukkan 2frá Þórsgötu 1 e/ w ö i Skálastjórn 14. árgangar. Laugardagur 2. júlí 1949. 142. tölublað. Reykvlklngar greiða 56,5 millj. í úfsvör Jafnt og metálagningin í fyrra — Fullyrðingar Sjálf- stæðisfl. iiin lækkuð útsvör farnar veg allrar veraldar Eftirsóttasta bók ársins hér í Reykjavík — skatta- skrá Reykjavíkur — kom út í gær. Útsvörin sem Reykvíkingum er gert að greiða á þessu ári eru samtals 56 millj. og 500 þús. éða h. ú. b. jafnhá og í fyrra, en þá voru þau 56 millj. 750 þúsund. Ern þar með farnar veg allrar veraldar hin- ar miklu fullyrðingar borgarstjórans og Morgunbl. nm stórkostlega lækkun útsvara á þessu ári. Tillögur fulltrúa Sósíalistaflokksins um að ekki væri lagt á árstekjur undir 9000 þús. kr., að útsvör á launafólk væru lækkuð, að frádráttur vegna barna á framfærslualdri yrði eigi lægri en 450 kr. og að tekið væri tillit til húsaleigugreiðslu við útsvarsá- lagningu — voru allar felldar. Það er eftirtektarverðast við útsvörin nú að hlut- ur almennings hækkar stöðugt, en hlutur fyrirtækja lækkar eða stendur í stað. Varð dauðaslys Hlöðver Bjarnason, Hofsvalla götu 21, annar þeirra sem slös- uðust mest í bifreiðaárekstrin- um fyrir ofan Lágafell s.l. 1 þriðjudagsmorgun, lézt af völd- um meiðslanna í Landspítaian- um í fyrrinótt. Hlöðver heitinn var farþegi Borgarnesbifreiðarinnar M-88, sem kom að austan er árekstur- inn varð. Hlöðver var 24 ára gamall. Þegar fjárhagsáætlun bæj arins var til umræðu í vetur reyndi Morgunbiaðið að halda því fram að útsvörin lækkuðu frá árunum áður. Staðreynd- irnar voru samt þær að fjár- hagsáætlunin ákvað útsvarsupp hæðina kr. 50322,000 fyrir ár- ið 1948. En þegar sýnt þótti að nást mundi hærri upphæð en áætlað var með þeim stiga sem notaður var, var gerð auka- fjárhagsáætlim svo alls varð útsvarsupphæðin 56 750,000. Fjárhagsáætlunin í ár skipar svo fyrir að jafna skuli niður 52 070,000 að viðbættum 5— 10%.. Niðurstöðutölur í þetta skipti eru rúmar 56 500,000 eða næstum því sama tala og var í fyrra. Bæjarfulltrúar sósíalista lögðu fram eftirfhrandi tillög- ur varðandi útsvörin: „Bæjarstjómin beinir því til niðurjöfnunamefndar að at- huga sérstaklega eftirfarandi ákvæði við ákvörðun útsvars- stiga við niðurjöfnun útsvara á árinu 1949. 1. Að árstekjur undir 9000 verði ekki útsvarsskyldar. 2. Að útsvarslækkun fjöl- skyldna verði eigi minni en 450 kr. fyrnr hvern ómaga á framfærslualdri enda komi sú lækkun jafnt til greina á lægri tekjum sem hærri. 3. Að útsvör á launafólki verði ákveðin lægri en und- anfarin ár miðað við útsvars skyldar tekjur, þar sem op- inberlega er viðurkennt að að launagreiðslur haldist ekki einu sinni í hendur við skráða verðlagsvísitölu, hvað þá við raunverulega dýrtíð í landinu. 4. Að tekið verðl tillit til Msaleigugreiðsíu útsvars- gjaldanda við ákvörðun út- svarsins." Þessar tillögur lagði fulltrúi flokksins í niðurjöfnunarnefnd fram í nefndinni, en þar voru þær allar felldar, og samþykkt að nota sama útsvarsstiga og árið áður. Útkoman verður því sú að útsvarsupphæðin er næstum því alveg sú sama og í fyfra, svo þar með er fallið um Framhald á 6 síðu. Lestirnar fara af stað 1 gærmorgun fór frá Berlín fyrsta jámbrautarlestin eftir að járnbrautarverkfallinu lauk. Var þetta bandarísk herflutn- ingalest, sem fór til Bremer- haven. — Eftir því sem á dag- inn leið jukust jámbrautarsam- göngur þarna, og í gærkvöld gáfu sovétyfirvöldin í borginni út tilkynningu þess efnis, að járnbrautarsamgöngur við Ber- lín væru aftur komnar í eðli- jlegt horf. Bandarískt auðvald fagnar árangri á Marshaiilandaráðstefnunni f Samkomulag hefur náðst milli fulltrúanna frá Mars- halllöndunum 19, sem verið hafa á ráðstefnu í París að undanfömu til að ræða ný ákvæði varðandi innbyrðis greiðslur milli þessara landa. Samkomulag þetta var gert á grundvelli þeirra tillagna, sem Belgir báru fram að undir- lagi Bandaríkjanna. ígreiningnr m afstöðu til mála varðandi þjóðemisminnikluta í Austurríki V Fulltrúar utanríkisráðherra