Þjóðviljinn - 27.08.1949, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.08.1949, Blaðsíða 4
a Þ J ÖÐVTLJINN Laagardágor-:27c'“ágÚ3t 1949. 0IÓÐVILIINN Útgeíandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfl Ólafsson, Jónas Arnason Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu- stíg 19 — Síml 7500 (þrjár línur) Áskrlftax-verð: kr. 12.00 á mánuði — Lausasöluverð 50 aur. eint Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Sðsfalistaflokkurinji, Þórsgötu 1 — Stml 7510 (þrjár ifnur) Péiiflsk óværð r^” Eins og kunnugt er hefur Alþýðuflokkurinn borið á- byrgð á tveim brýnustu hagsmunamálutn almennings með} setu sinni í ríkisstjórn. Stefán Jóhann Stefánsson hefur' verið húsnæðismáiaráðherra og Emil Jónsson viðskipta- j málaráðherra. Sú var tíð að það hefðu verið talin stórtíð- j indi að Alþýðuflokkurinn hefði fengið yfirstjórn þessaraj mála, árum saman voru þau heitustú baráttumál hans ogJ fcann taldi skipan þeirra eitt gleggsta dæmið um ranglæti auðvaldsþjóðfélagsins. Yfirstjórn Álþýðuflokksins á við- skipta- og húsnæðismálum. myndi samsvara gerbyltingu, hefðu aiþýðumenn álitið — þá! En þegar Alþýðuflokkurinn fékk yfirstjórn þessara mála varð vissulega engin gerbylting, síður er svo. Hafi ástandið verið erfi’tt fyrir keyrði nú fullkomlega um þver- bak. íbúðarhúsabyggingar voru stöðvaðar að miklu leyti fyrir tilstilli fjárhagsráðs, með samþykki Alþýðufiokksins hefur verið neitað að framkvæma lögin um útrýmingu heilsuspillandi íbúða, og af þessum ástæðum og sívaxandi verðbólgu hefur kaupverð og leiga á húsnæði hækkað um a.m.k. helming í tíð Aiþýðuflokksráðherranna. Ástandið í viðskiptamálunum hefur sízt \ærið betra, fámenn klíka úrvalsheildsala hefur sétið að innflutningnum, vörúskortur hefur verið mjög alvarlegur, skömmtunarseðlarnir hafa æ ofan í æ reynzt falskar ávísanir og svartur okurmarkaður hefur orðið ein helzta tekjulind braskarastéttarinnar á kostnað almennings. Annars varð lengi vel ekki vart en að Alþýðu- flokksráðherramir væru fuilkomlega ánægðir með þessa skipan mála, þeir vörðu hana af öllu megni, og blað þeirra sá aldrei neitt athugavert. En upp á síðkastið hefur hins vegar orðið vart sívaxandi pólitískrar óværðar hjá ráðherr unum tveimur. Þeir una sér ekki eins vel í stólum sínum og fyrr og þeir eru byrjaðir að sverja af sér með sívaxandi ofsa — og kenna samstarfsmönnum sínum og undirmönn- um um allt saman. Mun slíkt nú orðið vera talið dreng- • skaparbragð og karimennska í Alþýðuflokknum! Go-tt dæmi þessa er ieiðari Alþýðublaðsins í gær, en þar segir svo m.a.: „störf f járhagsráðs, viðski ptanef n dar, og skömmt- unarsk rifstofunnar keyra ekki uudir neitt sérstakt ráðuneyti og lúta því alls ekki stjóm viðskiptamála- ráðherra . . . og er því ekki hægt að velta ábyrgð á þeim ji'ir á, Emil Jónsson... Þetta ástarad hafa ráðherr ar Alþýðuflokksins verið mjög óánægðir með ... það er ekki hlutverk Emils Jónssonar að standa yfir hverj- lim heildsala íil að fylgjast með því, að hann misnoti i ekki innflntningsleyfi sín, eða hanga við bakdyr þeirra : kanpmanna, sem heldur vilja selja vörur sínar bak við tjöldin en setja þser á opinn mar-kað . . . Alþýðu- flokkurinn hcfur í iikisstjórn gert ítrekaðar tilraunir til að koma á endurbótum í viðskiptamálunum.