Þjóðviljinn - 06.06.1950, Side 1

Þjóðviljinn - 06.06.1950, Side 1
'o£.i S$S(" c‘ Jí F. & a M L*Ua Slíógræktarferð í skálaitn í kvölil kl. 7 .stundyíslega. Þeir sem gt'ja, liafi með sér litla reku. Skálastjórn. Almennur launþegísfundur í B.SM.B. mótmælir lengingu vinnutímans - felur skrifstofufólki beri að fylgja fyrri reglugerð lelur lengíngu vinnutímans brjóta í bág við launalögin — Felur stjórn B. S. R. Bs að reyna að ná samkomulagi Almennur launþegafundur opinberra starfsmarma í gær- kveldi samhykkti með megir.þorra atkvæða — gegn atkv. for- seta bandalagsins, Ólafs Björnssonar og fylgismanna hans eftirfarandi tiliögu: „Almennur launþegaíundur innan B.S.R.B., haldinn í Iðnó 5. júní 1950, álítur að skriístoíu- fólki beri að fylgja þeirri reglugerð er sett var við afgreiðslu launalaganna 1945." Eftirfarandi tillaga var samþykkt með þorra atkvæða án mótatkvæða: „Almennur Iaunþegafundur innan B.S.K.B. haldinn í Iðnó mánudaginn 5. júní 1950 gerir eftirfarandi ályktun: Fundurinn mótipælir þeirri ákvörðun meiri hluta Alþingis að bjóða með ákvæði í 19. grein fjárlaga þess árs, að vinr.'a- tími skrifstofufólks og fleiri starfshópa opinberra starfsmanna skuli lengdur, svo og þeirri skýringu ríkisstjórnarinr.ar, að lenging vinnutima sé skilyrði fyrir greiðslu launauppbóta, sem ákveðnar eru í sömu grein. I því sambamli bendir í'undurinn á, að samkvæmt tillögum launalaganefndar var hækkun launa- stigans engu slíku sliilyrði háð, en þó hefir verið látið í veðri vaka, aC tillögur nefndarinnar hafi að öðru leyti legið til grundvallar þeim uppbótum, sem ríkisstarfsmönnum voru á- kveðnar. Atvinnuleysið að koma til járnsmiða: Um 20 mönnum sagt upp í Héðm Félög iðnaðarmanna hafa livert af öðru undanfarið lýst því hvernig atvinnuleysið vofir yfir þeim og er þegar komið í stórum stíl. Nú er atvinnuleysið einnig að hefja innreið sína í járniðnaðinum. S.l. laugardag var sagt upþ um 20 aðstoðarmönnum í sömu smiðjunni — Héðni. Á miðvikudaginn var hélt Félag járniðnaðarmanna fund og gerði þar samþykktir er stjórninni var falið að birta, enn hefur ekki bólað á birtingu þeirra, en vafalaust verður það gert bráðlega. Ráðstefna um Schuman- áætlunina án þátt- | töku Breta #■ Franskir embættismenn töldu í gær, aö ráöstefna fulltrúa ríkisstjórna Frakklands, Vestur-Þýzkalands, ítalíu og Beneluxlandanna til aö ræöa Schumanáætlun- ina svonefndu um samsteypu þungaiönaöar Vestur- Evrópu, gæti komiö saman í Fundurinn lítur svo á, að með setningu þessa ákvæðis um vinnutíma skrifstofufólks og fleiri, hafi verið brotið á- kvæði 35. greinar launalag- anna, og þar með virt að vett- ugi lagaákvæði, sem veitir B.S. R.B. rc> t til bess að fylgjast með fyrirætlunum rík'isvalds- ins, og hafi samtökum opin- berra starfsmanna með þessu verið sýnd Iltilsvirðing. Fundurinn vill og vekja at- hygli á, að með þeirri réttinda- skerðingu, sem felst í leng- ingu vinnutímans, er um öfug- þróun að ræða, gagnstæða því, sem gerist hjá öðrum stéttum þjóðfélagsins, auk þess sem lagalegur grundvöllur fyrir þessari ákvörðun er hæpinn, þar sem áðurnei'nd vinnutima ákvæði fjárlaganna virðist brjóta í bága við launalög. Fundurinn telur því, að íbefnt sé í fyllsta óefni hvað snertir sambúð ríkisvaldsins og ríkisstarfsmanna með fram- kvæmd svo hæpinna ráðstaf- ana, og felur stjóm bandalags- ins að gera enn eina tilraun til þess að ná samkomulagi um lausn málsins í samráði \ið stjórnir þeirra félaga, sem þetta mál varðar. Fundurinn skorar eindregið á sanllök opinberra starfsmanna að veita þeim, er ákvæðum þessum er ætlað að ná til, all- an þann stuðning í þessu máli, er þau mega“. Ólafur Björnsson forseti B.S. K.B. hai'ði framsögu í málinu. Var ræða hans sönnun þess að betri fulltrúa getur gengislækk- unar. >.jórnin ekki óskað sér að eiga í trúnaðart>löðu í B.S. K.B. Kjartan Ólafsson bruna- vörður taldi lengingu