Þjóðviljinn - 06.08.1949, Síða 1

Þjóðviljinn - 06.08.1949, Síða 1
iVILJINN Fiamboð Sósíalista- ’1 flokksins ' 1 Áki Jakobsson í kjöri á Siglyfirði 14. árgangur. Laugardagur 6. ágúst 1949. 1“0, tölublað. Ytrasta aðstoð, sem Bandaríkin voru veita pt ekki bjargað kínverska aftiní Bandariska uíanrikisrádniieytld gelur 9£ueiMÍiaíaiag-° stjóriiiiisi upp á i»átlun9 en beiisir jafnfraiiii iiieiningo arlausum- hófunuvn íil kommíinista Acheson utanríkisráðherra Bandaríkjanna aí- henti Truman fcrseta í gær hvítbók um afskipti Bandaríkianna af málum Kína þau ár sem liðin eru, síðan styrjöldinni við Japan lauk. Útgáfa hvít- bókarinnar sýnir, að Bandaríkjastjórn er búin að gefa leppstjórn sína í Kína, Kuomintangstjórnina,. algerlega upp á bátinn. Utanríkisráðuneytið segir, að ýtrasta aðstoð, sem Bandaríkin gátu veitt, hafi ekki megnað að hindra sigur kínverskra kommún- ista yfir Kuomintang. Bandaríska utanríkisráðu- neytið segir, að Kuomintang- stjómin hafi fengið meiri banda ríska aðstoð síðan stríði lauk, en nokkrur önnur ríkisstjórn. Baadarísk aðstoð 50% ríkisút- gjalda Kuomintang Bandaríkjastjórn hefur veitt Kuomintangstjórninni 2000 milljón dollara béinan f jár- styrk til baráttunnar gegn kommúnistum og auk þess ógrynni vopna og birgða. Síðan stríðinu við Japan lauk hefur handarísk aðstoð numið helm- ingnum af ríkisútgjöldum Kuomintang-Kína. Kuomintang herimir hafa engri omstu tap að vegna skorts á vopnum eða skotfærum, segir bandaríska ut anríkisráðuneytið. Megnið af bandarísku aðstoðinni komst í hendur kommúnista, ýmist sem herfang eða það var selt þeim af embættismönnum og hers- höfðingjum Kuomintang. Harmar ósigur afturhaldsins Bandaríska utanríkisráðu- neytið kallar það „hörmulega en óumflýjanlega staðreynd“ að Kuomintangstjórnin hefur beðið ósigur fyrir kommúnist- um. Minnir það á, að Marshall hershöfðngi reyndi að koma á samstjóm kommúnista og Kuomintang en tókst ekki. Marshall sagði Kuomintang- stjórninni þá, að afstaða henn- ar myndi leiða styrjöld yfir Kína og hana sjálfa í glötun, og þetta er nú komið fram, segir bandaríska utanríkisráðu- nejd;ið. Kommúnistar „frelsarar og verndarar fólksins“ í hvítbókinni segir, að vegna spillingar og óstjómar Kuo- mintang hafi kínverskir komm únistar getað komið fram sem frelsarar og vemdarar fólksins. Kommúnistar era gagnteknir ofstækisfullri orku, segir banda rfska utanríkisráðuneytið. Hins vegar þurfti ekki að sigra' Kuomintang, það leystist upp. Mótstöðuafl Kuomintáng var' brotið niður innan frá. Kuomin tangherforingjarnir höfðu misst getuna til að stjórna, Kuomin- tanghermennimir höfðu misst viljann til að berjast og Kuo- mintangstjórnin hafði misst traust fólksins. Á fundi með blaðamönnum í Washington var Acheson utan- ríkisráðherra með ýmiskonar meiningarlausar hótanir í garð kínverskra kommúnista. Var- aði hann þá við að ráðast á nágrannaríki Kína, en gat ekki neins tilefnis til þeirra um- mæla. Hann sagði að Banda- ríkjastjórn vonaði að „ein- staklingshyggja kínverskrar siðmenningar" myndi að lok- um verða ofaná. Acheson sagði, að Bandaríkjastjórn myndi bera ráð sín saman við önnur ríki um leiðir til að halda friði og öryggi í Austur-Asíu. Kommúnistar taka Sjangsa Kuomintangstjómin viður- kenndi í gær, að kommúnistar hefðu tekið Sjangsa. höfuðstað Húnanfylkis og mikilvæga sam göngumiðstöð. Samdi fylkis- stjóri Kuomintang í Húnan við kommúnista um uppgjöf borg- arinnar í óþökk Kuomintang- stjómarinnar. Síðustu fregnir herma, að kommúnistar sæki hratt í suður frá Sjangsa og Kuomintangstjórnin leggi nú allt kapp á að undirbúa vamir Kanton. Æ. F. R. Farið verður í skálanu í dag (laugardag) 6. ág. kl. 2 e. h. Væntaniegir þátttakendnr skrifi sig á iistann í skrifstofu Æ.F.K. að Þórsgötu 