Þjóðviljinn - 02.09.1949, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 02.09.1949, Blaðsíða 8
Þannig er lega ismuyggja fyrir verbinöiiiáini a f>aan 7. aprfl s.I, sasnþykkti bsejarstjórnln að láta fara fram viðgerð á verkamannaskýliiiu, ásamt hitalögn. Skýlið hefur nú verið lokað í meira en mámuð og loks í byrjun þessa másiaðar tekin ákvörðun mn að hefja viðgerð þessa, sem vitanlega tekur alllangae tíma. Á bæjarstjórnarfundinum i gær spurði Hannes Stephensen borgarstjóra hverju það sætti að skýlið hefði verið lokað í mánuð en viðgerð ekki liafin fyrr. Borgarstjóri viðurkenndi slóðaskapinn, en reyndi að af- saka hann með því að ekki hefði tekizt að útvega fyr- veramdi húsverði (seim nú lætur af því starfi eftir nær 30 ár) neitt húsnæði fyrr. Viðurkemndi hann einnig að viðgerðin myndi taka cöíuverðan tíma. Þannig eru vinnubrögð bæjarstjórnarmeirihlutans þegar verkamenn eiga í hlut. Viðgerð verkamannaskýlis- ins er dregin í mei.ra en fjóra mánuði .frá því hún er samþykkt í bæjarstjóminni og efeki hafia fyrr en komið er 'undir haust og veður .farið að spillast. Hún er söm við sig í einu og ötlu umhyggja íhaidsins fyrir verka- möanum. Ijiróttafélöp halda útisbinrtanir i í TMí w helpa Stærstu íþróttafélögin í bænum, Ármann, H.K. og Í.K., stofna til útiskemmtana og merkjasöiu um næstu helgi. SkemÉit anirnar verða í Tivoli á iaugardagskvöld og sunnudag, en merk- in verða seld á sunnudaginn. Starfsenaii félagannu hefur verið óvenju bostnaðarsöm í sumar, tíðar utanfarir íþróttahópa, sem mjög liafa ankið hróður ís- ienzkrar íþróttahreyfingar á erlenduin vettvangá. Hafa félögin sem bera kostnaðinn af þeim utanferðum, tekið þá ákvörðun að leita tii almennings um stuðning við að bæta úr þeim fjár-< hagsörðuleikum er af þessu hafa skapazt. ións Axels 1 íhaldið — $jálfstæðisflokkur- j inn —- er nú kominn á þaðj undanhald í húsnæðismálunum að borgarstjóri flutti tillögu um það á bæjarstjórnarfundi í gær að bærinn yfirtæki fjárfesting- arleyfi þeirra manna er hafa fengið fjárfestingaleyfi fyrir íbúðarhúsum, en ekki’ getað vegna fjárskorts hafizt handa um byggingar. Var sú tillaga að sjálfsögðu samþykkt ein- róma og mun bærinn byggja hús eins og fyrirhuguð eru við Bústaðaveg. Aðspurður kvaðst borgar- stjóri ekki vita tölu þeirra manna er fengið hafa fjárfest- ingaleyfi, en þó ekki getað haf- ið byggingu vegna fjárskorts og annarra ástæðna. Þá var einnig samþykkt á- skorun á ríkisstjórnina að leggja fram til væntanlegra íbúðarhúsbygginga bæjarins fjárframlög samkvæmt lögum frá 1946 um aðstoð hins opin- bera við íbúðarhúsabyggingar til að bæta úr húsnæðisvand- ræðum. „Það er ekki vansalaust að Alþingi gekk þannig frá hlut- unum að þessi lög (lögin um fjárframlög til íbúðabygginga) voru gerð dauður lagabókstaf- ur“, sagði Jón Axel. Já, illa er nú bleik brugðið! Voru það ékki einmitt flokksmenn Jóns Axels og borgarstjórans sem frestuðu framkvæmd laganna? Ú tiskemmtan Ir uar. Á laugardagskvöldið, kl..8,30, hefst útiskemmtun í Tivoli með knattspyrnukappleik milli stúlkna úr Í.R. og