Þjóðviljinn - 16.06.1950, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.06.1950, Blaðsíða 6
6 ÞJÓÐVILJINN FÖstudagur 16. jání 1950. Jjrostl Ef hún þekkti Matthildi rétt, þá væri hújx faria eftir tíu mínútur. Hún fann hjartað berjast í brjósti 3ér og leit á klukkuna. Hálftimi ennþá. Hún reikaði um stofuoa, slétti úr púðunum í sófanum og færði til postulinsvasana á arinhillunni. Pípa Vincents. Hann hafði gleymt hennú Hún Iá hjá klukkunni á axinhillunni. Hún tók hana og horfði á hana. Anda'rtak varð hamingja hennar að víkja fyrir annárri sársaukafullri itilfinningu. Það var ekki hægt að haga sér svona gagnvart Vincent. Nú gat hún séð andlit hans fyrir sér, alvarlegt og góðlegt. Og hún fann, að hann átti annað betra skilið af henni en þetta. „Ég get ekki að þe3su gert“, hugsaði hún S örvæntingu. „Ég get ekki að þessu gert. Hann veit, að mér er þetta ekki sjálfrátt“, Einhver rödd lét til sín heyra í undirvitund hennar og hún bætti við: „En ég verð að segja honum af því“. Hún flýtti sér inn í skrifstofun, áður en rödd- in þagnaði, tók fram blað og penna og fór að skrifa. Kæri Vincent. Það er erfitt fyrir mig að koma orðum að því sem ég þarf að segja þér — „Nei“, sagði hún og reif blaðið í stmdur. Hún reyndi aftur. Ég vona að þú skiljir þetta, vinur. minn. Eg fer burt í dag. Eg verð farin, áður en þú kemur heim. Hún heyrði hurðarskell. Það var víst Matt- hildur að fara. Hún sat álút og horfði á orðin á blaðinu. Farin. Hvað þýddi það? Bjóst hún við, að Grid færi burt með hana? Lét hún sér detta í hug eitt andartak, að hann ætlaði sér það? Engar skýjaborgir. Hvaða ástæðu hafði hún til að halda, að hann hefði látið sér detta slíkt í hug? I gær hafði hún sagt við hann, að hún ætlaði að segja Vincent frá öllú saman, og hann hafði sagt — hvað hafði hann sagt? — „Láttu ekki eins og kjáni, Ríta“. Láttu ekki eins og kjáni, Ríta. Farðu ekki að láta eins og kjáni aftur. Honum geðjaðist að henni — elskaði hana jafn- vel á sinn kynlega hátt. En hann ætlaði að koma í dag, af því að Vincent var að heiman og vissi ekki neitt. Og hann kæmi aftur, þegar honum hentaði, af sömu ástæðu. „Og þetta er sannleikurinn", sagði Ríta ofsa- lega. „Guð fyrirgefi mér, en þetta er sannleik- urinn“. Hún reis upp frá skrifborðinu og sálarangist hennar var næstum óbærileg. „Einhvem veginn", hugsaði hún. „Einhvem veginn verð ég að finna leið út úr þessu“. Og hún bætti við í örvílnun: „Hans leið“. Hún mundi. eftir heimsókn sinni í ibúð hans í gær. Var ekki lengra síðan en í gær? Henni fannst óralangt síðan. Hann viðurkenndi hrein- skilnislega að hann hefði fómað henni án þess að hika fyrir starf sitt. Hvaða ástæðu hafði hún til að ætla, að hann gerði það ekki aftur? Þannig talaði hugur hennar, en ást hennar bægði burt öllum rökum. Það var engin ástæða til MICHAEL SAYERS OG ALBERT E. KAHN mms m STÓRMERK BÓK" — Joseph E. Davíes fyrrum sendiherra Bandarikjanna x Sovetnkjunum BÓKAÍTGÁFAN NEISTAR Þórsgötu 1 í þessari bók, sem byggð er á hinum öruggustu heimildum, er rakið í ítarlegu máli hið kald- rifjaða samsæri auðvaidsríkjanna gegn Sovét- ríkjunum allt frá stofnun þessa fyrsta verka- mannaríkis og fram í hið svo nefnda kalda stríð nú eftir heimsstyrjöldina síðari. Þar er ekki aðeins skýrt frá helztu atburðum þeirfar sögu svo sem innrásarstyrjöldum, uppreisnar- tilraunum, áróðursherferðum o. s. frv., heldur einnig mönnunum, sem á bak við stóðu, ráða- bruggi þeirra og leynifundum, og heimildar- menn eru að mestu leyti þátttakendur sjálfir. Höfundarnir eru amerískir rithöfundar, sem þegar eru orðnir heimskunnir fyrir rann- sóknir sínar á leyniþjónustu og landráðastarf- semi. Á stríðsárunum stóðu þeir framarlega í baráttunni gegn undirróðri og skemmdar- starfsemi Þjóðverja og Japana í Bandaríkj- unum. SAMSÆRIÐ MIKLA GEGN SOVÉTRÍKJ- UNUM er í senn spennandi bók aflestrar og hið traustasta og nauösynlegasta heimildar- rit. JOSEPH E. DAVIES, hinn kunni banda- ríkjamaður, er var sendiherra í Moskvu á árunum fyrir stríð, segir í bréfi til höfund- anna að loknum lestri bókarinnar: „Ekkert er þýðingarmeira friðnum en að almenningur fái vitneskju um þær staðreyndir, sem upp á síðkastið hafa rétt lætt grun Sovétríkjanna í garð Vestur- veldanna. .Bókin er tæmandi aö heimild- um einmitt um þetta. Sú er von rnín að öll bandaríska þjóðin lesi þessa bók.“ Það er og von útgefanda, aö íslendingar eigi hægara mfö aö gera sér grein fyrir eðli „kalda stríðsins“, er þeir hafa kynnt sér upp- lýsingar þessarar bókar. Verð békanimar er 35 kr. óbGndin og 50 kr. í bandi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.