Þjóðviljinn - 28.04.1950, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.04.1950, Blaðsíða 3
JFöstudagur 28. apríl 1950. ÞJOÐVILJINN IÞRÓTTIR RITSTJÓRI: FRÍMANN HELGASON N Badmintonmótið í Stykkishólmi: Almenn þátttaka Hólmverja Bnbverðar framfarir iþréttagrein og í þessarí Sem kunnugt er fór annað landsmót í badminton Æram í Stykkishólmi um pásk- ana. I tilefni af þessu taað íþróttasíðan einn keppandann, Einar Jónisson, fyrrverandi Islandsmeistara í einliðaleik Hert á eftiriifi ineS hnefaleika ! Frá New York kemur ný- lega sú frétt að það hafi sett fiokkurn ugg að mönnum þar vestra af því hve margir hnefal. menn hafi látizt undanfarið af yöldum hnefaleika. Þetta hefur örðið til þess að opinfaerir að- ilar hafa hótað að banna at- Vinnuhnefaleikakeppni, ef ekki verði gerðar ráðstafanir til verndar hnefaleikamönnum Það sem sérstaklega hefur kom ið af stað þessum hótunum er lát hnefaleikamannsins Laverne Roach. ] Hann virtist heill er lei'k iáuk, og var mótherjanum dæmdur isigur „tekniskt k. a", en hann svimaði á leið til bún íngsherbergisins, og leggst á Sjúkrahús daginn eftir. iMeiðsli á heiia var dánaror- ^ökin. Nú hafa verið samdar ifeglur þar sem engin hnefa- íeikamaðuf má keppa nema hann hafí undirgengizt hárná- Ikvæma læknisskoðun.. Á keppn isstað skal vera læknisher- t ibergi með fullkomnum áhöld- njm. Keppendur eru skyldir að Ijíta rakoða sig 5 dögum fyrir Sjeppni, og svo um leið og [þ'eir eru vigtaðir fyrir keppni. Finnist veilur er þeim ófrá- iVtkjanlega neitað um keppnis- leyfi. Þá er ákvæði um að tapi hncfaleikamaður 6 leikjum í ajöð verði hann að ganga und- D sérstaka athugun, og að Jiver einstakur hnefaleikamað- Hjf verði auk þess að láta Kjkoða sig 1. júní árlega. I Menn vona að þessar ráð- Htafanir verði til þess að iíindra hnefaleikamenn í að Iteppá nema þeir séu í fullikom inni þjálfun. karla, að segja svolítið frá móti þessu, og er frásögn hans á þessa leið: Mót þetta fór fram með meiri glæsibrag og íþróttamennsku en ég hef nokkurntíma áður til þekkt. Sjálf setning mótsins var með þeim hátíðarblæ, að allir viðstaddir hrifust með. Lúðrasveit staðarins lék göngu lag er keppendur gengu undir fána inn í íþróttasalinn í hinu nýja íþróttahúsi þorpsins og röðuðu sér þar upp í hálfhring, síðan var ieikinn þjóðsöngurinn. Benedikt Waage forseti Í.S.Í. setti svo mótið með stuttri en snjallri ræðu. Allur undirbún- ingur mótsins var með þeirri nákvæmni og með þeim ágæt- um að óvenjulegt mun vera. Hafa Hólmv. lagt allan metnað sinn í að gera þetta fyrsta landsmót þar í byggð svo vel úr garði að U.M.F. Snæfell og Stykkkhólmi væri sómi að, og það tókst í einu og öllu. Keppendur i móti þessu voru alls 21 frá 4 félögum eða 8 frá Tennis og Badmintonfél. Rvík- ur, 7 úr U.M.F. Snæfelli, 4 úr Í.R. og 2- frá Í.B. Akureyrar. Það er næsta undravert hve miklum framförum þeir Hólm- verjar hafa tekið á þessum þrem árum sem þeir hafa iðk- að badminton. í einll. eru þeir mjög sterkir eins og sjá má af því að í þeirri keppni eru fjór- ir úr Snæfelli í undanúrslitum. Það var líka stúlka úr Snæ- felli sem vann einliðaleik kvenna. 