Þjóðviljinn - 09.10.1949, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.10.1949, Blaðsíða 4
'4 ----~»rWg?W<ta>a|.yWjH IWPPW Þ J ÓÐ VXLJINN Sunnudagur 9. október 1049 PJÓÐVILIINH Ctgefandl: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíallstaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason Blaðam.: Arl K&rason, Magnús Torfl ölafsson, Jónaa Árnascn Auglýsingastjóri: Jónstelnn Haraldsson Ritstjóra, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmlðja: Skólavörðn- stíg 18 — Simi 7500 (þrjár línnr)' lakriftarverð: kr. 12.00 fi mfinuð! — Lausasöluverð 50 anr. elnt. f . Prentsmiðja Þjóðviljana h.f. Sóstalistaflokkurinn, Þórsgötn 1 — Síml 7510 (þrjfir línvr) BÆ JARPOSTl JUNNj 1 Að hefna sín á kjörseðlinum! íhaldsflokkurinn, hið sterka vígi auðmannastéttarinn- ar í Reykjavík, er að gliðna sundur. Óhugur og vonleysi rnóta ailt starf flokksagentanna og minnast þeir aldrei slíkra kosninga. Á Akureyri og í Vestmannaeyjúm standa fulltrúar gróðamannanna ráðþrota gegn voldugri sókn sósíalista og banda.manna þeirra og Sjálfstæðisflokkurinn er þegar búinn að færá þessi tvö kjördæmi á taplistann. Hér í Reykjavík logar Sjálfstæðisflokkurinn allur af inn- byrðis sundurlyndi, hann hefur klofnað í margar klíkur og hver klíkan hefur komið sér upp sérstakri skrifstofu til að ekipuleggja útstrikanir og breytingar á listanum. Almenn- íngur lítur á frambjóðendur íhaldsins ýmist sem fanta eða flón eða hvort tveggja, og óhugur agentanna spegJast dag- Jega í Morgunblaðinu. Eigendur flokksins hafa undanfarið setið á rökstólum og leitað þess hálmstrás sem unnt sé að fálma eftir. Eftir mikla leit eru þeir nú komnir að niðurstöðu og ráðið sem þeir hafa fundið er mjög fróðlegt um andlega reisn Sjálf- stæðisflokksins og einnig harla lævíslegt. Ráðir er að ýta iaf öllu megni undir útstrikanir og skipuleggja starf semi klíkanna í heild! Með því móti á að reyna að fá þúsundir j cánægðra kjósenda til að halda tryggð við íhaldslistann þó einstakar persónur hans fái að þola hnjask. - . Og nú hlaupa agentarnir hús úr húsi og vinnustað af vinnustað þar byrja þeir á því að hlera og spyrja hvern einstakan með hvaoa fólk hann sé sérstaklega óánægður á íhaldslistanum. Þegar það er Ijóst er agentinn alveg áj sama máli og síðan kemur úrræði hans: nú skulum viðj hefna okkar á þessum endemis kvikindum með því að strika þau út. Og sumum sem talað er við finnst þetta mikiö kostaráð og ákveða að hefna sín á kjörseðlinum, án þess r.ð gera sér grein fyrir því að listinn fær atkvæðið, hvað sexn öllum breytingum líður, og það verður notað til stuðn- jngs við núverandi ríkisstiórn og áframhaldandi árásir hennar á lífskjör almennings, það stuðlar að gengislækkun J og banni við kjarabótum að afstöðnum kosningum. Þannig er áróður Sjálfstæðisflokksins nú, óvenjulegtj dæmi um niðurlægingu og vonleysi auðmannaklíkunnar. Einasta bjargráðið er að rejma að narra fólk á fölskum í forsehdum á sarna hátt og- eysteinskiíkan í Framsóknar- flokknum notar Rannveigu Þorsteinsdóttur og uþplognaj eigiuleika hennar til að reyna að fá fólk til að eyðileggja| atkvæði sín. Þessar baráttuaðferðir eru ekki sigurstrang- j legar, cnaa eru þær miðaðar við það eitt að gera ósigurinn | sem minnstan. En Iietta ráðabrugg mun mistakast herfilega. Reyk- vískur almenningur er staðráoinn í þyí að hefna sín á stjóniarklíkunni en ekki á bréfmiða þeim sem nefnist kjör -; seðill. Það gerir ríkisstjóminni ekkert til þó svo og svo j :nörg handruð eða þúsundir striki út einstaka fanta ogj flón á íhaldslistanum, öll útstrikunaratkvæðin koma ríkis- j stjórninni til tekna. Þess vegna mun reykvískur almenningur fylkja sér um; lista stjórnarandstöðunnar, lista sósialista og bandamanna j þeirra, og gera sigur hans sem algerastan, það