Þjóðviljinn - 09.09.1949, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.09.1949, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 9. september 1949.... PIÓÐVÍUINN Ctgefandl: Sameiningarflokkur alþvSu — Sósíalistaílokkurinn Rltstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Slgurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason Blaðam.: Arl Kárason, Magnús Torfi ólaísson, Jónas Árnason Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu- etíg 19 — Síml 7500 (þrjár linur) Xskriftarverð: kr. 12.00 á mánuði — Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Sósíalistaílokkurinn, Þórsgötu 1 — Síml 7510 (þrjár linur) Með kveðju frá stjómarffokkunum Þessa dagana fá ýmsir bæjarbúar blað með kveðju frá stjórnarflokkunum. Einkum eru það tveir flokkar „synd- ara“, þeir sem hafa drýgt þá „synd“ að safna að sér aur- um til ellinnar, og þeir sem hafa framið þann „glæp“ að reisa sér íbúð. Aflát syndarinnar fá þessir menn, en aílátið kostar peninga alveg eins og hjá páfanum íorðum; þeir verða að gjalda fyrstu stjóm Aiþýðuflokksins þetta eitt til þrjú þúsund krónur allt eftir stærð syndarinnar. Það er eignakönnunar skatturinn alræmdi, sem hér er á ferð. Fyrir meira en tveiimir árum, þegar skattsvikarinn og svindlarinn Jóhann Þ. Jósefsson var að mæla fyrir lög- unum um eignakönnun á Alþingi, sýndu sósíalistar fram á, uð þessi lög væru til þess eins sett að þvo atvinnuskatt- svikara og stórsvindlara hreina, en stimpla heiðarlega menn, sem eru fákunnandi í listinni að teija fram, skatt- svikara og stela úr sjóði þeirra nokkrum krónum. Eftir t^eggja ára erfitt starf hefur ríkisstjórain sýnt og sannað, að hvert orð, sem sósíalistar sögðu um þennan skatt þeg- ar hann var lögtekinn, var rétt og að hvergi var of fast að orði kveðið. Hverjir eru það sem þessa dagana fá til- kynningu frá ríkisstjómiimi og flokkum hennar þremur, Alþýðuflokknum, Sjálfstæðisflokknum og Framsóknar- flokknmn um að þeir séu sekir fundnir, og að þeim verði refsað? Það eru i fyrsta Iagi gamalt fólk, sem hefur lagt fyrir nokkrar krónur á langri ævi, og ætlað til eliinota. Þetta fólk hefur samvizkusamlega talið fram hvern eyri jafnótt og hans var aflað, en ekki gætt þess að telja sama eyrinn aftur fram ef hann varð eftir sem. eign í árslok. Samkvæmt skattalögum var þetta yfirsjón, en mjög skiljanleg og fyr- irgefanleg yfirsjón. Þetta hefur svo ieitt til þess að á mprg- um árrnn hefur myndazt eign hjá þessum mönnum, sem aldrei hefur verið talin fram sem eign, aðeins sem tekjur, á því ári sem hennar var aflað. Fyrir þetta er nú verið að refsa gamalmennum hér í bæ og um land allt. Þessi gamalmenni skulu heita skatt- svikarar, en Jóhann Þ. Jósefsson heiðarlegur maður. Þessi gamahnenni skulu greiða sekt, fyrir að hafa safnað til ell- innar en fyrirtæki Jóh&nns Þ. Jósefssonar, skulu sýkn saka þrátt fyrir faktúrufölsun og gjaldeyi'isþjófnað. Svo er annar hópur manna, sem réttvísi stjórnarflokk- anna hittir. Það eru þeir sem hafa unnio á nóttinni og helgidögum að því að byggja sér íbúð. Þessir menn hafa ekki reiknað sér þennan þrældóm til tekna, þeir 'hafa litið svo á, að þeim væri frjálst að nota sunnudaginn og síð- kvcldin til að leysa eitt sitt brýnasta vandamál, það að fá þak yfir höfuðið. Og sjá, stjóraarflokkarnir fundu hjá þeim eign, helgidags- og síðkvöldavinnuna orðna að lag- legri íbúð, og þessi vinna hafði verið svikin undan skatti, og refsivöndur „heiðarlega" mannsins í ríkisstjórninni reið að baki þeim, skattsvikarar skulu þeir heita, sektir skulu þeir borga, um það eru stjómarflokkarnir.sammála. Það er ekki ástæða til að orðlengja þetta meira, eigna- ikönnunarskattur stjórnarflokkanna er eitt hið mesta hneyksli sem um getur á sviði íslenzkra skattamáia, og þó er hann aðeins einn liður í stefnu og starfi ríkisstjómarinn-! ar, þeirri stefnu að hylma yfir með sekum en refsa sak- Jausum, því starfi að láta snauða borga hinum aúðugu, svo öuður þeirra megi margfaldast. BÆ J ARPÖ STÍIIIN N P Óskaplegir „sveitamenn.