Þjóðviljinn - 10.08.1949, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.08.1949, Blaðsíða 4
4 ÞJÖÐVILJINN . Miðyikudagur .{10;: ágúst 1949. þlÓÐViyiNN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Kitstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu- stíg 19 — Sími 7500 (þrjár línur) Áskriftaryerð: kr. 12.00 á mánuði — Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. SósíalístaflokkuriBn, Þórsgötu 1 — Sími 7510 (þrjár línur) | í Frelsi heildsaSanha Rosnlngar verða eftir tvo máimði — og Morgunbiaðið !er byrjað að tala um frelsi! 1 gær birtir það grein eftir hagfræðing •‘Sjálfstæöis- tflokksins, Ólaf Björnsson prófessor, þar sem fyrst er lýst iástandinu eins og það er nú, og komizt þannig að orði m.a.: „Eins og hagkerfi okkar er nú háttað, er jarðvegur íyrir geysilega spillingu í verzlunarliáttum, ólöglegan milli- liðagróða, svartan markað o.s.frv. Það skal heldur ekki ídregið í efa, að úr því að jarðvegurinn er fyrir hendi, ger- jast nógin til að notfæra sér það til þess að mata krók jsinn . .. Meðan þessi skilyrði eru fyrir hendi, hlýtur „brask- Sð“, „svindlið“, „okrið“ og hvað það nú er kallað, að tíafna . . . Telja má víst, að mestallur sá milliliðagróði sem þannig er fenginn, sé svikinn undan skatti . . . Núverandi Ijafnvægisleysi í þjóðarbúskapnum ásamt haftakerfinu . . . ihefur Jiaft í för með sér afkastarýrnun á nær öllum sviðum íframleiðslunnar, sem óhjákvæmilega hefur valdið stór- ífelldri og ónauðsynlegri skerðingu á lífskjörum almenn- Sngs . . .“ o.s.frv. o.s.frv. Að lokinni þessari hreinskilnislegu og glöggu lýsingu iá afrekum þeirrar stjórnar sem blað og flokkur prófessors- áns hafa stutt af hvað mestum ákafa, vendir hann sínu ikvæði í kross og byrjar að tala um „frjálsa verzlun“ sem liið langþráða takrhark $jáIfstæðisfIokksins og helztu hug- Isjón! Skal látið liggja á milli hluta hvort því veldur ein- Ifeldni eða slægð. Þegar $jáIfstæðisnokkurinn talar um frjálsa verzlun iá hann að sjálfsögðu ekki við frelsi almennmgs heldur frelsi fámemirar auðvaldsklíku til að arðræna almenning. [Frelsi þessarar klíku hefur aldrei verið meira en í tíð nú- iverandi stjómar; höftin, skriffinnskan, hefndirnar og ráð- án eru víggirðingar klíkunnar. Það ástand sem prófessorinn Jýsir er sannnefnt sálarástand fyrir þá forréttindamenn sem jnjóta hylli $jálfstæðisflokksins. Hinsvegar þykir ekki sig- ■lurstranglegt að kannast við verk sín þegar kosningar eru .pkammt unda.n, þi eru það einhverjar „óvíðráðanlegar að- |stæður“ sem ósköpunum valda. I En það mun ganga torveldlega fyrir $jálfstæðisfiokk- finn að þvo af sér hcftin og skriffinnskuna. Um þau efni hefur hann ráðið öllu með aðstoð Alþýðuflokksins. í öllum ráðunum og öllum nefndunum á $já!fstæðisflokkurinn for- imennina. og hefur alsstaðar meirihluta ásamt Alþýðu- jflokknum. Það er alkunna að í verzlunar- og viðskiptamál- |um hefur ekki gengið rakblað á milli íhaldanna beggja; stefna þeirra hefur verið ein og hin sama í framkvæmd. [Enda hefur þessi stefna eins og fyrr segir verið í algeru samræmi við hagsmuni forréttindastéttarinnar í Reykja- Mk og ’tryggt henni það freLsi til brasks, svindls og okurs |sem mest var á kosið. • i Frjáls verzlun er afstætt hugtak. Almenningur vill ifvissulega frels' til að kaupa lífsnauðsynjar sínar þar sem Ehagkvæmast er talið fyrir hæfilegt verð. En þegar $jálf- Istæðisflokkurinn talar um frjálsa verzlun á hann við frelsi Sieildsala og braskara til að ræna.almeaning og í tíð núver- tandi stjómar hefur hann sýnt hvernig það freM er í fram- Jkvætnd. fBÆJilBPOSTIiBINNj Fyrirspurn til Alþýðubrauðgerðarinnar Rauðhyltingur