er einaj verðuga svarið við verkum ríkisstjórnariririar 'og áfoftnum,’ ; það er eina útstrikunin sem hefur áhrif. Hæpnar fullyrðingar um sjúkrakassann. Það voru ýmsar hæpnar full- yrðingar í bréfi „Dags“ í gær. Hann sagði, að sjúkrakassinn á vinnustað sínum væri lengi búinn að vera tómur. Jón Odd- geir Jónsson, fulltrúi Slysa- varnafélagsins, hefur hinsvegar sýnt fram á, að í þann kassa, sem hér um ræðir, hefur ekk- ert vantað nema skyndiplástur svokallaðan og sótthreinsunar- vökva. Til aðgerða við meiri- háttar slys voru öll meðul í kassanum. — Um þennan kassa sé annars það að segja, að hann hafi ekki talizt í þeim flokki. sjúkrakassa, sem Slysa- varnarfélagið er skyldugt að lita eftir. Þar við bætist, eftir því sem Jón Oddgeir upplýsir, að tilkynning um ólagið á kass anum hefur aldrei, svo vitað sé, verið símuð skrifstofu Slysa- varnafélagsins. □ Tveir fíokkar sjúkra- kassa. Sjúkrakassarnir skiptast í tvo flokka. f öðrum flokkinum eru, kassar, sem Slysavarnafé- lagið lítur eftir með vissu millibili gegn ákveðnu gjaldi (50-150 kr. á mán.). 1 hinum flokknum eru kassar, sem Slysa varnafélagið útvegar aðeins, en sem síðan falla inn á starfssvið verkstjóranna á hverjum stað, það verður þeirra hlutverk að gæta þess að ætíð sé allt í lagi með kassana. Kassinn í smiðj- unni hjá „Degi“ taldist sem sagt í seinni flokkinum. — Nú hefur hann hinsvegar verið tekinn í fyrrnefnda flokkinn, en það er annað mál. □ Plástur ófáanlegur. Rétt er éinnig í þessu sam- bandi að láta þess getið, að það hefur síður en svo verið auð- velt að útvega plástra hér að undanförnu, eftir því sern Jón Oddgeir upplýsir. Nýlega kom jú einhvert lítilræði af vöru þessari í eina lyfjabúðina, en apótekarinn hefur ekki séð sér fært að selja hana nema við stranga skömmtun, hver mað- ur hefur fengið eina dós, þetta er „skyndiþlátur." — Margar tegundir af nauðsynlegum sjúkravörum eru nú ófáanlegar o’g þarf, sem fyrst, að bæta úr því ástandi. •— Að svo mæltu viljum við biðjast afsökunar á þeim leiðu mistökum, sem hér hafa orðið þar sem jafn ágæt stofnun og Slysavarnafélagið hefur verið höfð fyrir rangri sök. v-. □ Ryk barið úr mottum. -rjfljís- „Högni“ skrifar „. .Eg veit, að margar húsmæður eiga erfiða aðstöðu, þegar þær þurfa að berja rykið úr mottum eða teppum, en ég held samt, að reykvískar húsmæður séu ó- þarflega lítið pössunarsamar með að gera þetta þar sem bezt fer á, þær láta sig sem sé ekki muna um að berja teppum og mottum utan í húsveggina svo að rykið þyrlast upp í vit þeirra sem um gangstéttirnar þurfa að fara... En svona verk ættu auðvitað hvergi að vera unnin nema að húsabaki... ■ □ Högni“. Kvennafandurinn í dag. Eg vil vekja athygli á kvenna fundinum, sem haldinn verður í dag. Fundurinn hefst í hinu nýja kvikmyndahúsi, Stjörnu- bíó, kl. 2.30, — en Stjörnubíó er á Laugavegi 94. — Þær ræðu konur, sem þarna eiga að tala, eru trygging fyrir því, að málin verða tekin föstum tökum, ein arðlega. og drengilega rakin og rædd. Hjálp í viðlögum. — Námskeiðin lief jast. Loks biður Jón Oddgeir þess getið í sama sambandi, að í þessum mánuði hef jist námskeið þau í hjálp í viðlögum, sem Slysavarnafélagið gengst fyrir. Er sérstök ástæða til að vekja á því eftirtekt, að þátttaka í þessum námskeiðum er ókeypis, en þaú geta hinsvegar haft geysimikla þýðingu, ekki sízt þar sem í hlut eiga þeir sem vinna, í stórum smiðjum, verk- stæðum eða annarsstaðar t>ar sem margt er um starfsfólk. HÖFNIN: Askur var væntanlegur í nótt eða morgun af vciSum. Tryggva gamla var lagt inn á Kleppsvik í gær. Enskur togari kom hingað í gær með veiksyn mann. BIKISSKIP: Hekla er i Alaborg. Esja fer frd Reykjavík annað kvöld til Vest- fjarðn, Siglufjarðar og Akureyrar. Herðubreið er í Reykjavík. Skjald- breið var