Þjóðviljinn - 21.07.1949, Side 1

Þjóðviljinn - 21.07.1949, Side 1
 - y, —rr "?»g '• • ■■;* 14. árgangar. Fimmtudagur 21. júlí 1949 157. tölublað %h Hétun m hafnarverkfall um allt Bret- Byggingaframkvæmdir í Praha Atílee Jívær hendojr slnar ©g keisnir uxulir- lylluiu íólskulegar ógxiaxxir við verkamexxix Brezka sósíaldemokratasíiórnin hefnr séð sig tilneydda ao láta undan síga í baráttu sinni fyrir að knýja hafnarverkamenn í London til að gerast verkfallsbrjóta. í heift sinni höfðu sósial- demokrataforingjarnir gengið svo langt, að . hafn- arverkfall ua allt Bretland var yfirvofandi. Reyna Attlee & Co. nú að skella skuldinni af þessu frum- hlaupi á undirtyllur sínar. í fyrradag birti nefnd sú, sem hefur yfirstjórn á ráðningu hafnarverkamanna' í Bretlandi yfirlýsingu um, að allir hafnarverkamenn, sem ekki kæmu til vinnu og ynnu eins og þeim væri sagt (þ. e. gerðust verkfallsbrjót- ar) ættu á hættu að fá ekki framar að vinna við hafnar- vinnu, sem fastráðnir menn. Tilkynning þessi var gefin út snemma dags í fyrradag, en þann dag kom ekkert fram, sem benti til annars en ríkis- stjórnin, sem er yfirboðari ráðningarnefndarinnar, væri henni fyllilega samþykk. í gær, þegar reiði hafnarverka manna yfir þessari fólsku- legu hótun var orðin lýðum Ijós, kom annað hljóð í strokinn. Ríkisstjórnin lýsti yfir, að hún hefði ákveðið að ógilda ákvörðun ráðninga- nefndarinnar, þar sem sýnt væri, að koma myndi til hafn arverkfalls um allt Bretland, ef hún yrði framkvæmd. Ammon lávarður, sem er formaður ráðninganefndar- innar, lýsti þá yfir, að hann teldi ákvörðun ríkisstjórnar- innar alranga. Er talið, að stjórnin muni víkja honum frá störfum. 18000 verkmeim frá vinnu Þeim hafnarverkamönnum, sem lagt hafa niður vinnu vegna verkbannsins, sem hafnarstjórnin í London hef- ur sett á þá, sem e'kki vilja gerast verkfallsbrjótar, held- ur áfram að fjölga. í gær Þátttaka Uu í AÉnzhaísUa- laginu Irot á íriarsanming Sovétstjámin sendir mótmælaoxðsendingn Þátttaka ítalíu í Atlanzhafsbandalaginu er brot á friðarsamningnum, sem Bandamenn gerðu við Italíu eftir seinustu styrjöld, segir sovétstjómin í orðsendingu til Italíustjómar. voru um 16000 verkamenn frá vinnu. Ríkisstjórnin held- ur áfram að nota hermenn sem verkfallsbrjóta og fjölg- ar þeim stöðugt. Fjöldafundur á Trafalgar Square Sl. sunnudag efndu hafnar- verkamennirnir til hópgöngu gegnum Loadon og fjölda- fundar á Tmfalgar Sqare. Var gengin 11 km. leið frá East End. Þrátt fyrir rign- ingu var gangan hin fjöl- mennasta og fundarstaðurinn þéttskipaður fólki. í broddi fylkingar gekk þingmaður- inn Platts Mills, sem rek- inn var úr Verkamanna- flokknum í fyrra. Hann hélt einnig aðalræðuna á fundin- um og ákærði ríkisstjórnina fyrir að hafa ekkert gert til að leysa hafnardeiluna með samkomulagi, heldur reyna, að brjóta hana á balc aftur með ofbeldi. Formaður verkbannsnefnd- arinnar sagði: „Einn hlut geta þeir ekki tekið frá okkur, og það er sú megin- regla, að góður verkamaður gerist aldrei verkfallsbrjótur. Ef við töpum I baráttu okk- ar nú bið ég guð að hjálpa sérhver j um félagsbundnum verkamanni í Englandi. Þeir vonast til að geta svelt okk- ur til hlýðni eins og íhalds- menn sveltu okkur fyrir mörgum árum, en við viljum ekki gerast verkfallsbrjótar.