Þjóðviljinn - 11.11.1949, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.11.1949, Blaðsíða 6
ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. nóvember 1949 Frá Sún Jafsen fil kin- verska lýSrikisins Eftirfarandi grein eftir bandarísku blaðakonuna AGNES SMEDLEY, sem var 12 ár í Kína, birti bandaríska fréttatímaritið „National Guardian“ á þjóðhátíðardegi Kína í síðasta mánuði. Jj^YRIR 38 árum, 10. október 1911, var fyrsta, kinverski lýðveldið stofnað. Og nú fyrir pkömmu stóð frú Sún Jatseu, jekkja föður og fyrsta forseta þess lýðveldis, frammi fyrir þeirri samkomu kínverskra œtt jarðarvina af öllum stéttum, sem stofnaði kínverska lýðríkið og lýsti markmiðum þess þann- ig: „Helgum okkur baráttunni fyrir að hindra eýðingu sið- menningarinnar og fyrir þvi að tryggja, að hver einasti maður í heiminum fái notið lífsins. Við munum aldrei linna starfi fyrr en í stað hvers hreysis hefur verið öyggt þœgilegt heimili, fyrr en afurðir blessaðrar jarðarinnar streyma hindrunarlaus, fyrr en afrakstri verksmiðjanna er rétt •Iátlega skipt. Við höfum ekki náð takmarki okkar fyrr en þess ar nauðsynjar eru tiltækar án tillits til þjóðernis, litarháttar, trúarbragða eða búsetu." Shk eru nú markmið Kína-landsin? sem afturha.ldsseggír okkar eigin lands og Kína reyndu að gera að stórorustuvelli í þriðju heimsstyrjöldinni. Sigrar kín- versku byltingarinnar hafa þeg ar vegið þungt á metaskálum sögunnar. Til þess að hindra okkur í að skilja, hvað hefur skeð, tala blöð okkar, útvarp og talsmenn rikisstjórnarinnar um stofnun líðríkisins einsog skelfilega ógæfu. Þeir lýsa um- búðalaust yfir, að verði það við urkennt sé tilgangurinn sá einn að grafa undan því innanfrá. Hvað sem öðru liði munum við ekki viðurkenna það, fyrr en það fellst á að takast á liend- ur allar skuldbindingar fyrir- rennara síns. Þessi fyrirrenn- ari, einræðisstjórn Kuomintang foringjans Sjang Kaiséks, var kvislingastjórn, reiðubúin að undirrita hvað sem var fyrir dollara. ^TEFNA okkar og áróður varðandi Kína lætur í eyr- um einsog slitin grammófón- plata frá 1911. Séu blöð frá þcim tímum athuguð kemur sú athyglisverða staðreynd í Ijós, að blöð okkar og stjórn tóku byltingunni 1911 nákvæmlega eins og þau taka hinu nýja Kína árið 1949. Það eru bara nöfnin, dagsetningarrar og skammaryrðin sem hafa breytzt. Dr. Sún Jatson og fyig ismenn hans voru nefndir „sér vitringar, aular, fýlupokar, mál slcrafsskjóður frá Kanton, ó- raunsæir skýjaglópar, metorðu snakkar." Árið 1911 neitaði líka stjórn okkar og aðrar stjórmr, að undirlagi stórbankanna, sem höfðu neytt, og héldu áfram að neyða, lánum upp á Kína, að viðurkenna nýja lýðveldið, nema það tæki ábyrgð á öllum samningum, sem fyrirrennari þess hafði undirritað. Sá fyrir- rennari, hin dauðvona o g spillta Mansjú-keisaraætt, hafrí einsog Kuomintang, hangið við völd fyrir náð og fégjafir eí'- lendrar heimvaldastefnu. Vegna þess að dr. Sún Jatsen var einlægur ættjarðarvinur og byltingarsinnaður lýðræðissinni, knúðu erlendir bankar og rík- isstjórnir hann til að efsala sér forsetaembættinu í hendur „sterks manns," sem þau sjálf völdu og innan fjögurra ára MAÓ TSETÚNG hafði kollvarpað lýðveldinu og tekið sér keisaratitil. Kín- verska þjóðin steypti honum af stóli í byltingunni 1915— 1916. Þessi aðferð, að