Þjóðviljinn - 01.09.1949, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.09.1949, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJrNN Fiœmtudagur 1. Eept. 1949. ÞIÓÐVILIINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaílokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnaeon Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmlðja: Skólavörðu- stíg 19 — Síml 7500 (þrjár línur) Áakriítarverð: kr. 12.00 á mánuði — Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Sósiailstafloklíurinn, Þórsgötu 1 — Síml 7510 (þrjár línur) Ráð handa Aiþýðuflokknum Við kosningarnar 1937 lagði Alþýðuflokkurinn geysi- lega áherzlu á andstöðu sína gegn gengislækkun. Birti Þjóðviijinn nýlega áróðursmiða Alþýðuflokksins frá þeim kcsningum og auk hans rigndi yfirlýsingunum yfir þjóðina, þess efnis að Alþýðuflokkurinn myndi aldrei nokkurn tíma itaka þátt í nokkurri ríkisstjórn sem framkvœmdi nokkra gengislækkun. Jafnframt skoraði AJþýðuflokkurinn á íhald- ið og Framsókn að korria með samsvarandi yfirlýsingar og hrakyrti þessa flokka fyrir það að svör þeirra væru ekki nægilega afdráttarlaus og skelegg. Þetta var sem sagt í kosningunum 1937. Árið 1939 fór Stefán Jóhann Stefánsson í ríkisstjóm með íhaidinu og Framsókn og framkvæmdi 18% gengisiækkun án þess að láta sér bregða. Svo er að sjá sem Alþýðuflokkurinn sem nú hefur litl- um skrautfjöðrum að tjalda ætli að grípa til þess í eymd sinni að reyna aftur leikinn frá 1937! Hami reynir að lýsa sér sem skeleggum andstæðingi gengislækkmiar, öruggustu vöm alþýðunnar í því máli. Þessar yfirlýsingar vekja nú aðeins viðbrögð hláturs og spotts. Til þess að gera bær enn hjákátlegri heldur Tíminn uppi látlausum ögmnum og eftir hverja ögrun þegir Alþýðublaðið nokla-a dagá. 16. ágúst sagði Tíxriinn í fomstugrein: „Samkvæmt þvl sem nú hefur verið rakið mun ekki verða neinn ágreiningur um það eftir kosning- araar milli núverandi stjórnarflokka, hvort um- ræddar ráðstafanir, niðurfærslu eða gengislækkuri, beri að gera eða ekki .... Éftir kosningarnar .... er líka víst, að það verður jafn auðvelt og að leggja saman tvo og tvo að fá Stefán Jóhann til ao fallast á niðurfærslu eða gengislækkun." Og í gær segir Tíminn: „Samkvæmt framansögðu er alveg óhætt að full- yrða. það, að eftir kosningamar verður enginn ágrein ingur um það milli þeirra flokka, sem staðið hafa að núverandi ríkisstjóm, að grípa verði til róttækra ráðstafana til hjálpar framleiðslunni eins og niður- færslu, gengislækkunar eða ennarra þvílíkra. Um það mun ekki verða deilt og það því ekki verða neitt mál málanna, eins og Alþýðublaðið vill vera Iáta.“ breið var væntanleg til Reykja- vikur i nótt frá Vestmannaeyjura. Þyrill er á leið til Norðuriandsins. ' V ■m m •0 ttffr 0- Og livað á nú veslings Alþýðuflokkuriim að gera. Kok- hreysti hans vekur spott almennings og ögi'anir Tímans. Fonnlegum, hátíðlegum yfirlýsingum myndi enginn trúa vegna reynslunnar frá 1939 og frá núverandi ríkLsstjóra, sem vissulega hefur framkvæmt beina og óbeina geiigis- íækkun í mjög stórurn stíl. En hvað á þá að taka til bragðs ? Af meðaumkvun með AJþýðuflokknum skal hér bent á öruggt ráð. Alþýðuflokksbroddarnir geta lagt undir það sem þeim er hjartfólgnast. Ef þeir lofa því að taka aldrei þátt í ríkisstjóm sem framkvæmir gengislækkun og leggja að veði löghelgaoan samning um að afhenda að öðrum kosti aftur hinar stolnu eignir verkalýðsfélaganna í Reykja vík og bæta þær upp með framleiöslutækjum. þeim ;og gróða fyrirtsskjum sem þeir hafa komizt yfir í Reykjavík og Hafn arfirði — þá yrði því loforði trúað! En þetta er eina ráðið. Og því ráði fylgir ekki heldur nein áhætta fyrir