Þjóðviljinn - 18.10.1949, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.10.1949, Blaðsíða 4
3 'iii' . -'tu.nispm *t Þ J ÓÐVHJINN Þriðjudagur 18. október 1949. Tltgefandl: Bameinlngarflokkur alþýOu — Sósíalistaflokkurlnn Ritstjórar: Magnús Kjartansson (4b.), Slgurður GuSmundsson Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason BlaSam.: Arl K&rason, Magnúa Torfl Ólaíaaon, Jónas Árnason 'Auglýslngastjóri: Jónsteinn Haraldsaom Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prantamiðja: Skóiavörðu- stig 19 — Síml 7500 (þrjár Ilnur)' Askrlftarverð: kr. 12.00 á mánuðl — Lausasöiuvarð 50 aur. elnt, Prentsmiðja ÞjóðvHjans h.t, Sósfailstafiokkurbm, Þórsgötn 1 — Siml 7510 < þrjá.r Ifnnr) „Bíðið þið bara, þangað til atvinnuleysið kemur" Það var á stríðsártmum, þegar verkalýðssamtökin áttu í baráttu við gerðardómsfjöturinn. og knúðu fram grunn- kaupshækkanirnar, að einum harðsvíruðum atvinnurek- enda, sem landskunnur var að kaupkúgun við starfsmenn sína, hrutu þessi orð af munni, er verkamenn hans knúðu 'hann til að láta undan: „Þið eruð nógu borubrattir núna, af því nóg vinna er, en bíðið þið bara, þangað til stríðið er búið og atvinnu- leysið kemur, og þið komið að biðja um vinnu, þá verðið þið ekki svona kröfuharðir." Þessum atvinnurekenda var þá ljóst það, sem stórat- vinnurekendum landsins nú er öllum orðið ljóst: að at- vinnuleysið er skilyrði fyrir kaupkúgun. Sósíalistaflokknum hefur hins vegar alltaf verið Ijóst að atvinnuleysi var versta böl verkalýðs og allra laun- þega, og að full íttvinna var ekki aðeins nauðsynleg vegna almennrar velferðar verkalýðsins, heldur og skilyrði þess að knýja fram viðunandi kaupgjald. Þess vegna beitti Sósíalistaflokkurinn sér fyrir því að nýsköpunarstjórnin væri mynduð og hæfist handa um svo stórfeldar aðgerðir í atvinnulífi landsins að full atvinna væri tryggð handa öllum. Þessi nýsköpun atvinnulífsins varð það stórfelld, að hennar gætti stórkostlega á mestöllu skeiði núverandi afturhaldsstjórnar. Þrátt fyrir vilja þessarar Stefáns- Jóhanns-stjórnar til að koma fram atvinnuleysi og kaup- kúgún, héldu nýsköpunartogararnir, sem fyrrv. stjórn hafði keypt, áfram að sigla í höfn, og önnur nýsköpun- artæki að koma, til að auðga þjóðina. Draumar svörtustu afturhaldsklíkunnar gátu ekki rætzt, meðan þessara á- hrifa nýsköpunarstjómarinnar ennþá gætti. En nú er afturhaldsklíkan, sem ræður stjórnarflokkun- um þrem, örugg um að láta þessar þokkalegu fyrirætlan- ir sínar ræta'st, — ef stjórnarfiokkarnir fá það mikið fylgi að þeir þori að stjóma saman áfram. Auðvald Bretlands og 'hins ameríska Vestur-Þýzkalands ætlar að loka fiskmarkaði íslendinga að miklu leyti, til þess að brjóta efnahagslega frelsisbaráttu íslendinga á bak aft- ur og knýja oss til að una sem fyrrum við sultarkjör ný- lendubúans. Fjárhagsráð ísl. auðvaldsins á að sjá um stöðvun atvinnunnar að öðru leyti, byggingavinnunnar, iðnaðarins o. fl. Með þessum samfelldu „hernaðaraðgerð- um“ útleiids og innlends peningavalds á undir forustu þessarar þríeinu ríkisstjómar að koma á slíku atvinnu- leysi að gengislækkun og bann við kauphækkun takiat, m. ö. orðum 'áð hægt verði að lækka stórkostlega raunveru- légt kaup allra ísienzkra launþega. Það er þetta-, sem -barizt er um í þessum kosningum. 1 haldið, Alþýðúflokkurinn og Framsókn hafa öll sýnt f jand skap sinn í garð Iaunþega, bæði verkalýðs og opinberra starfsmanna,’ á undanförnum þingum. Og rýmun lífskjara hjá launþégúm bitnar strax á verzlunarfólki, handiðnaðar- mönnum og bændum sökum minnkaðrar kaupgetu. 