Þjóðviljinn - 04.05.1950, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.05.1950, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 4. maí 1950. ÞJðBVILJINN^ ___________ a Hneykslanleg vinnubrögð við fjárlögin Koma fjórum mánuðum of seint — Mill- jónaúfgjöld óafgreidd - Skriffinnskan enn aukin - Tekjuáœtlun út í bláinn - Hvar er innflutningsáœtlunin? Fjárveitinganefnd hefur nú skilað frá sér fjárlögum, þegar þriðjungur fjáv- lagaársins er liðinn! Enda þótt þrjár ríkisstjórnin hafi fjallað um frumvarpið og það legið hjá fjárveitinganefnd í næstum því hálít ár, er afgreiösla þess með endemum. MHljónir króna af fyrirhuguöum útgjöldum vantar, ekkert fé er enn ætlað til uppbóta á laun opinberra starfsmanna o. s. frv. Enn er lagt til að útgjöld til skriffinnskubáknsins veröi hækkuð, þrátt fyrir allt sparnaðarhjalið, og má telja víst að þessi fjárlög verði þau hæstu sem aígreidd hafa verið. Öll tekjuhlið fjárlag- anna svífur í lausu lofti, ekkert tillit hefur verið tekið til áhrifa gengislækkunar- innar á tekjurnar og fjárveitinganefnd hefur ekki einu sinni fengið að sjá innflutn- ingsáætlun Fjárhagsráðs, ef það milljónafyrirtæki hefur þá komizt yfir að semja nókkra slíka áætlun. Ásmundur Sigurðsson, fulltrúi sósíalista í fjárveitinganefnd gagnrýnir harðlega þessi hneykslanlegu vinnubrögð í sérstöku nefndaráliti, en þar segir svo: „Ég hef ekki orðið sammála meiri hluta nefndarinnar um afgreiðslu frumvarpsins og vil því gera grein fyrir afstöðu minni í sérstöku áliti. Þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram af fyrrverandi ríkisstjórn, voru rekstrartekj- ur áæclaðar.263 millj. 607 þús. kr., en rekstrarútgjöld 225 millj. 821 þús. kr. og rekstrar- afgangur því ca. 37 millj. 786 þús. kr. Á r.jóðsyfirliti var þó útkom- an allmikið öðruvisi vegna af- borgana lána og útgjalda á 20. gr. vegna eignaaukningar, sam- tals rúml. 35 millj. 723 þús., og nam greiðslujöfnuður 4 millj. 572 þús. 1 fljótu bragði gat þetta virzt allglæsleg áætlun, þegar borið er saman við fjárlög síðasta árs, þar sem niðurstöðutölur bæði tekna og gjalda á sjóðs- yfirliti námu samtals 287728 þús. kr. og greiðsluhalli var j rúmlega hálf millj. Útgjaldahækkun 10 milljónir — Greiðslu- halli 14 milljónir En hér ber þó þess að gæta, að í þessu frumvarpi var þegar gert ráð fyrir, að niður félli greiðslur vegna fiskábyrgðar, og því aðeins reiknað með 33.5 millj. kr.: til dýrtíðarráðstaf- ana. Á síðustu fjárlögum voru. tekjur dýrtíðars jóðsi áætlaðar: 64 millj. 640 þús. kr. Munar hér því 31 millj. 140 þús. kr„ sem dýrtíðargreiðslur eru áætl- aðar lægri en á síðasta ári. Er það ca. 10 millj. kr. hærri upp- hæð en sú heildarlækkun, sem frumv. gerir ráð fyrir frá síð- asta árs fjárlögum. Liggur því ljóst fyrir, að frumvarpið gerir raunverulega ráð fyrir 10 millj. kr. hærri útgjöldum til ann- arra hluta en dýrtíðarráðstaf- ana, og skiptist sú upphæð all- misjafnt á hinar ýmlsu greinar, en einna mest á 7., 10., 11. og 14. gr. Breyting sú, er gerð var á skráðu gengi íslenzkrar Krónu nú nýlega, hefur óhjákvæmi- lega í för með sér hækkun á ýmsum liðum fjárlaganna. Má þar t. d. nefna margar greiðsl- ur landssímans til útlanda, er greiða verður í erlendum gjald- eyri, hinn erlenda þátt í rekstr- arkostnaði ríkisskipanna o. m. fl. Þýðingarlaust hefði verið að loka augunum fyrir þesHari staðreynd, þar sem útgjalda- hækkunn hennar vegna hlýtur að nema mörgum milljónum króna. Þótt reynt verði að fá tekjur á móti þessu með hækkuðum gjöldum, breytir það ekki þessu grundvallaratr. Þá má og búast við hækkun á launagreiðslum ríkisins, ef vísitala hækkar. Einnig kom það í ljós við at- hugun fjárveitinganefndar, að á frumvarpið vantaði ýmsar lögboðnar greiðslur, svo sem