“ Ýmir skrifar: — „Þegar Eski móafjölskylda sú, sem hér hef- ur dvalizt að undanförnu, kem ur aftur til Grænlands, þá þyk- ir mér trúlegt að hún muni lengi geta skemmt vinum sín- um með gamansögum af því fólki sem hún hitti í Reykjavík. Eða hvað munduð þið til dæmis hugsa, ef þið kæmuð í grænlenzka höfn cg þarlendir þyrptust niður að skipinu í stórum hópum dag eftir dag, bíðandi eftir tækifæri til að glápa á ykkur eins og naut á nývirki? Munduð þið ekki hlæja með sjálfum ykkur og hugsa: Óskaplegir „sveita- menn“ geta þeir annars verið þessir Grænlendingar. □ — þessir Reykvíkingar. ,,Eg set orðið „sveitamenn" innan gæsalappa til að fyrir- byggja misskilning. Því að ég held, að þau einkenni í fram- komu manna sem felast í þeirri merkingu orðsins, sem þarna er hugsuð, finnist ekki' fyrst og fremst upp til sveita á íslandi. Eg held þvert á móti að þau finnist miklu fremur i Reykja vík, hinni stóru höfuðborg lands ins, heimsborginni. Mörg dæmi þess mætti nefna, nú seinast þetta í sambandi við heimsókn Eskimóafjöiskyldunnar ........ Enda finnst mér einhvernveginn á hinum mörgu myndum, sem birzt hafa af fólki þessu, að lesa megi út úr augnaráði þess svohljóðandi álitsgerð: Óskap- llegir „sveitamenn“ geta þeir lannars verið þessir Reykvíking |ar.— Ýmir.“ □ I i ' ; •'* . fn í var Alþýðuleiðtcginn ekki sýndur lengur? I. „Bíógestur" skrifar: — i „Kæri Bæjarpóstur! — Þið á í Þjóðviljanum hafið réttilega I bent á það, að kvikniyndin „Al- þýðuleiðtoginn," sem Nýja bió | sýndi um daginn, er í alla staði jhin ágætasta mynd. En út af þessari mynd ætla ég að segja lýkkur frá dálitlu atviki, sem vel mætti verða sem flestum kunnugt. Eg hitti kunningja minn, tveirn dögum eftir að ég sá myndina sjálfur, og spurði hann, hvort hann væri búinn lað sjá hana. „Nei“ sagði hann. ;„Eg varð of seinn. Þeir hættu lallt í einu að sýna hana, til- Jcynntu eljki einu sinni „síðasta jsinn“ eins og þó ævinlega er venjan. Og ég hef það fyrir satt, að seinasta kvöldið var i troðfullt hús.“ — Getur það nú íverið að eigendur kvikmynda- hússins hafi hætt að sýna mynd ina meðan aðsókn að henni var ennþá mjög mikil? Getur það jverið að einhverjir þeir stjórn- málamenn, sem óþægilega voru jleiknir í þessari mynd, hafi fengið sýningar á henni stöðvað ar áður en nokkuð var faríð að draga úr aðsókninni? — Bíógestur.“ — Já, því skyldi það ekki geta ver-ið ? Kveðja frá gömíum krata. Svo kemur dálítið af kveð- skap. Það eru fyrst þrjú erindi, sem „gamall krati“ sendir, og nefnast þau „Kveðja,“ svohljóð andi: Skeiku] er stjórn á skútuhrói, skakkaföll ill og mörg hún fær, rembist við stýrið Stebbi Jói, stirður er gangur, enginn rær. Hundsa hann allir heiðurs menn, hvað lengi sem hann tórir enn. Þjóðhetjan fræga flúði stýrið, fékk sér i hendur reisupass. Hugaður líkt og hagadýrið, hugsaði mest um eigin rass, Kinnhest með skjóttan kom til Sviss. Kannske hann lækni einhver miss. Aftur kom hetjan heim að lokum, hásæti fékk á Arnarhól. Fannst vera. tröll í töfraþokum, tvöhundruð kratar veittu skjól. Alþjóðleg sýning aldrei slík átti sér stað i Reykjavík. Gamall krati. □ „Til Réttlætisins.