Þjóðviljinn - 28.04.1950, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.04.1950, Blaðsíða 5
Föstudagur 28. apríl 1950. ÞJÓÐV ILJINN ræpsti itiiill Evrópu uppvls að svitcum Kaupmannahöfn 17. apríl 1950. Frægasti miðill Evrópu og jafnvel heimsins," frú Melloni hefur nýlega verið staðin hér að svikum. Það er kannaki engin ný- lunda áð komið sé upp um miðia, en hér á hlut að máli imiðill, sem ýmsir frægir vís- indamenn hafa athugað að sögn og ekki fundið neitt at- hugavert við. Þau hjónin hafa haldið miðilsfundi um alla Evrópu, okkar megin járn- tjáldsins náttúrlega, og orð- stír þeirra var orðinn svo mik- 111, að fyrir þeim lá förin til fyrirheitna landsins, móður- lands marsjallmenningarinnar U.S.A., þar sem þau áttu að sögn að sanna samband sitt við hulinheima við „merka" háskóla. Nú hafa þau verið staðin að svikum, — en ek'kert skal um það sagt, hvort úr ameríkuförinni verður. Til marks um þá eftirtekt sem jþetta mál hefur vakið hér má nefna að danska útvarpið, er átti þátt að þeim miðilsfundi sem svikin komust upp á, sendi í kvöld rúmlega klukkutíma istálþráðsupptöku frá fundin- inum, og veigraði sér ekki við að breyta dagskránni fyrir þá sök og útvarpa langt yfir venjulegan útvarpstíma.. Þessi stálþráðsupptaka var eitt bezta efni sem lehgi hefur heyrzt í útvarpinu og e. t. v. ekki úr vegi að beina því til útvarps- stjóra ríkisútvarpsins ísl. að taka uop þessa skemmtilegu nýbreytni. Á miðilsfundinum voru auk Mellonihjónanna tveir útvarps- inenn og próf. Plum við Kaup- mannahafnarháskóla, sem feng izt hefur mikið við miðilsrann- sóknir. Þau hjónin höfðu að foeiðni hans leyft að komið væri fyrir stálþráðstæki og kvik- myndavél í stofunni svo að allt sem fram fór væri fest niður. Miðilsfundurinn hófst með því að hr. Melloni hélt hálftíma langt erindi um „reynslu" þeirra hjóna, um þær „vísindalegu" athuganir sem gerðar hefðu verið á starf- isemi þeirra, og nauðsyn þess að þátttakendur hefðu réttan straum, og sætu á réttan hátt svo straumarnir upphæfu ekki hver annan o. s. frv. o. s. frv ' í þeim dúr, eftir því ritúali sem víst er eins alstaðar sem slík geðbilun á sér stað. Hann sagðist ekki vilja gera neina tilraun til að skýra þau fyrir- bæri i:em fram kæmu, hvort lum væri að ræða áhrif frá æðri máttarvöldum, eða sál- ¦•iklofningu hjá miðlinum, slíkt væri vísindanna, og hann ef- aðist ekki um að vísindin myndu fyrr eða síðar skýra fyrirbrigðin. Sú skýring kom ólíkt fyrr en herra og frá iMelloni óraði fyrir. Hvert er gildi Pjéðviljans fgrir íslenzha alþýðu? Melloni- hjónin Að lokinni tölu hr. Melloni ákallaði hann dr. Lazarus, en svo kvaöst hann nefna þann kraft er stæði að baki fyrir- brigðanna. Að hans áliti var dr. Lazarus egipzkur prestur f. 1733 fyrir Xrist&burð, nánari heimildir voru þó ekki gefn- ar á honum i~vo maður verður að geta sér til um hvar Lazar- us hefur fengið doktorsgráðu sína. Doktorinn lét bíða eftir sér, en loks kom hann, og lét vita um návist sína með því að berja í borðið, tvö högg. (Borðið yar þannig útbúið að ekki sást undir það, og var slíkur útbúnaður skilyrði þess að dr. Lazarus léti til sín heyra. Þetta gerði rannsókn- ina erfiðari, en prófe:sor Plum hafði fundið ráð við því eins og sagt verður frá). Hr. Melloni skýrði frá því að 2 högg þýddu já, 3 nei, en 1 ég veit ekki, „það verð ég að skrifa ykkur nánar um", svo væri það hér í Danmörku, en í