Þjóðviljinn - 25.06.1950, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 25.06.1950, Blaðsíða 8
Fundur Kvenréftindafélags íslands og Bandalags kvenna i HÍNN 21. jání s.i. var haldinn almennur kvennafundur í Iðnaðarmannahúsinu í Reykjavík, að tilhlutun fuiltrúaráðs Kvenréttindaféiags Islands og Bandalags kvenna í Reykjavík. Á fundinum \oru rædd tryggingarmál, atvinnumál kvenna og viðskipta- og verzlunarmál. Á fundinum voru bornar upp tillögur í trygginga- og atvinnumálum, 'er ræddar hafa verið á fulltrúafundi Kven- réttindafélags Islands. í við- skipta- og verzlunarmálum voru bornar upp tillögur frá stjórn Bandalags kvenna í Reykjavík. Voru tillögurnar all ar samþykktar breytingalítið. Þær voru á þessa leið: — Mæðralaun verði lögíest á næsta þingi. I. Fundurinn skorar eindreg- ið á Alþingi og ríkisstjóm að lögfesta þegar á næsta þingi á- k\ræði um mæðraiaun. Ennfremur lýsir fundurinn yfir fullum stuðningi sín- um við aðrar samþykktir full- trúaráðs K\enréttindafélags ís lands í tryggingamálunum. Rannsókn á réttarstöðu og atvinnuskilyrðum kvenna. II. a) Fundurinn skorar á rík ísstjórnina að skipa nú þegar nefnd til rannsóknar á réttar- •stöðu og atvinnuskilyrðum kvenna samkvæmt þingsálykt- 1un frá Alþingi 29. marz 1950. Sé sú nefnd skipuð bæði konum •og körlum. Telur fundurinn æskilegt, að í nefndinni eigi sæti konur frá Kvenréttinda- félagi íslands, Bandalagi starfs manna ríkis og bæja og Alþýðu sambandi Islands. b) Fundurinn skorar á öll kvenfélög landsins að fylgjast vel með öllum þeim frtunvörp- um, um réttindi kvenna, sem fram kunna að verða borin á Alþingi og með félagssam- þykktum og öðrum störfum að vinna að því að slík frumvörp verði samþykkt. óskemmd matvara — aukinn sykur- skammtur. III. a) Fundurinn krefst þess að úr því að nnnt er að veita gjaldeyri og leyfi til skemmti- ferðalaga erlendis og til inn- flutnings ónauðsy.ilegs varn- ings, svo sem dýrra einkabif- reiða, sé séð um, að alltaf fá- ist í verzlnnum óskemmd mat vara, sem telja verður ómiss- andi heilsu og hreysti þjóðar- innar, svo sem kartöflur, lauk ur, sítrónur og þurrkaðir á- vextir alls konar. Ennfremur krefst fundurinn þess, að stórlega sé.ankinn syk urskammtur heimilanna að sumrinu, svo að hægt sé fyrir þau að hagnýta ber og rabar- bara til sultu- og saftgerðar. Kröfu þessa byggir fundurinn á þeirri staðreynd, að brauð- söluhús fá nægilegan sykur til þess að hafa jafnan sretar kök- ur á boðstólum, og \erk- smiðjur virðast jafnan hafa nægan sykur til að framleiða sultu, sykurvatn, sætindi og gosdrykki. Telur fundurinn ai- gerlega óviðunandi, að heim- ilin fái ekki sjálf að framieiða það, sem þau geta og vilja af varningi þessum. Hagkvæmari innkaup á veínaðarvörum. b) Fundurinn vill beina þeim tilmælum tii vefnaðarvörukaup manna, að þeir hagi innlcáup- um sínum þannig, að flónel, tvisttau, lérept, lakalérept og dúnhelt lérept, ennfremur hand klæðadreglar og eldhúsþurrkur í metrum, svo og allar smávör- ur tilheyrandi saumaskap, verði jafnan látnar sitja í fyrirrúmi fyrir tilbúnum fatnáði, einkum þeim, sem áuðvelt er að fram- leiða á heimilunum sjálfum. Ennfremur skorar fundnrinn á vefnaðarvörukaupmenn, að þeir beiti