1 tvíkeppni töpuðu þeir aftur á móti, sem stafaði af slæmum staðsetningum. Þar voru ! Reykvíkihgarnir betri ogj Urðu meistarar í tvíkeppm karla og kvenna, og sveita- keppni. Akureyringarnir tveir unnu einn tvíliðaleik af þeim Hólmverjum en töpuðu einliða- leikjum sinum. Yfirdómari mótsins var Guð jón Einarsson. Annars dæmdu Reykvíkingar þegar Hólmverj- ar áttust við en Snæfellsmenn þegar utanbæjarmenn áttust við, en Guðjón þegar Reykvík- ingar kepptu við menn utan Rvíkur. Eg get ekki stillt mig um að láta þess sérstaklega getið hve íþróttaan*dinn var góður á móti þessu. Þar var barizt af fullkominni hörku, en að leik loknum mátti ekki á svip sjá hvor sigrað hafði eða tapað, þar voru allir eins og bræður og systur, glöð í íþrótt sinni — Mér var tjáð að þeir í Snæfelli hefðu getað teflt fram mun fleiri keppendum, en ekki gert það til að tef ja ekki mót- ið. Þetta gefur til kynna þann fjölda sem þegar hefur náð góðum árangri þar. Eg sá t.d. unga drengi um 15 ára leika með þvílíku viti og leikni að margir fullorðnir mættu vel við una. Ástæðan til þess mun sú að allt fólkið hrífst með í leikn um, kynnir sér reglur hans og eðli. Meira að segja prestur- inn leikur með eldlegum áhuga þótt ekki vanti hann nema eitt ár uppá sextugt! Þess má ]fya geta að einn kvenkeppandinn er fjögra barna móðir! Ætla mætti að þarna hefði verið sérfræðingur kennari, en því er ekki að heilsa Enginn slíkur hefur ver- ið þar, en þar er mikið lesið um leikinn og leikmenn reyna með kostgæfni að færa sér það í nyt, enda 'hafa þeir Hólmverj- ar sérlega góða að=töðu til æfinga< Á páskadag bauð hrepps- nefnd Stykkishólms öllum kepp endum til miðdegisverðar og veitti af rausn mikilli. Voru þar einnig komnir þingmaður kjördæmisins, kaupfélagsstjóri og fleira stórmenni. Voru þar ræður haldnar við góðar und- irtektir og fór hófið hið bezta fram, og vil ég hér við bæta, Framhald á 7. síðu. Nokkur minningarorð um Björgu Grímsdóttur Fyrir um það bil 2 ár- um frétti ég að Björg Gríms- dóttir frá Garði í Kelduhverfi væri flutt til Reykjavíkur, nokkru seinna var mér flutt kveðja frá henni, og það-um leið að hún vonaðist til þessi að ég heimsækti sig einhvern- tíma. Jú sannarlega ætlaði ég að heimsækja hana, en tíminn leið og það dróst að fram- kvæma þá fyrirætlun. Sá sem kominn er á minn aldur hugs- ar sig tvisvar um áður en hann leggur af stað í ferðalag. Svo er það kvöld eitt fyrir fáum dögum að útvarpið flytur til- kynningu um jarðarför hennar. DÁIN. Svona fór það, ég sá aldrei aftur svipinn hennar og það fór að streyma ffam í huga minn ýmislegt frá löngu liffnum samverustundum okkar, kynni mín af henni voru með dálítið öðruni hætti en gerist og gengur, því hún hafði meiri andlega yfirburði og innsýn í mannlifið en flestir aðrir sem ég hefi kynnzt. Aldrei hafa orð nokkurrar vandalaurrar manneskju fest eins djúpar rætur hjá mér og orð hennar. Eg held hím hafi hlotið að búa yfir miklum kennarahæfileik- um, mér fannst æfinlega vera hægt að læra eitthvað af því sem hún sagði. Mér er sérstak- lega minnisstætt eitt er hún sagði við mig. Eg var þá krakki innan við fermingu, en hún nokkru eldri. Kvennablaðið „Framsókn", sem gefið var út á Seyðis- firði, var þá að hefja göngu sína, ég hafði lesið fyrsta blaðið, en hún var ekki farin að sjá það, og er fundum okk- ar bar i:aman næst á eftir, spurði hún mig hvernig mér hefði líkað það. Eg barnið hafði auðvitað ekkert vit á þessu, en vildi sýnast vitur og svaraði með orðum fullorðna fólksins sem ég hafði heyrt fleygt fram í fljótfærni: „Eg held það sé ekkert í það var- ,,Hafði betra sundlas en keppinautar haíis( — segii9 i*orsteinn, :u Iþróttasíðan átti stutt viðtal við Þorstein Hjálmarsson þjálf- ara og ferðafélaga Péturs Krist jánssonar á unglingasundmótið, sem sagt hefur verið frá hér á íþróttasíðunni. Þorsteinn hef- ur um langt skeið verið þjálf- ari Ármanns og náð þar miklum árangri og er skemmst að minn ast síðasta meistaramóts þar sem Ármann átti eins marga meistara og öll hin félögin, sem þatt tóku í mótinu. Arangur Péturs má líka vissulega skrif- ast á reikning Þorsteins. Allt þetta starf hefur hann innt af höndum án nokkurra launa, nema þeirra er sannur áhuga- maður hlýtur er hann finnur að árangur hefur orðið af starfi sínu, en þar hefur hann og félag hans ríkulega uppskorið. Þorstei.nn hafði frá mörgu að segja'úr för þeirra félaga, en því miður er ekki rúm fyrir það allt hér. Það helzta sem honum lá á hjarta var á þessa leið: — Það er bezt að segja það stráx að sundlag Péturs var bezt þeirra drengja er þarna syntu. Þetta var líka dómur kunnáttumanna þar. Ennþá er viðbragð Péturs ekki Framhald á 7. síðu. ið". Hún þagði andartak en sagði síðan. „Ætli það hefði orðið betra ef VIÐ hefðum gefið það út". Mig setti hljóða og nú fann ég að svar mitt hafði verið altof sjálfbirgings-- legt, að kasta þannig fram annarra sleggjudómum sem al- gildum sannleika. Síðan hef- ur þetta svar hennar ávallt komið mér í hug er ég hefi ætlað að leggja dóm á annarra verk, þau sem mé'r hefur ekki líkað. „Ætli það hefði orðið betra ef ég hefði gert það." Svo var það í annað sinn, hún hafði nýlega lesið bók sem ég hafði ekki séð, og ég spyr hvernig henni hafi þótt hún. Hún sagðist ekkert geta um það sagt, því hún viti eig- inlega ekki hvað, MEINT sé með henni. Svona hafði ég al- drei litið á málin, ég hafði aldrei reynt að skilja höfund- inn, bara Iesið mér -til skemmt- unar. Eftir þetta fór ég að líta öðrum augum á bækur, fór nú að reyna að skilja hvað fyrir höfundinum vekti. Af þessu tagi var svo margt sem hún sagði. Eg veit ekki hvort' hún hefur vitað um það sjálf að hún var alltaf að kenna og* fræða, og opna manni útsýn inná áður óþekkt svið, hún átti svo mikla andlega auð- legð og miðlaði öðrum óspart þar af. Björg var djúpgáfuð konar en hún naut sín aldrei fyllilega vegna erfiðra lífskjara, og svo var heilsan aldrei sterk. Hún var alltof fíngerð til að ganga í gegnum þann vítiseld sem vaða veríur á jörðu hér, og sárast brennur á þeim Sem réttlætisþrána eiga heitasta. Mér fannst hún vera eins og fíngerð fögur jurt, sem búa. ætti í blómagarði beint mót sól, þar sem kaldvindar mis- skilnings og hleypidóma mæðu ekki að lúka um hana. Hún var mikill mannþekkj- ari, það var eins og hún gæti lesið mann ofaní kjölinn með gráu greindarlegu augunum sínum, sem höfðu svo mikið aðdráttarafl, og voru full af góðvild og hjartahlýju, þeirri gegnumlýsingu kveið maður aldrei. Þá er mér minnii-stætt hve afburðavel hún sagði frá, þaf var snilld hennar svo mikil að unun var á að hlýða, og hvað hún skrifaði skemmtileg bréf; Eg geymi alltaf nokkur bréf fr'á henni sem ég tími ekki a5 brenna. Hún var líka með af- brigðum vel verki farin, reglu- lega listfeng í höndunum, og var þó fötluð frá fæðingu, hana vantaði 3 fingur á vinstri' höndina. Svo kveð ég þig fænka mín og vinkona, og þakka þér allt það góða og göfuga sem ég- var svo lánssöm að fá að>. þekkja hjá þér. Blessuð sé minning þín. Sigríðor Björnsdóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.