Þjóðviljinn - 27.06.1950, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.06.1950, Blaðsíða 5
5 lagyr 27.' jání ' 1950. ÞJÓÐV I.'L J 1 M N ISLAND MÁ EKKI Sú jörð sem við stöndum á,kvað við aftur hljómur íslands- sá f jallahringur sem lykur um okkur, þær minningar sem eru tengdar þessum stað, sú að- staða sem iand vort er nú í, sú ‘æska sem hér er komin til móts kveður mig að tala til ykkar eingöngu um það dýr- asta og helgasta: hvernig verja skal með einurð og hugrekki frelsi, hagsmuni, heiður eg líf Islands. Hér, á Þingvöllum, að Lög- ibergi, enduiTeisti íslenzka þjóð- in lýðveldi sitt í barnslegum saélum fagnaði — fyrir sex árum. Skáldsaga og leikrit eftir Laxness ber nafnið íslands- klukkan sem ykkur er ekki ókunnugt. Þar gerist í upphafi að kóngsböðuilinn á Bessastöð- um lætur fangann Jón Hregg- viðsson höggva niður kiukkuna fyrir gafli Lögréttuhússins á Þingvöllum eftir kommgsskip- ari, brjóta hana og flytja á burt. Gamall fátækur Þingvalla bóndi viðistaddur mótmælir, ber fram rök feðra sinna sem búið höfðu innar og innar í Blá- skógaheiðinni, eiaföldu einarð- legu máli, segir: Þetta ér klukka landsins. Þes-sa klukku má ekki brjóta, það má ekki flytja liana í Hólmskip. Hún hefur fyigt alþingi við Öxará síðan það var sett.... Lögréttuklukkan er lífs- og frelsisteikn. Islendinga, uppi- haídsteikn þjóðarvúrðingar. Skáldverk Halldórs gerist á ofanverðri 17. öld og öndverðri hinni átjándu. Við stöndum þar í miðri áþjánarsögu íslendinga, þjóð grafin i einokun, örbirgð og niðurlægingu, þjóð í lífs- háska, nær komin því að verða raunverulega sjálf flutt úr landi burt, stofninn höggvinn niður til hálfs, kjörin slík að við höfum ekki hnvndunarafl til að gera okkur grein fyrir þeim. En þó, þrátt fyrir allt, harka, afl og ljós menntunar sem hélt lífi þjóðarinnar uppi. I aldarmyrkrið hcggvið sverði einurðar, hugrekkis og vits unz bjarmaði himinn af Iogum frelsissóknar og hug endur- reisnar. Rödd Þingvallabóndans er tákn mótmæla er þjóðin lét ekki nokkru sinni niður falla gegn hinum erlenda ágangi. Og eftir því sem fjötrana herti því harðari urðu mótmælin og einarðari, og þekking varð og skilningur á frelsiskröfum ann- arra þjóða eftir atburðina miklu, stjómarbyltingima á Frakklandi 1789, júlíbyltingima 1830 og loks febrúarbyltinguna 1848. Við rödd hins einarða fátæka bónda úr Bláskóga- lieiðinni bættust hinar fjöl- mörgil þeirra manna sem öðl- azt hafa eilíft líf í þjóðarsögu Islendinga fyrir því að þeir höfðu áræði, hugi’ekki og skiln ing, þeirra sem tóku að sér forystuna í sjálfstæðisbarátt- unni, Eggert, Skúli, Baldvin, Jón Eiríksson, Bjami, Jónas, Fjölnismenn allir, unz alda reis af öldu og Jón Sigux-ðs- son hóf sína einörðu vitru sókn, stóð upp á þjóðfimd- inum fræga 1851 c.g mót- mælti erlendu ofbeldi svo undir var tekið einum rómi: vér mót- mælum allir, og frelsiskröfur Islendinga bergmáluðu frá strönd til dala, þar til sá dagur rann upp hér á Þingvöllum fyrir sex árum að lýst var. yfir algerú fullveldi Islands, yfir stofnun’ lýðveldis á íslandij að klukkunnar fomu. Þessa klukku má ekki brjóta, hafði Þingvallabóndinn sagt í nafni sögu og þjócar. Skáldið sem lagði honum þessi orð í munn stóð við Öxará 17. júní 1944 og kvað: Kátt tók að klíngja og fast klukkan sem áður brast, alskærum ómi sló út yfir vatn og skóg. Smáþjóð sem þrautseig hafði staðið á rétti sínum öld fram af öld án þess að gefast upp, þjóð sem ótrúlega hluti