Þjóðviljinn - 06.07.1949, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.07.1949, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVIUINN Miðfvikudagur 6. .júlí 1949. • Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — SósíaHstaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi ólafsson, Jónas Árnason Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson •, Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu- stig 19 — Sími 7600 (þrjár linur) Áskriftarverð: kr. 12.00 á mánuði — Lausasöluverð 50 aur. eint.- Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Sósíalistaflokkurinn, Þórsgötu 1 — Sími 7610 (þrjár linur). *» * Frá stjórnarheimilinu Svo er að sjá sem nokkur friðtir hafi í bili setzt að á stjórnarheimilinu. Þær illskeyttu deilur sem voru. mikið heimilisböl fyrir skömmu eru nú hljóðnaðar, a. m. k. í bili, og almenningi er spum hvað undir búi. Það er engum efa bundið að mestar líkur eru á kosn- ingum í haust, sennilega um miðjan október. Kosningarnar eru upphaflega knúnar fram af þunga almenningsálitsins í Framsóknarflokknum og „vinstrisinnuðum“ forustumönn- um þar, sem hafa haldið því fram að Framsóknarflokkur- inn hefði möguleika á að bæta við sig atkvæðum vegna tví- skinnungs Tímans og almennrá óvinsælda íhaldsins’ og Al- þýðuflokksins. Hægri menn flokksins voru hins vegar mót- fallnir þessu ráðabruggi, og báru það einkum fyrir sig að Framsókn mætti ekki missa ráðherra sína úr stólunum, ekki einu sinni í nokkra mánuði, því þá myndu glatast ýmis sér- réttindi og forréttindi, bitlingar og bein, sem nú eru helzta hugsjón ráðamanna þess flokks. íhaldið og aðstoðaríhald- ið urðu að sjálfsögðu óttaslegin við tilhugsun um kosningar og það fylgishrun sem þeim myndi fylgja og hótuðu Fram- eókn að láta kné fylgja kviði og hlifast hvergi við. Þetta var tilefni hinna hatrömu deilna sem mótuðu stjórnarblöðin um nokkurt skeið. En nú er viðhorfið breytt. Stjómarflokkamir hafa nefnilega fundið upp það snjall- ræði að hafa sýndárkosningar. Þá myndu ráðherrar Fram- sóknar halda áfram að sitja þrátt fyrir þingrof, og stjórn- in „fúngera" fram yfir kosningar. Jafnframt yrði gerður leynisamningur milli stjórnarflokkanna um áframhaldandi óbreytt stjórnarsamstarf að kosningum loknum, hver sem úrslit þeirra yrðu. Alþýðuflokkurinn fengi þá að halda „fomstu" sinni áfram, þótt fylgið hryndi af honum, o. s. frv. Hagnaðurinn við þessa áætlun er talinn sá fyrir Fram- sóknarflokkinn, að með kosningum fengju óánægðir fylgis- menn hans nokkra útrás, og fyrir $jálfstæðis- og Alþýðu- fiokkinn, að fylgishrun þeirra yrði þó minna í haust en að ári liðnu! ★ Umræðurnar um þessa tilhögun standa nú sem hæst, og af þeim stafar friðsemdin á stjórnarheimilinu. Verði ár- angur þeirra ják\-æður, hef jast stjórnarflokkarnir hins veg- ar bráðlega handa um undirbúning sýndarkosninganna. En einnig fyrirkomulag þeirra er deiluatriði. Alþýðuflokk- urinn krefst þess t. d. að gengislækkun verði eitt helztá kosningamálið og að Alþýðuflokkurinn fái að hressa upp á síhrörnandi fylgi sitt með andstöðu gegn henni — fyrir kosningar! Það er aðeins eitt sem ekki felst í hinum hugvitssam- legu áætlunum, viðbrögð almennings. Almenningur krefst þess að hrunstjórnin fari frá og að efnt verði til nýrra kosn- inga, en hann ætlast ekki til þess að úrslit kosninganna verði sama stjórn og áframhaldandi hrunstefna. Og almenn- ingur getur og mun koma í veg fyrir hinar haglega gerðu áætlanir afturhaldsins. Þegar til kosnniga kemur, hvort sem það verður í haust eða næsta sirniar, mun íslenzk alþýða fylkja sér um Sósíalistaflokkinn og þau öfl önnur sem taka VlíC-!i:>i ,í. j *:•-•-!• •.