Þjóðviljinn - 21.12.1949, Side 1

Þjóðviljinn - 21.12.1949, Side 1
VILJINN Deila stjórnar og fjárveitinga- Frakklandi í 14. árgangur. Miðvikudagur 21. des. 1949. 282. tölublað. Tillaga sósíalista um uppbætur til ellilamiafóíks var samþykkt, eu Iiá- launameim Alþýðuflokksius vildu ekki jrreiða henni atkvæðk sóttu það liinsvegar þeim mun fastar að tryggia sjálftim sér fullar upphætur! Þingsálykíunartillagan um að opinberumi starísmönnum skuli áfram greidd uppbót á lauir sín var samþykkt á alþingi í gær með 25 atkvæðum* gegn 19. Þingmenn sósíalista greiddu allir atkvæði| með henni, en aðeins einn þingmaður Framsóknar- | ílokksins samþykkti hana. Sjálfstæðisflokkurinn var kloíinn um tillöguna. Þingmenn Alþýðuflokks- ins, sem allir eru embættismenn í hæstu launa- ílokkum opinberra starfsmanna, samþykktu tillög- una eftir að þeir höfðu fellt fyrri grein þeirrar sann- gjörnu tillögu frá Ásmundi Sigurðssyni, fulltrúa sósíalista í fjárveitinganefnd, sem frá var skýrt hér í blaðinu í gær og kvað svo á, að uppbótin til hinna hæstlaunuðu skyldu takmörkuð. Síðari grein þeirr- ar tillögu, sem kveður svo á, að ellilaunafólk skuli íá uppbætur til jafns við opinbera starfsmenn, fékkst þó samþykkt, enda þótt enginn hinna hálaunuðu þingmanna Álþýðuflokksins vildi greiða henni at- kvæði? syni urn að *ríkisstjórninni skyldi aðeins heimilað að greiða eina millj. króna í uppbætur til opinberra starfsmanna fyrir desembermánuð. Sú tillaga var felld. Næst kom til atkvæða breyt- ingartillaga Ásmundar Sigurðs- sonar, sem hann hafði rökstutt rækilega í umræðunum gegn máttlausum andmælum hinna hálaunuðu embættismanna í þingflokki Alþýðuflokksins. | Var tillagan borin upp í tvennu j lagi, fyrri málsgrein hennar | fyrst, en hún hljóðar svo: ,,A1- þingi ályktar að heimila ríkis- ! stjórninni að greiða til bráða- birgða uppbætur á laun starfs manna ríkisins vegna aukinnar dýrtíðar, 20% á grunnlaun upp að og með 650. kr. á mánuði, en síðan lækkandi um 1,5% á hvern launaflokk þar fyrir of- an.“ — Viðhaft var nafnakall við atkvæðagreiðsluna. Þessir þingmenn samþykktu tillöguna: Áki Jakobsson, Ás- mundur Sigurðsson, Brynjólfur Bjarnason, Einar Olgeirsson, Finnbogi R. Valdimarsson, Gísli Jónsson, Helgi Jónasson, Jón Sigurðsson, Jónas Árnason, Lúð vík Jósefsson, Páll Zóphónías- son, Pétur Ottesen, Sigurður Guðnason, Skúli Guðmundsson og Steingrímur Aðalsteinsson. Þessir þingmenn voru á móti tillögunni: Ásgeir Ásgeirsson, Framhald á 8. síðu. Fjárveitinganefnd franska) þingsins hafnaði í gær mála-1 miðlunartilllögu ríkisstjórnar-i innar um nýjar skattaálögur, þar sem gengið var hálfa leiðl á móts við lækkunartillögur, fjárveitinganefndarinnar. Búizt er við, að stjórnin leggi nú sín-1 ar upphaflegu tillögur fyrir þingið og taki það sem van- traust verði þær felldar. Kuomintangher flýr til Indo-Kína Franska nýlendustjórnin- í Indó-Kína tilkynnir að reglu- legar hersveitir úr kínverskaJ alþýðuhernum hafi nú tekið sér stöðu á 120 km, kafla við landa; mæri Kína og Indó-Kína fra hafnarborginni Mon Kei inní Kvangsifylki. Yfir 10.000 kuomintanghermenn hafa farið yfir landamærin og segist ný- lendustjórnin hafa látið af- Við fyrstu umræðu ura f járlagal'rumvarpið á Alþingi í gær flutti Steingrímur Að- alsteinsson mjög glögga og athyglisverða ræðu, sem öll alþýða þarf að kynna sér. Verður Iiún birt hér í blað- inu á morgun Einar Olgeirsson formaður Sósalistaflokksins, gerði grein fyrir atkvæði sínu er hann sam- þykkti þingsályktunartillöguna um áframhaldandi uppbætur til opinberra starfsmanna. Sagðist Einar Iíta svo á, að með samþykkt tillögunn- ar væri Alþingi siðferðilega skuldbundið til að sam- þykkja einnig þingsályktun- artillöguna um 20% dýrtíð- aruppbót á ellilaun og ör- orkubætur, sem hann flytur ásamt Aka Jakobssyni og Finnboga R. Valdimarssyni.; Einnig