hafði orðið að þola fyrir glæp einnar kjmslócar, hafði sigur unnið. Með því móti einu að þekkja Islandssöguna að innstu rótum, vita hvað þjóðin varð að þola og reyna, hverju að fóma, hve heitt og lengi liún’ hafði þráð að verða frjálg er unnt að skilja hvað fólst í sigrinum 17. júní 1944. Mcr er ógleym- anlegt er við gengum á Lögberg þann dag, sú helga stund, eins og djúpar bylgjur, þungir straumar sögu, minninga og gengis á við hverja þjóð sem er. Þjóð sem um skeið var beygð lágt í duftið vegna er- lends tilverknaðar hafði hafizt til jafns við þær sem bezt eru mannaðar. Við höfðum enga ástæðu, þótt fáliðaðir séum, til að meta okkur öðrum lægri. Fromganga okkar gekk reyndar æííntýri næst, sem og lífs- raun okkar, sem öll saga vor. Þetta er nauðsynlegt að við vitum, gerum o&s Ijósa skarp- lega groin fyrir, þekkjum þjóð- Iegan styrk vorn, afl og Ijós manndóms og listar, vald okkar og þar með ábyrgðaxhluta í heixninum, stöðu okkar sem sjálfstæð þjóð. Hver fú aumk- unarrödd sem telja vill okkur trú um að við scum lítilmagnar, geíum ekki staðið á eigin fótum, séum komnir upp á náð annarra, er ósör.n. Hvað hefði Jón Sigurðsson, hvað hefði Einar Benediktsson sagt nm slíka firru, slíka lýgi, slíka svikahugsun við sjáiían sig? Var þá rneð lýðveldisstoínun- iimi lítið unnið? það, heldur stofnað að nýju frelsi- þjóðarinnar, og ekki að- eins- frelsi, heldur lífi hennar og tilveru í voða. Það var gefið mál að hættur hlutu að bíða lýðveldisins. Við vissmn það. fyrir, sósíalistar. Þegar lýðveldið var stofnað sa.t erlendur her í landi. Meðan auðvald ríkir eru smáþjóoir í hættu, hljóta styrjaldir að ógna. Einar Olgeirsson minnti á það í ræðu sinni við stjórnar- ráðshúsið 18. júní 1944. fia.m sagði: ,,Þóð kann að virðast glæfrc- spil að skapa litla lýðveldið okkar vopnlaust og vamar- laust í veröld grárri fyrir járn- um, en vér erum staðráðnir i að tryggja raunhæft þjóðfrelsi vort engu að síður. Vér sköpum þetta lýðveldi í trúnni á, að sú stund sé ekki fjarri að friðurinn, mannrétt- indi og þjóðfrelsið sigri i heimhium og tryggi smáþjóð sem vorri réttinn til að lifa frjáls og farsæl. .. . “ Hann sagoi einnig: mess £. Andréssonar á Jóns• S sósiallsta á Þingvöllum fyrirheita hæfu þennan atburð, sögu þióðarinnar og líf manns sjálfs í æðra ljós og siægi á allt nýrri biríu. Og svo stöndiim við hér í dag, sex ’ árum síðar, með Keflavikui’hcrstöðina, marsjall- fjötrana og atiantshafasáttmál- ann, hvorki sjálíum oss ráðandi um viðskipti, atvinnufram- kvæmdir né gengi íslenzku krónunnar, með landsfrelsið skert, bundnir í hemaðarfélag nýlenduhaldara, á þingum við kaupmenn dauðans um hag- nýtingu íslands í næstu heims- styrjöld undir merkjum hinnar bandarísku helsprengju. Og við fáum okkur varla til að trúa því hvar komið er málum okk- ar, höfum í rauninni ekki ímynduna.rafl til að skjmja það sem þó gerist fyi-ir' sjálfum augum okkar. Hver er hljómur Islands- klukkunnar í dag? Éftir allt sern farið hefur svo hraparlega í höndum eru margir sem draga 1 efa gildi þsss dags fyrir sex árum, þegar lýðveldið var stofnað, og spyrja: Erum við betur staddir en'ácur? Hér er hugarveiklun og undansláttur sem gjalda þarf varhuga við^ Hvað gerðist 17. júní 1944 ? Þ jóðin heimti • lífs- rctt sinn, lúnn heilaga frúm- rétt. hverrar þjóðar að vera frjáls og fullvalda. Hún fékk þann réétt hátíðlega viðurkennd an af öðrum ríkjum. Hún tók loks utanríkismál og alla stjóm í sínar