K.R. Erlend- ur Ó. Pétursson dæmir leikinn. Þá munu hollenzku fjöileika- mennirnir, sem skemmt hafa í Tivoli .undanfarið, sýna ný skemmtiatriði, en að lokum verður dansleikur. Á sunnudaginn ganga-st félög in fyrir tveimur skemmtunum í Tivoli. Sú fyrri hefst kl. 4 e.h. Hljómsveit Kristjáns Kristjáns- sonar leikur, konur keppa í kassaboðhlaupi og karlar í poka (boðhlaupi. Þar verður einnig Framhaid á 7. síðu. Vals hjá Öskju- ii verður vígður á roorgun Kapplsilcmi verour háðar mills Vals og Víkings og VaSs og K.B. Sr. Fxiðrik FxiSxiksson heidnx vígshxæðmta Haostmót Taflfélagsiiis Haustmót Taflfélags Reykja víkur hefst n.k. sunnudag í félagsheimili Vals við Reykja nesbraut. Fyrsta umferð verður tefld á mánudagskvöld. Meðal keppenda þeirra, sem þegar hafa tilkynnt þátttöku eru Steingrímur Guðmundsson, Árni Stefánsson, Guðjón M. Sig urðsson og Hjálmar Theodórs- son. Núverandi handhafi þess titils, er sigurvegari keppni þessarar hlýtur, er Lárus John sen, skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur. Knattspyrnwfélagið Valur ætlar að vigja hinn nýja knatt spyrnuvöll ssun hjá Hlíðarenda á morgun. í tilefni af því bauð Valur íréttam iinn nm blaða og útvarps á féiagsheimili Vals í gær og skýrði frá helztu fram- kvæmdum, Það hefur ekki gengið þrauta laust fyrir Val að koma sér upp knattspyrnuvelli til fram- búðar. Þetta er fimmti völlur- inn, sem félagið eignast. Fyrsti völlurinn var á melimum (Reynimel) og varð undir járnbrautarteinum á sínum tíma, þegar höfnin var byggð. Framhald á 7. siðu’. Bæjaxslióm kýs i iBæjarstjórn Reykjavíkur kaus á fundi sínum í gær tvo menn í yfitkjörstjórn við væntanleg- ar alþingiskosningar. Kosnir' voru Einar B. Guðmundsson og Ragnar Óiafsson, báðir hæsta- réttarmálaflutningsmenn og til vara voru kosnir Ölafur Svein- björnsson lögfræðingur og Sfeinþór Guðmundsson kennari. Veður hamlar veiðum 600 fumrnr Sil Siglu- fjaxðax og 2000 mál til Raufarhafnax í gæx Siglufirði í gærikvöld. Frá fréttaritara Þjóðviljans. í dag komu tveir bátar til Slglufjarðar frá Langanesi, Helga, Keykjavík með 600 tunnur og Kunólfur, Stykkis- hólmi með 300 tunnur og var síldin fryst til beitu. í dag bárust einnig 2000 mál til Raufarhafnar. Veður hefur verið mjög vont og Víðir frá Garði missti báða bátana og nótina við Langa- nes í gærmorgun. Veður var mjög vont hér í nótt og í morgun en í dag hef- ur dregið mikið ur sjógangin um. Bátar sem voru á heimleið héðan í gær urðu allir að leita hafnar í Skaðafirði eða Húna- flóa, Bátar sem komið hafa áð 0IÓÐVIL1INM Ætla ríkisstjórnarflokkarnir í Hafn- arfirði að draga rafmagnshækkunina fram yfir kosningar? Á bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði s.l. þriðjudagskvöld var lögð fram tillaga um nýja rafmagnsgjaldskrá, en sam- kvæmt henni á lieimilistaxtinn að hækka um 60%. Er þetta þriðja hækkunin á tveimur árum, en í allt myndu hækkan- irnar nema 77,8% ef þessi nýja hækkun yrði samþykkt. 