Alþýðu- ^flokksbroddana, að sögn Alþýðublaðsins — eða hvað ? Fyrirmyndar gistihús. Þetta verður einskonar kvenna dálkur í dag, og afhendi ég orð ið fyrst konu nokkurri sem ræð ir gistihús: „Það er margt mis- jafnt sagt um gistihúsin hér á íslandi, og sjálfsagt flest mak- lega. Sjálf hef ég víða ferðazt um landið, og hefur mér hrein- lega ofboðið ástandið á gisti- húsunum. Þessvegna er það mér mikið gleðiefni að geta nú loks- ins bent á gistihús sem cr ekki stórlega gallað einsog flest önnur slík á Islandi heldur þvert á móti til fyrirmyndar í hvívetna, — sem sagt fyrsta fiokks gistihús. □ — að Búðum á Snæfellsnesi. *• b* „Gistihús þetrta er að Búðum á Snæfellsnesi. Það hefur aðeins verið rekið tvö sumur, og er þessvegna ekki eins þekkt og skyldi. Við dvöldumst þar um tíma í sumar, hjónin, og það er ekki of lof þegar ég segi að aðbúnaðurinn var um alla hluti óaðfinnanlegur. Þjónustufólkið er kurteist og alúðlegt, matur- inn afbragð, og um staðinn all- an ríkir einstakt hreinlæti og snyrtimennska...... Það er kona, sem veitir þessu ágæta gistihúsi forstöðu. Hún heitir Kristín Jóhanns. □ Sneið til karímannanna. „Og í þessu sambandi dettur mér í hug hvort karlmennirnir mundu ekki geta lært nokkuð jaf konunum hvað snertir rekst lur gistihúsa, því svo undarlega jvill til að í öðru gistihúsi, sem !ég einnig tel til fyrirmyndar, ; sc.m sé gistihúsi KEA á Akur- eyri, er stjórnin einnig i hönd- um kvenmanns. Eru karlmenn- irnir, þegar allt kemur til alls, ekki fremstir á öllum sviðum eins og þeir vilja vera láta?!— x.“ □ Verðlag á blómkáli. * — Svo eru fáein orð sem „Eva“ hefur fram að færa varð andi sölu á blómkáli: „Kæri bæj arpóstur. — Eg ætla ekki að þessu sinni að tala um það ó- heyrilega háa vcrðlag sem er á grænmeti yfirleitt, því að þá yrði ég að skrifa langa grein, heldur ætla ég að láta það nægja í bráðina að skammast yfir því hvernig þeir selja eina ákveðna káltegund, blómkálið. Það er sama hvort blómkáls- hausinn er lítill og visinn eða stór og myndarlegur, sama hvort einn haus er kannski mörgum sinnum stærri en ann- ar, verðið á þeim er alltaf það sama. □ Þarf það að vera svona? „Þetta veldur því að kaup- mennirnir beita ýmsum ómerki- legum verzlunarbrögðum, ef svo ber undir. Eg kom t. d. í búð um daginn og ætlaði að kaupa blómkálshaus, en það voru að-, eins litlir og rýrir hausar frammi, og þegar ég spurði kaupmanninn hvort ekki væri hægt að fá betri hausa, þá sagði hann nei, því miður. Eg varð því að láta mér nægja einn af þessum vesælu hausum. Svo kom ég aftur í búðina fáum mínútum síðar, og þá var allt í einu orðið nóg af góðum og f-allegum blómkálshausum. Á- stæðan: Kaupmaðurinn hafði ekki viljað stilla góðu hausun- um fram i búðina fyrr en þeír litlu og rýru voru uppseldir. — En þarf þetta nú endilega að vera sisona með söluna og verð lagið á biómkálshausunum ? — Eva.“ □ * Skurðagröftur Rafveit- unnar í Vogunnm. „Xona í Vogunum" skrifar: „Það eru undarleg vinnubrögð hjá rafveitu þessa bæjar. Hér í Vogunum hafa nokkrir menn undanfamar vikur verið að grafa skurði fyrir jarðlagningu rafmagnsins. Eg, sem þessar lín ur skrifa, kom að máli við menn þessa, hvort ekki ætti að fara að tengja leiðslurnar. „Jú,“ var svarið; það yrði gert fyrir næstu helgi. Síðan er liðið um það bil vika, og allt er við það sama. □ Víða er vej4ð að grafa. „Skurðirnir hafa fyllzt af vatni svo að af þeim stafar stór hætta fyrir börn og jafn- vel fullorðna. Fyrir nú utan all- an sóðaskapinn sem af þessu hlýzt. Nóg er nú samt, þar sem fólki ieyfist ekki vegna kergju fjárfestingaryfirvaldanna, að girða utan um lóðir sínar eða fullgera þær .... Annars er nú auðséð að kosningar eru í vændum. Það er svo víða verið að grafa .... Hitt er ég anzi hrædd um að íhaldið sé með öllu þessu að grafa undan mátt arstoðum sínum, sem hljóta raunar að vera orðnar æði fún- ar. — Kona í Vogunum.