Englandi hinsvegar þýddu 3 högg já, 2 nei, og stafar sá munur skiljanlega frá því að í Englandi er töluð annarleg tunga. Dr. Lazarus lamdi nú í borð ið, ýmist 1. eða 2 eða 3 högg, reyndist einnig vera maður músíkakkur, því hr. Melloni skýrði frá því með andakt í röddinni að Lazarus væri ein- staklega fljótur til að tromma taktinn, t. d. ví~una um „Káta Pétur Könguló", sem varð fræg hér í landi þegar Hedtoft forsætisráðherra söng hana yf- ir Grænlendingum. Lazarus lét heldur ekki á sér standa. Hann barði og hamraði svo furðu gengdi. — En eins og mátti vænta af jafn hálærðum manni dokfeðri og egipzkum presti, lét hann sér það ekki nægja. Gít- ar var komið fyrir undir borð- inu, og eftir nokkra bið heyrð- ist strokið heldur óþyrmilega yfir strengina, og ámátlegt hljóð heyrðist. Fyrir hr. Melloni hljómaði það sem und- urfagur englahljómur og hann bað Lazarus um að endurtaka I3pilið, þó enn kröftugra svo allir mættu heyra. Stóð ekki á því. Hr. Me k>ni fór nú kurt- eislega fram á að Lazarus sýndi leikni sína og spilaði að- eins á einn streng í einu, og heldur ekki það var ofviða Lazarusi, þó einn og einn aukatónn slæddist með, — en þess var nú kannske ekki að vænta af egipzkum presti að hann væri einnig strengleikja- meistari. Skriftlærður hlaut hann þó að vera. Steintöflu var komið undir borðið og eftir nokkra stund aftur fram tekin. Einn og við var að búast hafði Lazarus staðizt prófið. En nú vandaðist málið. Enginn gat lesið það sem hann hafði skrifað. Það var a. m. k. ekki á danska tungu, þótt Lazarusi væri það mál ekki ókunnugt. Hr. Melloni var helzt á því að hér væri um að ræða hiero- glýfur, og var það ekki nema eðlilegt. Lazarus var spurður, en kvað nei við. Hr. Melloni var þó ekkr*af baki dottinn og spurði hvort mætti skilja það sem á töflunni stæði sem tákn. Því játaði Lazarus, en engin skýring fékkst á hvað táknið táknaði. Þannig komu fram á fundin um ýmis fyrirbæri, í senn ö- venjuleg og óskiljanleg. Sam- eiginlegt þeim öllum var að þctu áttu sér stað undir borð- inu. Og borðið var hulið sjón- um þátttakendanna, og það var skilyrði sem\ Lazarus setti fyrir návist sinni. En eins og sagt var fyrr hafð: próf. Plum fundið ráð við þexsv Hann- hafði nefnilega koniið fyrir svokölluðu töfraauga. tæki &em tók kvikmynd af öllu því sem gerðist undir borðinu Um þetta tæki vissi hr. og frú Melloni ekkert. Þegar miðils- fundinum var lokið .hélt próf. Plum litla tölu. Hann spurði frá Melloni hvort hún væri sér þess með- vitandi að hún ætti nokkurn þátt í fyrirbærunum. Hún kvað nei við, ekki að öðru leyti en því að fyrirbærin ættu sér ekki stað nema hún væri viðstödd. Próf. Plum sagði síðan að hann hefði leng! kynnt sér miðilstarfsemi, og gat um þá érfiðleika ir-em væru á að kom- Hvaða tilgang hefur út- koma pólitísks blaðs? Því er framar öðru ætlað að vera brjóstvörn og hlífi- skjöldur stétta og samtaka sem hafa svipaðra hags- muna að gæta. Breytir þar engu um hvort heldur um er að ræða fámennar klíkur eða víðtæk og fjölmenn stéttarfélög. Því er ætlað að vera bein skeyttasta vopnið í sókn, því er ennfremur ætlað að vera andstæðingunum sem erfið- astur Þrándur í Götu í þeirra sókn. 1 Reykjavík einni eru gef- in út fimm slík blöð, og mun hér síður en svo \jerða leit- azt við að dæma um hvert þeirra leysi starf sitt bezt af hendi í þessu tilliti —¦ enda er hér ekki vettvang- ur þess. Þeirri