1. Stjómin. Hvarvetna, þar sem lier kínverskra. komanúnista sækir fram, fagnar almenningur frelsi sínu undan kúgiin og óstjóm Kuo- mintangklíkunnar. Meira að segja bandarfeka utanríkferáðu- neytið hefur neyðrrt til að viourlfienna þessa stat reynd í iivít- bók sinni. — Hér á myndinni sést sendiineínd frá þorpE í Norð- ur-Kína afhenda Maó Tsetúng, foringja Kommúnfetaflokks Kína, útsaumaðan fána sem þakklætisvott fyrir þátt hans í frelsfe- ‘ baráttu kínversku þjéðarinnar. bandarísku herráðsforselana í París I allan gærdag stóðu SÖ00 Parísarlögregluþjónar vörð um sendiráð Bandaríkjanna í höfuðborg Frakklands, þar sem herráðsforsetar Bandaríkjanna, Vandenberg, Denfeld og Bradley, sátu á ráðstefnu með frönakum hershöfðingj- um. Lögregluþjónámergð þessi var send út af örkinni vegna þess, að þrátt fyrir bann lög- reglustjórans í París við fjölda fundi á Concordetorginu fyrir framan bandaríska sendiráðið, hafði franska Alþýðusamband- ið skorað á verkalýð Parísar að safnast þar saman til að mótmæla Lnnlimun Frakklands í árásarbandalag Bandaríkj- anna .Síðdegis í gær safnaðist svo mikill manngrúi saman á Concordetorginu og hrópaði kjörorð frönsku friðarhreyfing arinnar gegn stríði og stríðs- undirbúningi. Til nokkurra á- taka kom milli lögreglunnar og fólksins en er síðast fréttist var sagt, að þau hefðu verið lítilfjörleg. Bandarísku herráðsforingj- amir fóm í gær til Fontaine- bleu, aðalstöðva herráðs Vest- urblakkarinnar, og ræddu við Montgomery forseta þess. I dag ræða Banöaríkjamennirnir við yfirmenn herja Belgíu Hollands og Portúgal. Þær viðræður fara fram í París. Vandenberg, yfir- maður' bandáríska flughersins, sagði 1 gær, að ekkert hefði verið ákveðið í viðræðum Bandaríkjamanna og herfor- ingja Vestur-Evrópulandanna, aðeins héfði vérið skiþzt á skoðunum. Sósíalistar á Siglufirði hafa einróma ákveðið, að Áki Jak- obsson verði þar í kjöri fyrir Sósíalistaflokkinn við næstu Alþingiskosningar. Áki Jakobsson er fyrir löngu orðinn þjóðkunnur stjórnmála- maður og er einn af mikilhæf- ustu forystumönum Sósialista- flokksins. Þau ár, er hann var atvinnumálaráðherra í nýsköp- unarstjórninni, var undir for- ystu hans afrekað meira fyrir íslenzkan sjávarútveg en á nokkru öðm tímabili í stjórn- málasögu Islands. Það er og engin tilviljun, að afturhaldið hefur lagt Áka Jak obsson í einelti undanfarin ár, en einmitt það er afdráttar- laus viðurkenning á forystu hans um þær framfarir, er urou á tímum nýsköpunar- stjórnarinnar. Áki Jakobsson er sá úr hópi þingmanna, sem einna ötulast hefur unnið fyrir kjördæmi sitt á Alþingi ,enda á Áki mikl- um vinsældum að fagna á Siglu firði. Á því er engin vafi, að við næstu kosningar munu Siglfirð ingar svara rógi afturhaldsins með því að sameinast enn þá öflugar um Áka Jakobsson og senda hann inn á Alþingi með enn hærri atkvæðatölu en áður. Bevin lýsir Schu- maeher lygara ^ Bevin, hinn sósíaldemotkrat- íaki lUtanríkiisráðherra 'Bret- landis, hefur opinberlega 'lýst Kurt Schumacher, foringja þýakra sósíaldeamokrata, lygara. Schuxnacher, sem í kosninga- barátturmi í Vestur-Þýskalandi hefur lagt allt kapp á að Cikamma hemáimsveldin, sagði í ræðu nýlega, að Bretar hefðu aðeins háð styrjöldina til að koma Þýskalandi á kné secn viðskiþtalegum keppinaut. Þetta "hefur brezka utanríikisráðuc.eyt- ið Iýst „þessháttar lýgi, ísa líkleg er til að spilla fyrir upptöku Þjóðverja í hóp frið- samra lýðræðisþjóða“. Allt frá þvi hemámið hófst hefur Schu- macher Iiaft nána samvinnu við brezku hemámsyfirvöldin én. það hefur í augum margra Þjóðverja þótt merki um óþjóð- hollustu. Þeirri skoðun er Schu- imacher nú að reyna að eyða með fólsiktLleguim árásum á her- námsveldin. I

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.