Þjóðviljinn - 02.07.1949, Side 4

Þjóðviljinn - 02.07.1949, Side 4
ÞJÓÐVHJINN Laugardagur . 2, júlí 1949. plÓÐVILIINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritatjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólaísson, Jónas Árnason Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson . Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólayörðu- stíg 19 — Simi 7500 (þrjár linur) Áskriftarverð: kr. 12.00 á mánuði — Lausasöluverð 60 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Sóeíalistaflokkurinn, Þórsgötu 1 — Sími 7510 (þrjár linur) Bátaútvegurinn Það er hjákátleg staðreynd, svo alvarleg sem hún er, að bátaútvegurinn, sem færir þjóðinni % hluta þess gjald- eyris sem henni áskotnast, skuli árlega riða á barmi gjald- þrots, þannig að æ ofan í æ er talað um að hann muni gefast upp og þjóðin þá hætta að afla sér gjaldevris! Stjórnarblöðin segja að þetta sé af því að „atvinnuveg- imir beri sig ekki“ og merkir það væntanlega að þjóðin hafi ekki efni á að lifa. Bjargráð þeirra er því að skerða í sífellu lífskjör almennings og hefur það þó ekki fært hátaútveginum neinar hagsbætur hingað til og mun ekki gera það eftirleiðis heldur. Ástæðurnar fyrir örðugleikum bátaútvegsins eru allt aðrar, sem sé þær að erlendar og innlendar auðklíkur ræna hann og rýja í sívaxandi mæli. Stærstu aðilamir í þessari ránsherferð eru þrír: 1) Einokunarhringurinn Uni- lever, 2) íslenzka heildsalastéttin og milliliðimir, 3) Lands- bankinn. i Aðfarir Unileverhringsins hafa varið rifjaðar upp svo ýtarlega undanfarna daga hér í blaðinu að ekki gerist þörf að endurtaka þá sögu um sinn. Aðeins skal á það bent að hann 'hefur með einokunaraðstöðu sinni lækkað lýs- isverðið um ca. 30%, freðfiskinn um ca. 20% og síldar- mjölið um ca. 25%. Þessar lækkanir hafa nú leitt til þess að síldarverðið hefur verið lækkað um 2 kr. málið, og hvað tekur við um fiskábyrgðina í haust, þegar salan er komin rúmum 20% niður fyrir ábyrgðarverð ? íslenzka 'heildsalastéttin fær afhentan á silfurbakka þann gjaldeyri sem bátaútvegurinn aflar. Á sama tíma og bátaútvegurinn glímir við gjaldþrotsdrauginn hirða heild- salarnir ofsagróða af framleiðslu hans. Þó „atvinnuveg- irnir beri sig ekki“, ber braskið sig, og aldrei betur en nú. Þá hafa heildsalar og starfsbræður þeirra af þvi geysilegan arð að skipta við bátaútveginn, með olíusölu og öðru slíku. Það er átakanleg hræsni þegar lieildsala- og braskarablaðið .Vísir er að tárfella yfir örlögum bátaútvegsins. Landsbankinn er þriðji bagginn á þessum framleiðslu- atvinnuvegi. Árlegur gróði Landsbankans fer nú að nálg- ast 20 milljónir, og verulegur liluti þess gróða er tekinn af bátaútveginum sem berzt við gjaldþrotin! Ljóst dæmi um þetta er það að ríkisbankinn hirti af ríkisverksmiðj- unum í fyrra 5 milljónir króna í vexti, eða jafnliáa uppliæð og verksmiðjurnar greiddu í vinnulaun á Siglufirði! Þessi vaxtagreiðsla- var síðan að sjálfsögðu tekin af sjómönnum og útvegsmönnum í lækkuðu síldarvcrði. 1 ár eru vaxta- greiðslurnar áætlaðar 5 kr. á hvert mál, þannig að ef ríkis- bankínn hætti að okra á ríkisverksmiöjunum væri hægt að greiða 45 kr. fyrir síldarmálið, og er þetta þó aðeins eitt dæmi um afstöðu bankavaldsins til framleiðsluatvinnuveg- anna. Það er ekki að undra þó að bátaútvegurinn eigi í vök að verjast við slík skilyrði, en það er tími til kominn að þeir sem að honum standa geri sér ljóst við hverja þeir eiga að glíma. Bátaútvegurinn kemst ekki á 'heilbrigðan grundvöll fyrr en hrunstjórnin hefur verið hrakin frá völd- um og mynduð ný stjórn, óháð erlendum auðklíkum, inn- 'Jendum bröskurum og steinrunnum