Þjóðviljinn - 04.05.1950, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.05.1950, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 4. maí 1950. ÞJÖÐVILJINN I PAR ÍS Islenzk lístsýning Um þessar mundir stendur yfir myndlistarsýning ein í París sem markar væntanlega merk tímamót í sögu íslenzkrar myndlistar. Fimm íslenzkir listu menn halda nú fyrstu sam- sýningu á íslenzkri li:t sem fram hefur farið í miðsetri heimsmenningarinnar. Hefur hún þegar vakið mikla athygii og verið fjölsótt enda er sýn- ingarhús það sem er vettvahg- ur hennar mjög eftirsótt til sýninga vegna ágætra sam- handa sinna og er þekkt meðal allra þeirra hér í borg, sem fylgjast með því sem höfuðborg menningarinnar hefur að bjóða af myndlist. Sýning þe:si ber vitni stór- hugar og um virðingarvert framtak hinna ungu listamanna sem hafa ráðizt í mikið fyrir- tæki af einstökum dugnaði og harðfylgi þrátt fyrir mikina kostnað sem þeim er erfitt að standa undir vegna -lítilla f jár- muna en hafa lagt hart að sér og neitað sér um ýmsar þurftiv sínar til að fá færi að afla landi sínu og þjóð orðstírs og sjálfum sér og lii-t sinni viður- kenningar enda er heimurinn opinn þeim sem frægð hlýtur í París eins og öll óperuhús leitast við að fá þann til sin sem suhgið hefur í Scalaóper- unni í Milano. Ekki er þeim er þetta ritar kunnugt um að þau hafi notið fjárstyrks frá ís- ienzkum stjórnarvöldum til þessa fyrirtæki; en ég vil hér- með skjóta því fram til athug- unar að veittur verði einhver styrkur til að standast straum af leigugjaldi sýningarskálans og öðrum kostnaði og sýnd með því viðurkenning við starf þeirra og launað hið glæsileg.i framtak sem hér er um að ræða. Hika ég ekki við að full- yrða að sýningin er mikil og nyfc-amleg lands- og þjóðar- kynning flestu öðru fremur. Fjármagni hefur oftlega verið veitt til ýmissar misjafnlega þarflegrar kynniviðleitni og flokkar sem einstaklingar verið sendir utan að etja kappi við erlenda svo sem iðkendur sam- kvæmisleikja eins og bridge og annarrar lönguvitieysu, svo og íjþrcttahópar þótt um suma væri fyrir vitað að fremur mættu eftirtekt vekja á sér fyrir getuleysi en afburði. Þarf ekki að telja í löngu máli rök þau er að því hníga að því að efnilegu fólki sem fæst við að byggja upp menningu sé kost- ur geíinn að sýna öðrum þjóðum fram á að á iitla land- inu okkar þrífist menningarlíf sem þolir samanburð við önnur fjölmennari ríki heims og hnekkja þeim víðbreiddu firr- um að það sé ísmoli. á sveimi einlivers staðar í íahöfum byggður lífverum á kipphrær- ingartigi frumdýra, umlandi eskimóum, ísbjömum og ping- vinum og koma heiminum í skilning um að ísland sé land menningar er ekki nái einungis til bókmennta en hefur fært út gripvídd sína á önnur svið lista og er nú í glæsilegum uppgangi í myndlist. Þessi sýning vekur ásamt ýmsu fleiru vonir um merka framtíð og vegiegt hlutverk fi lands í listum. Hér er á ferð- inni fólk sem hefur fullan hug á að halda áfram starfi merkra brautryðjenda í málaralist fs- lands og höggmjndalist er unnið hafa mikið starf sem metið hefði verið meira með öðrum þjóíum en ýmsir hafa þeir verið lítt metnir af þeim sem þeir hafa starfað með og fyrir, sinni eigin þjóð, í sam- ræmi við hinn gamla vísa dóm að það er erfitt að vera spá- Vt Gerður Helgadóttir: Negrahöfuð. maður meðal sinnar þjóðar. Er ég rita þetta kemur