vinnutím- ans „sjálfsagðan þegnskap“. Magnús Jónsson frá Mel ræddi einnig mikið um „þegnskap“. Guðjón B. Baldvinsson, Ing- ólfur Jónsson, Hjálmar Jóns- son, Áki Pétursson o. fl. töldu þá aðferð ríkisstjórnar og Al- þingis að fyrirskipa opinberum starfsmönnum lengri vinmílíma án þess að láta svo lítið að ræða við þá, slíka, að ekki væri hægt að sætta sig við hana. EINN RÆÐUMANNA SAGÐI AÐ LOKINNI KÆÐU ÓLAFS BJÖRNSSONAR, AÐ SÉK FYNDIST ILLA HAFA TEKIZT VAL FORYSTU- MANNS B.S.R.B. OG KVÁÐU ÞÁ VIÐ HÚRRAHRÖP OG KLAPP I SALNUM. Hjálmar Jónsson flutti til- Iögu þess efnis að skriMufu- fólk fylgdi fyrri reglugerð um vinnutíma. Arngrímur Kristjáns son, varaforseti B.S.R.B. kvaðst ekki bera hana upp og flutti dagskrártillögu í því sambandi. Orðalági á tillögu Hjálinars var þá brpybi og hafði Pétur Pét- ursson orð fyrir þeirri breyt- ingu. , VAR DAGSKRÁRTILLAGA ARNGRÍMS FELLD MEÐ YFIRGNÆFANDI MEIRI- HLUTA ATKVÆÐA EN TIL- LAGA HJÁLMARS SAM- ÞYKKT MEÐ MEGINÞORRA ATKVÆÐA — GEGN AT- KVÆÐI FORSETANS, ÓLAFS BJÖRNSSONAR OG FYLGIS- MANNA HANS. tCúgunarkosning- ar í Japan Að áeggjan bandarísku her- námsstjórnarinnar beitti jap- anska 'afturhaldsstjórnin hvers kyns kúgunaraðferðum gegn kommúnistum í sambandi við kcsningar til efri deildar þings- ins, sem fram fóru í fyrradag. Voru fundir kcmmúnista bann- aðir, koE'nihgabæklingar og blöð gert upptækt og annað eftir því. Kjósa átti 132 efri- deildar þingmenn, helming þeirra, sem þar eiga sæti. Kosningaréttur til efri deildar- innar er takmarkaður og flokkaskipting þar önnur en í fulltrúadtildinni, fjöldi óflokks- bundinna manna og smáflokka. Úrslit kosninganna voru ekki kunn í gærkvöld. Brezka stjórnin neitaði boði Frakklandsstjórnar um að taka þátt í ráðstefnunni og kvaðst ekki geta gengið að því skil- yrði, að þurfa að lýsa yfir fyr- irfram, að hún væri fús til að setja brezka þungaiðnaðinn und ir stjórn óháðrar stofnunar. Brezkir þjóðarhags munir í veði Brezku borgarablöðin lýsa öll yfir samþykki við ákvörð- un Verkamannaflokksstjórnar- innar að neita að taka þátt í ráðstefnunni. Segja þau, að kola- og stáliðnaður Breta sé mikilvæguari liður í lífi þjóðar- innar en svo, að hægt sé að afsala yfirstjórn hans í hendur óviðkomandi aðila, sem allt sé enn í óvissu um hver verði og hvernig starfi. Hyggjast kalla Leopold heim Kaþólskir munu hafa fengið meirihluta í báðum deildum Belgíuþings í kosningunum í fyrradag. Á fundi í gær ákváðu foringjai þeirra að leggja fyrir báðar deildir frumvarp um að kalla Leopold konung heim. I neðri deildinni fengu kaþólskir 108 þingsæti, unnu 3, sósíal- demokratar 77, unnu 11, frjáls- lyndir 20, töpuðu 9 og komm- únistar 7, töpuðu 5. Kaþólskir fengu ekki fullan hejming greiddra atkvæða þótt þeir fái meirihluta á þingi. París um 20 júní. Brezka utanríkisráðuneytið tilkynnti í gær, að það væri að gera uppkast að afbrigði af Schumanáætluninni, sem Bretlandsstjórn gæti fallizt á. Brezka stjórnin lætur i ljósi von um, að hún sjái sér síðar fært að taka þátt í framkvæmd Schumanáætlunarinnar. Verkfall gegn kugimarlögum Allar jamhrautarferðir í Viktoríuríki í Ástralíu lágu niðri í gær vegna mótmæla- verkfalls starfsmannanna gegn frumvarpi áströlsku íhalds- stjórnarinnar um að banna starfsemi kommúnista. Stjórn sambands ástralskra námu- manna hefur tilkynnt, að hún muni, ef frumvarpið verður að lögum, biðja hæstarétt landsins að lýsa það stjórnarskrárbrot Vieí Minh lög- leiðir herskyldu Stjóm Viet Minh, sjálfstæðis hreyfingar Indó Kína, lýsti í gær alla karlmenn frá 16 til 55 ára aldurs herskylda í frelsis- baráttunni gegn nýlenduher Frakka. í fyrradag var mennta málaráðherranum í leppstjórn Frakka í Indó Kína sýnt bana- tilræði í Saigon, aðsetursstað fröijsku nýlenduherstjórnarinn- ar. Er tvísýnt um líf hans. Til- ræðismaðurinn komst undan.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.