kæfa kín versku byltinguna í fæðing i, var endurtekin hvað eftir ann- að eftir 1911. Nú hyggst ríkis- stjórn okkar láta söguna end- urtaka sig, ef mögulegt er, þó að sagan endurtaki sig aldrei ■ nákvæmlega. B ÍNVERSKU byltingarmenn irnir sem hæst ber 1949, hafa lært af sögunni. Maó Tse- túng, forseti nýja lýðríkisins í Kína, hefur hvað eftir annað skrifað orð, sem nú eru letruð í hjörtu hins nýja Kína: að kínverska þjóðin hefur háð blóðuga frelsisbaráttu í 100 ár en verið barin niður hvað eftir annað. En alltaf reis hún á fætur á ný og „hindraði, að heimsValdasinnarnir legðu allt Kína undir sig. Kínverska þjóð ín verður ekki sigruð." Kín- verski Alþýðuherinn og nýja lýðríkið eru andlegir erfingjar 100 ára blóðugrar baráttu. Eldri forustumenn þess, þeirra á með al Maó forseti og Sjú Te yfir- hershöfðingi, börðustu sjálfir i byltingunni 1911 og sérhverju frelsisstríði síðan þá og fram á þennan dag. Aðrir tugir þúj- unda i Alþýðuhernum voru með al stofnerida gamla, kinverska Rauða hersins, sem Maó og Sjú skipulögðu eftir að Sjang Kaisék hafði svikið byltinguna 1927. Sá her barðist í Suður- Kina næstu átta ár, sífellt skipuleggjandi og fræðandi bændur og verkamenn og hann lcynnti þeim í fyrsta skipti lýð ræðislega stjórnarhætti, þeirra á meðal mannréttindi og jafn- an kosningarótt. Framh. á 7. síðu. ,MB FRAMHALDSSAGA: iai BRÚMRHRÍNGURINN EFTIE Mignon G. Eberhart iiEiinBBnHiHaanaBiHHninHnuMiB 1S- ðague. <■■■■■■■■«■» það. Og gerði það auðsæilega til að bendla þig við málið. Þegar þetta er athugað, já, hver er þá morðinginn?-1 Hver vildi að hún yrði ásökuð um morð ? „En það er enginn. Enginn, sem mundi geta gert þetta.“ „Svo mikið er víst, að bréfmiðinn er þarna,“ sagði Stuart. „Einhver hefur skrifað hann. Og ég held ekki, að það hafi verið Yarrow dómari. Eg veit, að þú hefðir aldrei getað myrt neinn. Jæja, við verðum að minnsta kosti að komast til hússins og segja fólkinu hvað gerzt hefur, — og báturinn er farinn. Eg vil ógjarnan skilja þig hér eina eftir, meðan ég fer og sæki hjálp. „Hann horfði efagjarn á slæðukenndan kjólinn, sem vafðist um fætur henni. „Það er ekki langt héðan yfir að bryggjunni. Eg geri ráð fyrir, að þú getir synt þangað. Ef þú ferð úr þessu, meina ég.“ Henni kom í hug svart vatnið, og samvafðar býasinturnar, þær mundu líta út eins og slöng- ur í myrkrinu. „Já, ég get synt.“ Hann beygði sig yfir lík dómarans, tók bréf- miðann sem lá hjá hinni dauðu hendi hans og stakk honum í skyrtuvasa sinn. „Það er ekki til neins að mæta erfiðleikunum á miðri leið,“ sagði hann stuttlega. „Þetta kann að vera leiðarvísir að morðingjanum, en tilgangurinn með því var auðsæilega sá að þjóna áformi einhvers........ Svo að við tökum miðann.“ „Áttu við —“ sagði hún undrandi. „Áttu við það, að ég muni virkilega verða grunuð? Að iögreglan mimi — á svona sönnunum. Nei, það væri ekki hægt —.“ „Væri það ekki hægt?“ Hann leit skjótt um allan klefann. „Jæja, nú skulum við koma okkur af stað. Við skulum segja lögreglunni allt, segja henni allan sannleikann, að undanteknum þess- um miða. Róní.......“ Hann setti höndina aftur á öxl lienni, þunglega, neyddi hana til að horfa í augu sér. „Þú skilur þetta, er það ekki? Þú ert svo föl og undarleg á svipinn.....