Þjóðviljinn - 22.12.1949, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.12.1949, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 22. des. 1949. ÞJÓÐVILJINN Bréf til blaðamanns '-fc Þegar Thomas Mann tók þátt í Goethehátíðahöldun- um í sumar bæði í Austur- og Vestur-Þýzkalandi var ráðizt ofsalega á liann fyrir þetta brot á almennu „vest- rænu“ velsæmi. Hér fer á eftir svar hans til erlends blaðamanns sem tekið hafði þátt í árásunum: Bréf yðar er eflaust sprottið af beztu hvötiim, en áhyggjur yðar mín vegna eru algerlega þarflausar. Eg hef það ekki á nokkum hátt á vitund minni að hafa svikið nokkuð eða af- neitað afstöðu minni á stríðs- árunum og í útlegðinni með því að taka þátt í Gothe-hátíða- höldunum í Frankfurt og ÍWeimar og flytja þar erindi. Að ég fór til Weimar stafar af því að ég harma það að Þýzka landi hefur — eins og þér kom izt að orði — verið skipt í tvennt með djúpri gjá. Það er sannfæring mín að í stað þess að dýpka þessa gjá beri manni að leggja sig allan fram til að gera brú yfir hana, hvar og Íhvenær sem það er mögulegt *— jafnvel þótt aðeins sé um há tíðahöld að ræða, eins og í: þetta sinn. Ef til vill er yður ekki ljóst að þar er ekkert einsflokks' kerfi í Thiiringen. I stjóminni eru menn sem ekki eru komm- únistar, og þeir eru langtiun fleiri í borgarstjórninni í Weim ar. Borgarstjórinn, herra Bucht enkirchen, sem sendi mér boð- ið, er t. d. kristilegur demó- krati. Það var formaður há- skólaráðsins, guðfræðingur, Hermann að nafni, sem héit setningarræðuna á afmælisdeg- inum í hinu dýrlega endur- byggða leikhúsi. Þér hefðuð ef- laust orðið mjög undrandi á því kirkjulega frelsi sem aftur og aftur kom fram í ræðu hans. í Eisenach kom biskupinn með gullkross á brjósti og þakkaði mér að ég hafði gefið Goethe- verðlaun mín til endurbygging ar Harderkúrkirkjunnar í Weimar. Ef til vill hefðu komm únistar talið að því fé hefði verið betur varið á annan hátt. Ferðalag okkar um Thuring- en varð sannkölluð þjóðhátíð, með fánum, blómsveigum, hljóm list, hátíðakvæðum og sj-ngj- andi skólabömum. Sjaldan — ef til vill aldrei — hefur nokk ur höfundur lifað slíka hyll- ingu. Eg þurfti ekki að láta í ljós nokkum stuðning við kommúnismann til að öðlast þá samúð sem þessar stórfenglegu viðtökur báru vott um. Það eitt, að ég tek mér þann rétt að gera greinarmun á kommúnismanum sem húman- isma og hinum algera viðbjóði fasismans, að ég neita að taka þátt í hinum trylltu ofsóknum gegn kommúnistum og stríðsæs ingunum, það eitt, að ég gerist talsmaður friðar í heimi sem ekki er hægt að hugsa sér að eigi framtíð án kommúnistískra eðlisþátta — þetta eitt hefur auðsjáanlega nægt til að færa, mér nokkurt traust, sem ég hef þó ekkert gert til að ávinnaj mér. Mér er ómögulegt að líta á þetta traust sem hættulegt tákn þess að andlegt og sið- ferðilegt heilbrigði mitt sé í hættu. Þér talið mikið um það frelsi og þau stjórnmálaréttindi sem fólk hafi á vestari hernáms- svæðunum. Mér virðist þér gleyma því á hversu hrakaleg an hátt þessi réttindi eru yfir- leitt misnotuð. Nýju lýðræðisrík in hafa að minnsta kosti þá yfirburði að heimskan og ósvífn in hafa að lokum verið þögguð niður. Á austursvæðinu lief ég ekki orðið að þola sendibréf, fullt af ósvífnum móðgunum, og greinar með fíflalegum ærir meiðingum, sem velt var yfir mig í Vestur-Þýzkalandi. -— Skyldi það stafa af hótunum um fangabúðir eða þrautseigu starfi til að ala fólk upp til virðingar fyrir andlegum störf um, eins og mínum. í Austur-Þýzkalandi eru send út frímerki með mynd Geriiards Hauptmanns. í Vestur-Þýzka-1 landi er sannarlega ekki fundið upp á slíku • bruðli. Það er auð velt að segja: „Þeir nota sér aðeins það andlega sem skreyt ingu og dulargervi.“ I raun og veru er miklu méiri alvara og sannfæring á bak við það en þér gerið yður í hugarlund. Eg hef oft bæði lesið og heyrt það á austursvæðinu, að forustumennirnir töldu það miklu máli skipta að gera verk mín aðgengileg almenningí og einkum unga fólkinu, að kynna þeim það gagnrýna raunsæi sem kemur fram í þeim. Og það er ekkert orðagjálfur. Það er sannleikur. Alla tíð síðan 1945 hafa verið haldnir fyrir- lestrar um bækur mínar í Weimar — fyrst og fremst um Goethe-bókina — og fremstu bókmenntafræðingar kommún- ista hafa skrifað mikilvægar greinar um rit mín. Eg er ekki einn af „fylgifisk um“ kommúnista. Þvert á móti virðist mér ég hafa menntaða kommúnista að samferðamönn- um. Það er auðvelt að finna dæmi um smáharðstjórn meðal komm únista austursvæðisins. En ég lief horfzt i augu við menn sem voru ímynd góðs vilj-a og ein- iægra hugsjóna. Eg hef séð fólk sem vinnur átján. tíma á sólarhring, fórna öllum tíma sínum til að framkvæma það sem það telur sannleika, til að skapa þjóðfélagsástand á sínu sviði sem það telur muni koma í veg fyrir stríð og villi- mennsku. Það er erfitt að and- mæla slíku með mannlegum rökum. Það ber að varast að láta hatur á slíku stjórnarfari leiða sig til þess að setja fram sem andstæðu þess hugsjónir sem hafa aftur og aftur sýnt sig að vera hræsniblebking ann arra allt of raunverulegra hags muna. Yðar einlægur Thomas Mann. Munið að kaupa jéSevindiens 9 g 1. Listmunabúð K II O N GARÐASTRÆTI 2. — SIMI 1575 /r>v 5« p». ■» r'y'"7e* ^ 1 -v^r MWBll EFflE I'UEf WM ifmmz .Fa5lc-ja (serfs) KVEHSKBMT I mikíu mmll, íslfjisk ssdíSí 6á<jr stissáesk-!C¥Eé|ðK' • ásamt öllsm ágvalskc-kaisi, scsa úi kema Pér fái@ kassakviffiEn fyrir ölium viöskiplum Eiffhvað fyrir alia LiSTMUN ABÚÐ Garðastræti 2. — Sími 1575. *• *■* * f r ‘ r*r — f*rf*r v,jr ^fi—y v if*i — y y t if*i ^ n*“i‘ ir*|-r~"n*~iv 'fTp—iru'inini j^9~in/vin jn»ii~in/iui j>r

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.