Þjóðviljinn - 27.08.1949, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.08.1949, Blaðsíða 6
ÞJÓÐVHJINN Laug'ardagur 27. ágúst 1949. Afturgöngur W IÐSFORINGI í blaðaeftir- liti Bandaríkjahers í Miin- chen hefur skýrt frá því, að af um 100 nýjum blöðum, sem byrjað verður að gefa út í Bájern á bandaríska hernáms- svæðinu á næstunni verði 80 endurlífguð nazistamálgögn, gefín út undir sömu nöfnum og af sömu mönnum og á stjórnarárum nazista. Hingað til hafa hernámsyfirvöldin haft eftirlit með allri blaðaút- gáíu og bannað fyrrverandi naz ' istum útgáfu og ritstjórn blaða. En méð stöfnun samb'andslýð-' veldis á hernámssvæðum Ves- urveldanna er það eftirlit fellt niður og blaðaútgáfan gefin frjáls, með afleiðingum, sem jafnvel sumum Bandaríkja- mönnum'hrýs hugur við. Áður en þessi útgáfustarfsemi naz- ista hefst hefur verið ^jengið úr skugga uni( að í blöðum þeirra verður- á ný boðuð ein- ræðisdýrkun, Gyðingahatur og þýzk þjóðrembingsstefna. Meira að segja Júlíus Streicher, sá sem dó í snörunni í Núrnberg með formælingar um Gyðinga á vörunum, er nú afturgenginn í líki eins nánasta samstarfs- manns síns, sem af hernám-3- yfirvöldum Vesturveldanna er leyft að taka upp þráðinn þar sem húsbóndi han's hætti. W^ESSAR fregnir frá Bajera eru aðeins eitt af mörgum dæmum um, hve hörmulega Vesturveldin hafa svikizt um að- uppfj’lla skulbindingarnar, sem þau gáfu í stríðslok, um útrýmingu nazismaís á her-. námssvæðum sínum. I-Ivílikur skrípaleikur nazistahreinsunin hefur verið má marka af því, að rannsókn í Bájprn leiddi í ljós, að 80%. dómara í nazista- hreinsunardómstólunum þar eru sjálfir fvrrverandi nazist- ar. Það eru þessir mcnn, sem hafa haft það hlutverk að úr- skurða, hverjir hafi verið meiri háttar nazistar og skuli þvi standa reikningsskap gerða sinna. MeCloy, hernámsstjóri Bandarikjanna í Þýzkalandi, hefur viðurkennt, að i 30% af æðstu stöðum í embættiskerfi og atvinnulífi á bandaríska her námssvæðinu sitji fyrrverandi nazistar. 1 stjórn Ruhriðnaðar- ins skipuðu Vesturveldin sömu menn og stjórnuðu stórfyrir- tækjum og auðhringum, er studdu Hitler til valda i Þýzka- landi( efldu siðan árásarfyrir- ætlanir hans með ráðum og dáð og rændu hernumin lönd að fólki og fé i skjóli nazistaherj- anna. ^TBURÐIRNIR í V-Þýzka- landi fylgja með ískyggi- legri nákvæmni þróuninni eftir heimsstyrjöldina fyrri í Þýzka- landi öllu. Það er engin tilvilj- un, að geigvænlegustu fréttirn ar um uppivöðslu ný-nazista berast frá Bajern. Sá lands- hluti hefur löngum verið gróðr- arstía pólitisks afkáraskapar. 1 Bajern Kóf Hitler stjórnmála- starfsemi sína og enn flýtja pólitiskir ættingjar hans boð- skap þýzkrar útþenslustefnu og Gyðingahaturs við góða áheyrn í bjórkjöllurum Múnchen og annarra bajerskra borga. Eft- ir styrjöldina hefur mest borið á náunga, sem hlotið hefur við- urnefnið „ljóshærði Hitler" vegna þess hve svipaður hann er læriföður sinum í öllu nema ýfirbragðj. Þessi nýji Eoringi heitir Álfred Loritz og hefur myndað Endurreisnarflokk efnahagsmála, sem í kosningun um í Vestur-Þýzkalandi fyrir hálfum mánuði fékk tólf þing- menn kjörna og varð fjórði stærsti flokkurinn í Bajern. „Heil