“ „En þeir gætu ekki haldið, að ég hefði myrt —- hefði myrt hann vegna þess, sem hann sagði um erfðaskrá Erics.“ „Hvað sagði hann?“ „Hann hélt þvi fram, að ég hefði gifzt Eric vegna þess að — vegna þess að hann er veikur og á svo mikið af peningum. Eric vildi gera 1 nýja erfðaskrá og arfleiða mig af öllu saman. I Það er satt, sem stendur á miðanum. Henry I dómari var á móti erfðaskránni. Hann sagði að Mimi og Blanche ættu að fá eitthvað af pening- um Erics. En mér var alveg sama um erfða- skrána. Eg giftist Eric ekki vegna peninga hans. ! Og jafnvel þó ég hefði gert það, þá hefði það ! aldrei getað staðið í neinu sambandi við — við j þetta. „Hún fór að gráta, er hún leit á líkið, sem lá í hroðalegum stellingum á gólfinu. Og Stuart Westover leit á hendur hennar, tók þær í sínar eigin hendur, hélt þeim upp að íjósinu og starði á þær. „Það er blóð á þeim. Snertirðu hann?“ „Nei.“ Hún starði líka á hendur sínar. Hann hafði á réttu að standa, Storknaðar, brúnleitar rákir lágu yfir hina smágerðu lófa hennar. Hann vár að leiða hana til dyranna. „Snertu ekki kjólinn þinn, — þú getur þvegið þér hérna.“ Það var lítill klefi með handlaug næst við klefa Henrys dómara, og Stuart leiddi Róní þangað inn. Vatnið rann hægt úr kranan- um, hann hélt höndum hennar undir rennslinu og nuddaði þær. Hendur hans voru snarar, ör- uggar og harðar. Hann leit í kringum sig eftir handklæði og sagði svo: „Nei, nei, 'þetta dugar ekki. Það kann að vera ofurlítið blóð eftir. Gættu þess að snerta ekki neitt. Þær þorna af sjálfu sér.“ — Ilann sleppti höndum hennar og sagði: „Bíddu svolítið — það er vissast, að ég þurrki kranana.“ Hún gat séð hann óljóst, hann var svo nærri henni þarna í dimmum klefanum. Hún varð vör við hreyfingar hans, þegar hann þurrk- aði kranana og setti síðan votan vasaklútinn cftur niður í vasa sinn. „Jæja þá,“ sagði hann. „Ertu tilbúin? Það er bezt að þú farir úr kjólnum og skónum.“ Hún þreifaði eftir smellunni, sem var falin í fellingu á kjólnum; og hann sagði: „Bíddu svoíítið. Lof mér að athuga hendurnar á þér í ljósinu." Hann fór aftur með hana inn í uppiýstan klef- ann. „Það er ýmislegt, sem þeir geta gert með smásjám," sagði hann, og leit svo snögglega upp. Hún heyrði það líka, — það var bátur sem slóst með hægum og dempuðum höggum utan í skútuna. Síðan heyrðist til einhvers, sem klifr- aði blístrandi upp stigann, og því næst barst fótatak ofan frá þiljunum niður til þeirra. Stuart sleppti höndum hennar snöggt og sagði hátt og greinilega: „Það er svo að heyra, sem við þurfum ekki að synda, þegar allt kemur til alls.“ Síðan gekk hann út á ganginn og kallaði: . Halló þarna. Hver er þetta? Vill maðurinn gjöra svo vel að koma hingað niður.“ Það heyrðist fótatak í stiganum og inn gang- inn, Stuart sagði: „Það hefur gerzt hræðilegur atburður.“ Hann vék til hliðar, þegar Buff Scott kom að klefanum. Buff Scott leit sem snöggvast á Róní og Stuart og kom svo auga á líkið, sem lá endilangt á gólfinu. Honum varð bilt við. Hann starði á líkið og hvíslaði: „Guð minn góður. Það er Henry dóm- ari. Guð minn góður.“ „Hann er dauður,“ sagði Stuart. Buff þurfti að styðja sig við dyrastafina: Þvílík feikn af blóði.“ „Já, þetta er ekki geðs- legt,“ sagði Stuart. „Það lítur úr fyrir, að hann BAVÍÐ Mnm ; S ^ V,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.