Þjóðviljinn - 29.06.1950, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.06.1950, Blaðsíða 1
Æ. F. R. Vinnuferð í skálann á laug- ardag kl. 1.30. Æfingar á laugardagskv. í frjálsum íþrt'Ctum. Skrifið ykkur á li;Cann. Skálastjórn. Pravda mótmælir yíirgangi stríðsveldanna: Bandaríkin hafa framið ofbeldisárásir gegn alþýðulýðveidun- um Kóreu og Kína með hernámi Formósu hluta af kínversku landi og hernaiaraðgeróum gegn kóreanska alþýðuhernum Seoul höfu&borg Kóreu öll á valdi alþýSuhersins,— Varnir leppsfjórnar- innar i molum.— AlþýÓuherinn hvarvetna i sókn Brezki Kyrrahafsflotinn einnig sendur til órósa á Kóreu.- Japansstjórn heitir Bandaríkjunum fyllsta stuðningi gegn þjóðfrelsishreyfingu Kóreu! Seoul höíuðborg leppstjórnarinnar er fallin í hendur alþýðuhernum. Fullkomin ringulreið er á herjum hennar og sækir alþýðuherinn fram hvar- vetna á vígstöðvunum.. Víða í Suður-Kóreu hefur alþýðan tekið til vopna og hrist af sér okið og sums staðar náð sambandi við framsveitir alþýðuhersins. Brezka flotanum við Japansstrendur hefur nú verið skipað að hjálpa bandaríska flotanum í barátt- unni gegn þjóðfrelsishreyfingu Kóreu. — Yoshida forsætisráðherra leppstjórnar Bandaríkjanna í Jap- an hét í gær fyllsta stuðningi stjórnar sinnar í stríð- inu gegn alþýðuher Kóreu. Pravda birti í gær ritstjórnargrein þar sem fyrirskipun Trumans Bandaríkjaforseta um beinar hernaðaraðgerðir gegn alþýðuhreyfingu Austur- Asíu er harðlega fordæmd, og sögð stríða á móti sáttmála sameinuðu þjóðanna. Stjórn Norður-Kóreu hefur gefið út yfirlýsingu, þar sem hún telur samþykktir öryggisráðsins um að stoð til handa leppstjórninni í Suður-Kóreu lögleysu og segist ekki munu sinna þeim á neinn hátt. Þó* að fréttir af hernaðarað- gerðum í Kóreu séu enn óljósar og þær fréttir sem berast, komi aðallega frá bandamönnum leppstjómarinnar í Suður- Kóreu, er það þó ljóst, að her- sveitir Norður-Kóreu eru í stöðugri framsókn á allri víg- línunni. Bandaríska hermálaráðu- neytið staðfesti í gær þá frétt að Seoui, höfuðborg leppstjórn arinnar, væri fallin. Áður höfðu bandarískir flugmenn skýrt frá því, að hersveitir Norður-Kóreu væru komnar inn í borgina. Jafnframt var það viðurkennt, að N-Kóreuher hefði tekið Kimpoflugvöllinn, annan af tveim stórum flugvöllum í S- Kóreu. Kimpo er um 15 km norðvestur af iSeoul. Lepp- stjórnin er flúin úr borginni og hefur tekið sér aðsetur í Taiden um 160 km fyrir sunn- an Seoul og u.þ.b. miðja vegu frá 38. breiddargráðunni til suðurodda Kóreuskaga. Áður hafði hún ætlað að setjast að í borginni Suwon um 30 km suð austur af Seoul, en varð að hætta við það vegna framsókn- ar alþýðuhersins. Varnir leppstjórnarinnar í molum. Vamir leppstjómarinnar á svæðinu -í grennd Seoul og fyr ir sunnan og austan borgina eru allar í molum, og jafnvelj viðurkennt af henni, að her- sveitir hennar hörfi undan skipulagslaust. Fréttastofu- fréttir frá Seoul áður en borg- in féll í hendur alþýðuhernum skýrðu svo frá að baráttuvilji hersveita leppstjórnarinnar væri þrotinn með öllu. Þetta var þó borið til baka af bandariska hermálaráðuneytinu. Talið er að 4 herfylki leppstjórnarínnar séu umkringd við borgina Tsiyuko norður af Seoul. 