spurningu væri aftur á móti ekki ó- tímabært að beina til fólks, úr alþýðustéttum — verka- fólks, iðnaðarfólks, sveita- fólks, sjómanna og verzlun- arfólks úr launþegast. hvaða blað hafi á undanförnum árum reynzt því traustast- ur málsvari. Hafa Morgún- blaðið, Vísir, Tíminn og Al- þýðublaðið hamrað sýknt og heilagt á þeim sannindum að laun verkamannsins væru oí lág í samanburði við bað sem atvinnurekandinn bæri úr býtum? Hafa þessi sömu blöð nokk- urntíma (að undanskiidurn nokkrum dögum fyrir kosri ingar) nefnt það að fjöldi fátækra verkamannafjöl- skyldna býr hér í Reykja- vík í háskalega heilsuspill- andi húsnæði, á sama tíma og fámennar auðmanna- fjölskyldur búa í hölium sem kosta milljónir? Þess- um spurningum verður að svara neitandi. En á þessar staðreyiid- ir hefur þó verið bent, og það svo að segja daglega. Aðeins eitt blað af fimm hef ur gert þennan vettvang að sinum orustuvelli. Það er Þjóðviljinn. Er því nokkrum getum hægt að því að leiða hverju þeirra þakka beri það er áunnizt hefur ní á síðustu árum. Þjóðviljinn hefur unnið sér þá nafnbót að vera sverð alþýðunnar' i landinu í sókn hennar- og skjöldur hennar gegn ásælni kúgar- ans. Sverð sem hún getur treyst. Sverð sem skarpast bítur þegar mest á reynir og markvirsast slævir eggj- ar fjandmannanna í ofsókn- arherferðum þeirra. Alþýðan hefur sannfærzt æ betur og betur um það, að hvers sem hún annars kann að geta verið án, þá má hún aldrei missa þetta vopn. Án þess mundi framtíðarlandið ávalit vera jafn fjarri, og möguleikinn til að nálgast það ekki vera fyrir hendi. En þetta er ekki einasti þáttur Þjóðviljans í ís- lenzku þjóðlífi. Hann hefur þegar sannað að hann er eina þjóðholla blaðið af þess um fimm er á hefur verið minnzt. Hann hefur sýnt áþreif- anlega að í hvert ::inn er ógæfusamir valdhafar hafa gerzt líklegir til að skerða að meira eða minna leyti sjálfstæði landsins hefur hann einn risið upp til and- mæla, — einn varað þjóð- ina við aðsteðjandi hættum. Einn hefur hann flutt mál stað íslands. Mál taður hvers einasta manns sem óskað hefur þjóð rinni að hún mætti lifa sjálfstæðu menningarlífi, hefur verið túlkaður af Þjóð viljanum og ÞESSVEGNA er málstað Þjóðviljans ó- hjákvæmilega fyrirhugaður sigur. Kristján Benjamínsson 3.st að sannleikanum í því efni vegna þeirra skilyrða sem sett væru til að hinir svonefndu and ar vildu láta til sín heyra. Hann skýrði síðan frá töfra- augánu og sagði að kvikmyní sú er það hefði tekið myndi m sýna fram á, svo ekki yrð; um efazt, hvort allt væri með felldu. Dr. Lazarus, sem undir tölu prófessprsiœs hafði látið til sín heyía öðru hvoru með höggum undir borðið, þegar hann vildi taka undir orð prófessorsins, þagnaði nú skyndilega, Mellonihjónin voru agndofa, þau voru þegar á því hreina með að alit var kom ið upp, og reyndu ekki að verja sig. Nóttina eftir miðils- fundinn var myndin framköll- uð. Hún sýndi það sem við var biiizt. Frú Melloni reyndi.t eiga til að béra óvenjulega fimi í fótunum, hún gat bæði skrifað j-»'(»?i '-Vjffli og leikið á gítar með tánum, barsmíð Lazarus- -¦: barnaieikur, hún spark n"'. bara í borðfótinn. Svo ein- l'r.", cn áhrifamikið. ÆtH nó-díur hafi getið :tcr heims- frægj fvrir minna. En senni- lega istwc jafnvel amerískur háskóli strangari inntökuskil- ýr£i. A. S. Gefist áskiifendur Þjóðviljans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.