Þjóðviljinn - 11.10.1949, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 11.10.1949, Blaðsíða 8
Franslii sósía) deznokratinn 'Jules Moeh ger&i í gær úrslita- itilraun til að skera úr um, hvort hann fengi stuðning tii Btjómarmyndunar. Lagði hann Btefnu sína í efnahagsmálum fyrir fulitrúa allra flokka, sem eæti áttu í fráfarandi sam- Bteypustjóm. Talið er að sósial demokratar og kaþólskir hafi fallizt á stefnu Mochs en rót- tækir og hægrimenn hafnað henni. Þeir áttu þó eftir að gefa formleg svör er síðast fréttist. er aS Þórsgötu 1, sími 7510 opin alla daga kl. 10-10. Kjósendur Sósíalista- flokksins ntan af landi, staddir í lieykjavík, kjósið strax hjá Borgarfógeta, [ Arnarhvoli (gengið frá Lind I argötn). Opið kl. 10—12, 2— ! 6 og 8—10. Kosið í Noregi Þingkosningar fóru fram í Noregi í gær. Er blaðið fór í pressuna var talningu ekki langt komið, en af þeim tölum, sem komnar voru, var að sjá að Verkamannaflokkurinn. hefði unnið nokkuð á og sumir borg- araflokkamir töluvert, aðrir staoio í stað en kommúnistar tapað. Eki yfir IngEiá Síðastliðinn snnnndag óli Gnðmnndur Jönasson bifreiðar- stjóri á bíl yfíF Trnigná. Er það í fyrsta sinn sem ekið heí'ur %TeriS yfir TungEá. Farið var yfir ána efst í Snltartanga þar sem hún er 120—130 meíra breið og' var hún þar dýpst nm 115 cm. — Hvatamaðnr aS ferðinni var líalldór Eyjólfsson bifreiðarstjóri, en hann fór ána þarna á hesti fyrir nokkrum ánm. Ný-nazistar vinna á í Austurríki Úrslit þingkosninga í Aust- urriki í fyrradag urðu þau, að Þjóðflokkurinn (kaþólskur í- haldsflokkur) fékk 1.800.000 atkv., vann 250.000, og 77 þing- sæti, tapaði 8. Sósíaldemokrat- ar, er hafa setið í samsteypu- stjóm með þjóðflokknum síðan 1945, er kosningar fóru siðast fram, fékk 1.600.000 atkv., vann 165, og 67 þingsæti, tap- aði 9. Kommúnistar og vinstri- sósíaldemókratar fengu 200. 000 atkv., 30.000 meira en kom- múnistar einir 1945, og 5 þing- sæti, einu meir en kommúnistar höfðu. Sambandsflokkur óháðra sem kom nú fram í fyrsta skipti, fékk 500.000 atkv. og 16 þingsæti. Hann hefur á stefnuskrá sinni náið samband við Þýzkaland og sækist eftir stuðningi fyrrverandi nazista. Kcmmúnistar nálgast Kanton Her kínverska kommúnista nálgast nú óðum Kanton, stjóm araðsetur Kuomintang. 1 gær höfðu kommúnistar tekið borg- ina Jingtak, 90 km norður af Kanton. Síðasta varalið kuo- mintang hafði verið sent til að reyna að verja stöðvar 80 km norður af Kanton. Kuomintang- stjórnin flýr flugleiðis til Sjúng king. Kommúnistaher er 120 km frá Kveilin, höfuðstað Kvangsifylkis. Af tíu sendiráðsstarfsmönn- um. Kir.a í París hafa sex sagt Kuomintangstjórninni upp hollustu og lýst yfir stuðningi við stjómina í Peking. í sendi- ráði Kína í Teheran, höfuðborg Iran, varð lögreglan nýlega að skerast í leikinn, er sendiherr- ann reyndi að skjóta starfsliðið, sem hafði iýst yfir hollustu sinni við stjómina 1 Peking. MafpáE’ætÉi Víkrags Dregið var í happdrætti knattspyrnuféiagsins „Víkings" í gærkvöld og kom uipp ur. 2811. Vinnihgur er eftirtaldar heámilisvélar: Þvotta- og upp- þvottavél, stirauvél hrærivél og ísskáp'ur. Framhaid af 1. síðu. morðhugur sé aðeins dæmi am hugarfarið, sem æsingablöS auðvaldsins séu að skapa hjá amerísku þjóðinni, er> „ábyrg- ir“ menu ratuni ekki hngsa svona. Við skulum þá heyra hvað einn af helztu herforingj- um Bandaríkjanna segir: Doolittle, lieutenant-Gener- al, sem eirjnig er varaforseti auðfélagsins Shell Uníon OiJ Corporation, gaf fyrir skömmu eftirfarandi yfMýsingu: „Við verðu/n a3 \-era við pví bún ir Xíkamlega, andles-a og siðferði- leg að varpa kjarnorkusprengjum á rússnesku iðnaðarborgtrnar Við verðum að koma Kússunum í skilning um að við munum gera þetta og við verðum að koma okk- ar eigin fólki £ skilning um að þessi bardagaaðferð sje nauðsyn- Jeg.