áhrifum sínum: til þess að fá Fjárhagsráð og önn- ur stjómarvöld til þess, að áuka innflutning vefnaðarvöru, og þá einkum framangreinda vörufiokka, að miklum mun frá því, sem verið hefur Eins o.g kunriugt er, hefur um langt skeið verið tilfinnan- legur skortur á allri metra- vöru, smávöru, og uliargami í verzlunum bæjarins, svo að ekki hefur verið unnt að afla efnis í nauðsynlegasta barna- fatnað, sængurfatnað eða svunt ur, hvað þá borðdúka eða aðr- ar vörur, sem húsmæðumar geta og eru vanar að sauma sjálfar. . * • Innflutningur vefnaðar- vara verði aukinn. c) Fundurinn skorar fastlega á Fjárhagsráð að auka innflutn ing á vefnaðarvöru að miklum mun frá því, sem verið hefur iindanfarin ár. Einkum leggur fundurinn áherzlu á, að Fjár- hagsráð tryggi, að verzlanir hafi jafnan fyrirliggjandi birgð ir af hvers kyns vefnaðarvöru, ullargarn! og smávöru, sem nauðsynleg er til þeirrar fata- og sængurfaiagerðar, sem heim ilin eru fær um og vön að ann- ast sjálf. d) Fundurmn skorar á inn- flutningsyfirvöldin, að sjá um, að jafnan sé flutt inn efni til íslenzka þjóðfcúningsins, svo að þær konur, sem þess óska, geti haldið honum við eða tekið hai?a upp. Auk þess að hér er um þjóðræknismál að ræða, er íslenzki búningurinn miklu ó- dýrari í notkun er til lengdar lætur en annar kiæðnaður. ^erðlagseftirlitið aukið og bætt. e) Fund'urínn beinir þeirri eindregnu ásKorun til ríkis- stjórnarinnar, að tekið verið upp stórum öflugra verðlagseft irlit en nú er á öli'um þeim sviðum, sem kostur er á. Ennfremur krefst fundurinn þess, að konur séu látnar taka að sér verðlagseftirlit í þeim greirium, sem sérstaklega eru tengdar heimilurium, svo sem á tilbúnum fatnaði, greiðasölu og tilfeiddum' mat í \erzlunum. Framhald á 4. siðu 551 leimur i Bók um oitt alvarlegasta vandamál nútímans FYCIFv NÓKKRU kom hér út merk bók. Ilcimur á heljar- þröm, eftiir bandarískan náttúrufræðing, Fairfield Osborn. Hef- ur Hákon Bjarnason þýtt bókina samkvænÁ tilmælum land- græðslusjóðs. Eini bókarinnar er eitt alvarlegasta vandamál ‘hútímans, jarðvegs- og gróðureyðing um heim allan, en hún er víða komin á það fiugstig að til stórko. ' legra vandræða horfir. I eftirmála segir þýðantlinn ni.a: „Tvær ástæður réðu því að hugsunar á því, hver endirinn ég þýddi þessa bók. Önnur á- stæðan er að bókin ræðir mál, sem varðar framtið alls mann- kynsins á jörðu hér og snertir því jafnt menn um heim allan, hvort heldur þeir eru íslending- ar eða Ástralíunegrar. Hin er sú að þetta vandamál alls mannkynsins er jarðvegs- og gróðureyðing um heim allan, en það hefur nú orðið mitt hlutskipti hér á landi að vara menn við áframhaldandi rán- yrkju og reyna að spyrna fæti við eyðingu og uppblæstri lands. Bók þessi sýnir svo ljóst sem verða má í stuttu máli, að jarðvegseyðing er ekki einstakt fyrirbrigði, sem til er aðeins í fáum löndum, heldur er hún hættulegt alheims fyrir- brigði, sem víða er komin á það flugstig, að til stórra vandræða horfir. Af þessari or- sök á bókin mjög mikið erindi til okkar Islendinga, því að hún getur vakið menn til um- verði fyrir land og þjóð svo framarlega að menn geri ekki meira en gert hefur verið til þess að bæta úr því tjóni, sem hér