“!! Eftir þessi meinsæri mtm almemxingi spurn: Hvað Iiefui' Emil Jóusson haft að gera í likisstjórninni? Hann hefur ekl:i ráðiö neinu, og liann ber ekki ábyrgð á neinu. Telur Alþýðuflokkurinn þann kost nú skárstan fyrir þennan xáðherra sinn að lýsa hoaum sem pólitísku núlli, toppfígúru seixi braskararnir hafi notað til að geta stundað arðrán gitt í friði? BCJAKI*0STlKI\N Svartur markaður á Skagaströnd. Skagamaður skrifar; — „Lítil bein kynni af svörtum mark- aði höfum við Skagstrendingar haft til þessa, enda munu skil- yrði fyrir hann ákjósanlegri í margmenni og í hæfilegri ná- lægð við Reykjavíkurhöfn og Keflavíkurflugvöll. Nú brá þó svo við í gær (19.8.) að einn fulltrúi þeirra, sem þessa iðju reka birtist hér á staðnum I jeppa Stóð hann hér við dag- langt og seldi ýmsan varning, sem er sjaldséður hér orðinn eins og reykjarpípur, tyggi- gúmmí (Wrigley, príma vara, beint frá Keflavík, á aðeins 5 kr. fjórar plötur!) ;.p. fl.-og væri gaman að vit.a hvernig gjaldeyris- og innflutningsleyfin fyrir þessum varningi:væru feng in. Það er táknrænt fyrir að- gerðaleysi verðlagsyfirvaldanna og löggæzlumannanna í þessum efnum hvað ófeimni braskara- lýðsins er orðin mikil, að þeir fara ekkert dult með þessa iðju og brjóta fjölda laga að öllum ásjáandi. 20. ág. 1949. — Skagamaður." □ Hvað skal nú til varnar verða? Húsmóðir skrifar: — „Hvað skal nú ;til varnar verða vorum sóma? — Þessi setning fiaug I huga minn þegar ég Las Þjóð- viljann í dag og sá að aftur- haldið í þessu landi er að gera svívirðilega árás á okkar stærsta skáld H. K. L.. ., Ef maður rifjar upp fyrir sér sögu liðinna alda þá vitum við að mikilmennin hafa ætíð orð- ið fyrir aðkasti frá hinum spilltu afturhaldsöflum í hverju landi.__Nú erum við svo lán- söm, þessi litla eyþjóð, að eiga stórskáld eins og Kiljan sem öll frjálshuga alþýða metur og dáir, og það að verðleikum. □ Fegurð tungunnar. Eg, sem þetta skrifa, fann ekki hvað íslenzk tunga var fögur fyrr en ég las, fyrir mörg um árum smágrein eftir Kiljan í tímariti Máls og menningar, og síðan hef ég lesið allt sem hann hefur skrifað,... og mér finnst það hljóti að vera sálar- laust fólk sem ekki verður bæði betra og hyggnara eftir að hafa lesið hans snilld'arverk....— Svo koma Morgunblaðið og Alþýðublaðið, blöð svikaranna og faktúrufalsaranna, og land- sölumannanna sem ekki geta skrifað, eina setningu óbrengl- aða, og hefja ofsóknir gegn þeim manni sem hefur tryggt sér sess meðal allra stærstu skálda Norðurlanda fyrr og síðar, — orðið heimsfrægur fyr- ir ritsnilli. □ Sýndu að þú ert voldug og sterk. . .Þú, íslenzka alþýða sem átt allan hug þessa mikla manns, sýndu nú að þú sért voldug og sterk, frelsaðu land þitt og þjóð frá því að hin illu og spilltu öfl geti framið þann verknað sem þau virðast vera alráðin í að fremja. Við næstu kosningu verðum við að sigra!“. □ thaldið á sálnaveiðum. Sama húsmóðir sendir líka þessa klausu: —„Eg get ekki að gjört, að ein setning kemur fram í huga rninn: Skrattinn á sálnaveiðum. Nú er auðséð að mikið liggur við í herbúðum íhaldsforkólfanna, íþeir þeysa út úm byggðir landsins og aug- lýsa fundi sína ... En þeirra . síðasta gaadreið í Stranda- sýslu, með heildsala sem fram- bjóðanda heid ég hafi haft mið- ur heppileg áhrif fyrir þá. Strandamenn'’ eru ekki það skyni skroppuir að þeir bíti á ugnið, ég fullyrði að þeir fást ekki íil að kjósa gripinn—“ I Guðsþjónustur. á morgun: ’ ÍSMi^ariíéspresta- katl: Messá í .'Laují arneskirkju kl. 11 f. h. — Súfa Garö- *D.f. Svavarsson. — ©iJnskrrkjaM. Kl. 10 f. h. prestvígsla. LOFTLEIÐIR: 1 gær var flogið til Vestmannaeyja (2 ferðir)r. Isafjarðar, •Akureyrar og Blönduóss. Frá Ak ureyri var flogið til Siglufjarðar og frá Vestmanna- eyjum til Kirkjubæjarklaústurs. I dag er áætlað að fljúga'til Vest- mannaeyja (2 ferðir), Akúreyrar, Isafjarðar, Patreksfjarðar, Siglutj., Kirkjubæjarklausturs, Hellu, Þing eyrar; Bíldudals og Flateyrar. Hekla er væntanleg frá :Ka.up- mannahöfn og Prestvík kl. ,17—'Í8 í dag. Fer í fyrramálið kl. 8 til London og er væntanleg aftur kl. 22.30 annað kvöld. Geysir ef vænt- anlegur frá Stokkhólmi og Kaup- mannahöfn kl. 17—18 í kvöld. Fer til N. Y. í kvöld kl. 21 fullskipað- ur farþegum. FLUGFÉLAG tSLANDS: Innanlandsfllug: Áætlunarferðir verða farnar í dag til Akureyrar (2 ferðir), Vestmannaeyja, Kefla- víkur (2 ferðir), Isafjarðar, Siglu- fjarðar og Blönduóss. Á morgun verða flugferðir til Akureyrar, . Sigluf jarðar, Vestmannaeyja og Keflavíkur. 