Þjóðviljinn - 29.06.1950, Síða 3

Þjóðviljinn - 29.06.1950, Síða 3
Sftimntudagur ÍZ8...jiubi 1950. (■' 0 '3_ { J r'f ■, ir'v. '• é' ÞJÓÐVILJINN PÉTUR PÉTURSSON: Valdbeitmg ríkisstjórnarinnar og vinnutími opinberra starfsmanna Svar til Ólafs Björnssonar prófessors Grein þessi átti að biitast í „Morgunblaðinu", og hafði prófessor Ólafur Björnsson tekið að sér að koma henni á framfæri. Bitstjóri blaðs- ins, Sigurður Bjarnason al- þingism. frá Vigur, kvaðst sjálfur hafa skrifað „leið- ara“ um mál opinberra starfsmanna, auk frásagnar blaðsins af fundinum og væri það nóg, vitnaði I erfiða tíma, pappírsskort og fleira. í Ákvörðun hans : þessu máli i varð ekki haggað, enda hef- ur hann valið sér kjörorðið „eigi víkja“ þó ekki bexi hann því með sama árangri og sumir fyrri fulltráar Norður-ísfirðinga. Ritstj. jæssa blaðs hefur góðfúslega leyft próf. Ólafi að birta athugasemd við grein mína, ef hann óskar þess. ★ Formaður B.S.R.B., Ólafur Bjömsson, prófessor, ritar í „Morgunblaðið“ hinn 8. þ. m. um fund opinberra starfs- manna, er haldinn var 5. þ. m. j 1 greinarlok gefur prófessor- inn sjálfum sér eftirfarandi vitnisburð fyrir ritsmiðina: „Ég held ekki að hallað hafi verið réttu máli í neinu í frásögn minni af fundinum". Hvers vegna er nauðsyulegt að taka þetta fram? Má ekki vænta þess, að formaður samtaka op- inberra starfsmanna skýri satt og rétt frá, er hann fræðir al- menning um málefni skjólstæð- inga sinna og stéttarbræðra ? Ekki virðist það fjarstæðu- kennt, að ætlast til þess. „Skýzt þó skýrir séu“, segir máltækið og á það við um próf. Ólaf. Honum telcst ekki í grein sinni, að skýra frá málefnum sam- takanna, án þess*að hallp réttu máli og skulu nú færð rök að því. Til Iðnófundarins var boðað af stjóm BSRB og skyldi ræða reglugerð er núverandi ríkis- stjórn liafði tsétt, um lengingu vinnutíma skrifstofufólks. í launalögum þeim er sam- þykkt voru á Alþingi 1945, segir svo í 35. gr.: „Við samn- iug reglugerða samkv. lögum þessum, svo og við endurskoð- un þeirra, skal jafnan gefa ^SRB kost á að fylgjast með .óg fjalla fyrir hönd félaga I f sinna, um ágreiningsatriði þau gem upp kunna að koma“. . Ilér eru skýr og ótvíræð fyr- .irmæli löggjafans til stjórnar- yaldanna um að virða rétt sam- taka opinberra starfsmanna, til áhrifa á setningu reglugerðá samkv. launalögum. Þessi rétt- ur var viðurkenndur í fram- kvæmd, er reglugerð um vinnu- tíma var sett, í samráði við BSRB hinn 11. marz 1946. Auk þess sem hér er greint, má benda á það að BSRB hefur átt 2 fulltrúa í stjórnskipaðri nefnd, sem fjallað hefur um endurskoðun laúnalaganna. Hef ur því framkvæmdavaldið við- urkennt aðild BSRB einnig að því er varðar launamál. Með þessu var merkum áfanga náð í starfi samtakanna. Um þetta þarf ekki að fjölyrða. Mun flestum vera ljóst hvers virði það er, að samningsréttur sé viðurkenndur. Mörgum brá því í brún, er réttur BSRB var virtur að vettugi af núverandi ríkisstjóm og ný reglugerð sett, án íhlut- unar bandalagsins. Gegndi það meiri furðu, þar sem vitað c*ar, að formaður BSRB próf. Ólafur Bjömsson, hafði unnið að frumvarpi stjórnarflokkanna um gengislækkun og setið við- ræðufundi um það með ráða- mönnum landsins, en var nú ekki virtur svo mikils, að við hann væri rætt sem formann bandalagsins, þrátt fyrir ótví- ræð lagafyrirmæli þar um. Hag fræðingurinn Ólafur Björnsson virtist ástmögur ríkisstjórnar- innar, en formaðurinn Ólafur Björnsson ekki viðmælandi. Hin nýja reglugerð var byggð á samþykkt Alþingis við af- greiðslu fjárlaga