Þjóðviljinn - 06.06.1950, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.06.1950, Blaðsíða 1
blÓÐVILJIN 15. árgangur. Þriðjudagur 6. júní 1950. 120. tölublað. tíj'-i&^k"'' Skógræktarferð í skálaitn í kvöld kl. 7 .stundvíslega. Þeir sem gcOa, hafi með sér litla reku. Skálastjórn. Almennúr launþegmfundur í B.S.R.B* mmmmw lengingu vinnutímans - lur skrifstofufólki beri að fylgja fyrri reglugerö telur lengingu wiinutímans brjóta í bág við launalögin — Felur stjórn B.S.R.B. að reyna að ná samkomulagi Almennur launþegafundur opinberra starfsmanna i gser- kveldi saniþykkti með meginþorra atkvæða — gegn atkv. for- seta bandalagsins, Ólafs Björnssonar og fylgismanna hans eftirfarandi tillögu: „Almemiur launþegaíundur innan B.S.R.B., haldinn í Iðnó 5. júní 1950, álítur að skrifstofu- fólki beri að fylgja þeirri reglugerð er sett var við afgreiðslu launalaganna 1945." Eftirfarandi tillaga var samþykkt með þorra atkvæða án mótatkvæða: „Almennur launþegafundur innan B.S.K.B. haldinn í Iðnó mánudaginn 5. júní 1950 gerir eftirfarandi ályktun: Fundurinu mótmælir þeirri ákvörðun meiri hluta Alþingis að bjóða með ákvæði í 19. grein fjárlaga þess árs, að vinr.u- tími skrifstofufólks og fleiri starfshópa opinberra starfsmanna skuli lengdur, svo og þeirri skýringu ríkisstjórnarinnar, að lenging vinnutíma sé skilyrði fyrir greiðslu launauppbóta, sem ákveðnar eru í sömu grein. í því sambandi bendir fundurinn á, að samkvæmt rillögum launalaganefndar var hækkun launa- stigans engu slíku skilyrði. háð, en þó hefir verið látið í veðri vaka, aC tillögur nefndarinnar hafi að öðru leyti legið til grundvallar þeim uppbótum, sem ríkisstarfsmönnum voru á- kveðnar. Fundurinn lítur svo á, að með setningu þessa ákvæðis um vinnutíma skrifstofufólks og fleiri, hafi verið brotíð á- kvæði 35. greinar launalag- anna, og þar með virt að vett- ugi lagaákvæði, sem veitir B.S. R.B. rOt til bess að fylgjast með fyrirætlunum ríkSsvalds- ins, og hafi samtöknm opin- berra starfsmanna með þessu verið sýnd lítilsvirðing. Fundurinn vill og vekja at- hygli á, að með þeirri réttinda- skerðingu, sem felst í leng- ingu vinnutímans, er um öfug- þróun að ræða, gágnstæða því, sem gerist hjá öðrum stéttum þjóðfélagsins, auk þess sem lagalegur grundvöllur fyrir þessarj ákvörðun er hæpinn, þar sem áðurnefnd vinnutíma ákvæði fjárlaganna virðist brjóta í bága ,við launalög. "Fundurinn telur • því> að ííefnt sé í fyllsta óefni hvað snertir sambúð rikisvaldsins og Tíldsstarfsmanna með fram- kyæmd svo hæpinna raðstaf- una, pg lelur stjórn bandalags- ins að gera enn eina tilraun tii þess að ná samkomulagi um lausn málsins í samráði við stjórnir þeirra félaga, sem þetta mál varðar. Fundurinn skorar eindregið á san.»jök opinberra starfsmanna að veita þeim, er ákvæðum þessum er ætlað að ná til, all- an þann stuðning í þessu máli, er þau mega". Ólafur Björnsson forseti B.S. K.B. ha'fði framsögu í málinu. Var ræða hans sönnim þess að betri fulltrúa getur gengislækk- unar.'.jórnin ekki óskað sér að eiga í trúnaðársfjöðu í B.S. R.B. Kjartan Ólafsson bruna- vörður taldi lengingu vinnutím- ans „sjálfsagðan þegnskap". Magnús Jónsson frá Mel ræddi einnig mikið um „þegnskap". Guðjón B. Bald vinsson, Ing- úlfur Jónsson, Hjálmar Jóns- son, Áki Pétursson ö. fl. töldu þá- aðferð ríkisstjórnar pg Al- þingis að fyrirskipa opinberum starfsmönnum lengri vinnu»: íma án þess að láta svo litið að ræða við þá, slíka, að ekki væri hægt a8 sætta sig við hana. EINN RÆÐUMANNA SAGÖI A© LOKINNI KÆÐU ÖLAFS BJÖRNSSONAR, Af> SÉR FYNDIST ILLA HAFA TEKIZT VAL FORYSTU- MANNS B.S.R.B. OG KVÁÐU ÞÁ VH) HÚRRAHRÓP OG KLAPP 1 SALNUM. Hjálmar Jónsson flutti til- Iögu þess efnis að skrifi'iofu- fólk fylgdi fyrri reglugerð um vinnutíma. Arngrímur Kristjáns son, varaforseti B.S.R.B. kvaðsf ekki bera hana upp og flutti ^agskrártillögu í því sambandi. Orðalági á tillögu Hjálmars var þá