Þjóðviljinn - 28.04.1950, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 28.04.1950, Qupperneq 6
/ 6 ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 28. apríl 1950. Gangstermorð í Kansas Citg Hríta húsið j^JTORBORGUM Bandarikj- anna hefur löngum verið stjórnað af órjúfandi og inni- legu bandalagi stjórnmála- manna og glæpamanna með hin háleitustu fjárplógssjónar- mið fyrir augum einsog vera ber í þvi landi sem telst óðal hins frjálsa framtaks. Glæpa- mennirnir þurfa að koma sér vel við yfirvöldin til aö vera látnir í friði af þeim með spilavíti sín, hóruhús, brugg og annan gróðavænlegan en að nafninu til ólögl atvinnurekstur - Stjórnmálamennirnir þurfa á hinn bóginn á mútfé frá glæpap mönnunum að halda til að múta háttvirtum kjósendum, og leigumorðingjar eru ómissandi^ fyrir þá til að geta sýnt þeim kjósendum í tvo heimana, sem kynnu að vera svo ógætnir að gleyma því á kjördag, að þeir voru búnir að selja atkvæði] sitt. Úr þessum jarðvegi glæpa] og spillingar eru sprottnar hin- ar frægu „atkvæðavélar," sem á kjördag geta tryggt hverjum þeim frambjóðanda, sem hæzt býður margfaldan meirihluta atkvæða úr yfirráðasvæðum sín um, oftast mörg hundruð þús- und manna borg eða borgar- hverfi. g^AKSAS City í Missouriríki hefur löngum verið ein af gróðrarstium atkvæðavélanna. Þar réði lengi ríkjum Tom nokkur Pendergast, sem studdi Harry Truman núverandi Bandaríkjaforseta fyrstu skref- in á stjórnmálabrautinni. Loks fór Tom í tugthúsið og þá skiptu undirforingjar hans Kansas City á milli sín. Einn þeirra var Charlie Binaggio. Hann réði yfir 30.000 atkvæðum og gortaði af því, að hann hefði 40 þingmenn á ríkisþingi Missouri í vasa sínum og að Porrest Smith ríkisstjóri ætti sér að þakka að hann komst að. Árið 1946 þurfti Harry Tru man að losna við óvin sinn og flokksbróður, Slaugther að nafni, af þingi og Binaggio sá um að hann féll í prófkosn- ingu demókrata. Að vísu voru 67 aðstoðarmenn Binaggio á- kærðir fyrir kosningasvik, en einhver var svo hugulsamur, að sprengja upp peningaslcáp kjör stjórnarinnar og hafa á brott með sér sönnunargögnin, svo að málið féll niður. Binaggio vanrækti ekki glæpahliðina á stjórnmálastarfseminni, Hannf tók úmboðslaun af fjárhættu- spilurum til að sjá um að lög- reglan léti þá í friði og notaði aðstöðu sína til að neyða alla veitingamenn til að selja bjór- tegundina Canadian Ace, sem brugguð er af leyfum glæpa- fiokks A1 Capone í Chicago. Keppinautar Binaggio dóu vo- veiflegum dauðdaga og hann settist að í heldrimannahverfi Kansas City. JgFTIR kosningarnar 1948, taldi Binaggio sig hafa komið Smith rikisstjóra að. 1 veizlu í Kansas City fyrir Bill Boyle, formann flokksstjórnar demókrata, sat glæpamannafor- inginn Binaggio andspænis Tru man Bandaríkjaforseta og milli McGrath dómsmálaráðherra og Symington flugmálaráðherra. Binaggio tók að fyllast ofmetn- aði. Hann hugðist steypa af stóli Jim Pendergast frænda TEBMAN forsett (t.h.) og Jim Pendergast. Tom gamla og nánum vini Tru mans forseta, sem að nafninu til stjórnar demókrataflokknum í Kansas City. Átökum Binagg- io og Pendergast lauk núna á skírdag. Þá fannst Binaggio sitja með fjögur kúlugöt á höfð inu við skrifborð sitt á flokks skrifstofu demókrata í Fyrsta hverfi Kansas City andspænis stórri mynd af Harry Truman. Á gólfinu lá líkið af Charlie nokkrum Garotta, aðal leigu- morðingja Binaggios. Rann- sókn á morðunum hefur hingað til engan árangur borið. gAMA daginn og fréttist um morðin reis D. Short frá Missouri upp í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og lýsti af ná- inni kynningu starfsaðferðum Jim Pendcrgast, einkavinar Harry Trumans: „Atkvæðavél Jim Pendergast", sagði Short „er ein hin saurugasta, spillt- asta, ósvífnasta og djöfulleg- asta atkvæðavél í öllum Banda ríkjunum. Hún lifir á spilavít- um og hóruhúsum og hikar ekki við að fremja morð.“ Síð- an Binaggio og Jim Pender- gast tóku að elda grátt silfur hafa 23 pólitísk, morð verið framin í Kansas City. Fyrir prófkosninguna um frambjóð- anda demókrata við þingkosn- arnar í haust studdi Binagg- io mann að nafni Hennings en vinirnir Pendergast og Truman styðja Allyson nokkurn. Morð Binaggio tryggir Allyson auð- veldan sigur. Það er varla að furða, þótt Kingsland Macy full trúadeildarmanni á Bandaríkja- Framhald á 7. síðu. OLIA og astir John Stephen S t ran 9 e 41. DAGUR. „Ef til vill,“ sagði hann, „viljið þér tala núna, herra Gridley Carson, og flýta yður að tala.