Þjóðviljinn - 02.07.1949, Page 3

Þjóðviljinn - 02.07.1949, Page 3
ÞJÓÐVILJINN 3 Laugardagur - 2. júlí 1949. Nokkrar tillögur samþykktar á i landsþing Kven- félagasambands Islands Um heimílisiðnaðarmál: „1. 8. landsþing Kvenfélaga- sambands íslands beinir þeirri áskorun til Fjárhagsráðs, að hlutast til um, að útlent vefjar- efni fáist innflutt, og að félög og einstaklingar fái möguleika til að fá það til vinnslu. 2. 8. landsþing K.I. álítur, a3 iðnaðarframleiðsla og sala á sokkum úr einföldum lopa eigi engan rétt á sér, og skorar á hlutaðeigandi yfirvöld að sjá til þess, að þessi framleiðsla verði lögð niður sem fyrst. 3. Að gefnu tilefni vill 8. landsþing K.I. sdiara á prjóna- stofur og einstaklinga að fram leiða ekki og senda á markað- inn lélega og óhreipa vöru úr einföldum lopa og gera þannig öllum skaða og j&nmkun. 4. 8. landsþirig íK.I. skorar"á verðlagsyfirvöldin að herða mjög á verðlagseftirlitinu í landinu og eftirliti með vöru- vöndun. Skömmtunarmál. 1. 8. landsþing K.I. lýsir á- nægju sinni yfir því, að konur hefa nú um skeið átt sæti í nefnd þeirri, er ríkisstjórnin skipaði til þess að gera tillögur um endurbætur á skömmtunar- kerfinu og þakkar nefndarkon- um starf sitt í þágu innflutn- ings- og skömmtunarmálanna. Jafnframt leyfir! þingið sér að gera, fyrir hönd íslenzkra hús- freyia, eindregna kröfu til þess að konur fái fulla hlutdeild í öllum þeim nefindum og ráðum,- er starfa að innflutnings-, skönnntunar- og verðlagsmál- um þjóðarinnar, þar eð konur hafa nánari kynni en karlar af þörfum heimilanna og fram- leiðsluverði ýmiss konar varn- ins, sem einkum er til heimilis- nota. 2. 8. landsþng K.í. telur að stefna beri að því uð afnema hið allra fyrsta skömmtun á nauð- synjavöru bæði yegna hins mikla kostnaðar, er hún hefur í för með sér og þeirra óþæg- inda og spillingar í viðskiptalífi, sem flotið hafa í kjölfar henn- ar. Telur þingið þó, að þessu tak- marki verði ekki náð, fyrr en bót hefur verið ráðin á því á- standi, sem nú ríkir í gjaldeyris málum þjóðarinnar og þá kleift að auka innflutning á nauð- synjavörum til mikilla muna. Hins vegar leyfir þingið sér í þessu samband að beina því til stjórnarvaldanna að leitaðcé allra ráða til þess að auðvelda og gera ódýrari í rekstri stjórn þessara mála, ef skömmtun þarf að haldast um lengri tíma. 3. 8. landsþing K. I. beinir þeirri eindregnu ósk til skömmtunar- yfirvaldanna, að veittur verði á þessu ári ríflegur aukaskammt ur af sykri til sultugerðar, minnst 2 kg. á mann. Ennfremur að veitt verði gjaldeyris- og . innflutnings- leyfi fyrir þurrkuðum ávöxtum til almenningsþarfa. 4. 8. landsþing K.I. skorar á innflutningsyfirvöldin að sjá um að heimilin eigi þess jafnan kost að fá hentuga og vandaða vefnaðarvöru og prjónagarn, er fullnægi því magni, sem skömmt un slíks varnings heimilar á hverjum tíma, til þess að hús- mæður geti komið sjálfar upp fatnaði fyrir heimili sín. Hins vegar sé við því spornað, að iðn- fyrirtækin fái umráð yfir þvi nær öllu slíku framleiðsluefni, svo sem mjög hefur gætt að undanförnu. Jafnframt leyfir þingið sér að minna á, að nauðsyn krefur, að árlega séu veitt gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir