Þjóðviljinn - 15.06.1950, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.06.1950, Blaðsíða 1
raosKakmoiBð Undanrásir voru íefldar ' gærkvöld í fjárum. riSljm. — I kvöld verður keppt til úrslita lóÐin u 15. árgangur. Fimn_Cudagur 15. júní 1950. ' Dagsbrúnarfundurinn i ISnó i fyrrakvöld: ATVINNUHORFUR VERKAMANNA G 128. tölublað. vinnu. Dagsbrúnaifundurinn í fyrrakvöld samþykkti einróma eftirfarandi: „Fundur í verkamannaíélaginu Dagsbrún, haldinn 13. júní 1950, telur að ásíand og horfur í atvinnumálum verkamanna séu nú uggvæn- legri en verið hefur um sama leyti árs í nærri heilan áratug. Fundurinn vill leiða athygli allra hugsandi manna að þeim voða sem er fyrir dyrum, ef atvinrmleysi verður hlutskipti verkalýðsins í þeirri geigvænlegu og vaxandi dýrtíð, sem nú er í larrdinu. Fundurinn telur, að valdhafar þjóð- arinnar, sem tekið hafa að sér að stjórna málefnum hennar, séu ábyrgir fyrir bví að hver vinnufær maður hafi næga atvinnu. Til að ráða bót á atvinnuástandinu, samþykkir fundurinn eftirfarandi: Bretar skammað- ir í USA og Vest- Blöð og stjórnmálamenn í Bandaríkjunum og á megin landi Vestur-Evrópu ráðast ó- vægilega á stefnuyfirlýsingu brezka Vefkamannaflokksins, þar sem þáttöku Bretlands í samandsríki Vestur-Evrópu er hafnað. Þingmenn í Washington kröfðust 'þess í gær hver um annan þveran, að Bretland yrði svipt allri bandarískri aðstoð. Sósíaldemókrataflokkur Frakklands ávitir í yfirlýsingu í gær - miðstjórn Verkamanna- flokksins, en lýsir .yf.ir að hann geti ekki stutt neina þá stef-nu, sem beint sé gegn Bretlaiidi. Brezk blöð leggja mörg á- herzlu á, að yfirlýsing Attlee á þingi.hafi sýnt, að stefna Verkamannaflokksstjórnarinn- ar sé allt önnur en stefná Verkamannaflokksin-s! Utanríkismálanefnd franska þingsins samþykkti í gær með 48 atkv. gegn 2 að ,þjngið skyldi ræða Schumanáætlunina um þungaiðnaðarsamsteypu í Vestur-Evrópu áður en ríkis- stjórriin geri nokkuð í málinu. Fréttaritarar segja að and^ staða gegn áætlun Schumans utanríkisráðherra fari vaxandi í öllum frönsku stjómarflokk- unum. MEIRI BYGGIN6AFRAMKVÆMDIR VERÐI LEYFÐAR 1. Að skora á rQusstjórnina, að leyfa mun meiri bygginga- framkvæmdir en nú er og beita sér fyrir slíkum fram- kvæmdum og stuðla að því að lánsfjárstofnanir þjóðarinnar styðji þær með hagkvæmum lánum. Ennfremur að öðrum atvinnuvegum verði séð fyrir nægum innflutningi svo at- vinnuleysi verði ekki af þeim sökum. LANDSMENN FAI MEIRA VERZLUNARFRELSI Að svo miklu leyti sem ríkisstjórnin treystir sér ekki til slikra framkvæmda af gjaldeyrisástæðum, telur fundur- inn rétt að veita landsmönnum meira frjálsræði en nú er til sölu á útflutningsvörum og innkaupa á efnivörum til atvinnuframkvæmda. 4. FL. M6TIÐ I gærkvöld héit áfram keppni í 4. fl« vormótinu. KE vann Víking.með 1:0. SOGSVIRKJUNIN VERÐI HAFIN 2. Að skora á bæjar- og ríkisstjórn að beita sér fyrir því,i að þegar í stað verði hafnar framkvæmdir við Sogs- virkjunina. BÆRINN FÍÖLGI í UNGLINGAVINNUNNI 3. Að skora á bæjarstjórn Beykjavíkur, að fjölga til mikilla muna í unglingavinnu bæjarins, þar sem atvinnuleysi ungl- inga er nú mjög alvarlegt. BÆIARSTIÓRNIN ÞARF ÞEGAR AB UNDIRBtJA ATVINNU NÆSTA VETUR 4. Að beina því til bæjarstjórnar, að gera nú þegar nauð- synlegar ráðstafanir með undirbúning verkefna handa at- vinnulaiisum verkamönnum á komandi hausti, þar sem ekki er annað sjáanlegt en að hér verði alvarlegt atvinnu- Ieysi, ef áfram heldur eins og nú horfir. BURT mm DTLENDA VERKAMENN AF KEFLAVÍKURFLUGVELLI! 