1 Stjómarandstaðan, Sósíalistaflokkurinn og bandamenn hans, berjast éin fyrir atvinnu handa öllum og viðunandi kaupi, — og haía-sýnt sig geta knúð. hv©ri|ieggja. iram: Spakmæli. Frainsóknarmaður í Reykja- vík er enginn nema hann hafi atvinnu af því! Páll Kolka. Fjölmennur útifundar. Enginn annar stjórnmálaflokk ur en Sósíalistaflokkurinn treystist til að halda útifund Reykjavík. IJtifundir þeir, sem Sósíalistaflokkurinn hefur efnt til undanfarin ár, hafa allir ver ið svo fjölsóttir, að enginn ann ar stjórnmálaflokkur í bænum þorir áð efna til útifundar vegna þess samanburðar, sem fólk mundi að sjálfsögðu gera á slíkum fundi og þeim fund- um, sem Sósíalistaflokkurinn hefur staðið að. Fylgi Sósíalistaflokksins* er traust fylgi, verkamenn og milli stéttir fylkja sér um flokkinn og það fólk lætur sig ekki vanta á útifmidi, sem flokkurinn held- ur. Á sunnudaginn var hélt Sós- íalistaflokkurinn útifund í Mið- bæjarskólaportinu og hlýddu þar þúsundir Reykvíkinga á málflutning frambjóðenda flokksins í Reykjavík. Það er gaman að bera þann fund sam- an við fund Sjálfstæðisfélag- anna, sem haldinn var í Hol- stein á föstudagskvöldið. Fundarboðendur hétu: Óðinn, Vörður Heimdallur og Hvöt. Allt fylgilið þessara félagssam taka, sem fyrir þessar kosning- ar nennir og hefur áhuga á að hlusta á Bjarna Ben. og Gunn- ar Thor. komst vel fyrir inni speglasal „$jálfstæðishússins,“ sem tekur rúmlega450 manns. Inni í húsinu var hlýja og þjón ar gengu um beina, en á úti- fundi Sósíalistaflokksins stóðu þúsundir manna og kvenna í yfirhöfnum sínum og með trefla og létu kuldann og storminn ekkert á sig fá. Það var glæsi- legur fundur. Annars er þessi útifundur merkilegur fyrir aðra hluti. Sós íalistaflokkurinn er eini stjórn- málaflokkurinn, sem ekki á samkomuhús. Verður hann því að leita til eigenda samkomu- húsanna í bænum um fundar- höld sín og á það beinlínis und- ir þeim, hvort flokkurinn geti haldið innifundi eða ekki. Um þá góðu eigendur samkomuhús anna í bænum er það að segja, að þeir eru ekki hótinu betri nú en þegar þeir neituðu stúdenta- samtökunum um sali sína hér um árið undir mótmælafundi gegn Keflavíkursamningnum. Sósíalistaflokknum hefur verið neitað um samkomuhús hér í bænum til .fundarhalda og þess vegna verður hann að halda úíifundi. Annað er það líka, sem knýr flokkinn til að halda úti- fundi og það, er það, að þótt flokkurinn fengi eitthvert sam- komuhús undir fund, mundi það ekki rúma nema lítinn hluta af öllum þeim fjölda, sem á mál talsmanna flokkins vilja hlýða. Til þess því að ná . til sem flestra borgara á einum fundi efnir Sósíalistaflokkurinn til útifucidar. HÖFNIN: Egill Skallagrímsson kom í fyrra lcvöld frá útlöndum. Fylkir kom á sunnudaginn. Jón Þorláksson kom af veiðum á sunnudaginn og fór til útlanda. ISFISKSALAN: Þann 15. þ. m. seldu þessir tog- arar afla. sinn í Þýzkalandi: Jör- undur 231,8 smál. í Bremerhaven, Geir 271,8 smál. í Hamborg og Bjarni riddari 290,2 smál í Bremer haven, Þann 14. þ. m. seldi Askur 292,0 smál. í Cuxhaven. RIKISSKIP: Hekla er í Vestmannaeyjum, kom þangað í gær frá Álaborg. Esja er í Reykjavík, fer í kvöld kl. 20.00 austur um land til Siglu- fjarðar. Herðubreið er í Reykja- vík. Skjaldbreið var á Skaga- strönd í gær á norðurleið. Þyrill er í flutningum innan Faxaflóa. EINARSSON&ZOttGA: Foldin er væntanleg til Reykja- vikur á þriðjudagsmorgun. Linge- stroom er væntanlegur til Reykja- víkur um miðja vikuna. EIMSKTP: Brúarfoss er í