“ Nokkur húsnæðisvaudræði hafa v-erið í Praha eftir stríðið, eni hið oplabera hefur fylgt djarflegri áætlua uui að leysa þau á akömruum tíma. Á, myndinni sjást byggingaverkamenu að viaau iífe*; iál 1 i í hiuui tékkaesku höfuðborg. HröS framsókn kommúnista d 800 km. viglinu Sjang Kalsék biðnr McArthn? liðsiimis Þrír sóknararmar kínverskra bommúnista á 800 km. breiðri víglínu sækja hratt fram inn í Suður-.Kína. KuomLn- tangherimir fá hvergi neitt vlðnám veitt. , Orðsendingin var birt Moskvaútvarpinu í gær. Seg- ir þar, að með þátttöku sinni í Atlanzhafsbandalaginu hafi Ítalíustjórn gengið í árásar- sinnuð hernaðarsamtök, sem beint sé gegn Sovétríkjunum • og nýju lýðræðisríkjunum í Austur-Evrópu. t friðarsamn- ingunum, sem Ítalíustjórn undirritaði, skuldbindur hún sig hinsvegar til að taka • engan þátt í neinum aðgerð- um, sem beint sé gegn nokkru Bandamannaríki. , Sovétstjómin segir, að beiðni ítalíust jórnar um yopn frá Baodaríkjunum sé‘ brot á þeirri grein friðar- samningsins, sem takmarkar við viss vopn vopnabúnað ít- alska hersins. í orðsendingum til stjórna Bretlands, Frakklands og Bandaríkjanna dregur sovét- stjórnin athygli þeirra að því, að þær beri ábyrgð á þessum brotum ítalíustjórn- ar á friðarsamningnum, þar sem það voru þær sem buðu henni inngöngu í At- lanzhafsbandalagið. Fulltrúadeild Ítalíuþirigs átti að greiða atkvæði í gær- kvöldi um staðfestingu At- lanzhafssáttmálans. Max Reimann látinn laus Brezku hernámsyfirvöldia í Þýzkalandi hafa sleppfc Max Beimann, formanni kommúnisfcaflokksins í Vesfc- ur-Þýzkalandi, úr fangelsi næstum mánuði áður en hann hafði afplánað þriggja mánaða fangelsisdóm brezks herréttar. Öflug mótmæla- alda hafði risið um alit Þýzkaland gegn fangelsun- inni og kröfur um að Rei- manu yrði iátinn laas gerð- ust æ háværari. Her Lin Piaos hershöfð- ingja er skammt frá Sjangsa, höfuðstað Húnanfylkis og kommúnistar hafa tekið fjöda fjölda borga í fylkinu. Bmttflutiiimgur ‘ • frá Kanton Vegna hraðans í sókn ■kommúnsta er Kuomintang- stjórnin tekin að undirbúa varnir aðseturstaðar síns: Kanton í óðaönn. Meginherir/ kommúnista eru enn 500 km. frá borginni, en engu að síð-1 ur hefur Kuomintangstjórn- in skipað öllum borgarbúum, sem ekki hafa nauðsynlegum störfum að gegna vegna varna Kanton að hafa sig á brott. Utanríkisráðherra Kuomin- tangstjórnarinnar mun bráð- lega fara til Japan að því er fréttaritarar í Kánton segja. Telja þeir, að Sjang Kaisék hafi falið honum að ræða við McArthur, hinn afturhalds- sama hernámsstjóra- Banda- ríkjanna í Tokyo, og fá að vita, hvaða stuðnings and,- kommúnistabandalag banda- rísku leppstjórnanna í Kanton, á Filippseyjum og Suður-Kóreu, geti vænzt frá honum. 'Löggjafarþing Kuomintang hefur samþykkt að senda systurstofnunum sínum, þingum Bretlands og 'Banda- ríkjanna, skeyti og heita á þau, að láta í té stuðning við baráttu Kuomintang gegn kommúnistum. Verzluurjefnuð- ur Breta sífellt éhagstæðari Verzlunarjöfnuður Breta var óhagstæðari í sl. mánuði' en nokkru sinni síðan í sept- ember 1947. Innflutningur. fór 54 mill. punda fram úr útflutningi, eða lóVz milljón punda meira en í maí. Inn- flutningur í júní nam met- upphæð 201 millj. punda, 8 millj. meira en í mánuðinum á undan, en útflutningur nam' 143 millj. lækkaði um sjö milljónir. frá því í maí. Kolaroff kosim Dimitroffs Búlgaríuþing kaus í gær Vasili Kolaroff forsætisráð- herra í stað verkalýðshetjuaa- ar Dimitroffs, sem lést fyrir skömmu. Kolaroff er 72 ára og var náioa samstarfsmaður Dimitroffs í stjórn Kommúa- istaflokks Búlgaríu frá því á áru.num eftir heimsstyrjöldiua fyrri.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.