framlag til hafnarbótasjóðs og ýmislegt fleira, Nú hefur meiri- hluti fjárveitinganefndar sam- þykkt að leggja fram breyting- artillögur, sem allmargar stafa af fyrrnefndum ástæðum. Þeim breytiiigartillögum er ég sam- þykkur. Að upphæð nema allar bfáýt- ingartillögur meiri hlutans rúm um 18 millj. kr. og munu því, ef isamþykktar verða, lækka rekstrarhagnað frumv. um nærri þá upphæð og skapa greiðsluhaila, er nema mundr •ea. 14 millj. kr. Ótalin útgjöld á annan tug milljóna Þá verður ekki hjá því kom- izt að benda á það, að livorki frumvarpið sjálft né tillögur meiri hlutans marka nokkra stefnubreytingu frá því, sem verið hefur um kostnað við rekstur ríkiskerfisins, og enn fremur það, að mjög veiga- mikil atriði eru óafgreidd frá nefndinni og munu bíða 3. umr. Hér til má nefna mörg atriði, og skulu hér upp talin þau helztu. Inn á frumv. vantar ena lög- boðnar greiðslur samkv. lögum um vatnsveitur og mjójkur- stöðvar. Þá vantar og upphæð til að greiða þær uppbætur á laun opinberra starfsmanna, sem nú hefur verið greidd nærri því í heilt ár og ríkisstjórnin hefur a. m. k. gefið í skyn, að haldið verði áfram. Ekki er heldur ennþá tekið tiliit ti; þess aukna kostnaðar, sem verður á utanríkisþjónustunni við gengisbreytinguna, og má nefna fleira, sem enn þá hefur verið frestað að taka fullnaðai ákvarðanir um og valda mun hækkuðum útgjöldum. Bendir allt til, að þessar upphæðir geti numið hátt á annan tug millj., ef fylgja á sömu reglum um þessa hluti sem aðra hliðstæða. Enginn sparnaður á ríkisbákninu Þá hefur ekkert samkomulag heldur náðst um tillögur til sparnaðar á rekstrargjöidum ríkisins. Hefur sú skoðun greinilega komið fram j nefnd- inni, að slíkt mundi þýðingar- lauat, og yerið rökstudd nieð reynslu þeirri, ef fékkst á síð- asta árí, þegar nefndin flutti margar tillögur um lækkanir á ýmsum liðum í rekstraikerfi ríkisins, er nálega allar voru felldar fyrir atbeina þáverandi ríkisstjórnar. Ég álít hins veg- ar, að ekki sé aðeins full á- stæða til, heldur muni bráðlega reynast , óh jákvæmilegt að draga verulega úr þeissum kostnaði, en af því að ég tel þetta mál ekki að fullu útrætt í nefndinni, mun ég ekki flytja breytingratillögur við þessa umræðu, en áskil mér rétt til flutnings slíkra tillagna við þriðju umr., ef ekki næst sam- komulag innan nefndarinnar um þetta mál milli umræðna. Tekjuáætlunin svífur í lausu loáti Þá skal ennfremur bent á MERK Innan skamms mun koma á bókamarkaðinn lítil bók með allnýstárlegu sniði. Aðaltitill þessarar bókar er Organum I., — en undirtitill hennar er Vakna þú ísland. Bók þessi hefur inni að halda 55 íslenzk sönglög, sem Hall- grímur Helgason, tónskáld, hef ur valið og raddsett. I öllu því bókaflóði, sem ár- lega flæðir yfir íslenzku þjóð- ina, má það teljast stórviðburð- ur, ef út er gefin nótnabók. Til þess liggja ýmsar ástæður og eru þessar helztar. 1 fyrsta lagi er nótnaprentun alldýr, og munu íslenzkar prentsmiðjur stunda hana lítið. Þess vegna verður oft að grípa til þess ráðs að prenta slíkar bækur erlendis, en það útheimtir aftur erlendan gjaldeyri. I öðru lagi takmark- ast kaupendahópur slíkra bóka við tölu þeirra manna, sem læs- ir eru á mál tónanna og kunna eitthvað að handleika hljóðfæri, en þeir menn eru tiltölulega fá- ir samanborið við lesendahóp annarra bóka. Þeir, sem ráðast í útgáfu nótnabóka, eiga þess vegna við ramman reip að draga, og sjaldan mun mega vænta ágóða af slíkri útgáfu- starfsemi. En þessi litla bók er einnig bókmenntaviðburður að öðru leyti. Hér er í fyrsta sinni gef- ið út lagasafn, sem eingöngu er helgað íslenzkum höfundum, og mun útgefandi hugsa sér að halda þessari útgáfu áfram, og á hún að verða nokkurs kon. ar yfirlit yfir þróun íslenzkrar scnglistar og