Þjóðviljinn - 21.09.1949, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.09.1949, Blaðsíða 3
Síiðvikudagur 21. sept. 1949 ÞJOÐVILJINN 3 MÁLGAGN æskul ýðsfyl kingarihnár SAMBANDS UNGBA SÓSIALISTA □ Viðtai við Svavar Signrðsson9 formann Skiða- og félagsheimili Æ.F.R. vígf næsfkom andi jí.'í ~ mm Loks rennur upp sá lang- þráði dagur, er Æskulýðsfylk- ingin í Reykjavík vígir skiðá- og félagsheimili það sem hún að undanförnu hefur verið að koma sér upp, með ærnum til- kostnaði og mikilli fyrirhöfn. v - w * ©«*• mti gtrfuo Það eru margar og miklar vonir sem Æ. F. R. tengir við þetta heimili sitt. Á laugardag- inn kemur mun hinn mikli draumur breytast í veruleika. Þá verður skálinn vígður, með viðhöfn og fjölbreyttri skemmt- un, og tekinn til almennra nota. Þar eð ekki er enn fullvíst um öll skemmtiatriðin sem verða á vígsluhátíðinni getur Æskulýðssíðan ekki skýrt frá henni nánar að sinni. En það er vist, að til þessarar hátíðar verður vandað. Tíðindamaður Æskulýðssíð- unnar hitti að máli Svavar Sig- urðsson formann skálastjórnar, og notaði þá tækifærið og spurði hann eftirfarandi spurn inga um skálann. Hvenær hófst Æ. F. R. handa um að koma sér upp skíða- skála ? — Fyrir tæpum þrem árum var byrjað á byggingunni og skálanum valin staður í Sauða dölum, skammt frá Jósefsdal, í Bláfjöllum. Staðurinn er mjög hentugur. Landið í kringum skálann er ágætt skíðaland og einnig vel fallið til leika og í- þrótta að sumarlagi. Hafa ekki verið miklir erfið- leikar í sambandi við byggingu skálans ? Jú, — f járhagurinn hefur ver ið heldur þröngur og illt að fá byggingarefni. Einnig eru að- stæður mjög erfiðar, þar sem ■ ssf vegurinn nær ekki alla leið að jskálanum, og félagarnir hafa bókstaflega borið skálann á staðinn. En - þrátt fyrir alla þessa erfiðleika hefur bygging- unni miðað vonum framar. Fé- lagarnir hafa unnið þetta allt í sjálfboðavinnu á kvöldin, eftir venjulegan vinnutíma og um helgar. Margir félagar hafa ver ið mjög áhugasamir um skála- bygginguna, og lagt hart að sér, eins og þú getur gert þér í hug arlund. Stendur félagið, sem heild í mikilli þakkarskuld við þá. ^ -—- Hvað vilt þú segja mér um skálann sjálfan ? Skálinn er mið aður við að 80—90 manns geti dvalið í honum um helgar. Er honum skipt í svefnskála, mat- sal, eldhús og geymslur. Frá- gangur er allur hinn bezti og er skálinn mjög vistlegur. Ann- ars er sjón sögu ríkari, og tæki- færið fyrir þá sem vilja kynn- ast skálanum nánar að koma sjálfir uppeftir á vígsluhátíð- ina á laugardaginn. Telur þú ekki að skálinn muni koma til með að hafa mikla þýð ingu fyrir félagslífið í Æsku- lýðsfylkingunni í Reykjavík? — Jú, það tel ég hiklaust. Skálinn er voldugt tæki til að auka og bæta félagslífið, og hefur það þegar komið í ljós, að vinsældir hans eru miklar. Þó er það víst að við höfum enn aðeins séð byrjunina á því, og vinsældir hans munu fyrst koma verulega í ljós þegar hann hefur verið tekinn til al- mennra nota. Enda álít ég ekk- ert hollara æskufólki, en það útilíf, sem nú hefur skapazt skilyrði fyrir hjá okkur Gj. - 9 • :• Mt' Svavar Sigurðsson vélvirki, formaður skálasitjómar. ÆSKAN OG KOSNINGARNA ■ : -/ V' • Félagar að vinnu. Eftir mánuð fá Islendingar að stjórna landi sínu sjálfir einn dag. Ef til viil halda háttvirtir kjósendur -'-öldunum rokkru lengur í sumum héruð- vm. I tvo daga, kannski jafn vel í þrjá daga, ef færð verður elæm. Næsti mánuður verður án efa mánuður fundahalda og skemmt ana, skamma og rifrildis, en þó fyrst og frems't verður hann mánuður skrums og fleðuláta. Háttvirtum kjósendum verður hossað þennan tíma. Þeir munu fá ókeypis skemmtanir, með Baldri og Konna, og máttar- r.tólpar þjóðfélagsins munu taka ofan fyrir þeim hvar sem til þeirra sést. Allt mun þetta svo enda með einum allsherjarbíl- túr allra þeirra Islendinga sem hinn 23. næsta mánaðar hafa náð 21 árs aldri. ' Sá er kosturinn, að búa við .dð vestræna lýðræði. að því fylgir óneitanlega nokkur von ,irn sæmileg lífskjör og nokkur fríðindi næstu dagana