Kaupmannahöfn, fer þaðan 18.10. til Gautaborgar, Leith og Reykjavíkur. Dettifoss fór frá Reykjavík 14.10. til Lon- don. Fjallfoss kom til Reykjavikur 9.10. frá Leith. Goðafoss kom til Reykjavíkur 17.10. frá N. Y. Lagar foss fór frá Reykjavík 14.10 til Breiðafjarðar og Vestfjarða, lestar frosinn fisk. Selfoss er á Siglu- firði. Tröllafoss kom til N. Y. 9.10. frá Reykjavík. Vatnajökull kom til Reykjavíkur 14.10. frá Rotterdam. Naeturákstur í nótt annast B.S.R. --- Sími 1720. FLITGFÉLAG ISLANDS: ’ I dag er áætlað að fljúga til Akureyr ar, Kópaskers, Siglufjarðar, Vest- mannaeyja og Isa- fjarðar. 1 gær var flogið til Seyðisfjarðar, Norðfjarð ar, Vestmannaeyja og 2 ferðir til Fagurhólsmýrar. Næturvörður er í lyfjabúðinni Iðunn. — Sími 7911. Næturlæknlr er í læknavarðstof- unni, Austurbæjarskólanum. — Simi 5030. Kosnlngaskrifstofa Stjórnarand- stöðunnar er að Þórsgötu 1, sími 7510, opin alla virka daga kl. 10-10 — Kjós- endur Sósíali'staflokksins utan af landi, staddir í Reykjavík, kjósið strax hjá borgarfógeta, Arnar- hvoli (gengið frá Lindargötu). Op ið'-kl. 10-12, 2-6 og 8-10. Nýlega hafa opin- berað tr.úlofun sína ungfrú Guðrun Helgadóttir (Páls- sonar, skömmtun- arstjóra á Akur- eyri) og Jóhann Ingimarsson, hús gagnasmiður. — Nýlega opinber- uðu trrilofun sina, ungfrú Valborg Jónsdóttir, verzlunarmær og Lárus B. Haraldsson pípulagningamaður á Akureyri. S. 1. sunnud voru gefin sa an í hjónabai ungfrú Ma: ^ Guðnadóttir sX11,1®®*1 Valtýr S mundsson frá Viðmörk í Vesti Eyjafjallahreppi. Heimili þeh verður að Smáravöllum í kój yogl'_ ~ Nýlega varu gefin sam í hjónaband, . ungfrú Erla Maj úsdóttir og Ingólfur Eyjólfss* sjomaður. Heimili ungu hjónan er á Ljósvallagötu 22. — Sl. sun dag voru gefin saman í hjónabai ungfrú Kristín Halldórsdóttir Aí er og Jón Magnússon frá Geii stöðum. Heimili þeirra verður Holtsgötu 39. 19.00 Ensku- kennsla; I. flokkur (Kénnari: Björn Bjarnason magist- er). 19.30 Tónleik- ar: Lög eftir Step- hen Foster.' 20.15 Stjórnmálaum- ræður; — fyrra kvöld; Ræðutími hvers flokks 35 og 25., eða 30 og 30 mín.; tvær umferðir. Röð flokk anna; Sjálfstæðisflokkur. Fram- sóknarflokkur. Sósíalistaflokkur. Alþýðuflökkur. 00.15 Veðurfregnir. — Dagskrárlok. Vngbamavemd LIKNAR, Templ- arasundi 3 er opin þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 3.15—-4. Menntamál, sept. — okt,- heftið ’49, er komið út. Efni: Stein- grímur Ara- son sjötugur. Ritháttur íslenzk- unnar (Sigurður Sigurðsson). Upp- eldi treggáfaðra barna (Sofie Rif- berg). Sálfræðin hagnýtt við skól- ana (Kristinn Björnsson), Sænslt skólamál. Heimsókn norsku kenn- aranna Kennarasamband Austur- lands. Minningarorð um Ragn- heiði Kjartansdóttur, Dánarminn- ing Sigurðar Sigurðssonar kennara frá Isafirði. Minningarorð um Guð mund Eggertsson skólastjóra. Danmarks Lærerforening, 75 ára afmæli. Uppeldismálaþingið 1949. SJÓMENN ATHUGIÐ: Dragið ekki að kjósa. Kosið er alla daga hjá borgarfógeta atvinnu og lífvænleg kaupkjör, þegar fólkið fylkir sér um flokk sinn. Afkoma hvers alþýðuheimilis veltur á því á komandi ár- um að alþýðan og millistéttimar fylki sér nú nm gt-jnm- L-'L. iíj ■ ; v- - ■ . í Arnarhvoli kl. 10-12, 2-8 og ílÖT — Moch \ Framhald af 1. síðu möguleika á stjórnarmyndun. Schuman var utanríkisráðherra í fráfarandL stjórn og forsætis- ráðherra næstu stjórnar á und- an. Stjórnarkreppan í Frakklandi sem hlauzt af vaxandi dýrtíð eftir gengislækkunina, hefur nú staðið.'ítálf:daga..

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.