“ * Bjarni, Eysteinn og Stefán tfóhann eru að selja fsland und ir vald þess moirðhugar, sem lýsir sér í þeirri afstöðu, sem hér birtist, — í því brjálæði, sem fékk Forrestal til ac. gacga út œi gluggann. Ætlar þú að hjálpa þesm tíl þess? Dr. Páll Eggert ölason lálEnii Dr. Páll Eggert Ólason and- aðist í fyrrinótt, 66 ára að aldri. Hann var maður þjóð- kunnur fyrir ýmiskonar fræði- stðrf, einkum eru það stórvirki, sem hann hefur afkastað á sviði íslenzkrar aagnarlturiar. Hann gegndi fjölda tránaðar- starfa bæði á svi-Si v: -j opinberra mála. Þannig var hann. prófessor við háskólann um skeið, aðalbankastjóri Bún- aðarbankans, skrifstofustjóri i fjánnálaráðuneytinu o.m.fl., en mestan. orðötír hefur hann hlot- ið fyrir ritstörf sín um sögu Islands, t.d. Menn. og menntir, Jón Sigurðsson. o.fl. ÞlÓÐVIUINIÍ KosningasióðiEE s&fómaiandsíóóiomar: Boiladeildin hetóur forustunni mel 68%! — Kouur í stjórnarandstöSsi SSTastUðið laugardagskvöJd leit samkeppuisskrá deildanna þannig út: 1. Boíladeild 60 % 2. KleppsholtsdeiW 56 — 3. Njarðardeild 49 — 4. Skóladeíld 38 — , 5. Þingholtsdeild 24 — 6.—7. Vesturdeild Sunruhvdsdeild 22 — 8. Meladeiíd 21 — 9. Langhoitsdeáld 20 — 10. Lauganesdeild 19 — 11. Vogadeild 18 — 12.—13. Barónsdeild Skerjafjarðard. 15 — 14. Túnadetld 14 — 15. Eskih liðardeild f* — 16. Hlíðadeild 11 — 17. Valladeild 10 — 18. Skuggahveríisdeild 8 — 19. Nesdeild 7 — Æskulýðsfylkingin 21 — Bolladeildin bætti við sig 15%, Kleppsholtsdeildin 26%, Njarðardeild 15%, Vesturdeild 15% og Sunnubvolsdeild 14%. Skuggahverfisdeiídin hækkaði úr 2 í 8%, sem er lofsverð viðleitni. Hiijsvegar hækkaði Nesdeildin sig aðeins um 10% og mætti hún minnast þess undir næstu helgi. Æskuíýðsfylkmgin. rétti kosningasjóf'num enga örvandi hör.d í síðastliðmni víku og er ekki hægt að birta hundraðs- tölu hennar kínnroðala'ust. Það voru konuraar í Keykja- vík, sem sýndu það um heígina Tveir slökkviiiðs- menn slasast í bifroiðaárekstri Tveir slökkviliðsmenn, Bjarni Bjarnason, Laugaveg 34 B og Finnur Kichter, Hjallaveg 40, slösuðust í gærkvöld er her- hifreið ók aftan á biíreið þeirra á gatnamótum Laugavegs og Rauðarárstígs. Áreketúrinn varð kl. rúm- lega 18. Stóðu nokkrir menn aftan á slökkviliðsbifreiðirmi, og féllu þeir tveir sem áður voru nefndir á götuna er á- reksturinn varð. Hvorugur mannanna slasað- ist lífshættulega, Bjarni þó meira. Hann fékk heilahristing, en nánari fregnir af meiðslum hans voru ekki fyrir hendi þeg- ar blaðið fékk fregnir af slys- inu. Finnur mun hafa farið úr liði á handlegg. Þeir voru báðir fluttir í Landsspítalann. Framhald af 1. síðu og fundarstjóra, Kristjáni Andréssyni, að herða nú bar- áttuna fram að kosningadegi cg sigra. að þær ætla a« koma Katríwu á þing. A hinum geysif jölmenna kve: nafundi í fyrradag söfis- uðust hvorki meira né núnna en ca. 2.500 krónur! Þökk sé ykkur, konur. Haldið þessari forystu fram á kjördag. Þá er sigúrinn vís! Nú er koiraið fram í næst síðustu viku fyrir kosningar. Kosningasjóður stjórnarandstöð urnar þarfnast þess, að aliir stjórnarandstæðingar geri sitt ýtrasta til þess að efla hann. Gerum héðan af hvern dag »ð metdegi í söfnuninni. ÖII eftt fyrir kosningasjóð stjóraar- andstöðunnar. Síra Signrbjörn Einarsson skip- aðnr prófessor Sain hans a£ tæðum u jbjóðléiagsmálln komið út n&áir a&fmmn „Draumar lenásins" Séra Sigurbjörn Einarsson hefur nú verið skipaður prófessor í guðfræði við Há- skóla íslands frá 1. október að telja. Samtímis eru nú komnar út í bókarformi ræður hans nm þjóðfrelsismál vor, allt frá 1939 m þessa árs. Heitir bókin „Ðraumar landsins“ og er Þór- haílur Bjarnarson útgeíandi. Margir munu fagna því að fá þessar ágætu ræður séra Sigur- björns í smekklegu og aðgengi- legu formi. Vart munu nokkrir íslenzkir ræðumenn hafa farið um „ástkæra ylhýra málið“ mildari höndum né mælt það með þýðari röddu, svo þegar ræðumar um leið eiga erindi til allra, sem nú láta sig íslenzk örlög varða, þá fer vart hjá því að þetta. litla kver verði oss íslendingum vinsæl bók. Er þess brýn þörf að rifja einmitt nú upp ýmislegt af því, sem þar er bezt sagt. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.