Þjóðviljinn - 31.08.1949, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 31.08.1949, Blaðsíða 6
6 ÞJÓÐVILJINN "Réttvísm" viö FOLEY SQUARE II. WjEGAR Medina dómari neit- "*• aði að taka til greina sannanir verjenda foringja kommúnistaflokks Bandaríkj- anna fyrir því, að málshöfðun- in gegn þeim væri ólögleg þar , sem hún var ákveðin af kvið- dómi, sem skipaður var þvert ofaní gildandi lagafyrirmæli um óhlutdrægt val kviðdóm- enda og neitaði sjálfur að víkja sæti þrátt fyrir augljósa hlutdrægni sína, hófust vitna- leiðslur ákæruvaidsins. Banda- ríkjastjórn hafði ákært komm- únistaforingjana fyrir að hafa árið 1945 „gert samsæri um“ að endurreisa Kommúnistafl. Bandaríkjanna sem ,(samsæri um að kenna og mæla með hin um marx- leninistisku grund- vallarreglum um að kollvarpa Bandaríkjastjórn með valdi og ofbeldi." Vitni stjórnarinnar hæfðu vel þessari fáránlegu á- kæru. Alls voru þau þrettán. Sjö voru misindismenn, sem bandaríska leynilögreglan FBI hafði á einn eða annan hátt flækt í snörur sínar og fengið til að ganga í Kommúnistafl. Bandaríkjanna til að njósna. Allir játuðu þeir að hafa fengið njósnastarfsemina borgaða. Tvö vitni voru fastráðnir FBI njósnarar og fjögur liðhlaupar úr kommúnistaflokknum. Einn þeirra framdi siðferðisbrot tvei'm árum eftir að hann fór úr. flokknum og tók að starfa fyrir FBI gegn því að sleppa við refsingu. Annar tók áð starfa með fasistáforingjanum Gerald L. K. Smith og gerðist verkalýðsfélaganjcsnari fyrir Henry Ford. Þriðji liðhlaupinn Louis F. Budenz, hafði tekið hundruð dollara að láni hjá kommúnistaflokknum og aldrni borgaö cftir að hann hafði á- kveðið á laun að segja sig úr honum og ganga í kaþólsku kirkjuna, en það gerði hann ekki fyrr en hann haföi tryggt sér vellaunaða „prófeSsors- stöðu" við cinn af háskólum ka þólsku kirkjunnar í Bandaríkj- unum. ■^TTTNISBURÐUR þessara manna var ámóta mikils virði og þeir sjálfir. Þeir gátu ekkert sannað um „samsærið," sem nefnt var í ákærunni, af þeirri eðlilegu ástæðu að það var aldrei til. Ekkert vitni gat bent á neitt orð eða verk nokk urs hinna ókærðu, sem beind- ist að því að kollvarpa Banda- ríkjastjórn með ofbeldi. Þá kom salcsóknari ríkisins með þá staðhæfingu að bakvið hið opinbera flokkskerfi væru falin leynisamtök. Ákærandinn neyddist einnig til að játa, að kommúnistar hefðu aldrei mælt með ofbeldi. En þeir gerðu annað. Þeir „gerðu sam- særi“ um að útbreiða marx-len- inismann. Það var Budenz, sern látinn var halda þessu fram. Hann sagði, að kommúnistar notuðu „csópskt" mál! Enginn í réttársalnum skildi upp né niður. Budenz bætti við, að sjálfur Lenin hefði notað þetta orð og saksóknarinn McGohejr las hátíðlega kafla úr formála að rússneskri útgáfu af „Heimsvaldastefnunni," þar sem Lenin kvartar yfir að rit- skoðun rússnesku keisarastjórn arinnar neyddi byltingarmenn- ina til að nota „esópskt mál.“ Budenz hélt nú áfram og sagði að „marx-leninisminn“ væri „es ópskt" orð, sem þýddi „að koll varpa rikisstjórninni með valdi og ofbeldi." Með svona þvætt- ingi ætlar Bandarikjastjórn að fá Kommúnistaflokk Banda- ríkjanna bannaðan og leiðtoga hans dæmda í tíu ára fangelsi. ÆlIKA gáfulegar voru sann- ■*" anirnar fyrir staðhæfing- unni um leynisamtök kommún- ista. Reynt var að halda því fram að flokksskólarnir væru leynistarfsemi og mikið yeður. gert út af þvi, að nemenóurnir skyldu nefna hvern annan skirnarnafni, þ. e. þúast! Það átti að vera merki