skrifar: „Kæri Bæjarpóstur! Mig langar að biðja þig að birta í dálknum þínum fyrir- spurn til fyrirtækisins „Al- þýðu“brauðgerðin, hlutafélag, annars vegar, og hins vegar tii Mjólkursamsöiunnar. (Á hún sig annars sjálf, eins og Elli- heimilið gerir ,eða hvað?) Fyrirspurnin . er þannig: Hverjir ráða því, hve mikil mjólk er sett í mjólkurbúðir þær, sem „Alþýðu“-brauðgerð- Ln, hlutafélag ,rekur? Ef til vill er atvinnurógur að segja frá ástæðunni fyrir þessu kvabbi, en hún er eftirfarandi: í Stórholti rekur „Alþýðu-“ brauðgerðin, hlutafélag mjólk- urbúð. Fyrir nokkrum vikum rak ég mig á að í þeirri búð fékkst ekki mjóik eftir klukk- an rösklega fimm. Er þetta hafði komið fyrir hvað eftir annað, gerði ég mér vonir um, að ekki þyrfti annað en að hringja í skrifstofu þessa „al- þýðufyrirtækis" og láta for- kólfana þar vita af þessu; því yrði þá samstundis kippt í lag.“ □ Óþarfa framhleypni „Þetta gerði ég, og hélt, satt að segja, að ég væri að gera þeim greiða, engu síður en mér og - öðrum mjólkurkaupendum hér í Holtinu. En það var nú ekki aldeiiis! Að þeirra hyggju- viti hefur þetta sennilega ver- ið óþarfa framhleypni. Að minnsta kosti sagði maður sá, sem fyrir svörum varð, að þetta væri ekki afgreiðslu- stúlkunum að kenna, heldur væri þeim fvrirskipað að panta ekki meira af mjólk en svo, að hún seldist upp sam- dægurs. Þetta fannst mér heidur einkennileg ráðstöfun og sagði manninum það. En hann var ekki á sama máli og bætti við, að ætlazt væri til, að fólkið væri búið að kaupa mjólk handa sér og sínum, þeg- ar klukkan væri orðin þetta margt (!) Eg hélt því hins vegar fram, að búðirnar ættu að fullnægja eftirspurnlnni, meðan þær væru opnar. Eftir nokkurt stagl gat ég samt pínt mann þennan til að Iofa, að hann skyldi sjá um, að þetta yrði athugað. i □ l Meira gat hann ekki gert! „Reyndar fannst mér hann segja þetta til þess eins að losna við mig úr símanum, enda hefur komið í ljós-, áð hefði athugun farið fram,- þá hefur ekkert athugavert fund- izt, því síðan þetta skeði, er iliðinn a .m. k. hálfur mánuður ' Jog allt situr við það sama, tnema nú svarar stúlkan því til, að „þeir í Samsölunni hafi ekki tímt að láta sig hafa meiri mjcik"!“ Hver á sökina á þessn ó* fremdarástaodi. í „AlþýiVu.*4- mjóiíturbúðinni í Stórholtámi? Þriðjudagur eða mánudagur „Ef þú hefur pláss fyrir þetta, þá geturðu líka spurt hann Árna í Samsölunni, hvort það sé satt, sem- afgreiðslu- stúlkurnar segja, að mjólkin sé jafngóð ,t. d. á þriðjudegi, hvcrt sem á flöskulokinu stenaur þriðjudagur eða mánu- dagur. Ef svo er ekki, hvermg stendur þá á því, að mjólk, sem maður kaupir á þriðjudegi er stimpluð með þriðjudagur eða mánudagur? komið í bœinn á mánudagskvöld. Þá.tttakendur verða að hafa með sér nesti og viðleguútbúnað. Nán- ari upplýsingar um ferðina eru gefnar í símum 5487 og 1327. Næturaksíur i nótt annast Hreyfill ----Sími 6633. Kvennadeild Slysavarnafélags- ins í Reykjavík hefur ákveðið að efna til skemmtiferðar n. k. fimmtudag austur að Ölfusá og á Þingvelli. Farin verður Krýsuvík- urleiðin. — Sjá auglýsingu á öðr- um stað í blaðinu Þinn, Rauðárhyltingur.'* □ Nær leugra en að Stapa 1 bréfi Jóh. Ásg., sem hirt var í Bæjarpóstinum í gær, seg- ir m. a.: „Síðan gengum við út að Hellnum, því feílvegur er ekki lengra en að Stapa.