Þjóðviljinn - 01.09.1949, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.09.1949, Blaðsíða 1
liflfll -fc MorgunblaiHö minnist í gær á kreppuárin fyrir stríð og hræsnar með krókódílstárum að slíkir tímar megi aldrei koma aftur. Það minnir á samstjórn Framsóknar og Alþýðuflokksins á þessum árum: „Fjármála- speki „hallærishöfundanna" Eysteins og Hermanns markaði stjórnarstefnuna. En Alþýðu- flokkurinn var þá með í spilinu, sat í ríkisstjórn með Framsókn og bar ábyrgð á stefnunni með henni." Hins vegar lýsir Morg- unblaðið íhaldsflokknum sem ótrauðum umbótaflokki sem á þessum árum hafi barizt af al- efli fyrir hagsmunum almenn- ings og stefni nú um fram allt að því að siíkir tímar komi aidrei aftur!! •fc Slík skrif mega kallast há- mark hræsninnar. Allir upp- komnir fslendingar vita að íhaldsflokkurinn var á þessum áram eins og nú hatramasta baráttutæki auðmannastéttar- innar í Reykjavík. Allír upp- komnir verkamenn muna hvern ig íhaldið í Beykjavík hálf- svelti verkamenn í bæjarvinn- unni á þessum árum. Það er staðreynd sem seint mun fyrn- ast þegar íhaldið ætiaði að nota bæjarvínnuna til að Iækka allt kaupgjald verkamanna um einn þriðja. Það sannaðist þá að sú aðgerð hafði áður verið samþykkt af miðsfjórn íhalds- flokksins. Miðstjórn íhaldsins samþykkti sem sé, að skipa meirihluta sínum í bæjarstjórn Eeykjavíkur að lækka kaupið í bæjarvinnunni til að knýja fram þriðjungs kauplækkun um land allt! Þetta dæmi og ótal mörg önnur ættu að kenna skriffinnum Morgunblaðsins að hafa meiri gát á hræsni sinni. -^- Það er ljóst að fjármálaá- standið hér á Islandi stefnir nú hraðbyri í áttina til sama kreppuástands og fyrir stríð. Ef núverandi ríkisstjórn fær að halda áfram stefnu sinni í fjög nr ár enn eftir kosningarnar í haust munu verkamenn vissu- lega fá tækifæri til að rifja upp gamla reynslu af íhalds- flokknum og samþykktum mið- stjórriar hans. Og þá munu skrif finnar Morgunblaðsins ekki einu sinni hafa fyrir því að flíka hræsni sinni. Aumastar allra •^- Það eru ófögur ummæli sem Alþýðuflokksbroddarnir fá nú hjá yfirboðurum sínum, auð- mönnunum í Reykjavík. Þegar heir hafa verið notaðir út í yztu æsar fá þeir að launum yfir sig skolpfötu innibyrgðrar fyrirlitningar og fúkyrða. Morg unblaðið segir í gær um þessa þjóna sína að þeir hafi unnið „það þrekvirki að gera flokk jafnaðarmanna á Is- íandi ómerkilegasta flokk sósíaldemókrata á Norður- löndum, ef ekki í Evrópu, — ef ekki í heiminum." 'Jr En ef Alþýðuflokkurinn er aumasti sósíaldemókrataf lokk- .ur í heimi, sem sízt skal dreg- Framh. á 8. síöu. 14. árgangur. Fimmtudagur 1. sept. 1949. 192. tölublað. Alheims frlðardagur 2. október n. „Alþýða allra landa mim gera daginn að glæsilegri staðfestiiigu þess að öfl friðarins era ósigrandi" Framkvæmdaráð það, sem kjörið var á alþjóða- íriðarráðstefnunni í París í vor, heíur sent frá sér orðsendingu þess efnis að friðarvinir allra landa skuli beita sér fyrir því að 2. október næstkomandi verði haldinn hátíðlegur sem alheims friðardagur. Segir í orðsendingunni að ástandinu í alþjóðamálum svipi nú mjög til þess sem það var rétt áður en hinar ægilegu styrjaldir hófust árið 1914 og árið 1939. Fámennar en valda- miklar klikur hafi uppi áform um að hrinda heiminum út í nýja styrjöld. Atómsprengjunni sé veifað framan í þjóðirnar og ógnunum hennar sé beitt til að hindra að þær komi á friðsam- legu samstarfi sín á milli. Ó- vinir friðarins, t.d. í Vestur- Sósíalistafélag Reykjavíkur FULLTKÚARÁBSFUNDUR verður í kvöld kl. 8,30. .Rætt verður um undirbúning al- þingiskosninganna. — Árið- andi að allir mæti. Þýzkalandi og Japan, séu efldir með vopnasendingum. Fasist- ískum ógnarstjórnum sé á sama hátt haldið Við völd í löndum eins og til dæmis Grikk landi. Blóðugar styrjaldir séu. háðar til að kæfa frelishreyf- ingar nýlenduþjóðanna o.s.frv. Nú eru öf 1 friðarins sterk. En þetta er ekki árið 1914 eða 1939, segir svo í orðsend- ingunni. Öfl friðarins í heimin- um voru þá veik, en nú eru þau sterk. Með þrotlausu starfi um allan heim munu þau beita sér gegn áhrifum stríðfurst- anna og hindra áform þeirra um þriðju heimsstyrjöldina. Og máttur þeirra mun koma skýrt í ljós á friðardaginn 2. október. Þann dag mun alþýða allra landa gera að glæsilegri stað- festingu þess að öfl friðarins eru ósigrandi. Bandarísk kurteisisheimsókn til Francos Bandaríkjastjórn gerist æ op- inberri í atlotum sínum við fasistann Franco. Einhvern allra næstu daga munu fjórar bandarískar flotadeildir fara í kurteisisheimsókn til Spánar. Yfirmaður alls bandaríska flot- áns á austanverðu Atlanzhafi óg í Miðjarðarhafi, Conolly aðmíráll, mun stjórna förinni. Herma fregnir að Conolly muni sennilega ganga á %/md Francos þann 5. þessa mánaðar Bevin og Cripps Ernest Bevin, 'utanríkisráð- herra Breta, og sör Stafford Cripps, fjármálaráðherra, fóru í gær til Bandaríkjanna með „Mauretaníu". Þeir munu sitja efnahagsráðstefnu þá sem hefst í Washington n.k. miðvikudag. léttaundirbún- \r i Ekkert lát verður á sókn kommúnista í Kína. Fall Kan- ton er talið yfirvofandi mjög bráðlega, brezka útvarpið hafði það jafnvel eftir fréttariturum sínum í gær að hún yrði áreið- anlega fallin fyrir lok þessa mánaðar. Kuomintangstjórnin býst nú sem óðast tií að flytja bækistöðvar sínar burt úr borg inni og útvarp hennar þar hætt ir sendingum í dag. — Sá her kommúnista sem sækir fram. með ströndum Fukien-fylkis var í gær aðeins 50 kni. frá hafnarborginni Amoj, en taka þeirrar borgar kemur til með að veita kommúnistum mjög góða afstöðu til innrásar % eyna Formósu. Fellibylur í Tókíó I gær geysaði fellibylur í Tók íó, höfuðborg Japans, og olli miklu tjóni. Reif hann burt þök af f jölda húsa og braut skörð í flóðgarða, þannig að sjór foss aði um heil hverfi. En þó að bylurinn væri svona mikill fór ust ekki nema fimm manns af völdum hans. Veðurfræðingar óttast hinsvegar að hann. kunni að hafa í för með sér jafnvel ennþá verri flóð en þau sem urðu í Japan árið 1938. Til allra þeirra, sem vilja nýja, heiðarlega ríkisstjórn í MEIRA EN tvö og hálft ár hafa Islendingar búið við þá óvinsælustu, óheiðarlegustu og óþjóðlegustu ríkis- stjórn, sem setið hefur að völdum í landinu. ÞESSI RÍKISSTJÓRN hefur svikið ÖU loforðin, sem hún gaf þjóðinni í upphafi. Hún hefur verið ríkisstjórn fáeinna. útvaldra, en skert hagsmuni og réttindi allra þeirra þjóðfélagsþegna, er máttu sín minna. Við valda- feril hennar eru engar framfarir tengdar, heldur aft- urför á öllum sviðum. Hún hefur sært þúsund ára þjóðarstolt Islendinga með því að vera fyrsta íslenzka ríkisstjórnin, er þiggur fé af erlendu stórveldi og tek- ið á sig þá þungu ábyrgð að innlima ísland í hernað- arbandalag. NÚ ÆTLAR ÞESSI RÍKISSTJÓRN að efna til gervikosn- inga, þrem ársf jórðungum fyrir reglulegar kosningar. . En hún er staðráðin í því að sitja áfram eftir kosning- ar svo sem öll stuðningsblöð 'hennar hafa lýst yfir. ÍSLENZKA ÞJÓÐIN hefur ekki efni á því að búa við slíka ríkisstjórn í f jögur ár enn. Þó að ríkisstjórnin hugsi sér gervikosningar í haust, verður ekki um neinar gervikosningar af hálfu alþýðunnar að ræða, heldur tækifæri þjóðarinnar til aðlosa sig við núverandi rík- isstjórn. EINA RÁÐ ÞJQÐARINNAR til að losna við ríkisstjórnina er sigur Sósíalistaflokksins 23. október. Þann dag verður ekki spurt um flokk, heldur um það að fella ríkisstjórnina með því að kjósa Sósíalistaílokkinn, gefa öllum stjórnarflokkunum verðskuldaða •ráðningu ogskapa þar með grundvöll að nýrri og heiðarlegri rík- isstjórn. AÐ KJÓSA EINHVERN STJÓRNARFLOKKANA er sama og kjósa ríkisstjórnina til f jögurra ára. ÞESS VEGNA ER ÞAÐ ÞJÓÐARNAUDSYN, að allir stjórnarandstæðingar, án tillits til þess hvaða flokka þeir hafa kosið hingað til, veiti Sósíalistaflokknum nú allt það brautargengi, er þeir mega í undirbúningi kosninganna 23. október. RÍKISSTJÖRNARFLOKKARNIR munu leggja ofurkapp á að einangra Sósíalistaflokkinn og sverta hann í augum þjóðarinnar. Milljónararnir munu verða örlátari á kosn ingafé en nokkru sinni fyrr svo sem gandreiðin í Strandasýslu sannar. Margfaldur blaðakostur ríkis- stjórnarinnar verður skefjalaust notaður til að skýla nekt ríkisstjórnarinnar með „nýjum fötum keisarans", og dómsvaldið notað til hins ýtrasta gegn Sósíalista- flokknum. GEGN ÖLLU ÞESSU BÁKNI peningavaldsins verða stjórn arandstæðingar að tefla fram samhjálp f jöldans, sem vill nýja ríkisstjórn. Höfuðverkefni þessarar samhjálp- arfjöldanserutvö: , ...- . »í Fyrsta verkefniS er oð safna fé i kosningasjóS stjórnar andstöSunnar. OKKUR ER VEL LJÓST, hve mjög fjárhagur á^naennmgfe 'hefur þrengzt undir núverandi ríkisstjórn. En hvernig verðui* hann, ef ríkisstjórrun situr í f jögur ár enn? Sú . Framhald á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.