Þjóðviljinn - 06.06.1950, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.06.1950, Blaðsíða 7
f>riðjudagur 6. jútií 1950. - ÞJÓÐVILJINN Smáauglýsmgar KEtmsla Biéfaskóli Sósíalistaflokksins er tekinn til starfa. Fyrsti bréfaflokkur fjallar um auð- valdskreppuna, 8 bréf alls ca. 50 síður samtals. Gjalc 30.00 kr. Skólastjóri er Eíaukur Helgason. Utaná- skrift: 'Bréfaskóli Sósialista- clokksins Þórsgötu 1, Reykja vík. Kaup-Sala Kaffisala Munið kafflsölumt I Hafnarstræti 16. Kanpnm húsgögn, heimilisvélar, karl- mannaföt, útvarpstæki, sjón auka, myndavélar, veiði- stangir o. rn. fl. VÖRUVELTAN, Hverflsgötu 59 — Sími 6922 Karlmannaföt — núsgögn Kaupum og seljum ný og aotuð húsgögn, karlmanna- föt og margt fleira. Sækjum — Sendum. söLtrsKAiJOMsr Klapparstig 11. — Sími 2926 Nýegg Daglega ný egg soðin og hrá. i Kaffisalan Hafnarstrætl 16. Ullartnskm Kaupum hreinar ullartuskur. I Baldursgötu 30. Trjáplöntnr til sölu í Torgsölunni óðins- torgi. Einnig íjölbreitt úrval af fjölærum bJómum. Gerið inukaupin þar sem hagkvæm { ast er að verrla. Fasteignasölu- miðstöðin —Lækjargötu 10 B. —Símij 6530 — annast sölu fast- ] eigna, skipa, bifreiða ofl. j Ennfremur allskonar trygg-j ingar o.fl. í umboði Jónsj Finnbogasonar, fyrir Sjóvá-j tryggingarfélag Islands h.f.j j Viðtalstími alla virka daga j j kl. 10—5, á öðrum tÍTmim j j eftir samkomulagi. Vinna Viðgerðir á dívönmn og allskonar stoppuðum húsgögnum. Húsgagnaverksmiðjan, Bergþórugötu 11. Sími 81830. Þýðingar Hjörtur Halldórsson. Enskur dómtúlkur og skjalaþýðari. Grettisgötu 46. — Sími 6920. Ragnar Ölafsson hæstaréttarlögmaður og lög- giltur endurskoðandi. Lög- fræðistörf, endurskoðun fasteignasala. — Vonar- stræti 12. — Simi 5999. Saomavélaviðgerðir — Skrifstofuvélaviðgerðir. Syigja, Laufásvegi 19. — Sími 2656 Nýja sendibílastöðin ' Aðalstræti 16. — Sími 1395 Lögfræðistörf: Áki Jakobsson og Kristján Eiríksson, Laugaveg 27, 1. hæð. — Sími 145Í Rabbað við Emil Björnsson m/s „Gullfoss" fer frá Reykjavík 7. júní kl. 12 á hádegi til Leith og Kaup- mannahafnar. Pantaðir farseðl- ar skulu sóttir fyrir laugardag 10. þ.m. annars verða þeir selair öðrum. H. F. EIMSKIPAFÉLAG ISLANDS. ... : SKiPAUTGeRB RIKISINS Skotlandsferðir m/s Heklu Eins og áður hefur verið auglýst hefst 1. ferð Heklu frá Reykjavík til Glasgow laugar- daginn 10 júní kl. 12 á hádegi. Og þurfa væntanlegir farþegar að koma um borð kl. 11 f.h. Farseðlar verða seldir í skrif- stofu Skipaútgerðar ríkisins fimmtudaginn 8. júní. Sýna þarf vegabréf um leið og menn kaupa farmiða. Pöntunum á far miðum í allar ferðirnar er veitt móttaka daglega hjá Skipaút- gerð ríkisins. Þeir, sem kaupa farseðil fram og til baka með Heklu eiga kost á því að taka þátt í ferðalögum í Skotlandi á vegum ferðaskrifstofu ríkisins, og verða seldir farmiðar í þær ferðir í Ferðaskiifstofunni gegn framvísun farmiða með skipinu. Þeir, sem óska að flytja vörur með skipinu til Skotlands eða þaðan, eru beðnir að hafa sam band við skrifstofu vora sem fyrst. Frambald af 5. síðu. vangi. Eg lagði fyrir þig ýmsar spurningar í þessu sambandi og bað þig að hugleiða þær í einrúmi, því mér gat ekki kom- ið til hugar, að slíkt gæti orð- ið hlutleysinu ykkar þama í útvarpinu til nokkurs tjóns. Við erum sjálfsagt sammála um það, að það sé hollt og heilsusamlegt að hugsa málin