Loritz" ópin, sem flokks mennirnir faghíl þeSsUm nýja Foringja meSð. á.uðsjáan- lega fundið' góðdn híjomgrunn. ★ MajV i miður er það ekki bara í Bajern, sem nýnazism- inn veður uppi undir verndar- væng Vesturveldanna. Á her- námssvæði Breta komu fram tveir nýnazistiskir flokkar rétt fyrir kosningarnar og. annar þeirra, Þýzki flokkurinn undir stjórn manns að nafni Hell- wege, fékk 17 þingmenn og hefur verið boðin þátttaka í rík isstjórn Vestur-Þýzkalands, sem Adenauer foringi kaþólskra býst til að mynda eftir að vest- ur þýzka þingið kemur saman í Bonn 7. september. Öðrum ný nazistaflokki á brezka hernáms svæðinu stjórnar Ilarl Remer, sem var einn af tryggustu hers höfðingjpm Hitlers og fékk það hlutverk að uppræta samsærið innan hersins, s.em náði há- marki í tilræðinu sumai'ið 1944. Hægriflokkur Remers fékk fimm þingmenn kjörna á sam- bandsþingið. 1 kosningaræðu sagði Remer: „Starf okkar hefst eftir kosningarnar. Eftir tvö ár verðum við komin svo langt, að við getum tekið völd in í Vestur-Þýzkalandi. Eg get ekki neitað því að við beinum aðallega máli okkar til hinna gömlu heiðarlegu þjóðernisjafn aðarmanna." Ásamt frjálslynd- um, flokki peningavaldsins, voru það nýnazistaflokkarnir einir, sem unnu á i kosningun- um í Vestur-Þýzkalandi. ^^CHESON, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna og McCloy hernámsstjóri lýstu báð ir yfir, að þessi kosningaúr- slit væru „mjög ánægjuleg." Það talar skýru máli um fyrir- ætlanir Vesturveldanna, að þetta Vestur-Þýzkaland, þar sem nýnazismi, útþenslustefna og þjóðardramb vaða uppi, ætla þau að taka sem fyrst í Evr- ópuráðið og síðar í Atlanzhafs- bandalaglð. M. T. Ó. FRAMHALDSSAGA: nnnn HOS STORMSINS EFTIR Mignon G, Eberhart J Spennandi ASTARSAGA. — , 1» 20. DAGUR. ■ -■ ■ ■ •í iHHunmii J á tröppunum heima hjá henni, mundi ekki vera að slóra á vegum úti. „Þama er Jebe,“ sagði Roy og Klustaði. „Jebe eða Riordan." Hann gekk fram að dyrun- um. Það var Jebe, dökkt andlit hans var ótta- slegið og spyrjandi. Um leið og hann kom upp þrepin kom annar bíll á hraðri ferð eftir ak,- brautinni. „Þetta’ er Riordan," sagði Seabury. „Nú er bezt fyrir þig að fara, elskan mín.*' sagði Roy. „Eg skal fylgja henni út í bílinn,“ sagði Jim snögglega. „Komdu Jebe.“ Hún lagði frá sér bollann og fór með Jim, hönd hans tók undir handlegg hennar með hlýju, og traustu taki. Það var stytt upp en allt var rennvott. Ofsi stormsins hafði máð'allt af svölun um; ef þar hefðu verið nokkur sönnunargögn, spor, þá hefðu þau máðslt 'burt. Jebe rölti við hlið hennar í áttina að bílrtum. Það var ekkert tækifæri til að segja neitt við Jim án þess að Jebe heyrði það. Jim opnaði dyrn ar að bílnum. Hún seittist við stýrið. Jebe sett- ist við hlið hennar. Jim sleppti takinu á handlegg hennar og þrýsti hönd hennar. „Þetta fer allt vel, Nonie. Trúðu mér. Farðu varlega á leiðinni; stanzaðu alls ekki. Við sjáumst á morgun." Jim gekk frá bílnum; bíllinn lét að stjórn henn ar, fór af stað, ók fyrir bugðuna og ljósin frá honum teygðu draugalega fingur eftir hvítri skelborinni akbrautinni. Hún beygði aftur út á þjóðveginn; þa.