5. Að allir ótlendingar í vinnu á Keflávíkúrflugvelli verði tafarlaust látnir víkja þaðan og Islendingum fengin störf þeirra. Skorar fundurinn á stjórn Alþýðusambands- ins að hefjast handa um að fylgja þessari kröfu verka-i lýðssamtakanna fast eftir." Dagsbrúnarmenn héldu fund í fyrrakvöld og ræddu atvinnumálin. Sigurður Guðnason formaður Dagsbrúnar talaði fyrst nokkuð um dýrtíðarmál en síðan Eðvarð Sig- urðsson, ritari félagsins, um viðhorfin í atvinnumálum hjá verkamönnum. Útlitið í atvinnumálum er uggvænlegra nú en það hefur nokkru sinui verið í sumarbyrjun í heilan áratug. Mikill fjöldi verkamanna hefur stopula og lélega vinnu. ; . Þeir sem enn vinna á svokölluðum föstum vinnu- stöðum búa við stöðugt öruggisleysi um að vera sagt upp þá og þegar. Atvinnuleysi er mjög stórfellt meðal unglingá. 17inna við byggingar er nú aðeins oröin svipur hjá sjón. Vinna við fjölda húsa hefur nú stöðvazt vegna efnisskorts og vinnu er ekki hægt að hefja við fyrirhugaðar byggingar af sömu orsökum, og yfir vofir að byggingavinnan stöðvist algerlega, þar sem stjórn- arvöldin hafa ekki leyft nema byggingu 60 íbúða í Reykja vík á þessu ári — og óvíst er hvenær efni veröur fáanlegt. l/"inna í iðnaðinum hefur einnig dregizt saman og vofa yfir uppsagnir og stöövanir sökum efnis- skorts og synjana á innflutningsleyfum til framleiðsl- unnar. '. 17inna á vélaverkstæðunum er einnig minnkandi og er táknrænt í þeim efnum að Héðinn, einmitt það verkstæðiö' er mest stóð undir nýsköpunarfram- kvæmdunutn* á árunum sem einokunarafturhaldið : var ekki einrátt um stjórn landsins — hefur nýlega sagt upp 20 mönnum, og fleiri uppsagna má vænta hjá vél- smiðjunum. 1/imia við höfnina hefur verið sæmileg undanfar^ð, aðallega yegna veiða togaranna í salt og innflutn ings á áburði, en nú er honum lokið og þegar vinnan við saltfisksuppskipun minnkar er alger ÓVISSA FRAM- UNDAN VIÐ HÖFNINA. vrinna hjá bænum er í svipuðu horfi og undanfarin ár, en gatnagerð verður þó væntanlega minni en undanfarin ár sökum skorts á malbiki o. fl. Verkámönnum er það fullljóst aö ofan á þann sam- drátt er orðiö hefur í verkamannavinnu bætist aukið framboð vinnuafls frá iðnaðinum og fl. greinum vegna stöðvunar og uppsagna. FRAMUNDAN ER ÞVÍ VAXANDI ATVINNULEYSI. Þetta er afleiðingin af stjórnarstefnu þríflokkanna, ríkisstjórnar auðmannastóttarinnar, á undanfömum ár- um. Með því að binda viðskipti landsins við auðvalds- löndin, kreppulöndin. er auk þess keppa um framleiðslu samskonar vara og íslendingar, hefur auðmannastétt- inni loks tekizt að skapa hér atvinnuleysi, — og er þetta þó aðeins upphafið á enn verra ástandi. Allar framkvæmdir hafa verið fjötraðar í einokunar- viðjar fámennrar auðmannastéttar. En þegar þríflokk- arnir voru að smeygja fjötrunum á þjóðina lofuðu þeir allt öðru. Með lögunum um fjárhagsráð — þetta ráð er bannar íslendingum að byggja yfir sig hús — er því fengið það verkefni að skipuleggja AÐ ÖLL FRAM- LEIÐSLUGETA SÉ HAGNÝTT TIL FULLS OG ÖLLUM VERKFÆRUM MÖNNUM TRYGGÐ NÆG ATVINNA. Verkamenn heimta nú efndir þeirra loíorða.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.