í rólegheitum, jafnvel þótt við af einhverjum ástæðum sjáum ekki möguleika á því að hlaupa með niðurstöður hugleiðinganna í útvarp eða blöð. Eg get þessvegna fullvissað þig um, að ég hefði ekki hina minnstu löngun til þess, að þú lentir í gapastokk, eða upp- lifðir nokkrar andlegar píslir, vegna þess að þú brytir hlut- leysi útvarpsins fyrir mín orð. Mér fundust dagarnir dapr- ir síðari hluta langaföstunnar í vetur leið. Þá voru þeir bún- ir að fella gengið. Áburðurinn, sem ég hafði pantað á túnið mitt, átti að hækka um þriðj- ung og sýnt var að flest það sem lofað hafði verið til að milda gengisfallið, mjndi verða svikið. Alþingi hafði fellt að hækka örorkustyrk minn og ánnara öryrkja. Eg var því dálítið áhyggjufullur út af því hvernig mér myndi takast að fleyta mér og fjölskyldu minni áfram á sómasamlegan hátt. Ofan á allt þetta bættist svo það, að ég hafði hlerað, að tveir túgir manna hefðu verið dæmdir í tukthús á mjög vafa- sömum forsendum. Og þegar einu sinni er búið að setja brillur upp á réttarins nasir, svo að hann ekki fái rammað þann höggstað, er hann hefur tilætlað, eins og meistari Jón orðar það, þá veit maður aldrei hvar staðar verður numið og röðin kemur kannske að manni sjálfum áður en maður veit af. Slíkar voru nú búksorgir mínar í þann tíð, er þú flutt- ir prédikun þína um blaða- mennskuna. Og ég sem í einfeldni minni hafði haldið, að allir hugsandi menn hefðu svipaðar áhyggj- nr um þetta leyti, jafnvel þótt þeir væru ekki kommúnistar, hugsaði með mér, þegar ég heyrði þínar áhyggjur: Hver hefur sinn djöful að draga, Hinar hjartaskerandi útmál- anir þínar á skrifum blaðanna verkuðu á mig eins og skrítla eða góður brandari. Þar með varðst þú til að gera mér glatt í geði. Ég hefi stundum dálitla trú á guðlega forsjón. Eg hefi meira að segja uppgötvað einn dásamlegan eiginleika í fari skaparans, sem ekki er upptal- inn í Helgakveri og sem þið prestamir eigið svo hörmulega bágt með að köma auga á. Það er kýmnigáfa. Við rekum okkur svo þráfaldlega á það í lífinu, að inn í hinar alvarleg- ustu aðstæður fléttast vana- lega ýms brosleg tilvik sem dreifa áhyggjum okkar og stæln upp í okkur strákinn, svoÖað okkur finnst lífið til- breytingarríkt og fullt af dá- semdum, þrátt fyrir gengisfell- ingu, einstefnuakstur og atóm- sprengjur. Og nú ætla ég að segja þér nokkuð. Eg held, að drottinn hafi fengið þér ákveðið hlut- verk í hinu mikla sjónarspili tiíverunnar. Eg held að þér sé ætlað að koma fram á alvar- legum augnablikum og dreifá áhyggjum fólksins, með því að útmála einhver lítilf jörleg auka atriði af svo hjartaskerandi skopleysi, að það verki eins og skop á venjulega lífsþrej’tta, á- hyggjufulla menn og endur- verki þar með lífsgleði þeirra og dreifi áhyggjunum. Nú sé ég þig í anda, þar sem hárin rísa á höfði þíhu af hneykslan og forundran. Þú tekur þér í munn orð meistara Jóns og kallar þetta skammar- leg orð og fíflslegt hjal, sem kristnum sómir ekki. Og hver véit nema þetta sem ég nú síð- ast sagði sé allt út í bláinn mælt. Við mennimir vitum svo lítið um hinn æðsta tilgang, þegar allt kemur til alls. Mér hefur líka dottið i hug öhnur skýring á þessu fyrir- bæri, og Kún hefur þann kost fram yfir hina • fyrri, að hún er fullkomlega jarðnesk. Það var einu sinni gömul kona niðursetningur á bæ og átti þar