f jórveldanna komu saman á fyrsta fund sinn í London í gær til að ræða friðarsamn- ingana við Austurríki á grundvelli þess samkomulags, sem utanríkisráðherrarnir gerðu með sér á Parísarfundinum. Hinir bandarísku ráðamenn Marshalláætlunarinnar fagna að vonum mjög samþykkt hinna bandarísk-belgísku tillagna Eftir þeirra skilningi eiga hin nýju greiðslujafnaðarákvæði Marshalllandanna að verða til að „frelsa evrópska verzlun”, eins og Averell Harriman, erind reki áætlunarinnar, orðaði það við blaðamenn í gær. I Sir Stafford Cripps, fjár- málaráðherra Bretlands, hefur ekkert sagt opinberlega um þetta mál ennþá. Gaf hann Gagnráðstafanir ástralskra verkfallsmanna Verkfall áströlsku kolanámu- manna hefur nú staðið í sex daga, og enn er ekkert útlit fyrir lausn þess. — Svo sem áður er frá sagt í fréttum, hef ur ástralska þingið samþykkt lög, sem banna verkalýðsfélög- unum að veita verkfallsmönn- um styrk úr sjóðiun sínum. — Þessum ráðstöfunum stjórnar- valdanna hafa verkfallsmenn- irnir svarað með gagnráðstöf- unum. Lýstu þeir því yfir í gær, að þeir mundu sjá um, að allri öryggisgæzlu við kolanám urnar yrði hætt. brezku stjórninni skýrslu um ráðstefnuna í gær, en í næstu. viku er búizt við að . hann skýri frá árangri hennar í neðri málstofu brezka þingsins. Vörkföllin Englandi ~P) Ágreiningur varð milli full- trúa Sovétríkjanna annarsveg- Gifíingin talin gefa slæmt for- dæmi Svertingjaprins einn í Suð- urafríku hefur nýlega gengið að eiga enska stúlku, Rutli Williams að nafni. En hjóna- band þetta hefur ekki komizt hjá opinberum afskiptum hvítu valdhafanna. — Ráð það, sem fjallar um sambúð hinna ýmsu kynþátta í landinu, hefur lýst vanþóknun sinni á ráðahag þeirra prinsins og ensku stúlk- unnar á þeim grundvelli að blóðblöndun þeirra mundi gefa mjög slæmt fordæmi þar um slóðir! ar og fulltrúa Vesturveldanna hinsvegar varðandi ákvæði um framtíð slóvensku og króatísku þjóðernisminnihlutanna í Aust- urríki. Var það álit Sovétfull- trúans að samkomulag utaiirík- isráðherranna hefði falið í sér þau fyrirmæli, að á þessari Lundúnaráðstefnu skyldi sam- in fastákveðin fyrirmæli til Austurríkisstjórnar um að virða sérmál þessara þjóðernis- minnihluta, en hinir fulltrúarn- ir lögðu þann skilning í sam- komulag utanríkisráðherranna, að Lundúnafundurinn ætti ein- ungis að lýsa því yfir sem vilja f jórveldanna, að Austurríkis- stjórn tæki tillit til sérmála þjóðernisminnihlutann. Þess ágreiningur hafði ekki verið jafnaður, þegar fundinum lauk. Næsti fundur fulltrúanna verður á mánudaginn kemur. Hafnarverkfallið í London. breiddist enn út í gær. Komst tala verkfallsmanna upp í 8000, og tala skipa, sem biðu af- greiðslu komst upp í 90. — Stjórninni hefur hinsvegar tekizt að fá járnbrautarmenn til að fresta framkvæmd ákvörð unar þeirra um að fara sér hægt við vinnu. Átti sú á- kvörðun að koma til framkv. á miðnætti á morgun, en járn- brautai-mennimir hafa falfizt á að veita verkamálaráðherr- anum nokkum frest til að reyna að miðla málum í deilu. þeirra. Pallante dæmdur I gær var kveðinn upp í rétt- inum í Róm dómur yfir manni þeim, sem fyrir tæpu ári reyndi að myrða Palmiro Togliatti, foringja ítalskra kommúnista. Maður þessi, sem er á þrítugs- aldri og heitir Antonio Pallante, var dæmdur í 18 ára fangelsi. Ekkja Sun-Jat-sens árnar kommúnist- um heilla Kommúnistaflokkur Kína á 28 ára afmæli um þessar mundir. Var afmælis þessa og hinna miklu sigra flokksins minnzt með mikilli samkomu í fýrradag. Meðal þeirra, sem fluttu flokknum árnaðaróskir við þetta tækifæri, var ekkja Sun-Jat-sens, fyrsta forseta kínverska lýðveldisins og frelsishetju Kínverja. Kvaðst hún fagna innilega hinum glæsilega ferli flokksins og miklu sigrum hans til aukins frelsis og velmegunar fyrir kínversku alþýðuna. — Ekkja Sun-Jat-sens er mágkona Sjang Kaiséks, en hún er löngu / búin að fordæma stefnu hans og lýsa hann svikara við jhugsjónir manns hennar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.