• viljá upp nýja átjóraarstefnu á Islandi, stjóraarstefnu BÆJARPOSTI'RIM Meðal fc.rþega Gcysis hoira í kvöld cru Vcrzluuarskclastúdontarnir, sem. hafa að undanförnu verið á ferðalagi um Norðurlönd . jfiamfara, frelsis og atvinnuörj'ggis. ... J Kappleikir miili fyrirtækja. Hörsti skrifar: — „Undanfar- in sumur, og þó einkum fyrir stríð, var mikið gert að því inn- an fyrirtækja (starfsmannafé- lög) að keppa saman í einhverri íþróttagrein. Oftast varð þá knattspyrna fyrir valinu. Mér þótti oft gaman að horfa á slíka leiki og svo veit ég að var um fleiri. Nú hefur þetta færzt ört í vöxt aftur, og veit ég um nokkur fyrirtæki sem búin éru að leiða saman hesta sína, og mörg eru eftir. Næsta miðviku- dagskvöld (þ. e. í kvöld) kl. 8,30 keppa til dæmis bílstjórar SVR og bílstjórar frá Litlu bil- stöðinni. Þetta verður óefað skemmtilegur leikur. Litlabil er nýbúin að sigra Hreyfil, en ekk- ert fyrirtæki hefur enn sigrað SVR í sumar. □ Haldin séu mót. „Það, sem mér datt í hug i sambandi við þessa starfsmanna leiki, var hvort ekki væri unnt að fá þessi fyrirtæki til að halda mót, og þá hefðu þau bik ar til að keppa um; þetta mundi örva þau til að æfa meira, og svo hefði hvert félag eða fyrir tæki bikarinn á skrifstofu sinni árið sem það ynni. — Eg álít að einn maður frá hverju þeirra fyrirtækja, sem viidu vera með gætu séð um slíkt. — Ekki hef ég nú hugsað þetta sem opinber mót heldur mót innan fyrir- tækja, en þó væri öllum frjálst að fylgjast með. — Hörsti." □ Athugasemd frá Ammendrup. Tage Ammendrup, ritstjóri Musicu, skrifar: — ,,Kæri Bæj- arpóstur. — Við höfum lesið ummæli þau, er ,,Músikvinur“ hefur skrifað í dálk yður 29. þ. m. þar sem hann segir ritstjóra tónlistarbl. Musica hafa ráðizt á Paul Robeson. — Þessi um- mæli hans eru byggð á mis- skilningi á efni umræddrar greinar, þar sem listamaðurinn Paul Robeson er víttur fyrir að slá saman list sinni og pólitísk- um skoðunum á hljómleikum sínum og hljómleikaferðum. — Paul Robeson er að sjálfsögðu frjálst að hafa sína skoðun á stjórnmálum, en hann siglir und ir fölsku flaggi, er hann slær saman stjórnmálafundum sín- um og hljómleikum. — Musica hefur frá byrjun haldið þeirri skoðun fram, að listamenn eigi ekki að skipta sér af stjórnmál- um, m. k. ekki að nota list sína sem stjórnmálalegt vopn. □ Musica er mótfallin ... „Um þetta atriði eru miklar deilur meðal listamanna um heim allan, eins og sjá má í við- tali því er Alan Moray Wiili- ams hafði við Shostakowich á Keflavíkurflugvelli þann 5. maí, og enn betur írfál'Sjá í ræðu þeirri er tónskáldið hélt á Menningar og Friðarþinginu í New York • il» og verður birt í næsta tölublaði. — Tónlistarblaðið Musica hefur ávalt verið mótfallið að hræra listinni og stjórnmálunum sam- an, eins og ritstj.grein 4. 5. tbl. 1. árg. og grein sú er birtist um Giesekin í 6. tbl. sama árg. bezt sýna. — Að endingu viljum yið benda „Músikunnandá" . á, að Musica er að sjálfsögðu hlut- laust um stjómmál, en hvar sem þrengt verður að listamönn um, hér heima sem erlendis, eða listamenn misnota listgáfu sína, mun Musica hiklaust vita þá breytni.“ □ Athugasemd Bæjarpósts. Bæjarpóstprinn hefur enga löngun til afskipta um þetta mál, en þó getur hann ekki stillt sig um að'spyrja, hvað Musicu komi það eiginlega við hvemig Paul Robeson hagar konsertum sínum. Eins virðist manni sjálfsögð sú krafa að Ammendrup segi ekki ósatt um það sem gerist á söngskemmt- unum úti löndum. Ummæli þau sem hann lét frá sér fara varð- andi söngskemmtanir Robesons í seinasta hefti blaðs síns voru endurtekning ósanninda sem jafnvel annaðeins blað og Al- þýðublaðið hafði étið oní sig. — Hér breytir það engu um þó komið sé með annarlegar tilvitn anir i mister Williams suðrá Keflavíkurflugvelli. ★ H Ö F N I N. Kári kom frá Englandi í fyrri- nótt, Brúarfoss fór héðan í gær- morgun, áleiðis til útlanda. Esja fór kl. 12 i gærkvöid i strandferö austur um land. E I M S K I P : Brúarfoss fór frá Keflavík kl. 22.00 í gærkvöld til Hamborgar, Kaupmannahafnar og Gautaborg- ar. Dettifoss kom til Reykjavíkur 1. 