60 bandarískir „starfsmenn" voru nær fallnir í hendur alþýðu- hersins í gær, er hann náði brúarsporði á nyrðri bakka Kanfljóts suður af Seoul, þeim tókst þó að koma sér undan með því að synda yfir ána. Treysta á hjálp Bandaríkjanna. Talið er að leppstjórnin muni freista að koma skipulagi á hinar flýjandi hersv. sínar um 100 km fyrir sunnan Seoul, og treysta á að bandarísku orustu- og sprengjuflugvélun- um sem nú streyma frá Japan til Kóreu, muni takast að stöðva framsókn alþýðuhersins. Þessar bandarísku flugvélar gerðu í gær árásir á hersveitir og skriðdrekasveitir alþýðu- hersins norður af Seoul, með miklum árangri, eftir því sem sagt er í fréttum frá bæki- stöðum Mac Arthurs í Tokío. Hervæðingar- frumv. samþ. í öldungadeildinni TBUMAN Öldungadeild bandaríska þingsins samþykkti í gær frumvarpið um að veita for- setanum heimild til að fyrir- skipa hervæðingu. Frumvarp ið verður að lögum með und irskrift forsctans. Truman ræddi í gær við Stuart Sjto- ington forstjóra hervæðing- arstofnunar iðnaðaríns (Off- ice for Mobilization of Ind- ustrial Resources). Ekkert var lá'lið uppi um hvað þeim fór á milli. 2 þeirra voru skotnar niður og aðrar 2 urðu að nauðlenda. Fólkið rís upp gegn lepDstjórninni. Jafnframt þessum hrakförum á aðalvígstöðvunum, bætist það við að alþýðan að baki víglín- unni hefur víða risið upp gegn leppstjóminni, tekið völdin í Framhald á 6. síðu. Pravda ræddi í gær yfir- lýsingu Trumans frá því í fyrra dag, þar sem hann skýrði frá því, að hann hefði fyrirskipað bandaríska flughernum og flot anum á Kyrrahafi að veita Suður-Kóreustjórn alla hugs- anlega aðstoð. Pravda fórust m.a. orð á þessa leið: Atburðirnir í Kóreu hafa sýnt fram á að heimsvaldasinn ar og stríðsæsiogamennirnir láta ekkert stöðva sig. 25. júní réðust herir leppstjórnar þeirra í S-Kóreu norður fyrir 38. breiddargráðu. Stjórn N-Kóreu fyrirskipaði landvarnarsveitum sínum að taka á móti árásar- ríkinu og gera gagnárás. Stjóm N-Kóreu hefur jafnan sýnt að hún þjónar hagsmunum kóre- önsku þjóðarinnar. í byrjun júnimánaðar samþykkti þing N- Kóreu tilmæli til leppstjórnar- innar í Seoul um friðsamlega framkvæmd sameiningar lands- ins. Þessum tilmælum svaraði klíka Lee Bum Suks með því að hefja blóðuga borgarastyrj- öld. Hún valdi styrjaldarævin- týrið, í von um aðstoð frá ráða mönnum sínum. Enda kom það greinilega í ljós í yfirlýsingu Trumans að sú von hennar hef ur verið á rökum reist. 1 yfir- irlýsingu hans er 7. floiadeild Bandaríkjanna stefnt til For- mosu til að hindra landgöngu kínverska hersins. Sú ráðstöf- un samsvarar í rauninni her- námi á kínversku landi. í yfir- lýsingu Trumans felst bein fyr- irskipun um vopnaða árás gegn alþýðuríkjum Kína og Kóreu. Þessi yfirlýsing Trumans er einstæð í sögu alþjóðaviðskipta eftir strið, og greinilegur vott- ur þess að Bandaríkin láta sér ekki lengur nægja undirbúning undir styrjöld. En ætli það reyn ist ekki svo, að þau hafi gengið of laúgt. Með frekju, sem nú er öllum orðin kunn, láta Bandaríkin sem sáttmáli sam- einuðu þjóðanna hafi aldrei verið gerður. Hver gaf Bandaríkj'unum heimild til slíkra ráðstafana, sem skýrt er frá í yfirlýsingu Trumans? Hvenær samþykktu sameinuðu þjóðirnar að veita Bandaríkjunum frjálsar liend- ur til að veitast að alþýðuríkj- um Asíu með oibeldisaðgerð- um? Hvorki sameinuðu þjóð- irnar né nein önnur alþjóðleg stoi'nun hefur gefið Bandaiíkj- unum heimild til slíkra aðgerða. Bandaríkin hafa lagt ofbeldis- aðgerðir sínar á borð samein- uðu þjóðanna sem orðinn hlut. Alþýðustjómin lýsir sam. þykktir öryggisráðsins lögleysu. Alþýðustjórnin í Norður- Kóreu hefur gefið út yfirlýs- ingu vegna „samþykktar" ör- yggisráðsins um Kóreumálin og er efni hennar á þessa leið: Samkvæmt fréttum sem al- þýðustjórninni hefur borizt hef ur öryggisráðið á fundi, sem hvorki 'fulltrúi Sovétr'kirnr.a né hinnar lögiegu stjórnir Kína sátu og án þess að full-> Framhald á 8. sííu. *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.