frekar illt atlæti. En þótt hún yrði fyrir ýmiskonar að- kasti frá hús'Bændum sinum, bar hún aldrei af sér með einu orði til þess að spilla ekki heimilisfriðnum, að því er hún upplýsti. Húsbóndinn áfti tík. Og það var viss passi, að í hvert skipti sem kerling hafði orðið fyrir einhverju aðkasti frá húsbænd- um sínum, tók hún tíkina tali togaði í eyrun á henni og las yfir henni ailt það er hún vildi við húsbændurna mælt hafa og var það flest óþvegið. Getur nú ekki verið að eitt- hvað líkt sé ástatt fyrir þér? Myndi þér ekki standa hjarta næst að gugnrýna það sem af- laga fer í stjómarfari og rétt- arfari og spillingu þá sem þrífst í skjóli stjómarvaldanna, méðal hástétta þjóðarinnar? Þetta gerði meistari Jón á sinni tíð. Þessvegna skóp hann sér ódauðlega frægð. En þú þarft að halda frið við húsbændur þina, líkt og kerling. Þessvegna gengur þú ekki beint til verks; þú beinir máli þínu til óábyrgra aðila, líkt og þegar hún talaði við tíkina. Þegar þú talar um vankunn- áttu í faðirvori, ertu kannske að ráðast gegn hverskonar for heimskunar og múgsefjunar- starfsemi. Þegar þú deilir á sóðaleg blaðaskrif, ertu ef til vill að ráðast gegn hverskonar spillingu í réttarfari og stjórn- arháttum. Og þegar þú líkir gagnrýni minni á áróðuishœll- um útvarpsins við hitleriskan áróður, er leiði af sér einstefnu ákstúr og ofbeídi, órar þig lcáUnske eitthvað fyrir þvi hvert sá einstefnuaktur, sem hérlend stjórnarvöld hafa upp- tekið, muni leiða okkur. Að síðustu vildi ég svo segja ietta — 1 guðanna bænum haltu áfram að prédika. Ef þú • þorir ekki að ganga beint framan að ieim stóru, eins og meistari Jón, þá skaltu bara fara að eins og kerlingin, fara króka- leiðir. tala við tíkina og toga í eyrun á henni. I lok ræðu þinnar bauðst þú mér orðið, svo fremi þátturinn þinn yrði ekki dáinn áður en til kæmi. Hér með hefur þú mitt orð. Eg heimila þér að lesa þetta skrif upp á innlendum vett-. vangi, en þó að því tilskildu, að ekkert verði undan fellt. Fari hinsvégar svo, að þú óskir ekki eftir að notfæra þér þessa heimild, en hafir löngun til þess að tala eitthvað utan í mig í tiíefni af þessu skrifi, þá vóha ég aú Þjóðviljinn geri það fyrir mín orð að ljá slík- um línum rúm. Á hvitasunnudag, 1950. Skúlí Guðjónsson. Bæjarpóstnrinn Framhald af 4. síðu. víst satt, slíkt sístem skyldi þarna éngjinn nema sérfræðing- urihn sjálfur, en náunginn, sem stóð við hliðina á mér sagði, að það inyhtíi Vera sama sí- stémið og hotað væri á farþega deild EiiriSkipafélags íslands og á sínum tíma kénht við Hriflu- Jónas. Fóru menn nú að spyrja éftir félagsskírteinum í vissan flokk, hvort þau væru fáanleg á staðnum og svo framvegis. • Loks komst ég að. Þegar ég svo loksjns komst að, var allt búið á fyrstu sýn- ingúna, og íét ég mér nægja þá næstu. Þegar ég gekk út, leit ég við í dyrunum og sá ég þá að sérfræðingurinn var að endurskipuleggja forréttinda- röðina, því að nokkrir náungar þarna inni höfðu afþakkað for- réttindaboðið. — Piltur þessi kvað hafa kynnt sér biðraða- starfsemi' í Irlandi og víðar og mun hafa verið styrktur af menntamálaráði til námsins, enda kannski kirkjubókarskyld- ur Valtý og Vilhjálmur Þ. þó að svo hafi viljað til að hanu sé á andlegum fóðrum hjá FramsÖkn. — Og hæfir þar skel kjafti.“ Til

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.