Þjóðviljinn - 28.06.1950, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.06.1950, Blaðsíða 1
15. árgangnr. Miðvikudagur 28. júní 1950 138. tölublað. Æ. F. R. "T> Vinnuferð í skálann á laug- ardag kl. 1.30. Æfingar á laugardagskv. í frjálsum íþrc'itum. Skrifið ykkur á liíXann. Skáiastjórn. Helspreng'iuauSvaldiS tryllist: Flota og flugher Bandarikjanna fyrírskipað að ráðast gegn al* þýðuher Kóreu og vemda fasistastjórn Sjang Kaisék á Formósu Hótað aS beita allri vígvél Bandaríkjanna til verndar síðustu ítökum nýlendukúgaranna í Austur-Asíu öryggisráðinn beitt þvert ofan í sáttmála sameinuðu þjóðanna sem verkfæri heimsauðvaldsins Truman Bandaríkjaíorseti heíur fyrirskipað flugher og flota Bandaríkjanna að veita Suður- Kóreustjórn þann stuðning, sem hún þarf með. Jafn- framt hefur 7. deild Bandaríkjaflotans verið beint til Formósu til að hjálpa fasistaher Sjang Kaiséks. Vopnasendingar Bandaríkjanna til Indókína, Filipps evja — og sjálfrar Kóreu verða auknar að miklum mun. Greinilegt er að Bandaríkjastjórn ætlar að nota borgarastyrjöldina í Kóreu sem átyllu til að beita vígvél sinni gegn þjóðfrelsishreyfingu Austur-Asíu. Öryggisráðið samþykkti á fundi sínum í gær aðra áróðurstillögu frá Bandaríkjunum um Kóreu- ihálið. Hvorki fulltrúi Sovétríkjanna né hinnar lög- legu stjórnar Kína var á fundinum og er því einnig þessi samþykkt þvertofan í ákvæði sáttmála samein- uðu þjóðanna. > Fréttir af vopnaviðskiptum í Kóreu eru enn mjög óljósar, en bó greinilegt, að framsókn her- sveita N-Kóreu heldur áfram. ið hina erlendu leppa úr land- inu. Reynsla sögunnar sýndi, að ,þjóð sem berðist fyrir frelsi sínu væri ósigrandi, og svo mundi einnig reynast í þetta sinn. Kóreunefnd sameinuðu þjóð- anna hefur skýrt öryggisráðinu frá því, að 3 sendimenn frá N- Kóreu stjóm sem voru á leið til Seoul 19. júní s.l. til við- ræðna við stjórnina þar um friðsamlega lausn deilumálanna og samkomulags um samein- ingu landsins, hafi verið hand- teknir af lögreglu Seoulstjórn- arinnar og varpað í fangelsi. Truman Bandaríkjaforseti gaf í gær kl. 16.00 eftir ísl. tíma út yfirlýsingu varðandi borgarastyrjöldina á Kóreu, eftir að hafa setið á fundi all- an daginn með ráðgjöfum sín- um. 1 yfirlýsingunni segir, að hann hafi fyrirskipað banda- rískum herskipum og flugvéla- sveitum á Kyrrahafi að veita stjórn Suður-Kóreu aðstoð og hjálp. Ennfremur að hann hafi fyrirskipað sjöundu flotadeild bandaríska flotans að halda nú þegar til eyjunnar Formósu þar sem leifamar af her Sjang Kaiséks hafa nú aðsetur og taka þátt í vörn eyjunnar, ef til innrásar kæmi á hana frá meginlandinu. Hann sagði að flotadeildinni hefði verið fyrir- skipað að sjá svo um, að flug- •og flotasveitir Sjang Kaiséks hættu nú þegar öllum árásum sínum á meginlandið. Her Bandaríkjanna á Filippseyjum mun nú verða aukinn að mikl- um mun, og flýtt fyrir her- gagnasendingum þangað. Her- sveitum Frakka, sem berjast gegn þjóðfrelsishreyfingu Viet- mins í Indó-Kína, mun veittur allur hugsanlegur stuðningur, og nefnd bandaríslcra herfor- ingja send þangað til að fylgj- ast með gangi mála þar. Leppstjórnin neitar