hefur orðið á landi og gróðri. Höfundur bókarinnar er Bandaríkjamaður, Fairfield Osborn að nafni. Hann er dýra fræðingur að mennt- og hefur verið forseti dýrafræðifélagsins í New York um skeið, en sú, stofnun er ein hin-stærsta og merkasta í heimi í sinni röð. A frummálinu lieitir bókin „Our Piundered Planet“ og kom hún fyrst út í marz 1948. Síðar hefur hún verið endur- prentuð og. þýdd á f jölda tungu mála. Hún hefur vakið feikna athygli um heim allan, senni- lega meiri athygli en nokkur önnur bók hin síðari ár.“ Heimur á heljarþröm er 190 bls. og gefin út af prentsmiðj- unni Odda. Aðalfundm Nordisk Andelsforbnnd: Komu norrænna sanmiuiieÉoga fagnað Erlendu fulltrúamir í Norðurlandsför Aðalfundur Nordisk Andelsforbund (sambands norrænna samvinnusambanda) hófst hér í Reykjavík í gær. I fyrradag var komu fulltrúanna frá hinum Norðuriöndunum fagnað með Jónsmessuhátíð á Þingvöllum. Dönsku fulltrúarnir voru þá að visu flestir ókomnir hingað, en væntanlegir með Drottning- unriL Jórismessuhátíð samvinnu- manna á Þingvöllum hófst með því að gengið var á Lögberg og flutti Kristján Eldjám þjóð- minjavörður þar 'erindi um hinn helga óg sögufræga stað, en Albin Johannsson, formað- úr sambandsins, þakkaði. Eftir að gestum hafði verið sýndur staðurinn, var sezt að veizluborðum í Valhöll. Vil- í, hjálmur Þór, förstjóri SÍS, bauð gesti veikorana, en síðan töluðu þeir Hermann Jóöasson, land- búnaðan-áðherra og Bjöm Ól- afsson verzlunarmálaráðherra. Þá söng átta manna kvartett nokkur lög, undir stjórn Halls Þorleifssonar. Síðan fluttu er- lendu gestimir ávörp, einn frá hverju landi, en viðstaddir sungu þjóðsöng viðkomandi lands að loknu hverju ávarpi. Þökkuðu hinir erlendu fulltrú- ar fyrir alúðlegar móttökur og báru fram ámaðaróskir sínar, samvinnuhreyfingunni til handa og allri þjóðinni. Einar Krist- jánsson, óperusöngvari, söng þama nokkur lög, en dr. V. Urbantschitsch annaðist undir- léik. Var listamönnunum ákaft fagnað, og söng Einar nokkur aukaiög. Á lítilli grasflöt við hótelið sýndi flokkur úr Ungmennafé- lagi Reykjavíkur ísl. glímu, undir 3«6n. Lírusar Sa.omons jjjjjjjgu kjÓðanna sonar, en Helgi Hjorvar sagði FJ eriendu gestunum frá uppruna og þróun glímunnar. Að glímu- sýningunni lokiiini sýndi viki- vakaflokkur úr UMF Reykja- víknr, unðir stjóm Júlíu Helga dóttur. Áður en hátíðinni lauk sungu áttmenningamir enn nokkur lög og að lokum flutti norskisendi herrann, Andersen Rysst, þakkarorð. Aðalfundur Nordisk Andels- forbund var svo haldinn í gær, en í morgun lögðu fulltrúamir af stað til Norðurlands í bif- reiðum. Á morgun fara þeir að Mývatni, en á þriðjud. skoða þeir verksmiðjur SlS og KEA á Akureyri og koma flugleiðis til Reykjavíkur um kvöldið. Að lokum sitja fulltrúamir sam- sæti í Sjálfstæðishúsinu á mið- vikudagskvöldið. Námskeið um starfsemi Sam- Dagana 18. sept. til 11. nóv. _ 1950 verður haldið námskeið í Lalce Success um starfsemi Sameinuðu þjóðanna. Námskeiðið er aðallega sétl- að embættismönnum og öðrum starfsmönnum hins opinberra. Utanríkisráðuneytið veitir nánari upplýsingar. Umsóknar- frestur er til 20. júlí. (Frá utanrikisráðuneytinu).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.