“ Tjt.af þessu talaði Ö. B. við Bæjar- póstinn og sagði, að þetta væri ekki rétt meo farið. Bílvegur næði lengra. Hann væri alla leiðina fyrir Jökul. H Ö F N I N: Hvalfell kom af veiðum í gær. Karlsefni kom frá Þýzkalandi kl. 9 í gærkvöld. ÍSFISKSALAN: Þann 6. þ. m. seldi Geir 260,3 smál. í Bremerhaven. Bjarni Ólafs son seldi 267,9 smál. 8. þ. m. í Hamborg. Surprise seldi 279,0 smál. 8. þ. m. í Cuxhaven. RIKISSKIP: Hekla fór frá Glasgowí gær- kvöld áleiðis til Reykjavíkur. Esja fór frá Reykjavík kl. 20.00 í gær- kvöld vestur um land til Akur- eyrar. Herðubreið er á Austfjörð- um á norðurleið. Skjaldbreið er í Reykjavík. Þyrill var í Hvo.lfirði í gær. EIMSKIf: Brúarfoss fór væhtanlega frá Kaupmannahöfn, í gær 9.8. til R- víkur. Dettifoss hefur væntanlega farið frá Leith 8.8. til Reykjavílc- ur, Fjallfoss er í Reykjavík. Goða foss kom til N. Y. 7.8. frá Reykja vík. Lagarfoss fer frá Reykjavík 10.9. til Keflavíkur, Vestmanna- eyja og Hamborgar, Selfoss er væntanlega í Leith. T^röllafoss var væntanlegur til Reykjavikur 9.8. frá N. Y. E I N AB S S O N & Z O £ G A: Foldin fór frá Reykjavík síðdeg is í gær, þriðjudag, áleiðis til Amsterdam. Lingestroom fór í gærkvöld( þriðjudagskvöld, frá R- vík áleiðis til Amsterdam. Eyfirðingafélagið fer skemmti- ferð á Þprsmörk n. k. laugardag. Lagt verður af stað frá Ferða- skrifstofunni kl. 10 -f. h. öllum Eyfirðingum . er heimil þátttaka í þessari ferð. Áskriftar llsti liggur frammi á Ferðaslcrif- stofunni. Verði gott yeður: verður. dvalið á Mörlcinni • eiun dag og Loftleiðir: 1 gær j|j|jg§ var flogið til Vest- mannaeyja, (2 ferð ir), Isafjarðar Ak- ureyrar, Patreksfj Sands (2 ferðir), og Hólmavíkur. 1 dag er áætlað að fljúga til: Vest mannaeyja (2 ferðir), Isafjarðar, Akureyrar, Siglufjarðar, Kirkjubæj arklausturs og Fagurhólsmýrar. Á morgun er áætlað að fljúga til Vestmannaeyja (2 ferðir), Isafjarð ar, Patreksfjarðar, Sands Akureyr ar og Bíldudals. Geysir er væntan legur um kl. 17.00 í dag frá Kaup manna.höfn. 19.30 Tónleikar: Óperettulög. 20.30 Útvarpssagan. 21.00 Tónleikar: „1 persneskum garði,“ lagaflokkur eftir Liza Lehmann (plötur). 21.40 Er- indi: Meðal finnskra stúdenta (Sigurður Magnússon stud. theol.) 22.05 Danslög (plötur). 22.30 Dag- skrárlok. Nýlega voru gef in saman í hjónaband ung- Erú Soffía Bjarnádöttir og Jóhann Fr. Kjartansson, skrifstofustjóri. — Heimili brúðhjónanna er á Eiríks- götu 15. — Ekki alls fyrir löngu voru gefin saman í hjónaband, ungfrú Þórhalla Gisladóttir frá Skógargerði og séra Marinó Krist insson, Valþjófsstað. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú HjördíS Jónsdóttir, Munka- þverárstræti 22, og Halldór Kristjáns- son frá Botni í Mjóafirði við Isafjarðardjúp. — Nýlega opinber uðu trúlofun, sína ungfrú Mar- grét Tómasdóttir, Siglufirði og Jóhann Jónsson frá Heiði. __ Ný- lega opinberuðu trúlofun sina, ung frú Jódís Jónsdóttir, Suðurgötu 15, Reykjavík og Ólafur R. Magn- ússon, prentari, Seljaveg 13, Reykjavík. Skólagarðar Beykjavíkur. Nem- endur i skólagörðum Reykjavík- ur fara að Bessastöðum kl: 1.30 í dag. Lagt verður af stað frá Bún aðarfélagshúsinu. Söfnin: Landsbókasafnið er op- ið kl. 10-12, 1-7 og 8-10 alla virka daga, nema laugardaga, ,þá er kl. 10-12 og 1-7. — Þjóðskjala- safnið kl. 2-7 alla virka daga. — Þjóðminjasafnið kl. 1-3 þriðjudaga fimmtudaga og sunnudaga. — Listasafn Einars Jónssonar kl. 1.30-3.30 á sunnudögum. Bæjar- bókasafnið kl. 10-10 alla virka daga nema laugardaga kl. 1-t. — Náttúrugripasafnið opið sunnudaga kl. 1.30-3 og þriðju- daga og fimmtudaga kl. 2-3. GENGIÐ. Sterlingspund 26.22 100 bandar. dollarar 650,50 100 kanad. dollarar 650,50 ... 100 sænskar kr. 181,00 100 danskar kr, 135,57 100 norskar kr. 131,10 100 hollensk gyllinl 245,51 100 belgískir frankar 14,86 1000 franskir franlcar 23,90 100 svisgneskir fr. 152,20 MCNIÐ að lesa smáaugiýsingarnar, þser eru á 7. síðu. - ::i .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.