“ Að endingu þessar tvær vis- ur, sem höfundurinn nefnir „Til réttlæíisins“: Þegar svangur bað um brauð, brugðust ríkra hendur, þær sem geymdu okur-auð eða stórar lendur. Vil ég biðja að vasi senn vit og guðleg mannúð. Það, sem heiminn þjáir enn, það er bitur tannúð. Sunneva í Selinu. 125 í Es-dúr eftir Schubert. 21.15 Frá útlöndum (Jón Magnússon fréttastjóri). 21.30 Tónleikar: Göm ul danslog (nýjar plötur). 21.45 Erindi: Björgun úr eldsvoða (Jón Oddgeir Jónsson xulltrúi). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Vin- sæl lög. 22.30 Dagskrárlok. 1 gær voru gef in saman í hjónaband Dýr- finna Valdi- marsdóttir frá Seljalandi og Guðmundur Axelsson Laugaveg 70. Sr. Garðar Svavarsson fram- kvæmdi hjónavigsluna. FLUGFÉLAG ISLANDS: Innanlandsflug: I dag verða farnar áætlunarferðir til Akureyrar (2 ferð ir), Vestmanna- eyja, Kirkjubæjar- klausturs, Fagurhólsmýrar, Horna. fjarðar og Siglufjarðar. Á morgun eru ráðgerðar ferðir til Akureyrar (2 ferðir), Siglufjarðar, Vestm,- eyja, Isafjarðár, Blönduóss og Keflavíkur. 1 gær var flogið til Akureyrar, Sigtufjarðar, ísafjarð- ar, Hólmavíkur, Reyðarfjarðar, Fá skrúðsfjarðar og Ólafsfjarðar. Millilandaflug: Guílfaxi er væntan legur frá Osló siðdegis í dag. FJug vélin fer til Kaupmannahafnar k). 8.30 í fyrramálið. LOFTLEIÐIR: 1 gær var flogið til Vestmanna- eyja (2 ferðir), Isafjarðar (2 ferð ir), Sands og Patreksfjarðar. I dag er áætlað að fljúga til Vestmanna- eyja 2 ferðir, Akureyrar, Isaf.jarð- ar, Þingeyrar, Flateyrar,’ Bíldudals, og Blönduóss. Hekla fór kl. 8 í morgun til Prestvikur og Kaup- mannahafnar. Væntanleg aftur um kl. 18.00 á morgun. ISFISKSALAN: Akurey seldi 231,7 smál. í Cux haven 5. þ. m., Isborg seldi 209,7 smál. í Bremerhaven 6. þ. m., Maí seldi 124,9 smái. í Hamborg og Úranus 271,8 smál. í Bremerhaven 7. þ. m. 1 gær seldi Jón forseti 260.6 smál. i Hamborg og Marz 310.7 smál. í Cuxhaven. E I M S K I P : Brúarfoss kom til Reykjavikur 5.9. frá Leith. Dettifoss er í Ivaup mannahöfn. Fjallfoss kom til R- víkur 5.9. frá London. Goðafoss kom til Rotterdam 7.9. fór þaðan i gærkvöld til Hull og Reykjavík- ur. Lagarfoss fór frá Reykjavík 7.9. til Breiðafjarðar og Vest- fjarða, lestar frosipjx fisk. Selfoss kom til Reykjavikur í gær frá Isa firði. Tröllafoss kom til N.Y. 27.8. heíur væntani. farið þaðan 7.9. til Reykjavíkur. Vatnajökull kom til London 7.9. frá Djúpavogi. 20.30 Ötvarpssag- an: „Hefnd vinnu- piltsins" eftir Vic- tor Cherbuliez; X. lestur (Helgi Hjör- var). 21.00 Strok- kvartett útvarpsins: Kvartett op. Fyrir skömmu opinberuðu trúlof- un sína ungfrú Erla Ólafsdóttir, Selfossi og Rúdolf !■ Stol.zenwald, . klæð- skeranemi, Hellu á Rangárvöllum. Knattspyrnukappleikur var háð- ur ■ í gærkvöld - milli starfsmanna Lanssímans og Pósthússins. Póst- menn unnu með 2 mörkum gregn 1. Mlnníngarspjöld Krabbameinsfélagsius fást í verzl. Remedíu Austurstræti 9. Septemfoovg Loftsdóttir frá Hval gröfum í Dalasýslu er 85 ára í dág. Hún á nú heima að Efsta- sundi 6. Ungbainavernd LÍKNAR, Templ- arasundi 3 er opin þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga kk - 3.15--1. Næturvörður í Laugavegs- apóteki. — Sími 1616. Næturlæknir er x læknavarðstof unni, sími 5030 Næturakstur í nótt annast Hreyfiil, sími 6633. MUSIfl að lesa smáaugiýsingarnar, þær eru á 7. siðu. til Vestmaunaeyja hinn 17. þ. m. Tekið á móti flutningi í dag. Pantaðir farseðSar óskast sótt- ir árdegis á mánudag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.