mér í hug það átakanlega dæmi sem er fálæti íslendinga gagnvart Á:- mundi Sveinnssyni myndhöggv- aar og liggur við að manni finnist þeir ekki eiga það skilið að slíkur maður starfi á íslandi. En nú er höfimdur þessarar greinar komin að efni í aðra grein og skal ég snúa mér aftur að tilefni lína þessarra: Sýn- ingu hinna fimm íslenzku lista- manna í París. Þeir er þessir: tveir mynd- höggvarar, þau: Gerður Helga- dóttir (tónskálds Pálssonar) og Guðmundur Elíasson, og þrir málarar: Hörður Ágústs- son, Valtýr Pétursson og Hjör- leifur Sigurðsson. Skulu þau nú kynnt lesendum með nokkrum orðum sem með engu móti er ætlað að vera skipulegur og ítarlegur dómur en örfá fátæk- leg kynnisorð. Gerður er kornung og þeirra yng:t. Hún nam heima við Handíðaskólann og vakti þar þegar eftirtekt á sér, fór síðan til hinnar gömlu háborgar ítalska endurreisnartímans, ■ Flórenzborgar, og nam þar í 2 vetur; síðastliðinn vetur hefur hún stundað nám undir hand- leiðsiu hins mikla myndhöggv- ara Osip Zadkine sem er talinn bera hæst núlifandi mynd- höggvara. Hún er harðdugleg og ötul, vinnur markvisst og fast að Btarfi sínu og sækist með ágætum námið. Hún hefur áðuv sýnt á Norðurlandasýn- ingunni síðustu í Helsingfors. Nýlega hefur hún gert högg- mynd fyrir Þjóðleikhúsið af Jóhanni Sigurjónssyni og mun sú mynd þegar vera til sýnis fyrir íslenzka leikhúsgesti. Guðmundur var einnig við nám í Handíðaskólanum, íðan í Kaupmannahöfn og London og loks hjá Zadkine. Ilann er að dómi allra er til þekkja gæddur frábærlega miklum hæfileikum og líklegastur til mikilla afreka á listsviði sinu. Mun kennari hans hafa mikla trú á honum sem myndhöggv- ara og hann hefur vakið mikla athygii á sér í skóla Zadkines. Það er ekki ólíklegt að hann eigi eftir að bera vítt nafn lands síns og þjóðar og er sízt þeim peningum til óþurftar varið þár sem væru ríkisstyrkir hanáa honum til dvalar er- lendi:. Áður en komið er að málur- unum skal áminnzt atriði sem óvíst er að almenningur geri sér nægilega grein fyrir og íslenzkum stjórnarvöldum virð- ist yfirsézt hafa átakanlega oft. Höggmyndalist er mjög fjár- frek listgrein og svo kostnaðar samt að fást við hana að mynd höggvarar verða að fá verkefni frá ríkis-, bæjar- og sveita- istofnunum, að öðrum kosti er þeim óhægt að vinna að list sinni sem skyldi. fsland hefur brugðizt skyldu sinni við Ás- mund Sveinsson og meinað hon um að neyta hæfileika sinna. Það er mikil og skammarleg yfirsjón. Islendingar verða að fara að vakna til vitundar um það sem er að gerast í kringum þá, hætta að hotsa lítilsverðri meðalmennsku í afkáralegum molbúahætti en hlúa að þeim sem hæfileika hafa til að vinna stór verk og gefa þeim aðstöðu til að rækta og ávaxta sitt pund. Hörður hefur dvalizt í Paris lengst málaranna en verið ó- kunnur heima til skamms tíma en hélt sem kunnugt er sýningu í Reykjavík síðastliðið sumar og vakti mikla athygli. Hann stundar list sína af mikilli al- vöru og er í intöðugum vexti sem listamaður. Myndir hans bera vitm sterkri og sérkennilegri skáldúð og anda frá sér dreymnum og lyriskum blæ. Hann er fast téngdur Isiandi og hefur ekki týnt rótarsam- bandi sínu við móðurmoldina sem mörgum hætlir við í svipti byljum heimsborgarinnar og iðandi mannhafinu þar sem sundurleitar þjóðir renna sam- an í alLherjar súpumauk. Síð- < astliðinn vetur hélt Hörður | sýningu