embættismönnum .jLandsbankans. Borgarastéttin er prakt- ísk. íslenzka borgarastéttin er praktísk, mjög praktísk. Þess fiimast jafnvel dæmi, mörg dæmi, að hún getur ekki, af praktískum ástæðum, þolað börn i návist sinni. Hér er átt við auglýsingar þær hinar mörgu þar sem húseigendnr taka skýrt fram að einungis barnlaust fólk geti gert sér vonir um að njóta náðar þeirra sem leigjendur. Slíkar auglýs- ingar má sjá í blöðunum dag- lega. — Böm eru ópraktísk, sérstaklega/ annarra manna böm. Komdu með barn á tröpp- ur mínar, segir borgarastéttin við húsnæðisleysingjann, og það verður enginn sem anzar dyrabjöllunni. □ Ekki algild regla, en.. Þetta er ekki algild regla um húseigendur. Ýmsir hús- eigendur em svo manneskju- lega innrættir að böm fara ekki í taugamar á þeim. En reglan gildir samt um alltof marga þeirra. Alltof marga þeirra skortir það ópraktíska upplag að geta þolað börn. Hjá alltof mörgum þeirra er það ófrá- víkjanlegt skilyrði fyrir þaki yfir höfuðið að fólk neiti sér um að eignast böm. — Og svo réttmæta telja þeir þessa afstöðu sína, að þeir blygðast sín ekki fyrir að láta prenta hana í blöðunum. Samanber áðumefndar auglýsingar. □ Lífsskoðun borgarastétt- aiinnar Og þegar betur er að gáð, sést að í þessum auglýsingum er raunverulega fólginn kjarn- inn úr lífsskoðun íslenzku borg- arastéttarinnar, þessari prakt- ísku lífskoðun þar' sem ekkert kemst að nema umhyggjan fyr- ir sjálfum sér, þessari prakt- ísku lífskoðun þar sem allt miðast við að erfiðleikum náungans sé haldið réttu megin við lokaðar útidyr. — Borgara- stéttm harmar að visu lilut- skipti þeirra barna sern verða að alast upp í heilsuspillandi íbúðum. En því miður, hennar hús voru ekki til þess byggð að börn hættu að alast upp í heilsuspillandi íbúðum. Henn- ar hús voru yfirleitt alls ekki byggð fyrir börn, sizt af öliu annara manna börn. — Börn eru vís til að hafa hátt í stig- unum, og það kynni að valda taugatruflunum í kaffigillum frúarinnar, já gæti meira að segja orðið orsök þess að hús- bóndinn kæmist úr stuði í bridge-partíum sínum og tapaði heilli rúbertu fyrir bragðið.. — — Böm eru svo skelfing ópraktísk. n.it iia Tré fyrir framan glugga. „Arboramicus” skrifar: — „Þegar fyrst var farið að gróð- ursetja tré í görðum hér í Reykjavík, henti margan. sú skyssa að láta þau standa beint undir gluggum húsa sinna... Hinna slæmu afleiðinga af skyssu þessari gætti að vísu ekki fyrstu árin, en svo, þegar trén urðu hærri, þá byrgðu þau alla útsýn úr gluggunum og ullu jafnvel rökkri inni. Dæmi um þetta höfum við fyrir aug- unum út um allan bæ... En það, sem ég fæ ekki skilið, er sú staðreynd, að margir hafa ennþá þennan hátt á, þegar þeir planta trjám í garða sína, að láta þau standa beint undir gluggunum.. . Mér finnst rétt að vara fólk við þessu... “ □ Fyrirspurn um fluguna. Að endingu fyrirspum frá Adam: — „Nói skýrði um dag- inn frá undarlegri flugu, sem komið hefði á gluggann hjá hon um, og bað um skýringar náttúrufróðra manna varðandi fyrirbærið. Hafa engar slíkar skýringar borizt?“ — Nei, náttúrufróðir eru ennþá ekki farnir að láta til sín.heyra. ISFISKSAtAN : Þann 29. júní seldi Marz 3710 kits fyrir 4509 pund í Grímsby. Þann 30, júní seldi Svalbakur 292,1 smál. í Cuxhaven. RIKISSKIP : Esja var á Akureyri í gær. Hekla er væntanleg til Glasgow í dag. Herðubreið er á Austfjörð- um á norðurleið. Skjaldbreið fór frá Reykjavík kl. 20 í gærkvöld til Húnaflóa- Skagafjarðar- og Eyjafjarðarhafna. Þyrill er á leið til Norðurlands. EIMSKIP: Brúarfoss fór frá Isafirði í gær- kvöld til Reykjavíkur. Dettifoss fór frá Rotterdam 27.6, kom til Reykjavikur kl. 15.00 í gær. Fjallfoss kom til Reykjavíkur 30. 