hendur, hún varð hlut- geng til jafns við hverja frjálsa þjóð aðra. Hún hefur á þingi sameinuðu þjóeaima atkvæði á við Bandaríkin, Ráðstjómar- ríkin, hvaða þjoð sc.m er, stóra eða sináa. Á grundvelli þe~sa réttar fékk hún, en fvrr ekki, ráðrúm til aó njóta sin. Loks hafði slegið stúnd' íslands. Á- stæðan til að fagaa lýðveldinu var einsæ. íslendingar höfðu með þrautseigri þjóðei-nislegri baráttu, með hámenningu sinni fornri og nýrri, heimsfrægri sagnalist, afrekum og gáfum únnið til sjálfsstjórnar og hlut- Stjórnarfarslcga var allt unnið. Okkur voru lögð upp í hend- ur tækifæri tii að eíla hagsæld íslands, framfarir og menningu og til að láta af okkur leiða ómetarJegt til góðs. Einmitt vegna þess að við erum smá- þjóð. Einmitt vegna þess að við höfum reynslu nýlendu- þrælkunar. Vic hlutum vegna eigin raunar að skilja þær þjóð- ir 'Sem enn háðu sömu baráttu sem við höfðum gert fyrir lífi og frelsi, hlutúm að vera kjörn- ir til ao verða einarðir skiln- ingsgóðir málsvarar réttlætis og jafnréttis. Og þar sem við höfðum öldum saman verið friðsöm þjóð, aldrei gengið á hlut neinnar annarrar, bárum skjöld vom óílekkaðan blóði, hlutum við sérílagi að vera sjálfkjömir verjendur friðarins í heiminum. Ég endurtek: Okkur voru iögð upp í hendur mikilfengleg tækifæri. Einmitt í Ijósi hinna glæsi- legu möguleika sem íslending- um gafst með lýðveldisstofnun- inni cr svo harmsárt að vita hvernig málum er komið eftir ein sex ár. I stað þess að liag- nýta. sc r frelsisaostöðu Islands hefur tækifærunum verið sleppt, hverju og einu, sem stjómendur þessa lands hafi engan skiln- ing haft á hvaða vald við fengum í hendur, eins og þeirn Iiafi ekki verið sjálfrátt. Ég tala ekki um hér hvemig farið hefur verið með fjárhagsað- stöðu íslands, markaðsmálin og gengi krónunnar, heldur sjálfa frelsisaðstöðuna sem er upphaf og kjarni þessa alls. Smáþjóðin sem á allt vald sitt og líf fólgið í frelsinu og friðnum, hefur verið látin leigja land til hern- aðaraðgerða, til árásarfyrir- ætlana á aorar þjóðir, og ekki aðeins það, heldur gerð að þátttakanda í undirbúningi nýrrar glæpsamlegrar heims- styrjaldar. Þar ineð hafa þeir niðurlægt okkur og flekkað nafn íslands í áugum allrar heimsalþýðu, en - ekki aðeins „Gamla lýðveldið okkar var skapað af höfðingjum, — og vcldugustu höfðingjarnir tor- tímdu því. Það eruð þið, fólkið sjálft, sem hafið skapað nýja lýðveld- ið okkar. Frá fólkinu er það komið, fólkinu á það að þ.jóna og fólkið verður að stjóma því, vakandi og virkt, ef hvo'r- tveggja, lýðveldinu og fólkinu, á að vegna vel.“ Mér leyfist kannski einnig ao minna ykkur á greinar sem ég skrifaði i Tímarit Máls og menningar sumarið 1944 eftir lýðveldisstofnunina. Ég benti þar á þá baráttutíma sem yfir stæðu milli auðvaldsstefnu og sameignarstefnu, og sagði: „Meðan þetta tímabil varir getur engin þjóð verið örugg um frelsi sitt. Auðvaldsstefnan er frá rótum byggð á sam- keppni, samkeppni einstaklinga, samkeppni auðhringa, sam- keppni ríkja. EðU hennar er strið, allra við alla, er hefst á stríði milli einstaklinga, endar í heimsstyrjöld, hverri ofan í aðra, meSan til eru nægilega voldugar auðvaldsþjóðir, sem þeirri styrjöld fá hrundið af stað. Og meðan svo er eiga smáþjóðir eins og Islendingar ( alltaf á hættu, að frelsi þeirra 1 verði ’ rænt eða skert á marg- víslegan hátt.“ Þetta nægir til að sýnn no okkur sósíalistum var liórt þegar lýðveldið var stofnao r.