öllu því, er viðkemur íslenzka þjóðbún- ingnum, peysufötum og upphlut, og sé tekið tillit til þess við út- hlutun slíkra leyfa, að utan Reykíavikur eru hlutfaJlslega fleiri konur ,sem nota þjóðbún- inginn, heldur en í Reykjavik. ToIIar: 8. landsþing Kvenfélagasarn- bands Islands lítur svo á, að konur hafi fullan rétt til að krefjast að tollar af heimilis- vélum séu samræmdir við tolla á landbúnaðarvélum. Skorar því þingið á ríkisstjórnina að fella i burtu nú þegar þá óheyrilega liáu tolla er lagðir hafa verið á nauðsynlegar heimilisvélar. Innflutningur búsáhalda: 8. landsþing Kvenfélagasam- bands Islands vill gera þá ófrá- víkjanlegu kröfu til innflutn- ingsn., að sérmenntuð kona þar til kjörin, fái aðstöðu til að leiðbeina um val á búsáhöldum, sem flutt eru inn i landið. Þing- ið vítir það skeytihgarleysi, sem ríkt hefur um þann handahófs- innflutning búsáhalda, sem und- anfarið hefur átt sér stað. Áfengismál. 1. 8. landsþing Kvenfélagasam bands íslands skorar á stjóin fræðslumála, að hlutast til um, að ekki sé leyfð neyzla áfengis á skólaskemmtunum, og að séð sé fyrir nauðsynlegri fræðslu í skólunum um áhrif áfehgis og annarra eiturtegunda. j Sömuleiðis séu ströng fyrir mæli gefin kennurum og öðrum starfsmönnum skólanna um að mæta aldrei í kennslu- eða starfstímum undir áhrifum á- fengis og sé lagður við stöðu- missir. 2. 8. Landsþing K.I. tekur undir áskorun Áfengisvarnar- varnarnefndar Reykjavíkur og Áfengisvarnarnefndar kvenna í Reykjavík og Hafnarfirði og skorar fastlega á dómsmálaráð herra og Stórstúku íslands að rýma nú þegar húsnæði Stór- stúkunnar á Fríkirkjuvegi 11 og byrja þar starfrækslu á sjúkrahúsi fyrir áfengissják- linga. 3. 8. Landsþing K.í. skorar á Dómsmálaráðuneytið að herða á eftirliti með áfengisneyzlu á skemmtistöðum utanbæjar og aðflutningi á áfengi til þeirra, einnig að liert sé á eftirliti mcð áfengisflutning í bifreiðum á þessa staði, og aukið vald lög- regluþjóna til rannsóknar á grunsamlegum farartækjum. 4. 8. Landsþing K.I. skorar á öll ungmennafélög og kvenfé- lög landsins að banna alla á- fengisneýzlu á skemmtunum sin um. 5. 8. landsþing K.l. skorar á Dómsmálaráðuneytið að láía framfylgja 21. og 22. gr. áfeng- islaganna, Jafnt við alla aðila, sem tilnefndir eru i lagagrein- um þessum og brotlegir gerast. Fræðslumál. 1. 8. landsþing K.í. lýsir yfir því, að það telur brýna nauð- syn á, að skipaður verði. utan Reykjavíkur á næstunni sér- stakur eftirlitskennari með handavinnukennslu telpna i barna- og gagnfræðaskólum um land allt hliðstætt því eftirliti er tíðkast hefur með handavinnu í barnaskólum Reykjavíkur. 2. 8. landsþing K.I. lýsir á- nægju sinni yfir samstarfi K.I. og Búnaðarfélags Islands um bændaviku félagsins í Ríkisút- varpinu. Þingið óskar þess, að samstarf um þessa viku verði aukið á þann hátt að fleiri koa- ur en verið hefur komi þar fram. Heilbrigðismál. 1. 