á Breiðdalsvik í gærmorg un á noðurleið. Þyrill var á Akur- eyri í gær. EIMSKIP: Brúarfoss kom til Reykjavíkur í fyrrakvöld 7.10. frá Húsavik. Dettifoss kom til Reykjavikur 7.10. frá Gautaborg. Fjallfoss fór frá Leith 4.10. kom til Vestmannaeyja í gærmorgun 8.10. fer þaðan til R- víkur í kvöld. Goðafoss kom til N. Y. 3.10., fer þaðan væntanlega 8.10. til Reykjavíkur. Lagarfoss kom til Reykjavikur 7.10. frá Hull. Selfoss fór frá Reykjavík 5.10. vestur og norður. Tröllafoss fór frá Reykja- vík 28.9. til N. Y. Vatnajökull fór frá Antwerpen 7.10. til Rotterdam og Reykjavíkur. Útvarp'ð ' óag: 11.00 Messa i Dóm kirkjunni (séra Jón Auðuns). 15.15 Miðdegistónleikar. 16.15 Útvarp til Is- iendinga erlendis: Fréttir og erindi (Sigurður Magnús son kennari). 18.30 Barnatimi (Þor steinn ö Stephensen). 19.30 Tón- letkar; Sdlmalorleikur eftjr Bach (plötur). 20.20 Samleikur á fiðlu og píajoó (Þórarinn Guðmundsaon og Fritz Weisshappel): Kaflar úr són- ötu eftir Beethoven. 20.35 Upplest- ur: „Útnesiamenn," sögukafli eftir séra Jón Thorarensen (höfundur les). 21.00 Einleikur á píanó (Þór unn S. Jóhannsdóttir). 21.35 „Heyrt og séð“: Á leið frá Akur- eyri til Reykjavíkur (Filippía Kristjánsdóttir skáldkona). 22.05 Danslög (plötur). 23.30 Dagskrár- lok. Útvarpið á morgun : 20.30 Útvarpshljómsveitin: Lög eft- ir islenzk tónskáld. 20.45 Um dag- inn og veginn (Vilhjálmur Þ. Gísla son). 21.05 Einsöngur (Gunnar Óskarsson): a) „Það kvöldar" eftir Friðrik Bjarnason. b) „Páskalilj- ur“ eftir Sigurð Þórðarson. e) „Gratias agimus tibi" úr hátiða- messu eftir Sigurð Þórðarson. d) „Amor ti vieta" úr óp. „Fedora“ eftir Giordano. e) „Una furtiva lagrima" úr óp. „Ástardrykkurinn" eftir Donizetti. 21.20 Þj’tt og endur sagt (Andrés Björnsson). 21.40 Tón leikar: „The Rio Grande," tónverk fyrir kór og hljómsveit eftir Lam- bert (plötur). 22.05 Létt lög (plöt- ur). 22.30 Dagskrárlok. Nætura’kstur í nótt annast Ilreyfill. — Sími 6633. — Aðra nótt Litla bílstöðin. — Sími 1380. Helgidagslæknir er Ivristbjörn Tryggvason, Guðrúnargötu 5. ------ Sími 1184. Næturvörður er í Reykjavíkur apóteki. --- Sími 6633. i . 1 g»r VOru gef- in saman í hjónaband af séra Jóni Auð- uns, ungfrú Ásta Ásmunds- dóttir og Stefán Sörenson • stud. jur. — Heimili þeirra verður að Viðimel 49. —■ Ennfremur ungfrú Ásta Árnadóttir og Sigurður Ó. Markússon, sjómannaskólanemi. Heimili þeirra verður að Mjóstr. 2. Æskan, S,—8. tbl. '1949, er komið út. 1 blaðinu er þetta efni m. a.: Frægur heimavistar- skóli; Þarfur lærdómur (norskt ævintýri); Það, sem gefur mönnum lífið, ævintýri eftir Leo Tolstoj; Snædalabörnin, framhaldssaga; Pési rófulausi, saga. — Iþróítabiaðið Sport, 10. tbl. 1949, er komið út. Efni: Sigra Danir með 99:96?; Handknattleiks meistaramót Islands fyrir konur; Fram Reykjavíkuí-meistari 1949; K. R. eina liðið sem hefur tekið framförum í haust; Myndir frá Norðurlandamótimv. í Stokkbólmi; Hvað getum við lært af laudsieikn um við Dani?; Nýir ósigrar — nýj ar afsakanir. o. fl. Berklarannsókrth S.Þ. Framhald af 8. síðu. þjóðanna og annarra aðila í Evrópu. Verður reynt að meta gildi og áhrif þessara . rann- sókna og þá einkum berklabólu setningarinnar, sem hefur yerið framkvæmd í stórum stíl í Mið- Evrópulöndunum og víðar. Hafa sérstakar rannsóknir ver- ið settar af stað í þessu skyni. Hin ört .lækkandi . berkla- smitun 'og berkladauði á íslandi, án þess að beitt hafi . verið berklabólusetningu, hefur vakið mikla athygli víða um „heim. Erindi dr. Palmers hingað var að kynna sér ástand berkla- vamanna hér og enn fremur að athuga möguleika á frekarf berklarannsóknum hér á landi, er taka mætti upp í sambandi. við rannsóknir þær, er.stofnua ,hans framkvæmir nú víða um

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.