1 gæ'r var flógið frá Flugfélagi Islands til Akúreyrar (2 ferðir), Vestmannaeyjá, Kirkju- bæjarklausturs, F agurhólsmýrar, Hornafjarðar og Reyðárfjarðar. Þá var einnig flbgið frá Akur- eyri til Isafjárðar, Hólmavikur og Siglufjarðar. Millilandaflug: Gull- faxi fór til Kaupmannahafnar í morgun og er væntánlegur til R- víkur aftur kl. 17.45 ájnorgun. XJngbarnavernd Lfknar, Templ- arasundi, 3 er opin á þriðjudögum og föstudögum kl. 3.15-4 e. h. HÖFNIN: 1 gær fór Egill Skallagrímsson á veiðar, Drottningin fór héðán til útlanda kl. 2 e. h., Foldin var tekin í slipp. E I M S K I P : Brúarfoss kom til Kaupmanna- hafnar 25.8. fer þaðan 28.8. til Gautaborgar, Leith og Reykjavík- ur. Dettifoss fór frá Akureyri 23.8. væntanlegur til Kaupmannahafn- ar. 27.8. Fjallfoss fór frá Reykja- vík 22.8. til London. Goðafoss kom til Reykjavíkur 23.8. frá N. Y. Lag arfoss kom til Hull 24.8., fer það- an 28.8. til Reykjavíkur. Selfoss er á Isafirði. Tröllafoss fór frá Reykjavík 17.8. til N. Ý. Vatnajök ull fór frá Reykjavík 25.8. til Vest- ur og Norðurlandsins, lestar fros- inn fisk. EINARSSO NÁ Z O É G A: Foldin er í Reylcjavík. Linge- stroom er á leið til Reykjavíkur með viðkomu í Færeyjum. RIKISSKIP: Esja fer frá Reykjavík kl. 13.00 í dag til Stykkishólms. Hekla fer frá Reykjavík kl. 20.00 á mánu- dagskvöld til Glasgow. Heröubreiö er í Reykjavík. Skjaldbreið fór frá Reykjavík í gærkvöid til Breiðafjarðarhafna. Þyrill er á leið frá Norðurlandinu til Reykjavíkur. 19.30 Tónleikar: Samsöngur. 20.30 Leikrit: „Egmont" ^ eftir Johann Wolf- gang von Göthe í þýðingu Sörens Sörenssonar (Leikendur: fflvar R. Kvaran, Arndís Björnsdóttir, Þor- steinn Ö. Stephensen, Haraldur Björnsson, Edda Kvaran, Anna Guðmundsdóttir, Róbert Arnfinns son, Gestur Pálsson, Steindór Hjör leifsson, Klemenz Jónsson og Jón Sigurbjörnsson. — Leikstjóri: Þor- steinn Ö. Stephensen). 22.35 Dans- lög (piötur). 24.00 Dagskrárlok. Næturakstur í nótt annast Hreyfill. - Simi C633. Hjónunum Ragn- hildi Magnúsdóttur og Torfa Jónssyni, Reynimel 50, fædd ist 12 marka dóttir 25. ágúSt.; Gerpir, HI. árg. 7.—8. tbl., hef- ur borizt Þjóð- viljanum. I heft inu er ýtarleg grein uni Kaup félag Héraðs- búa 40 ára, með mörgum myndum. Þórhallur Jónasson, Breiðavaði, skrifar greinina. — Hvert stefnir ,um sauðfjárrækt á Islandi? eftir Aðalstein Jónsson, Vaðbrekku. Skúli Þorsteinsson skrifar um Guttorm Pálsson, skógarvörð, en hann varð 65 ára í sumar og hef- ur verið skógarvörður í 40 ár. Frásögnin Býli eyðist, eftir Vil- hjálm Hjálmarsson, er eftirtektar verg_ — 1 Gerpisröstinni o. fl. Kaflinn Nýr Gúllíver ferðast um Putaland, eftir Erlend Sigmunds- son, er vissulega þörf ádrepa til þeirra, sem hlut eiga að máli og enda fleiri. I fyrradag voru gefin saman í hjóna- band af séra Bjarna Jóns- syni, Sigríður Esther Erlendsdóttir og Mogens Christensen, garðyrkjumaður. —■ Heimili brúðhjónanna er að Njáls- götu 92. Frá Rauða Iírossi Islands. Börn- in, sem dvalið hafa í Sælingsdals- laug, koma til bæjarins á sunnu- daginn (28.8.), kl. hálf sjö. Kolvið- arhólsbörnin koma á mánudaginn 29.S. kL 2. Nýlega liafa opin- berað trúlofun sína Katrín Oddsdóttir, Sælingsdal í Dala- sýslu og Crímur Runólfsson, bif- reiöastjóri frá Húsavik við Stein- grímsfjörð, Strandasýslu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.