8. landsþing K.I. skörar á Framhald á 7. síðu. 6. uppeldísmálaþingiS: t Þarfir barnanna séu tekn- ar tíl greina og byggðar Vöggustofur — dagheimili — leik- vellir —- tómstuudaheimili Hér fara á eftir ályktanir 6. uppeldismálaþingsins um hvað gera þurfi til þess að tryggja börnum nokkur nauðsynleg skil- yrði til að lifa lífi sínu á heilbrigðan hátt. stjórn og aðra aðila, er hlut eiga að máli. Þingið beinir því til allra, er hér eiga hlut að máli, að vinna sem ötullegast að hinum mörgu aðkallandi viðfangsefnum barnaverndarmálanna. I þvi sambandi bendir þingið á eftirfarandi verkefni: a) Vöggustofum, dagheimil- um og leikskólum sé komið upp svo mörgum, sem þurfa þykir í bæjum og þorpum. b) Hæfir menn séu ráðnir til að koma á skipulagðri Ieiðbein- ingarstarfsemi meðal foreldra um uppeldi barna. Sé þannig komið í veg fyrir ýmis mistök, er ella geta haft slæmar afleið- ingar. c) Leikvöllum sé fjölgað i bæjum og þorpum og nýtt til hlýtar þau uppeldisskilyrði, er þeir hafa að bjóða, t. d. með því að búa þá sem hentugustum tækjum og staðsetja þá þannig, Framhald á 7. síðu. „Uppeldismálaþing S. I. B. haldið í Reykjavík 24.—27. júní lýsir yfir þvi áliti sínu að vinna þurfi að barnaverndarstörfum með tvö sjónarmið í hugá: I fyrsta lagi að vernda börn og unglinga fyrir óhollum áhrif- um og í öðru lagi að bjarga þeim, sem einhverra hluta vegna hefur reynzt ófært að lifa lífi sínu á heilbrigðan hátt. Tillögur þingsins miðast þvi við þessi tvö sjónarmið, enda þótt þinginu sé ljóst, að í fram- kvæmdinni verða þau ekki að- skilin eil fulls. Þingið vill vekja athygli á því, að það telur óhjákvæmilegt, að ríkisvaldið, bæiar- og sveit- arfélög auk einstakra félaga og stofnana leggist á eitt, ef nokk- ur varanlegúr árangur á að nást í þessum málum. Þingið felur S.I.B. í samráði við Barnaverndarráð Islands að koma eftirfarandi tillögum og ályktun á framfæri við ríkis- ÚrvalsliSiS frá ,,A]ax" „Þeir virnia þrjá íyrstu leikina, en tapa þeim síðasta” Einn þekktasti knattspyrnu- frömuður Svía, sem skrifar alltaf undir nafninu „CEVE“, var fyrir nokkru á ferð í Hol- landi. Heimsótti hann þá knatt- spyrnufélagið Ajax, en það félag á einmitt að koma hingað á morgun. — „Við sitjum í liinu mynd- arlega félagsheimili Ajax, drekk um te og horfum með aðdáun á salarkynnin, verðlaunin, og i fánana. Maður hefur oft séð í blöðum lýsingar á þessu íþróttamaun virki, sem Ajax ætlar að koma sér upp þama, en það eru 12 til 20 æfingavellir. Á þetta að verða fyrirmyndar íþróttasvæði fyrir íþróttafélög, og það verð- ur það vissulega um margt. Æfingavellir eru enn ,,aðeins“ 4, auk keppnisleikvangsins. I nánd við þetta svæði liggja svo 22 vellir sem eru í eigu bæiar- ins. Leikmennirnir koma hver eft- ir annan til æfinga. aðalkeppn- inni er lokið, þó- eiga þeir eftir ]að keppa nokkrum sinnum enn. j Liðið er fullskipað og æfingin. byrjar á stóra vellinum. Hann er ekki sparaður þegar leyft er að nota hann og það á leikfimiskóm. Ajax vill líka vera í þjálfun i Islandsferð sinni. Fámenna lýðveldið á stóru. eyjunni (íslandi) sendir eftir- nokkrar vikur flugvél til að sækja flokkinn, sem á að keppa 4 leiki í Reykjavík. Leikar munu sennilega fara eins og vant er, að þeir sigra þrjá fyrstu leikina en tapa þeim síð- asta, þegar leikmennirnir eru órðnir veizluþreyttir. Minnsta kosti gekk það svo fyrir danska. landsliðinu fyrir nokkrum ár- U3l”.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.