6. Goðafoss er í Kaupmannahöfn. Lagarfoss fór frá Hull 29.6. til Reykjavíkur. Selfoss fór frá Ham- borg 30.6. tíl austur og norður- landsins. Tröilafoss fór frá New York 28.6. til Reykjavíkur. Vatna- jökull kom til Álaborgar 29.6., átti að fara þaðan 30.6. til Reykja- víkur. • yyS ^ 19.30 Tónleikar: Samsöngur (plöt- ur). 20.30 Tónlcik- \ ar: „Burlesque” eftir Richard Strauss (plötur). 20.45 Leikrit: „Sigríður á Bústöð- um” eftir Einar H. Kvaran; Ævar R. Kvaran færði í leikform (Leik- endur: fflvar R, Kvaran, Elín Ingvarsdóttir, Jón Aðils, Anna ’Stína Þórarinsdóttir o. fl. — Leik- stjóri: Æivar R. Kvaran). 21.30 Létt )ög (plötur). 21,5® Upplestur: Kvæði cftir Tórnas Guðmund.sspn (Höskuldur Skagíjörð les). 22.05 • Danslög (plötúr). Næturakstur í nótt annast Litla bílstöðin. — Sími 1380. Guðsþjónustur á morgun: Dómkirkj an: Messa kl, 11 f. h. — séra Jón Auð- uns. — Nespresta- kall: Messa í kap- ellu háskólans kl. 11 árdegis — Séra Jón Thorarensen. Lauganes- kirkja: Messa kl. 11 f. h. — Séra Garðár Svavarsson. Ungbarnavernd Liknar Templ- arasundi 3 er opin þriðjudaga og föstudag kl. 3.15 til kl. 4. i Freyr, júií-heft- ið 1949,: er kom- ið út. í heftinu eru m. a. þess- ar greinar: Frá norska bænda- samb. „Norges Bondelag”. Búfræðikandidatar út- skrifaðir frá Bændaskólanum á Hvanneyri. Landnám — land- námsmenn. Mjólkurstöðin nýja í Reykjavíic. Útdráttur úr ræðu Árna Benediktssonar forstjóra og ræða séra Sveinbjarnar Högna- sonar formanns stjórnar Mjólkur- samsölunnar. Ræðurnar voru flutt- ar við vígslu mjólkurstöðvarinnar nýju. Vélar og starfshættir Mjólk- urstöðvarinnar, eftir Stefán Björns son mjólkurfræðing. 1 gær voru gef- in saman í hjónaband, ung- frú Kristveig Björnsd. Fjöin- isvegi 13 og og stud. med. Jóhann Finnsson. Heimili ungu hjónanna verður fyrst um sinn að Fjölnisvegi 13. — Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Garoari Þor- steinssyni, ungfrú Helga Jensdótt- ir og Óskar Halidórsson, hús- gagnabólstrari, Köldukinn 7, Hafnarfirði. Nýlega opinber- uðu trúlofun sína, ungfrú Guð- björg Björgvins- dóttir, Suðurgötu 15 qg Sigvaldi Guð- mundsson starfsmaður í Sjálf- stæðishúsinu. — Nýlega opinber- uðu trúlofun sína, ungfrú Anna Jónsdóttir, hjúkrunarkona og Sig- urður Stefánsson, endurskoðandi. 1 dag fljúga flug- vélar Flugfélags Is lands áætlunar- ferðir til eftir- taldra staða: Ak- ureyrar (2 ferðir), Keflavíkur (2 ferðir), Vestmanna- eyja, Siglufjarðar, Isafjarðar, Kirkjubæjarklausturs, Fagurhóls- mýrar og Hornafjarðar. Á morg- un (sunnudag) eru áætlunarferð- ir frá Flugfélagi Islands til Akur- eyrár, Siglufjarðar, Vestmanna- eyja og Keflavíkur. Þá fer Cata- linaflugbátur frá Flugfélaginu mcð ísfirzka íþróttamenn, 20 tals- ins, til Færeyja, en þar munu þeir heyja ýmsar íþróttir við eyja- skeggja, Er þetta í fyrsta skipti sem íslenzk flugvél flýgur til Fær- eyja. Flugstjdt'i á Catalinafiug- bátnum vcrður Anton Axelsson: GuIIfaxi, millilandaflugvél Flugfé- lags íslands, kom í gær kl. 17.30 frá Osló. Flugvélin fór í morgun kl. 8.30 til Kaupmannahafnar með 35 farþega, og er hún væntanleg þaðan aftur á sunnudag kl. 17.45. — Frá Loftleiðum var í gær flog- ið til Akureyrar, Siglufjarðar. I dag verða farnar áætlunarferðir til: Vestmannaeyja, Akuréyrar, Isafjarðar, Patreksfjarffar, Siglu- fjarðar, Kirkjubæjarklausturs og Fagurhólsmýrar. Á morgun verða farnar áætlunarferðir til Vest- mannaeyja, Akureyrar og Isafj. Geysir fór kl. 9 í gær- morgun ti) Prestwick og Kaupmannahafnar með 42 far-’ þega, Meðal faiþeganna var ’Sir FrambaJd á 6, sí5a.______,

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.