þessi áð skólarnir værU svo léýnillegir, að enginn mætti þar vita ætt- arnafn annars. Þegar varnar- vitnin voru yfirheyrð gátu þau hvað eftir annað bent á hvern- ig lögreglunjósnararnir höfðu haft eftir og rangfært einstak- ar setningar, sem þeir höfðu heyrt í flokksskólunum. Sak- sóknarinn var því á stöðugu uridanhaldi. Nú var ekki leng- ur um það að ræða, hvað hinir ákærðu höfðu sagt eða gert á árunum 1945—1943. Nei, nú snerist málið um það, hvað Marx, Engels, Lenin og Stalin höfðu skrifáð fyrir 100, 50 eða 25 árum. 1. þessu kynlega saka- máli er Kommúnistaávarpið „málsskjal no. 40.“ Bandaríkja- stjórn hefur með þessu sýnt, að þarna er ekki verið að á- kæra orð eða gerðir heldur bækur og hugmyndir. ■p^INS og allt var i pottinn búið hefði málið átt aí^ vera hið aUÍTveldásta-fýrir verj endurna. Eri dórÁ'aribn sá fyrir því, að svo' varð ckki. líarold R. Medina dórnari -misnotaði réttindi sín herj&qga.-K.amn tók hvað eftir.annað .framí gang málsins til að banna vissar spurningar verjendanna. Sér- staklega lagði' hann áherslu á að hindra að það kæmí fram, að í flokksskólunum .væri rætt um brýnustu hagsmunamál bandarískrar alþýðu en ekki einhver iskyggileg myrkraverk, eins og haldið var fram í á- kærunni. Dómarinn dæmdi John Gates ritstjóra New York-blaðsins „Daily Worker" í fangelsi er hann neitaði að gefa upp nöfn félaga sinna, svo að FBI gæti ofsótt þá. Tvo aðra hinna ákærðu, Henry Win ston og Gus.Hall, dæmdi Med- l ina í fangelsi það sem eftir var ' af réttarhöldunum fyrir að mótmæla dómnum yfir Gates. Fjórði hinna ákærðu, Gil Green, var dæmdur i fangelsi, er hann mótmælti því, er sönn unargögn verjandanna voru úti lokuð úr réttarskjölunum. Med ina hefur hvað eftir annað hót- að að dæm*a verjendur hinna á- Framhald á 3. síðu. Miðvikudagur 31. ágúst 1949. FRAMHALDSSAGA: IMCKaeB HDS STðRMSINS EPTIR Mignon Eberlmrt Spennandi ASTAJiSAGA. — 4UO;/\ !■■■■■» 22. DAGUR. I12ÍUB er leiðinlegt að þessi hörmulegi atburður skyldi þurfa að gerast núna. Eg vona að það breyti ekki ákvörðunum ykkar um brúðkaupið." „Nei, nei,“ svaraði Roy. „En það verður haldið í kyrrþey." Hann sneri sér að Nonie. „Elskan mín, þessir menn vilja að þú segir frá ferð þinni til Middle Road í gærkvöldi. Þeir hafa nauman tíma. Samkvæmt veðurútlitinu er ofsa- legt óveður yfirvofandi og þeir verða að komast til Port Iles aftur áður en það skellur á.“ Hann dró fram stól handa henni; Jebe kom með kaffibolla handa henni. Hvemig skyldi Jim hafa gengið? Wells majór byrjaði að leggja fyrir hana spurningar, rösklega og kurteislegá. „Mér skilst að þér hafið komið nokkrum mínútum eftir að herra Shaw segist hafa heyrt skotið og komið að frænku sinni myrtri. Viljið þér segja mér hyað þér sáuð og gerðuð?“ • - Segist hafa. Þessi orð mátti segja þannig að þau vektu efa, tortryggni. Hún leit aftur á Jim.. „Segðu þeim bara,“ sagði Roy hughreystandi. „Það er bara til samanburðar. Eg er búinn að segja þeim að Dick hafi fengið sér heldur mikið neðaní því og þú hafir ekið honum til Middle Road.“ Hún dró djúpt andann og byrjaði. Hún hafði ekið að þrepunum; hún hafði séð lík Hennione á þrepunum. Jim hafði komið út um dyrnar. Majór Wells sagði: „Heyrðúð þér skothvell- inn?“ „Nei.“ Var þetta hættuleg viðurkenning? Gat hún skaðað Jim? Ef hún hefði heyrt skotið hefði það sannað framburð Jim og ákveðið tímann sem morðið var framið á. „Eg var í bílnum,“ bætti hún við. : „Þú hefur verið nýlögð af stað frá Beadon Gates þegar það var,“ sagði Roy. ,,Jim hafði haft tíma til að líta á Hermione og hringja í tvo staði áður en þú komst.