nú í vor, en þar var launauppbót opinberra starfsmanna bundin lengingu vinnutímans hjá skrifstofufólki. Nú haggar þessi samþykkt Al- þingis ekki gildi launalaganna. Til lagabreytinga þarf meira en einfaldar samþykktir Al- þingis og ætti þingmönnum að vera það Ijósara en öðrum. Rannsókn sem fram fór á s. 1. ári leiddi í ljós, að frá setn- ingu launalaga 1945 höfðu grunnlaun þeirra starfsstétta sem njóta samningafrelsis, hækkað um 22%, að óbreytt- um vinnutíma, en kjör opin- berra starfsmanna rýrnað að sama skapi. Launauppbót sú, sem Alþingi samþykkti á s. 1. ári var því engan veginn ó- verðskulduð þóknun, heldur síðborin leiðrétting á rnisræmi. Með samþykkt Alþingis nú við afgreiðslg fjárlaga er þessu snúið í Taunalækkun hjá einni starfsgrein, skrifstofufólki, auk þess sem, launalögin eru brotin. Eins og kunnugt er hefur frum- varp um réttindi og skyidur opinberra starfsmanna. lengi verið í smíðum og hefur Gunn- ar Thoroddsen unnið að því um nokkurra ára skeið. Ákvæði launalaganna um samningsað- ild BSRB um vinnutíma o. fl. eru einu réttindin sem samtök opinberra starfsmanna hafa á- unnið sér. Með tiltæki sínu er ríkisstjórnin að svipta opin- bera starfsmenn þeim réttind- um sem löggjafinn hefur veitt þeim. Baráttan fyrir því að ákvæði launalkganna séú virt er því jafnframt barátta um líf og tilverurétt BSRB. Hér er því um einskonar prófmál sam takanna að ræða og reynir nú á, hvort samheldni starfshóp- anna og stéttarþroski einstakl- inganna er sá, sem hverjum samtökum er hyggja á langlífi, er nauðsynlegur. Þannig var þá málum hátt- að er stjóm BSRB boðaði al- mennan fund opinberra starfs- manna, til þess að ræða hvem- ig snúast skyldi við valdbeit- ingu ríkisstjómarinnar. Nú mætti ætla, að stjórn banda- lagsins hefði fyllzt vígamóði og eggjað félagana til sam- stilltra átaka, um að vernda fengin réttinc\!. Nei. Annað varð uppl á teningnum. For- maðurinn, Ólafur Bjömsson, próf.' flutti langa ræðu og gat ekki bent á neinar leiðir aðrar en að menn yrðu að sætta sig við orðinn hlut. Ríkisstjórnin ætlaðist að vísu ekki til þess, að unnið yrði lengur, þó vinnu- tíminn lengdist, heldur ætti að efna til allsherjar Ifeffidrykkju á hverjum vinnustað. Mælti prófessorinn með þessari lausn. Ýmsir urðu til þess að and- mæla prófessornum og vildu ekki láta af hendi mannréttindi þó títtnefndur en torfenginn „þjóðardrykkur" væri i boði. Undirritaður var í hópi þeirra. I grein sinni tekur hann okk- ur til bæna og em allir kom- múnistar, að hans dómi. Mér er ekki lcunnugt um stjómmála- skoðanir þeirra sem próf. ræð- ir um í grein sinni og hirði ekki um þær. Ég er nefnilega á sama máli og próf. er hann segir á öðrum stað í grein sinni að mikil nauðsyn sé ,,að barátta hagsmunasamtakanna sé óháð flokkadráttum í stjórn- málum“ og kveður það „veiga- meira fyrir samtök opinberra starfsmanna, en nokkur önnur samtök að slík regla sé virt“. Er þeim mun leiðinlegra hve lítt próf. virðir þessa reglu, sem honum er ljósari nauðsyn hennar en öðrum.