fyrir hverjar kosningar. En því skrifa ég þessar línur, að ég vildi koma út til æskunn- ar í landinu nokkrum sannleiks- kornum, varðandi kosningarn— ?r. Hvernig þær eru til komnar, hvaða möguleika þæi flytja okkur. Og síðast, en ekki sízt, hvert það hlutverk er, sem ís- lenzku æskufólki ber að vinna þessa dagana. Undanfarin ár hefur setið hér nð völdum „fyrsta stjórn Al- þýðuflokksins á íslandi11. Sú tjórn tók við iandinu fulium blóma, svo að annars eins hefur ckki getið í allri sögu þjóðar- innar. Þjóðin háfði nýicga end- arheimt sjálfstæði sitt, að fullu. Hún var rík, hafði aflað sér stórvirkra tækja sér til lífs- framfæris og hafði markaði íyrir afurðir sínar vítt um lönd. /.tvinna, hraði og bjartsýni voru einkenni tímanna. Æskan vann á sumrum, en aflaði sér menntunar og þroska á vetrum. Hún skemmti sér og stofnaði ný heimili, í trú á bjóð sína vg framtíð hennar. En hlutirnir áttu eftir að breytast. Þann tíma sem „fyrsta stjórn Alþýðuflokksins á Is- landi“ hefur setið að völdum Lefur þjóðin verið á stöðugri r.iður leið. Markaðir fyrir af- urðir þjóðarinnar hafa týnzt. Atvinnutæki hafa stöðvazt. og cru að stöðvast. Atvinna og nraði fer þverrandi. Lífskjör- n versna. Færra æskufólk hef- ur efni á að afla sér menntunar g skemmtana. Stofnun nýrra heimila er miklum örðugleik- um bundin. Bjartsýnin þverr fyrir svartsými og svörtum markaði. En ráð og nefndir, sem kosta milljónir króna, jhöfum við fengið til að stjórna hrörnuninni. I fyrra dag var gengi krónunnar fellt. ★ Á íslandi, eins og í öðrum auðvaldslöndum býr tvennskon ar fólk. Fólk sem vinnur, og neytir síns brauðs í sveita síns andlits. Fólk sem lætur vinna, en telur sig eiga hlutina. Það er hið síðarnefnda fólk, fólk sem lætur vinna, sem ávalt hef- ur haft töglin og hagldirnar í landi voru. Mennirnir, sem láta vinna, hafa hrifsað til sin, gæðin sem þjóðin framleiddi með vinnu sinni, en síðan skammt- að fólkinu, sem vinnur skít úr jhnefa. Af þessu hefur leitt stöð ugt stríð, milli þeirra sem vinna og þeirra sem láta vinna, um skiptingu gæðanna. Það stríð fer aðallega fram á tveim vett vöngum, og í daglegu taii köll- um við það launabaráttu og pólitík. Launabaráttan er einföld, al- þekkt, og þarf engar útskýring ar. Pólitík er aftur á móti flók- in, að minnsta kosti á yfirborð- inu. Mennirnir, sem láta vinna, leggja mikið fé og fyrirhöfn í að halda gangandi þessari styrjöld við fólkið sem vinnur. Þeir gera út menn til að taka forustuna í launabaráttunni, svo að þeir þannig geti haldið henni í skefjum. En árangur- inn af þeirri útgerð hefur orð- ið harla lítill á Islandi, í seinni tíð. Fólkið sem vinnur hefur lært að þekkja leiguskipin, þótt breitt sé fyrir nafn og númer, og siglt undir fölsku flaggi. En hinn þáttur baráttunnar hefur orðið mönnunum sem láta vinna, því gifturíkari, sem þeim hefur tekizt að gera hann flóknari. Þeir gefa út blöð, sem fólkið sem vinnur þykir gam- an að lesa, og í krafti þeirra gæða sem þeir hirða af vinnu þessa fólks, geta þeir látið sér nægja að taka aðeins lítið gjald fyrir þetta lestrarefni. Þessi blöð útskýra síðan á margvís- legan hátt, hvernig mennirnir, sem láta vinna, eru sí og æ að hugsa um velferð hinna, sem vinna. Hversu þeir leggja sig fram, hætta eignum sínum, og hafa andvökunætur, til þess að þeir .sem hjá þeim vinna geti dregið fram lífið. — Og til sam- ræmis nefna þeir samtök sin, sem þeir nota til að viðhalda eignarétti sínum og forréttind- um í þjóðfélaginu, umfram hina sem vinna, í höfuðið á sjálf- stæðr landsins, en með viður- nefninu „flokkur allra stétta". Sú aðferð, ,að villa á sér heimildir er kunn frá gamalli tíð, og hefur oft gefizt vel. I daglegu tali köllum við aðferð þessa. lýðskrum. —- Hér á landi verður ekki annað sagt, en að lýðskrumið hafi náð undraverð- um árangri. Fjöldinn allur af vinnandi fólki hefur rétt böðl- um sinum, höndina og gengur heils hugar með þeim fram til orustunnar. Enda er lýðskrum- Framhald á 7. síðu. j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.