í París og hlaut vin- samleg ummæli í þekktum lista tímaritum. Jafnframt núverandi sýningu á hann myndir á Salon des Independants í hinni miklu sýningarhöll, Grande Palais. Valtýr er þekktur sem einn hinna svonefndu september- málara heima en þeir eru sem kunnugt er hópur ungra lista- manna í nánu sambandi við ýmsa nýlegra istrauma á vett- vangi heimslista. Hann hefur og sýnt á samsýningu ísl. lista- manna og Norðurlandssýning- um. Síðastliðið haust var hann einn þeirra Islendinga sem nutu þess heiðurs að bjóoast þátt- taka í Hö'tudstillingen í Kaup- mannahöfn.sem er merkur við- burður í listalífi Norðurlanda. Það vekur eftirtekt hversu miklum breytingum hann hefur tekið nýlega í list sinni og vaid hans hefur vaxið yfir tæki sínu Hefur hann sýnilega notað sér vel dvöl sína í París. Hjörleifur hefur dvalið í París í tvo vetur og tekið mikl- um framförum þann tíma. Hann er einlægur maður og samvizkusamur með afburðum, falslaus og heiðarlegur i list, sinm. Hann er yng'tur málar anna og mun ekki hafa sýnt áður. Myndir hans einkennast af næmleika í meðferð lita og vandvirkni og hafa vakið at- hygli ýmissa gagnrýnenda fyrir sérkennilegan norrænan seið. Þessi fyrsta íslenzka sam- sýning heftn" vakið mikla at- Eitt af málverkum Harðar Ágústssonar á Parísarsýningunni. 5 Guðm. Elíasson: Étude. hygli og umtal og má þess geta í lokin að listafólkinu hef- ur fallið í skaut rá mikli og eftirsótti lieiður að bjóðast þátttaka í svonefndum Salon du Mai en sú árlega sýning, sem stofnað er til af ýmsum þeim málurum og myndhöggv- urum sem nú ber hæst, nýtur sérstakrar viðurkenningar cg er talin einhver merkasti mynd- listarsalon í heimi. Ekki er hægt að sæltja um þátttöku en litið er á það sem mikinn virð- ingarvott og heiður að hlotnn t þátttökubcð enda sýna og hafa sýnt þar slíkir .iöfrar sem Braque, Matisse, Miro, March- and, Boréz og Zadkine sem í dag eru dáðir um allan heim sem meistarar. Gengisfall ísl. krónunnar tor- veldar námsmönnum mjög dvöl hér enda vofir nú yfir mörgum þeirra að verða að hverfa heim sökum f járhagslegra þrenginda. Þers er brýn þorf að ríkisvald- ið hlaupi undir bagga með þeim með uppbótum vegna kjara- skerðingar sem gengisfallið hef ur valdið þeim enda má landið ekki við því menningarlega að kalla þá frá nauðsynlegu námi þeirra og starfi í þágu íslenzkr- ar menningar. Jafnframt því sem ritari skrifs þessa óskar listafólkinu til hamingju með hina glæsiiegu frammistöð.i vill hann láta í ljós þá ósk og von sína að íslenzka ríkið sjái sér fært að senda þeim aðra“ betri og maklegri kveðju og sigurlaun en þá hörmulegu sem heimkvaðning væi’i. Þau hafa tiil þess unnið að fá að neyta og fylgja eftir þeim sigri seia þau hafa unnið sér cg þjóð sinni. París 28. - 4. '- ’50. Thor Vilhjálmsson. hcirr lítil smásaga eftir Dag 'us'an, sem gefin hefur veri-5 cérprentuð og borizt Þjóð- ■'iUa.num. Scgir hanii þar á ■ svo skemmtilegan hátt frá þegar Reykvíkingur stal hw.di frá lögreglunni mörg- um sinnum sömu nóttina, í þeim t.i’gangi að bjarga seppa frá, að því er höf. taldi, yfirvof- andi aftöku. Frásögnin minnir' í senn á þjóðsögu og reyfara — en margar eru prentvillurn- ar í svo lítilli bók, en höf. tók það fram um leið og hann afhenti hana, að hann hefði verið fjarverandi þegar próf- arkir voru lesnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.