“ EINARSSON&ZOÉGA: Foldin er í Reykjavík. Ling-e- stroom er í Færeyjum. Nýlega voru gefin saman. í hjónaband, Alma G. Lind- qwist hár greiðslumær, Veltusundi 1 og Einar Runólfs- son flugvélavirki Barmahlíð 15. Heimili þeirra verður fyrst um sinn i Barmahlíð 15. — S.l. laugar- dag voru gefin saman í hjóna- band af séra Hálfdáni Helgasyni prófasti á Mosfelli, ungfrú Hulda Daníelsdóttir, Bergþórugötu 29, Reykjavik og Jónmundur Ólafsson skrifstofumaður, Barónsstíg 78, Reykjavík. ^ 19.30 Tónleikarf Harmonikulög (plötur). 20.20 Út varpshljómsveitin (Þórarinn Guð- mundsson stjórn- ar): Lagaflokkur eftir Delibes. 20. 45 Ðagskrá Kvennréttindafélags Islands. Erindi: Islenzkt sveitalíf um aldamótin (frú Sigríður Bjöins dóttir). 21.10 Tónleikar (plötur). 21.15 Iþróttaþáttur (Jóhann Bern- hard). 21.30 Tónieikar: Joel Berg- lund og Set Svanholm syngja. (nýjar plötur). 21.45 Á innlendum vettvangi (Emil Björnsson). 22.05 Symfónískir tónleikar (plötur): a) Píanókonsert nr. 3 í d-moll eft- ir Rachmaninoff. b) Symfónía i þrem þáttum eftir Strawinski (nýjar plötur). 23.05 Dagskrárlok. \ I / Hjónunum / Pálsdóttur Lilju og Gunnari GuS- mundssyni Bræðra ÍSFISKSALAN: Karlsefni seldi 3Ó. þ. m. 255,9 smál. í Bremerhaven. EIMSKIF: Brúarfoss kom til Leith í gær 31.8. frá Gautaborg. Dettifoss er London 28.8. Goðafoss fór frá Reykjavik 29.8. til Antwerpen og Rotterdam. Lagarfoss kom til Hull 28.8. væntanlegur til Reykja- vikur í nótt 1.9. Selfoss er á Ak- ureyri. Tröllafoss kom til New York 27.8. frá Reykjavik. Vatna- jökull fór frá Reykjavík 25.8. til vestur- og norðurlandsins, lestar frosinn fisk. BIKISSKIF: Hekla er væntanleg til Glasgow um hádegi í dag. Esja fór frá Reykjavík í gærkvöld vestur um land til Akureyrar. Herðubreið er á AustfjörSum á norðurleið. Skjald l/Í tungu v,» veg fæddist 13 marka dóttir 28. ágúst. — Hjóna- efnunum Sigríði Ivarsdóttur og Guðjóni Magnússyni, Bergþóru- götu 11A, fæddist 14 marka dótt- ir 26. ágúst. LOFTLEIÐIR: I gær var flogið til Vestmannaeyja (2 ferðir), Isa- ij1 fjarðar, Þingeyrar, Akureyrar (2 ferð ir). í dag verður flogið til Vestmannaeyja (2 ferðir), Akureyrar,, Isafjarðar, Sánds, Bíldudals og Patreksfjarðar. Á morgun er áætlað að fljúga til Vestmannaeyja (2 ferðir), Isafjarð ar,. Akureyrar, Þingeyrar og Flat- eyrar. Hekla kom frá Kaupmanna- höfn í gær kl. 17.30, fullskipuð far- þegum, fer aftur í fyrramálið til Prestvíkur og Kaupmannahafnar, væntanleg aftur á laugardag. FLUGFÉLAG ISLANDS: Áætlunarferðir verða farnar i dag til Akureyrar (2 ferðir), Vest- mannaeyja, Fáskrúðsfjarðar, ,Reyð arfjarðar, Keflavíkur, .Siglufjarð- ar og .piafsfjarðar. Þá verður einnig flogið til þeirra staða, sem ekki var hægt að fljúgá til í gær sökum óhagstæðs veðurs. Á morg- un er ráðgert að fljúga til Ak- ureyrar (2 ferðir), Vestmannaeyja, Keflavikur - Kirkjubæjarklausturs, Fagurhólsmýrar, Hornafjarðar og Siglufjarðar. 1 gær var flogið til Akureyrar og Isafjarðar. Gullfaxi kom í gær frá Prestvík og London. Flugvélin fer áætlunarferð til Kaupmannahafnar á laugardags- morgun. Drengjamelstarinn i húluvarpi er frá Omf. Ölvesinga. Gylfí Magnússon, sem varð drengjameistari í kúluvarpi 1949 er frá Omf. Ölvesinga, en eklti Umf. Selfoss eins og misritaöist í blöðunum um daginn. Baðvörðuiinn við Nauthólsvík hættir störfum frá og með 1. sept. Næturakst.ur í nótt annast HreyfiH ----Sí mi 6633.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.