“ Á leiðinni út talaði Carson við blaðamennina, sem voru aftur samankomnir á tröppunum. „Það gæti verið Dimmock," sagði hann með varúð. „Eg hugsa að það sé hann. Þetta er dæmalaust andstyggilegt morð. En þið megið ekki misskilja mig. Eg hef enga löngun til að fara kringum lögin. Eg hef viðbjóð á morðum og ég gæti undir engum kringumstæðum hilmað yfir morðingja. En ég hef neitað að segja lög- reglunni, hver maðurinn er, sem tilkynnti mér þetta í gærkvöldi. I fyrsta lagi er ég sannfærður um að sú manneskja var ekkert viðrið- in glæpinn. I öðru lagi álít ég að það fólk, sem gefur okkur upplýsingar eigi skilið vissa vernd. Meisner fulltrúi kom með þá til- lögu að ég yrði kallaður fyrir rétt. En ég dreg enga dul á það, að ég mundi samt ekki verða við óskum þeirra. Eg er reiðubúinn að fara í fangelsi fyrir fyrirlitningu á réttinum, ef ég á ekki á öðru völ.“ Blaðamennirnir skrifuðu í ákafa. Þeir litu á þetta sem byrjunina á gamaninu. Það átti margt ekemmtilegt eftir að gerast áður en þetta mál var til lykta leitt. Barney sat á handriðinu og horfði á. Það var engin ánægja í svip hans. Hann hvíslaði að Seaman. „Honum finnst bara gaman?“ En Seaman hafði gengið óvininum á vald. „Og hvað um það? Hann hefur rétt fyrir sér.“ Barney flutti sig til á handriðinu. Það var óþægilegt að sitja á því og hugsanir hans voru líka óþægilegar. Þegar Bamey lagði af stað.frá Moreno-húsinu klukkustundu síðar með filmurnar í töskunni sinni, úði og grúði af hörkulegum mönnum, sem voru að yfirheyra leigjenduma, nábúana og leit- uðu dyrum og dyngjum í nágrenninu að vopni, eða vitni sem kynni að hafa litið út um glugga eða gengið um götuna á þeim tíma, sem morðið var framið Nokkrir menn frá F.B.I. höfðu kom- ið lögreglunni til hjálpar. Líkið hafði verið af- hent lækninum til frekari rannsóknar og fötin, sem fundust í fataskápnmn höfðu verið send á rannsóknarstofur lögreglunnar. Lýsing á herra Quinn hafði verið send út á stuttbylgjum og af- hent blöðunum. Barney náði tali af Higgins í ganginum, áður en hann fór. „Heldurðp að frú Moreno eða þjónustustúlkan hafi hringt í Carson?“ „Nei,“ sagði Higgins. „María talar með útlend- um hreim. Og það er gersamlega ómögulegt að kalla rödd frú Moreno þýða eða rödd mennta- manneskju." „Einhver leigjandinn?“ . „Ef til vill. Við ætlum að fara að athuga það.“ ! Baméy leit á símann við stigann. „Er þetta eini síminn í húsinu?“ „Já. Hann er ekkert afsíðis, en það þarf ekki að skipta neinu máli. Það hefði verið hægt eftir klukkan tíu að kvöldi. Þegar allir hefðu verið búnir að loka hjá sér.“ „Hún hefði líka getað hringt annars staðar að.“ Higgins kinkaði kolli. „Við höfum sent mann til að grennslast eftir því í öllum símaklefum í nágrenninu. Hefurðu dagblað ?“ „Já.“ Barn§y tók blað upp úr vasa sínúm og horfði á Higgins, meðan hann vafði blautu dag- blaðinu, sem hann hafði haldið á í hendinni, inn í þurra blaðið. „Hvað er þetta?“ Higgins leit á hann. Eftir stundarkorn sagði hann: „Komdu. Eg skal sýna þér það.“ „Þeir fóru út úr húsinu, gengu fyrir hornið, gegnum undirganginn og inn í bakgarðinn. Higgins benti á öskutunnumar við vegginn. „Þarna fann ég þetta.“ Hann tók blaðið og lagði það ofaná miðtunnuna. „Svona. Það er kvöldblaðið'í gærkvöldi og það er blautt. Svo að það hefur verið lagt þarna einhvern tínia milli — hvenær koma þau út?“ „Þau koma út um hálfellefuleytið. En þó ekki þetta blað,“ sagði Bamey og virti það fyrir sér. „Þetta er fimm blaðið. Það kemur út um klukkan hálffimm." „Einhvern tíma milli hálffimm og — við skul- um sjá — hálftíu. Öveðrinu lauk nokkru fyrir tíu.“ „Það stoðar lítið að vita það,“ sagði Barney. Hann skoðaði blaðið. „Það er rifið.“ „Það steig einhver á það. Einhver sem vildi ekki láta rekja eftir sig öskuslóð inn í herbergi Dimmocks." Barney leit á hann kynlegu augnaráði. „Eg held það líka. Því skyldi Cronch annast Dimmoqk í heila viku og myrða hann svo?“ Hann leit á gluggana fyrir ofan sig. „Heldurðu að ein- hver hafi séð hann.“ „Það var úrhellisrigning," sagði Higgins. „Og þrumur. Fólk liggur ekki úti í gluggunum í þrumuveðri — það er að minnsta kosti ekki al- gengt.“ Maður kom út úr bakdyrum fyrir aftan þá og stóð og horfði á þá. Hann var snöggklæddur. „Eruð þér dyravörðurinn ?“ spurði Higgins. „Já.“ „Hvenær settuð þér þessar tunnur út?“ „í gærdag.“ Það brá fyrir forvitnisglampa í útstæðum augunum. „Eruð þið frá lögreglunni ?“ „F.B.I.,“ sagði Higgins. D av í 3 k * * ; ? u'£ i ■ -- íi

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.