Þjóðviljinn - 24.12.1949, Síða 41

Þjóðviljinn - 24.12.1949, Síða 41
Jólin 1949 ÞJÓÐVILJINN Árlega er lialdin barnaskrúðganga í belgisku borginni Charleroi. Börnin bera þá þessa skrautlegu þjóð- búninga, sem þótt undarlegt kunni að virðast eru sniðnir eftir búningum Indíánanna í hinu forna Inka ríki í Suður-Ameríku. Fólk á engjum •j-' ■ 'í jp 4 í* ■ v.i> Fratnhald af hls. 8. hann gæti látið skyrleifar tákna hvít góðveSursský, en ef hann bleytti spegilinn, |xí yrði hann alveg eins og tjörnin. Hann afræöur að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd strax í kvöld, en vill þó ekki hafa orð á |)ví við bróður sinn. I stað þess segir hann: Við skulum spyrja mömmu að því, Bjöggi. Og samstundis verður honum ljóst að hann hefur losnað úr klípunni á þægilegasta liátt, svo að hann bætir við kotroskinn: Hún vcit áreiðanlega hversvegna himinninn í tjörninni er öfugur. Við þurfum elcki að spyrja hana að því. Eg veit það. Hefurðu lesið það í hók? Nei, svarar Björgvin, og aftur bregður fyrir launungar- fullum hrafntinnuglampa í augum hans: Ég veit það, Steini. læja. - Hann er ekki öfugur! Drengurinn verður svo hvumsa að hann stingur upp í sig vísifingri og horfir cins og álfur á bróður sinn. hfvers- konar skruddúr eru í honum núna? Hvað hefur hann í bígerð? Það er kominn á hann sögusvipur! Þú sagðir sjálfur að hann væri öfugur — Já ég sagði það að gamni mínu, af því að okkur sýnist hann vera öfugur. Ef við stæðum á höfði niðri í tjörninni, þá væri hann réttur. Þetta cr annar himinn, Stcini, og annað fjall. Skilurðu það ekki? Hvao áttu við? Björgvin lítur á hann vorkunnlátur og umburðarlyndur, eins og hann sé að velta því fyrir sér hvort nokkur líkindi séu til þess að sjö ára patti, liálflæs og óskrifandi, fái grynnt í flóknum og dularfullum tíðindum. Síðan tekur hann til máls, bendir ýmist á tjörnina eða fjallið og talar lágt og alvarlega, eins og liann segi hvert orð í trúnaði. Hann hefur komizt að þcirri niðurstöðu eftir langa íhug- un og margvíslegar rannsóknir, að hvorki fjallið né him- inninn speglist í tjörninni, þótt undarlegt megi virðast, heldur liljóti sérstakur heimur að vera niðri í henni, eða réttara sagt lítill skiki af feikilegum neðanjarðarheimi, sem ter'gist norður og suður, austur og vestur, einhverskonar vatnsveröld, þar sem fjöll titra og jafnvel bylgjast eins og grös í andvara, en himinninn hvelfist öfugur og snýr upp börmum. Honum hafði upphaflega dottið þetta í hug eitt lognkvöld í fyrrahaust, að hann sá nokkrar stjörnur tindra djúpt niðri í bæjarvíkinni. Hann hafði ságt við sjálfan sig: hvernig stendur á því að bæjarvíkin er allt í einu orðin svona djúp? —- en skyndilega hafði hann veitt því athygli að stjörnurnar í henni voru öðruvísi en stjörnurn- ar á himninum, og litlu síðar hafði fullt tungl skinið við * honum neðan úr tjörninni miðri, kynlega skært og guliið. Það var ekki himintungl, heldur vatnstungl. Hann liafði horft á það lengi og einsctt sér að gefa tjörninni gætur eftir- leiðis, ef ske kynni að.hann yrði einhvers vísari um þessa ókunnu og leyndardómsfullu vcröld.,vSíðan hafði hann kom- izt á snoðir um margt og kannski séð ýmislegt sem aðrir i

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.