1 bíll 12. hverja sekúndu Bæjarráð hefur óskað um- sagnar bæjarverkfræðings um það hvort tiltækilegt væri að banna umferð vörubíla um Laugaveg, Bankastræti og Austurstræti. Borgarstjóri skýrði frá því að skýrsla bæj- arverkfræðings og álit væri komið. Samkvæmt umferðar- talningu gerðri sumarið 1948 var fjöldi fólks- og vörubíla er fóru á sólarhring um austur- stræti og Laugaveg þessi: Um Austurstræti 7150, um Lauga- veg við Höfðatún 7637, um Laugaveg við Frakkastíg 6650, er svarar til þess að bíll fari tólftu hverja sekúndu um göt- una. Verkfræðingurinn leggur til að á tímabiíinu frá kl. 10—18 verði vörubílum, öðrum en sendiferðabílum bönnuð mnferð um Laugaveginn vesían Snorra brautar, Bankastræti og Austur stræti. Skýrsla frá lögreglustjóra um sama mál hefur ekki borizt en er væntanleg. orgarstjorinn feiminn við sprungnu sápu- kuluna sína Á bæjarstjórnarfundinum í, gær þegar rætt var um hús- næðismálin kvaðst borgarstjóri! hafa skrifað fjárfestingarráði og rætt við það um að veita Reykjavíkurbæ leyfi fyrir 100 íbúðum til viðbótar. Ekki skýrði hann frá undirtektum hinsi á- gæta ráðs og var niðurlútur sem skóladrengur þegar hann minntist á þessa sprungnu sápukúlu sína. austan kvarta mest undan veðr inu á svæðinu frá Grímsey og til Siglufjarðar. í kvöld lágu öll skipin er verið hafa á au3turmiðunum inni á Raufarhöfn vegna veð- urs. 45 skip eru hætt veiðum, 39 hjá S.R. og 6 hjá Rauðku. — Þótt svo mörg skip hafi 'þegar hætt veiðum eru sjómenn von- góðir um. afla ef veður batnar. Kristján Andrésson mótmælti þessari hækkun og taldi fóilc ekki geta staðið undir sívax- andi reksturskostnaði og ný- byggingum sem lagðar væru á sem nefskattar. Flutti hann til- lögu um að gjaldskrá rafveit- unnar verði eingöngu miðuð við rekstur fyrirtækisins, en kostnaður af nýbyggingum verði árlega tekinn á fjár- hagsáætlun, jafnað niður í út- svörunum eftir efnum og ástæð um. Lagði hann til að rafveitu- stjóra yrði falið að semja nýja gjaldskrá í samræmi við þetta. Þótt bæjarfulltrúar íhaldsins og Alþýðuflokksins hafi vitað um nýju gjaldskrána í heilan mánuð, voru þeir ekki reiðu- búnir að taka neina afstöðu ag samþykktu að fresta málinu til næsta fundar!! Virðist ætlunin að humma hækkunina fram af sér — þar til eftir kosningar. Atvinnuleysi hafnfirzkra vörubílstjéra Á bæjarstjórnarfundi í Hafn- arfirði s.l. þriðjudagskvöld bar Kristján Andrésson fram fyrir- spurn um það hvort bæjarráð myndi engar ráðstafanir gera tii að tryggja vörubílstjórum atvinnu, en meðal þeirra hefur verið mjög alvarlegt atvinnu- leysi undanfarið. Bæjarstjóri svaraði því einu til að 4 bílstjórum hefði verið veitt vinna við Krýsuvíkurveg- inn. Mun sú vinna endast viku tíma, en engar aðrar ráðstaf- anir eru fyrirhugaðar, svó vit- að sé. ísland mesta bíla- land Evrópu Ríkisútvarpið skýrði frá því í gær samkvæmt fréttabréfi frá Stokkhólmi að alþjóðlelgar skýrslur sýndu, að ísland væri mesta bílaland Evrópu. Hér er bíll á hverja 13 íbúa en næst kemur Bretland með bíl á hverja 18 íbúa, þá Frakkland með bíl á 24 íbúa og fjórðu í röðinni Svíþjóð og Danmörk Imeð bíl á hverja 27 íbúa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.