- Próféssorinn segir að fundir séu haldnir til þess að “gagnrýni komi frám og ábendingar um það sem bet- ur má fara- hjá stjórn banda- lagsins". Það sem við höfumj unnið til saka, sem mæltum gegn afstöðu formannsins, er það eitt að koma með „ábend- ingar um það sem betur má fara“. Prófessorinn ættti að tala varlega um „borgaraleg dreng- skapars|ónarmið“ meðan hann gríppr til jafn óvandaðra með- ala og raun ber vitni. I hans augum eru „kommúnistar" fyr- irlitlegir. Ef marka má skrif „Morgunbl!aðsins“ hefur það sömu afstöðu. Hér skal enginn dómur á það lagður, hver verð- skuldar mesta fyrirlitningu, en ætla mætti, að menn öfluðu sér góðra heimilda, áður en slíkum nafngiftum er beitt. Einkum ætti prófessorinn með sín „borgaralegu drengskapar- sjónarmið" plús hugsanlegail vísindaheiður, að vera gætinm í þeim efnum og taka frum- heimildir fram yfir aðrar. Ham- ingjan hjálpi okkur, ef hag- fræðilegir útreikningar próf. eru líka byggðir á „munnmæl- um og sögusögnum", en eiga enga stoð í veruleikanum. Tillaga Amgríms Kristjáns- sonar, •sem próf. nefnir, þessi efnis að „hinir einstöku starfs- hópar ákveði viðbrögð sín við reglugerðinni“ var mjög ófull- nægjandi. 1 samtökum sem þessum verða allar starfsgrein- ar að standa saman og hrinda árásum sem gerðar em á eina„ Prófessor Ólafi, sem er stuðn- ingsmaður Atlantshafsbanda- lagsins, ættá að vera þetta Ijóst. Hann hefur sínar skyld- ur við dr. Salazar hinn por- túgalska, ef á hann yrði ráð- izt. Hversvegna skyldi prófes- sorinn þá ekki koma skjól- stæðingum sínum og samherj- um til hjálpar og hrinda árás- inni sem nú er gerð á rétt- indi þeirra og hans ? Pétur Pétursson. 50. þing Stórsiúknnnai: korar á rikisstjérnina að minnka mnflutnmg áfengra drykkja Fimmtugasta þing Stórstúku 50. þing Stórstúku fslands var haldið hér í Reykjavík í byrjun þessarar viku. Eftirfar- andi ályktanir hafa Þjóðviljan- um borizt frá þinginu: FIMM ERINDREKAR. 1. Stórstúkuþingið lýsir á- nægju sinni yfir framkvæmd regluboðunar á síðastliðnu ári. Jafnframt telur þingið nauð- synlegt, að ráðinn verði sér- stakur regluboði að minnsta kosti hluta úr árinu eftir því sem fjárhagsástæður frekast leyfa. 2. Stórstúkuþingið felur fram kvæmdanefndinni að vmna áfram að því við ríkisstjóm og Alþingi að aukið verði svo framlag til bindindismála að Stórstúkan geti liaft 5 erind- reka, sem starfi að bindindis- boðun og bindindisfræðslu árið um kring, svipað og nú tíðkast annars staðar á Norðurlöndum. INNFI.UTNÍNGI R ÁFÉNGRA BRYKKJA VERÐI minnkaður. 1. Stórstúkuþingið 1950 telur algert bann á innflutningi og sölu áfengra drykkja það tak- mark, sem stefna beri að, en meðan slíkt bann kemst ekki á, vinr.i frnmkvæmdanefnd Stór stúkunnar ötullega og mark- visst að því við. ríkisstjórn og Alþingi, að árlega lækki sú upp hæðr sem rikissjóður notar til áfengiskaupa, þannig að öll áfengisinnkaup hverfi með öllui eftir tiltekinn árafjölda. STARFSEMI ÁFENGIS- VARNANEFNDA AUKIN. 2. Stórstúkuþingið 1950 lítur svo á, að starf Áfengisvamar- nefndar sé mikilsvert og mjög gagnlegt málstað bindindis- hreyfingarinnar, ef það væri. vel rækt og góðri samvinnu komið á milli allra aðila. Þingið telur einnig, að með þvi að nefndimar haldi glöggt yfirlit um störf sín, og kynni sér vel ástand í áfengismálum, á hverjum stað, þá mætti safna. allnákvæmu hagfræðilegu yfir- liti um áfengismálin. Stórstúkuþingið samþykkir því, að nú þegar sé unnið að því að velja til starfs áfengis- varnarnefndir í öllum bæjum, kauptúnum og hreppsfélögum þar serii jfær eru ekki fyrir og að framkvæmdanefnd Stórstúk- unnar geri ráðstafanir til að koma hvarvetna á varanlegu samstarfi við nefndimar. SÉRRÉTTINDI f ÁFENGIS- OG TÓBAKSKAUPUM AFNUMIN. 3. Stórstúkuþingið lítur evo: ’á, að eftirlit hins opinbera með þeim ákvæðum áfengislaganna, sem ' banna áfengisneyzlu ým- issa opinberra starfsmanna við störf þeirra, sé svo slælegt, að stór vansæmd sé að. Krefst júngið því, að ríkissijórnin geri Framhaíd á 6. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.