Ú við gátum búizt við erlendum yfirgangi. Og var þó kjarn- | orkusprengjan, sem hleypti | auðvaldinu í nýjan djöfulham, þá ekki fundin til að ógn'a rneð lífi þjóðanna. Fyrr en þó flesta varði var af erlendu stórveldi, stærsta auðvaldsríki nútímans, seilzt eftir landsréttindum á íslandi. Aðeins ár var liðið frá stofnun lýðveldisins þegar Bandaríkin gerðu kröfu til þriggja her- stöðva. En hvaða ástæðu hafði hið nýfædda frjálsa lýðveldi til að glúpna fyrir því? Það hafði ekki hina minnstu ástæðu. Það var hraparlegt vanmat á styrk þess, á hinni nýju aðstöðu sem sjálfstæðið veitti, á nýfeng inni viðurkenningu allra stór- þjóða heims að láta undan fyrir slíkum frekjulegum, ó- svífnum kröfum við minnsta smáríki veraldar sem hlutu er cpinberar urðu að vekja lineykslun allra þjóða og brenn andi samúð með yngsta lýð- veldi heimsins. En í stað þess að segja ákveðið eg afdrátta- laust nei, eins og við sósíal- istar vildum og gerðum, valdi meirihluti alþingis hina einu ófæru Ieið: að láta undan. Hversvegna: elcki aðeins vegna þess að hér var auðstétt með samíléttaða hagsmuni viö auðstétt Bandaríkjanna, heklur einnig vegna þess að þar sátu huglausir menn, fávísir ' og litlir fyrir sér, menn er áttu vanmáttinn f> ■blóð borinn, sikildu ekki valcL og styrk Islands, þá aðstöðu cíei vio öðluðumst með lýðveld- inu og sjálfstæðinu, menn scm. hvorki skildu lýðveldið né trúðu á. það og landið. Einmitt hei stöcvakröfurnar gáfu Islci'd ingum tækifæri til að sýna. mátt og vilja og eðlisinntak hinc unga lýðveldis. Við, ný- Ienduþjóðin gamla, gátum á þessari stundu orðið lýsandi tákn öorum þjóðum, hveiri þjóð- beims sem vill ráða landi sínu sjálf. Við, íslenzka þjóðin, fræg: aL þúsund ára sögu fyrir að ala í brjcsti glóðheita frclcis- þrá, fengurn tækifæri til aff sanna hana öllum heimi eg verða öllum undirokuðum styrk ur og fordæmi. Glapráð heimsk yfirstétt, trú íaus á þjóð og land og íslenzkt lýðveldi, glataði þessu tækifæri. K ei 1 ?. vík ursamningurinn var okkar fjTsta óheill og ógæfa. Þar stigu íslenzkir forráðamenn fyrsta ógnarsporið. Þetta verð- ur þú, íslenzk æska sérílagi, að vita, ekki utan að, heldur með hug ög hjarta, anda og' sál. Þú verður að vita það til þe.ss að rétta lýðveldið við, tit þess að lcica Island aftur á heillabraut. En rikisstjórn og alþingi. hafa síðan stigið annað spor scm enginn getur scð fyrir hvað þjóðina muni kosta, ef ckki er þegár í stað gripið í. taumana, ef þjóðin ekki vaknar, ef æska Islands sem huguðust er, víðsýnust og vitrust tekur ekki upp eldheita baráttu nú þegar til að bjarga við lífi og heiðri Islands og framtíð sjálfr ar sín. Það nýja spor var atl- antshafssáttmálinn sem fjötrar Llendinga aftan í stríðsvagn auðvaldsins, sem felur í sér beina þátttöku íslands í undir- búningi kjamorkustyrjaldar rieð ö’Ium þeim ógnum sem hcnni fylgir fyrir þjóðir og maúnkyn allt. Þessi styrjaldar- uiidirbúningur fer ekki leynt, hann cr hverjum manni Ijós sem vill sjá og heyra. Atlants- hcfr.bandalagið er til þess stofm að. og tJ þess eins af auðvaldi Bandaríkjanna og Bretlands að skipulcggja árásarstyrjöld, og eins og það er sagt gegn kbmm- únismanum í heiminum, og múgmorcafyrirætlanir eru aug- lýstar með fáheyrilegu skrumi í blöðum cg útvörpum í Banda- ríkjunum. Þegar erlent kóngsvald fyrr á öldum fyrirskipaði að höggva hiður klukkuna fyrir gafli lög- réttuhússins á Þingvöllum var Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.