kvaðst hann líta svo á, að þar sem tillagan hefði verið túlkuð svo af flutnings mönnum sínum að hún fæli í sér launahækkun til opin- berra starfsmanna, þá yrði samþykkt hennar að skoð- ast sem uppörfun Alþingis til annars vinnandi fólks í landinu að hækka nú laun sín. Loks fæli samþykkt til- lögunnar í sér þá yfirlýsingu Alþingis, að fjárlagaræða fjármálaráðherra værj rnark- leysa. Við endanlega afgreiðslu málsins kom fyrst til atkvæða breytingartiliaga frá Fram- sóknarmönnunum Jörundi Brynjólfssyni og Eysteini Jóns- ÖrS og eíndis íhaidsins: Fefiir fsllögy spi m mari Oígesrs- k á heimilis- m m mn- Krisfm L Sigurðardótlií f&lmr sálm tincgíi sma og sitEF hjá við alkvæðagreiðsíE! Framlenging á 3. kafla dýrtíðarlaganna, sem felur í sér söluskattinn og Iiinar þungu álögur síðustu stjórn- ar, var til afgreiðslu í neðri deikl alþingis í gær. Einar Olgeirsson bar þar fram tillögur um að felld yrðu niður ákvæðin um ínnflutningsgjöldin á heimilistækjum, bif- reiðagúmmíi og varahlutum til vörubifreiða. Þá brá svo við að íhaldsmenn þurftu endilega að fá fundarhlé, og að því bunu tilkynnti Kristín L. Sigurðardóítir að hún tæki aftur tillögu sína um afnám tolla á heimiíistækjum! Það hafði verið kippt í spottann! — Tiilögur Einars voru felldar með 16 atkvæðum gegn öllum 6 atkvæðum sósíal- ista í deildinni. Kristín L. Sigurðardóttir, hinu skeleggi forsvarsmaður fyrir afnámi heimilistækjatollauna, sat hjá! Valdaklikur Alþýðuflokksins ■ og sini' gegn " Þora ekki að bera tilboS sósialisfa und- ir dóm óbreyttra flokksmanna Sfefáei Jóh. kemur upp um leynisamn- lng íhaldanna um sfjórn Reykjevíkur Sósíalistafélagi Reykjavík- tir barst í'gær skriflegt svar frá fulltrúaráði Framsókn- arfélaganná í Reykjavík við samfylkingartilboði Sósíal- istafélagsins og eru valda- nienn Framsóknarflokksins hvorki til viðtais um sam- fylkingu gegn íhaldinu í kosningunum né um málefna samning um stjórn bæjarins eftir kosníngar. Er neitun- in ekkl rökstudd einu orði. Frá Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur hefur ekkert formlegt svar borizt, en hinsvegar hringdi formaður Alþýðuflokksfélags Reykja- víkur, Arngrímur Kristjáns- son, fyrir skönimu til for- tnanns Sósíalistafélagsins, Guðmundar Hjartarsonar, og tilkynnti honum að tilboðinu yrðí ekki svarað!! Það hefði ekki fuudið neinn hjlómgrunn meðal fylgjenda Atþýðu- flokksins! Er sú afstaða samþykkt af stjórn Alþýðu- flokksfélagsins og stjórn fulltrúaráðsins. Það er þannig fámeim klíka í báðúm flokkunum sem tekur sér vald til að ha.fna þeirri samfylkingu sem hefði tryggt alþýðustjórn í Reykja vík, en óbreyttir flokksmenn liafa ekki fengið tækifæri til að ræða málið og taka af- stöðu tii þess. Á almennum íundi sem Alþýðuflokksfélag Reykjavík ur hélt fyrra mánudag liélt Stefán Jóhann Stefánsson ræðu og lýsti m. a. yfir því að Alþýðuflokkurinn myndi ekkert samstarf hafa við „kommúnista" hvorki í kosn ingunum né um stjórn bæj- arins eftír kosningar. Greip þá einn fundarmanna frarn í og spurði hvort þetta bæri svo að skilja að Alþýðuflokk urinn myndi stjórna bænum með íhaldinu þegar það væri búið að missa meirihluta sinn. Þeirri spurningu svar- aði Stefán Jóliann engu. Þögn Stefáns Jóhanns er þó nægilega skýr. Flokks- broddarnir sem hai'a verið dindlar íhaldsins í landsmál- unum undanfarin ár ætla nú að aðstoða það á sama liátt við stjórn bæjarins, þegar íhaldsmeirihlutinn er farinn veg allrar veraldar. Sú stað- reynd mun varpa einkenni- legu Ijósi á lýðskrum það sem án efa á eftir að fylla síður Alþýðublaðsins allan janúarmánuð. Valdaklíkur Alþýðuflokks- ins og Framsóknarfloklisins hafa svarað samfylkingartU- boði Sósíalistaflokksins. En alþýða Reykjavíkur á eftir að svara. Afstaða hennar nnm koma í ljós 29. janúar.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.