sönglagagerðar. Hann hefur valið þessari út- gáfu aðalheitið Organum, af því að það er hið fræðilega heiti ÍSlenzka tvísöngsins, hinn ar fyrstu, frumstæðu tilraunar íslendinga til f jölröddunar, sem síðan hefur geymzt allt fram á okkar daga eins og rnenn t. S. þekkja af Iáginu Ssíand far- sælda frón, en það er oft flutt ennþá í þessu gamla formi. I bók þessari eru 7 þjóðlög, en hin skiptast milli eigi færri en 28 höfunda, Hér erii lög eftir brautryðjelidur íslenzkrar tón- listar á síðari hluta 19. aldar og byrjun þeirrar 20. eins og t. d. þá bræðurna Jónas og Helga stærsta atriðið, sem enn þá er óafgreitt og meiri hluti fjár- veitjnganefndar ■ ásgmt ríkis- stjórninni héfúr ákveðið að láta -bíða þt'iðju umr. Það eru breyt- ingar, sem hljóta að verða á aðaltekjuliðum ríkisdns á ann- arri grein frv. Þegar frumvarp þetta var samið, var gengi ísl. kr. allt annað en nú. Sú breyt- ing, sem gerð hefur verið á genginu, hlýtur að hafa í för með sér stórfelldar breytingar á tolltekjum ríkisins að ó- breyttum innflutningi. I lögum um f járhagsráð, inn- flutningsverzlun og verðlags- eftirlit er svo fyrir mælt, að Framhald á 7. síðu. BOK Helgasyni; Sigfús Einarsson, Árna Thorsteinsson, Bjama Þor steinsson, Jón Laxdal, Sigvaldai Kaldalóns og fleiri. Lög þessara manna eru öll gamlir kunningj- ar, sem íslenzk alþýða hefur tekið ástfóstri við, en raddsetn- ing Hallgríms gefur þeim nýj- an, ferskan tón, og í þeim bún- ingi munu þau óefað fá nýjan hljómgrunn í brjóstum þjóðar- innar. En það, sem vekur mesta athygli þegar maður flettir þessari bók, er sú staðreynd, að allt að helmingur laganna er eft- ir algerlega óþekkta höfvmda, menn og konur, sem unnað hafa fögrum lögum og Ijóðum og hafa svo af innri þörf samið eitt og eitt lag í önnum dagsins líkt og hagyrðingurinn, sem ort hefur nokkrar listrænar lausa- vísur án þess að gera sér vonir um skáldfrægð. Vitað er um a. m. k. suma af þessum höfund- um, að þeir hafa hvorki lært að lesa nótur né leika á hljóð- færi, en hafa samsungið lag sitt hjartfólgnu ljóði, sem hrif- ið hefur hug þeirra. Hér kem- ur skýrt í ljós, hvað íslenzka þjóðin býr yfir sterkum meló- dískum gáfum. Mörg þessara laga eru hreinustu perlur, sem eiga eftir að hljóta almennar vinsældir, en hefðu aldrei komið fram í dagsljósið, ef Hallgrím- ur Helgason hefði ekki á undan förnum árum verið óþreytandi í að leita að slíkum perlum, enda mun hann eiga stærra safn slíkra laga í fórum sín- um en nokkur annar Islending- ur. Þessi litla bók er árangur af þessum þætti í starfi hans. Og þessi lög hefur hann svo raddsett með sinni markvissu snilld og alkunnu vandvirkni. Það hefur aldrei hvarflað að horv um, að þessum ,smálögum‘ hæfði aðeins búningur fábrotinna sam hljóma, Nei, lagi alþýðunnar hæfði ekkert iálíina en það bezta, raddsetning eftir fyllstu kröfum listarinnar. Þess vegna birtast nú þessi lög sem ódauð leg listaverk. Eg skal nefna sem dæmi valin af handahófi þessí lög: Bjart er yfir æsku- vori eftir Elínu Jhríksdóttur, Jólavers eftir Ingibjörgu Sig- urðardóttur, lag, sem hljónl? ætti í hverri íslenzkri kirkju á jólahátíðinni og Vertu hjá mér, eftir Karl Gunnarsson, dreng, sem eigi náði nema 12 ára aldri, en reisti sér óbrotgjarnan minn isvarða með þessari - sönnu, innilegu laglínu. Hallgrímur Helgason hefur unnið hér ómetanlegt og óeiginí gjarnt starf, sem hann á óskipt ar þalckir skildar fyrir. Hann hefur forðað mörgum lögunum frá gleymsku og gefið þjóðinni þau í listrænum búningi. Og ég er ekki í vafa um, að íslenzka. þjóðin kann að meta þetta verlc og lætur þessa bók ekki vanta. á nokkurt heimili, þar sem söng>. ur og hljóðfæraleikur er umt hönd hafður. r Hróðmar Sigurðsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.