brey(>i og hafði Pétur Pét- ursson orð fyrir þeirri breyt- ingu. ¦¦¦*,: VAK DAGSKRÁKTILLAGA AKNGKÍMS FELLD MEÐ YFIRGNÆFANDI MEIRI- HLUTA ATKVÆDA EN TIL- LAGA HJÁLMARS SAM- ÞYKKT MEÐ MEGINÞORRA ATKVÆÐA — GEGN AT- KVÆÐI FORSETANS, ÓLAFS BJÖRNSSONAR OG FYLGIS- MANNA HANS. Atvinnuleysið að koma til járnsmiða: Um 20 mönnum sagt upp í Héðni Félög iðnaðarmanna hafa hvert af öðru undanfarið lýst því hvernig atvinnuleysið vofir yfir þeim og er þegar komið í stórum stíl. Nú er atvinnuleysið einnig að hef ja innreið sína í járniðnaðinum. S.l. laugardag var sagt upþ um 20 aðstoðarmönnum i sömu smiðjunni — HéCni. Á miðvikudaginn var hélt Félag járniðnaðarmanna fund og gerði þar samþyklitir er stjórninni var falið að birta, enn hefur ekki bólaff á birtingu þeirra, en vafalaust verður það gert bráðlega. '' Kúgunarkosning- ar í Japan Að áeggjan bandarísku her- námsstjórnarinnar beitti jap- anska rafturhaldsstjórnin hvers kyns kúgunaraðferðum gegn kommúnistum í sambandi við kcsningai' til efri deildar þings- ins, sem fram fóru í fyrradag. Voru fundir kcMnmúnista bami- aðir, kóE'ningabæklingar og blöð gert uppiækt og annað eftir því. Kiósa átti 132 efri- deildar þingmenn, helming þeirra, sem þar eiga sæti. Kosningaréttur til efri deildar- innar er takmarkaður og flokkaskipting þar önnur en í fulltrúadtildinni, fjöldi óflokks- bundinna manna og smáflokka. Úrslit kosninganna voru ekki kunn í gærkvöld. Ráðstefna um Schuman- áætlunina án þátt- i töku Breta *< Franskir embættismenn töldu í gær, aö ráðstefna fulltrúa ríkisstjórna Frakklands, Vestur-Þýzkalands, ítalíu og Beneluxlandanna til aö ræ'öa Schumanáætlun- ina svonefndu um samsteypu þungaiðnaSar Vestur- Evrópu, gæti komið saman 5 París um 20 júní. Brezka stjórnin neitaði boði Frakklandsstjórnar um að taka þátt í ráðstefnunni og kvaðst ekki geta gengið að því skil- yrði, að þurfa að lýsa yfir fyr- irfram, að hún væri fús til að setja brezka þungaiðnaðinn und ir stjórn óháðrar stofnunar. Brezkir þjóðarhags munir í veði Brezku borgarablöðin lýsa öll yfir samþykki við ákvörð- vm Verkamannaflokksstjómar- innar að neita að taka þátt í ráðstefnunni. Segja þau, að kola- og stáliðnaður Breta sé mikilvæguari liður í lífi þjóðar- innar en svo, að hægt sé að afsala yfirstjórn hans í hendur óviðkomandi aðila, sem allt sé enn í óvissu um hver verði og hvernig starfi. Brezka utanríkisráðuneytið tilkynnti í gær, að það væri að gera uppkast að afbrigði af Schumanáætluninni, sem Bretlandsstjórn gæti fallizt á. Brezka stjórnin lætur í ljósi von um, að hún sjái sér síðar fært að taka þátt í framkvæmd Schumanáætlunarinnar. Hyggjasf kalla Kaþólskir munu hafa fengið meirihluta í báðum deildum Belgíuþings í kosningunum í fyrradag. A fundi í gær ákváðu foringjai þeirra að leggja fyrir báðar deildir frumvarp um að kalla Leopold konung heim. I neðri deildinni fengu kaþólskir 108 þingsæti, unnu 3, sósíal- demokratar 77, unnu 11, frjáls- lyndir 20, töpuðu 9 og komm- únistar 7, töpuðu 5. Kaþólskir fengu ekki fullan hejming greiddra atkvæða þótt þeir fái meirihluta á þingi. Verkfall gegn kúgtmarlögum Allar jan:brautarferðir í Viktoríuríki í Ástralíu lágu niðri í gær vegna mótmæla- verkfalls starfsmannanna gegn frumvarpi áströlsku íhalds- stjórnarinnar um að banna starfsemi kommúnista. Stjórn sambands ástralskra námu- manna hefur tilkynnt, að hún muni, ef frumvarpið verður að lögum, biðja hæstarétt landsins að lýsa það stjórnarskrárbrot Vieí Minh lög- leiðir herskyldu Stjórn Viet Minh, sjálfstæðis hreyfingar Indó Kína, lýsti í gær alla karlmenn frá 16 til 55 ára aldurs herskylda í frelsis- baráttunni gegn nýienduher Frakka. 1 fyrradag var mennta málaráðherranum í leppstjórn Frakka í Indó Kína sýnt bana- tilræði í Saigon, aðsetursstað frönsku nýlenduherstjórnarinn- ar. Er tvísýnt um líf hans. Til- ræðismaðurinn-.¦¦. komst undan.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.