“ „Sáuð þér nokkurs staðar byssu?“ spurði Wells majór. „Nei. Það er að segja,“ — Jim hafði talað um að segja sannleikann — „bara byssu Jims. Húir lá á borðinu í anddyrinu." ; , .,, 5. Majór Wclls kinkaði kolli. Hann! M.UH byssu Jims; þetta sakaði ekki. „Sáuð þér nokk- urn í nánd við húsiö? Auðvitað að undanjtjfkju • um herra Shaw. Eða var nokkur á veginum cða akbrautinni ?“ „Enginn.“ Augun í majór Wells voru eins og litlir, bíik- andi rýtingar, en engin svipbrigði sáust í þeim. „Dettur yður nokkuð í hug, sem gæti verið mik- ilvægt ?“ spurði hann eftir nokkra þögn. Hún hristi höfuðið. „Ekki neitt.“ Roy sagði; „Eg vil ógjarnan reka á eftír yður, majór, en það er að verða illt í sjóinn.“ „Eg veit það, ég veit það.“ Fulltrúinn reis á fætur og tók sólhjálminn sem lá á næsta borði. „Það er bezt að við förum yfir til Middle Road og lítum á allt þar. Eruð þér tilbúinn, Shaw.?“ Framkoma hans og rödd breyttust þegar hann talaði við Jim. Nonie tók eftir því þegar í stað. „Bifreiðin er þarna,“ sagði Roy og sneri sér síðan að henni. „Elskan mín, það var leiðinlegt að ég skyldi þurfa að senda eftir þér, en. þeir ráku á eftir.“ Hún yrði að tala við hann í einrúmi; það virt- ist ógerningur núna. Jim' hafði gengið fyrstur út. Roy sneri sér snögglega frá henni og gnæfði yfir lágan, þrek- inn lögreglufulltrúann. Himinninn var þungbúinn Og skýinn grúfðu þátt yfir húsinu; sjórinn var að byrja að ýfast við sjóndeildarhringinn í austri. HtJN settist hægt niður við borðið með mat- arleifurium, og Jim kom hlaupandi upp þrepin.; „Eg sagðist hafa gleymt sólhjálminum,“ sagði. hann. „Heyrðu, Nonie, þetta fer allt vel. Eg verð; að ganga í gegnum þetta allt, en það fer' alít, vel.“ Í Hana langaði til að þrýsta sér að honum; Hana langaði til að spyrja hann spjörunum úr. „Jim: segðu mér sannleikann. Ætla þeir að taka þig! fastan?“ j Hann leit beint framan í hana. „Þeir komaát- ekki hjá því að taka mig til yfirheyrslu. Ef-ti-l] vill þurfa, þeir líka ao ákæra mig §ið nafninu tál.- ' ’ •’ ■ *-V ; y « En þao fer allt vel. En með Roy og brúökaupið. t Eg verð að koma í veg fyrir það. Við skutumí scgja honum frá því í sameiningu. Hvar erj hjáimurinn? Hérna er hann.“ Hann þr’eif, hanri, úr stólhum. „Mundu það sein' óg sagði þer.’“ j Mundu það að hafa engar áhvggjur. Mundpj það, að allt fer vel. Mundu það, að það varj ekki’ hægt að ákæra Jim, yfirheyra hann —< c3a dæma hann — fvrir morð, bví að hann hafði! •v- ■ j ekki frarnið það. Hún horfði á eftir lronum hlaupa yfir svalirri- ’rirf svárthært höfuð hans hvarf niður þrepin. ÐílHnn fór af stað; hljóðið í vélinni fjarlægðist1 eftir akbrautinni, þéttir runnarnir drógu úr því. Það var mjög þögult eftir að þeir voru farnir; ^flguiÁPg skuggsýnt, því* að það dagaði seint. Hún sat um st.und og dreypti á lieitu kaffinu. Árelía virtist hafa sofið vært; þjónustufólkið var komið á fætur, en lengi vel heyrðist ekkert hljóð nema kliður fuglanna og soghljóð aldnanna. Ef til vill sat hún lengur kyrr en hún hafði ætlað sér, niðursokkin í hugsanir sínar. Seinna fannst henni sem hún hefði smám saman orðið vör við að húsið vaknaði. Hún reis á fætur, gekk yfír svalirnar og niður þrepin. Hún hafði glaðvaknað af kaffinu, óveðrið yfirvofandi vakti DAVfO

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.