Þjóðviljinn - 24.12.1949, Síða 35

Þjóðviljinn - 24.12.1949, Síða 35
Þ JÓÐVIL JINN Jólin 1949 léið blóðroðnaði hann upp í hársrætur. Því að þetta var ekki Stjáni hans, sem hljóp upp stigann og tók tvær tröppur í skrefi, þetta var hann Stjáni systursonur hans. Blessaðui drengurinn roðnaði ennþá meira. Svona föður- legur tónn liafði honum aldrei fyrr verið valinn í þingsöl- Unum. Þetta óvænta ávarp örvaði hjartaslögin, sem vom þó áður í örara lagi af hlaupunum. Hann snarnam staðar frammi fyrir þeSsum þingmanni, sem hann vissi reyndar að vár. móðurbróðír hans, þóttþví væri ekki mikið haldið á lofti, hvorki heima hjá honum né í hans eigin vitund. —Hvar býr hún mamma þín? spurði þingmaðurinn. Drengurinn stóð um stund orðlaus, eins og hann væri að velta því fyrir sér hvað það eiginlega væri, sem búið gæti undir svona spurningu á þessum viðsjártímum. En svo svaraði hann í bunu, eins hann væri að þylja utan að lærða lexíu: Framnesveg 16, þakhæð, gengið inn bakdyramegin. — Svo rauk hann upp næsta stiga, eins og honum lægi lífið á að komast hjá frekari yfrrheyrslum. Þetta var reglulega skcmmtilegur drengur og efnilegur. Svona var það nú, að þótt hann væri einn þessara þúsunda, sém verið var að vígja til lífsins á götunum í Reykjavík, þá var éins og af honum legði andblæ frá sveitinni heima. Jóni fanrist hann ekki vera eins einmana og honum hafði alltaf fundizt hann vera, þegar hann var í Reykjavík. Hvílík mistök að vera éinmana hér í Reykjavík, þar sem hún Jóna systir hans og börnin hennar áttu heima. Það var allur beygur úr Jóni alþingismanni í Koti, þegar hann gekk vestur fúngötuna. Hann hafði aldrci fundið það fyrr, hve mikinn frið og öryggi lagði frá hinum háu turnum katólsku kirkjunnar, og lítill drengur á tveim hækjum lck sér fyrir framan sjúkrahúsið til hinnar handar sem tákn hinnar ódauðlegu lífshamingju, sem ekkert fær grandað. Og hér stendur svo Jón Kristjánsson alþingismaður í Koti frammi fyrir og neðanvert við dyr Jónu systur sinnar. Þarna stóð hann skorðaður með olnboga úti í þiljum til beggja handa og komst ekki lengra, Efsta trappan lá fast að panel- þili, og fyrir framan andlitið á Jóni var lárétt rifa í þetta þil og tvær lóðréttar og skikkanleg hurðarbreidd á milli, og það yddi á hjararskrúfur beggja megin rifunnar til bægri. Elér var ekkert hurðarhandfang, skráargat á sínum stað, en því miður enginn lykill í því gati. Jón kvaddi dyra, ekki með léttu hnúadangli að bæjarhætti, heldur með þrem þung- um hnefahöggum að ramíslenzkum sveitasið, fann sam- stundis, að hann hafði gert sig sckan um meiri liáttar mis- tök, en það varð ckki aftur tekið, því að samstundis tók húsið GæsastúJka á samvinnubúi'í Sovétríkjunum. að vaggast af háttbundnu fótataki, scm staðnæmdist við hurðina, og dyrnar voru opnaðar. — Kondu sæl, Jóna, sagði' alþingismaðurinn og rétti systur sinni höndina. Eiginlega hefði hann átt að heilsa henni mcð kossi, cn aðstaðan var óhæg til þcirra hluta, þap skorti á tvö fet, að hann stæði hcnni jafnfætis, og harin

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.