7. Fjallfoss kom til Reykjavíkur 30. 6, Goðafoss er í Kaupmanna- höfn. Lagarfoss kom til Reykja- víkur 3. 7. Selfoss kom til Norð- fjarðar 4. 7., losar á Austfjörðum og Norðurlandi. Tröllafoss kom frá N. Y. 28. 6. til Rvíkur Vatnajökull fór frá Álaborg 1. 7. til Rvíkur. EINARSSON&ZOÉGA: Foldin er í Reykjavik. Lingest- room er í Amsterdam. Frá Loftleiðum var í gær flogið tll Vestmannaeyja <2 ferðir), Isafjarðar (2 ferðir), Patreks- fjarðar (2 ferðir), Akureyrar, Hólmavikur og Bíldu- dals (1 ferð á hvern stað). t dag verða farnar áætlunarferðir til Vestmannaeyja (2 ferðir), Akureyr ar, tsafjarðar, Siglufjarðar, Kirkju bæjarklausturs og Fagurhólsmýr- ar. Á morgun verða farnar áætl- unarferðir til Vestmannaeyja (2 ferðir), ísafjarðar, Sands, Bíldu- dals og Patreksfjarðar. Geysir fór í gærmorgun til Kaupmannahafn- ar með 40 farþega, væntanlegur um kl, 17 í dag með 44 íarþega. Sr. Garðar Svavarsson er fluttur á Kirkjuteig 9. Viðtalstími er aila virka daga nema laugardaga kl. 4—6 síðdegis. 19.30 Tónleikar: Lög úr kvikmynd- um (plötur). 20.30 Ötvarpssagan: „Catalina" eftir Somerset Maug- ham; XXX. lestur (Andrés Björns- son). 21.00 Tónleikar: „Petrouska", balletmúsik eftir Strawinski (plöt- ur). 21.35 Erindi: Útsýn af Al- mannaskarði (Hallgrímur Jónas- son kennari). 22.05 Danslög (plöt- ur). Hjómmum Ágústu Randrup og Georg Arnars., vélvirkja. öldugötu 3 Hafnar firði, fæddist 20 marka sonur 3. júlí. — Hjónununa Sigfriði Konráðs dóttur og Sigurjóni Ólafssyni, vita verði á Reykjanesi .fæddist dóttir, 12 marka, 30. júní. ; ílftjlofj ...... Knattspyrnukappleikur bílstjóra, — 1 kvöld verður háður knatt- spyrnukappieikur milli bílstjóra frá SVR og Litlu bílstöðinni. Hefst hann á íþróttaveilinum ki. 8,30 — öllum heimill aðgangur. Samtíðin, 6. hcfti þessa árs, er komin út. 1 heftinu er þetta efni m ,a.: Is- lenzk ræktar- semi, eftir rit- stjórann Sigurð Skúlason. Nýtt landnám í sveitum landsins, eftir Pálma Einarsson landnámsstjóra. Athafnasamur landkynnir vestan hafs. Heimssögu leg íþróttakeppni ,eftir Loft Guð- mundsson. Rit Gunnars Gunnars- sonar. RangæingafélagiS í Reykjavik efnir til skemmtiíerðar austur á Siðu og Fljótshverfi um næstu helgi. Lagt verður af stað frá Ferðaskrifstofunni föstudaginn 8. júlí kl. 6 siðdegis. Fyrsta daginn verður ekið að Skógum undir Eyja fjöllum og gist þar. Annan daginn verður svo farið austur að Kálfa- felli í Fljótshverfi og til baka að Kirlcjubæjarklaustri. Á sunnudag verður farið til Reykjavíkur. Stanz að verður víða og skoðaðir allir helztu staðir á leiðinni. Leiðsögu- maður verður Óli B. Pálsson. En Kjartan Ó. Bjarnason tekur myndi ir af ferðalaginu. Sl. laugardag voru gefin sam- an í hjónaband af séra Bjárna Jónssyni, ung- frú Hjördís Jónsdóttir, Ránargötu 32 og Ólaf- ur Jónsson ,útvarpsvirki, Eiríks- götu 27. Laugardaginn 2. júlí opinberuðu trú lofun sína, ungfrú Erla E. Blandon. Háteigsvegi 16 og Einar Hallmunds- son, trésmiður, Bar ónsstíg 49. — Sl. iaugardag opin- beruðu trúlofun sína ungfrú Hall- dóra Helgadóttir, Sólvelli, Akureyri og Friðrik Sigurbjörnsson stud. jur. Fjölnisvegi- 2 Rvík. — Sl. laug- ardag opinberuðu trúlofun sína Regína Thoroddsen hjúkrunar- kona, og Smári Karlsson, flugmað- ur. Næturakstur í nótt annast HreyfilJ ---- Sími 6633. Næturlæknir er í læknavarðstof- unni, Austurbæjarskólanum. — Sími 5030. Næturvörður er i lyfjabúðinnl Iðunn. — Sími 7911. (■■■■■■■■■HUfMIMMHMaMt Veðurútliðið í dag: Sunnan kaldi. Dálítii rigning eða þoku- súld með köílum,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.