friðsamlegum tilmælum. Kim II Sung, forsætisráð- herra Norður-Kóreu, flutti á- varp í gær í útvarpið í Pyeng- yang. Hann sagði að leppstjórnin í Seoul hefði neitað öllum til- mælum stjórnar Norður-Kóreu um friðsamlega sameiningu landsins og ráðizt inn á yfir- ráðasvæði Norður-Kóreustjóm- arinnar fyrirvaralaust og til- efnislaust. Síðast 19. júní hefði N-Kóreu stjórn sent stjóminni í Seoul tilmæli um að þing beggja lands hlutanna yrðu sameinuð, svo að hægt væri að ganga frá al- gerri sameiningu landsins á lýð ræðisgrimdvelli. Þeim tilmæl- um hefði ekki verið svarað. Leppstjómin í Seoul hefði kos ið styrjöld og hersveitir N- Kóreu mundu ekki láta af bar- áttunni fyrr en þær hefðu hrak Öryggisráðið gerir eina áróðurs- samþykktina enn. Öryggisráð sameinuðu þjóð- anna kom saman á fund í gær kvöld kl. 19.00 eftir ísl. tíma til að ræða Kóreumálin. Full- trúi Sovétríkjanna var ekki mættur, en hins vegar sat full- trúi Sjang Kaiséks, sem ræður yfir eylandinu Formósa einni saman, fundinn. Fulltrúi Bandaríkjanna á fundinum W. Austin las upp skýrslu Trumans sem gefin hafði verið út fyrr um daginn, og lagði síðan tillögu Banda- Almenn r fíervæðing - í Bandaríkjunum? Fulltrúadeild banda- ríska þingsins samþykkti í gær með 314 atkvæð- um gegn 4 að veita for- setanum heimild til að fyrirskipa almenna her- væðingu í Bandaríkjun- um. ríkjastjómar fyrir ráðið. Tillagan var á þá leið, að allar þjóðir innan sameinuðu þjóðanna skyldu af fremsta mætti leggja stjóm S-Kóreu lið. Þegar þetta er ritað var ekki Framhald á 7. síðu. Samband íslenzkra barnakennara lýsir yfir eindregnum stuðningi við Stokkhólmsályktunina „11. FULLTRÚAÞING S.I.B. lýsir yfir eindregnum stuðningi sínum við á- skorun þá, er samþykkt var á ráðstefnu heimsfriðarnefndarinnar í Stokkhólmi 19- marz 1950, en hún er svohljóðandi: „VÉR HEIMTUM algert bann á kjarnork.usprengjum, Jiinu ægilega vopni til fjöldamorða á mönnum. ’ VÉR HEIMTUM að komið sé upp ströngu alþjóðlegu eftirliti til trygging- ar því, að þessu banni verði framfylgt. VÉR ÁLÍTUM. að hver sú ríkisstjórn, sem fyrst beitir kjarnorkuvopnum gegn hvaða þjóð sem er, fremji brot gegn mannkyninu og geri sig seka um stríðsglæpi. VÉR HEITUM á alla velviljaða menn hvarvetna um heim að undirrita þessa áskorun."" Stórstúka fslands hvetur til baróttu fyrir friði í i „FIMMTUGASTA ÞING Stórstúku íslands minnir alla templara á, að mark- mið Góðtemplarareglunnar er bræðralag. SÉRHVER TEMPLAR hefir heitið því að efla bræðralag meðal mannanna. eftir því sem hann eða hún megnar. I DAG þráir heimurinn fiið, í dag þarfnast mannkynið friðar öðru fremur, friðar, sem grundvallast á hinni eilífu hugsjón um bræðralag cllra manna. Þess vegna beinir stórstúkuþingið þeim eindregnu tilmælum. til allra templara — já, til allra manna — að þeir vinni fyrir friðnum, vinni að því, hver eftir sinni getu, að friður megi takast og haldast með öllum þjóðum, friður sem grundvallast á þeim sann- indum, að allir menn eru bræður, sem eiga að njóta jafnréttis án tillits til þjóðernis, hörundslitar eða trúarbragða."

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.