ð ,var þröngur vegur sem lá í bugðum meðfram strönd- inni, uppað þorpinu, röð plantekranna, sem voru eins og dálítil rönd af menningu. Þungir skuggar bananatrjánná sitt hvoru meg in vegarins mættust næstum í bugðum vegarins’; loks glitti í hvítan kóralklettinn sem var í út- jaðri Beadon landareignarinnar. Um leið og þau fóru inn um stóra, hvíta hlið- ið, hreyfði Jebe sig og sagði „Ungfrú Hermy var kaldlynd kona. Sumir hryggjast ekki yfir dauða hennar." Hún ók framlijá lcræklóttum þálmátrjám. „Sumir?“ endurtók hún. „Ójá... sumir.“ Sumir. Nonie fór að hugsa um staðreyndir. Einhver á eynni hafði myrt hana. Einhver sem átti heima á þessari litlu, takmörkuðu ey. „Veiztu um nokkum sem var í nöp við hana, Jebe?“ í myrkrinu var eins og hreyfingar hans væru ónotalegir kippir. „Ónei, ungfrú Nonie. En hún var kaldlynd kona. Það vita víst allir. Á ég að fara með bílinn inn í skúr?“ DAVÍÐ Hún stöðvaði bílinn. „Já, ég ætla. úr:héma,“ Húsið var uppljómað, en runnarnir köstúðu,! dimmum skuggum á hana. Og henni var ekki um að ganga þennan stíg upp að husinu. Hún, var að uppgötva það. Þeltta var örsíutt leið,; hún kæmist upp að þrepunum meðan hún teldi upp að tíu. En þessir þéttu, þungu skuggaú yirtust umlykja hana; í næsta nágrenni hafði morðingi læðst á laun. Hún tók andann-á lofti,] gekk áleiðis að þrepunum og skyndilega fór hún’ að hlaupa, skórnir hennar skullu ótt 'qg /tiitt í stíginn. Þetta var hræðsla! Allt í einu, meðan hún' hljóp á milli þessara þéttu runna, mundi hún efíir tilfinningu sinni fyrr um daginn; þá hafði ótti rekið hana áfram en hún hafði ekki viljað viðurkenna það! - En þá hafði ekki verið nein ástæða fyrir ótta hennar; og ekki núna heldur; morð hafði verið framið í Middle Road en ekki í Beadon Gates. Hún var með hjartslátt þegar hún kom upp á; svalirnar. Árelía Beadon heyrði hratt fótatak' hennar og opnaði dyrnar. Þykkt grátl hár Árelíu lá í stórri fléttu yfir aðra öxlina. Þung-I ur líkami hennar var klæddur víðum slopp og stór dökk augu hennar áhyggjufuflý „EÍskh Nonie. Eg hef verið svo óróleg- Er hún dáin?“' „Já, Árelía, já!“ „Jebe sagði að hún hefði verið skotin.“ „Já.“ „Auðvitað slys! Auðvitað var Það_slys!,“ „Þeir segja að það hafi verið möré:“ ’ „Morð! Hermione —morð!“ , , .i Hún hefði átt að segja Árelíii frá því :mc?ð. meiri- varúð, hugsaði Nonie, þegar hún sá' 'ösfe'u-: gráan litarhátt Árelíu. „Þetta er voðaíegt, Árelía': Þú hlýtur að liafa þekkt Hermione vel.“ Andartak starði Árelía á hana án þess ‘ áð; sjá hana; þung alda skall á ströndina og.sogað-. is-it hægt út aftur. Þá virtist Áreíiá komá aftur til sjálfrar sín. ,,Já, ég þekki Hermione; 'ég hef þekkt hana árum saman. Eg — Nonie, . vita ‘þfeir hver myrti hana?“ • v „Nei.“ ’ / Augnaráð Árelíu mýktist og hún virtist skyndilega taka eftir henni. „Veslings barn. Þetta hefur verið hræðilegt. Þú verður að fara að hátta.“ En þegar Nonie gekk upp fyrstu þrepin í anddyrinu stöðvaði Árelía hana. „Eru nokkur sönnunargögn? Gruna þeir nokk urn ?“ Jim. En ekki vegna sönnunargagna. „Nei," sagði Nonie næstum þrjózkulega. „Néi.“ Herbergi hennar var eins og trygg höfn. Það var upplýst, það hafði verið búið um rúmið og ns*—

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.