Þjóðviljinn - 29.06.1950, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.06.1950, Blaðsíða 5
Fimitítudagur 28. júni 1950. ÞJÖÐVILJmN ÖryggisráSiS gerf oð verk- fœri bandaríska auSvaldsins — láfiS þverbrjófa sáffmála sameinuSu þjóSanna og sam- þykk]a lögleysu ákvarSanir um herna&araSgerSir Samkvæmt 27. gr. sáttraálaits er öryggisráðið að- eins ályktaitaríærf ura fundarsköp, eins ©g það er skipað nú I»au ummæli Trygve Lie, aðalritara sameiiíuðu þjóðanna, að, atburðirnir í Kóreu séu bein afleiðing hins svorefnda kalda stríðs og yrðu ekki greindir frá hinu almenna ástandi í alþjóðamálum munu vekja alla þá til umhugsunar um undan- fara þessara atburða, sem ekki láta hella eyru sín full af ómeltum áróðri Bandaríkjaauðvaldsins, sem nú þegar hafa gert Bandaríkin að stríðsaðila og misnotað sameinuðu þjóð- irnar svo að ein aðalstofriun þeirra, öryggisráðið, eða réttara sagt hhiti þess, hagar nú störfum eins og sáttmáli sam- einuðu þjóðanna sé einskisvert pappírsgagn. Staðreyndir víkja fyrir áréðri " 1J öllum málatilbuhaði Bandaríkjanna fyrir öryggisráðið er það algert aukaatriði hvað gerzt hefur á Kóreu sunnu- dagsnóttina. Öryggisráðið kvatt saman (án þátttöku Sovét- ríkjanna og með fulltrúa stjórnar yfir Formósu, sem mörg ríki, þar á meðal ríki úr öryggisráðinu, hafa svipt viðurkenn- ingu löglegrar ríkisstjórnar, í sæti Kínaveldis). Felld er til- laga frá Júgóslavíu að hlýða á framburð fulltrúa alþýðustjórn- arinnar, óljós símskeyti bandaríska sendiherrans, þar á meðal þvættingur um útvarpaða „stríðsyfirlýsingu" alþýðustjórnar- tiuiar, eru „staðreyndir" þær sem öryggisráð sameinuðu þjóð- anna á að leggja til grundvallar örlagaríkustu ákvörðunum varðandi frið og stríð í heiminum. Skýlaus ákvæði 27. greinar . En það sem öryggisráðið er talið hafa gert í þessu máli, er beint og skýlaust brot á sáttmála sameinuðu þjóðanna, og því alger lögleysa. Sameinuðu þjóðirnar og öryggisráð þeirra hafa engar aðrar reglur að starfa eftir, það sem gert er þvert ofan í sáttmálann, er því ekki gert af sameinuðu þjóð- unum eða öryggisráði þeirra, heldur er það ósvífin misnotk- un þessara alþjóðasamtalía. Enda hafa striðsæsingamenn Banda- ríkjanna ekki farið dult með það að þeir teldu sáttmála sameinuðu þjóðanna hindrun í vegi. 1 27. grein sáttmála sameinuðu þjóðanna segir orðrétt: „Til ákvarðana öryggisráðsins í máhim UM FUNDARSKÖP þarf jákvæð atkvæði sjö meðlima. . TIL AKVABÖANA I ÖLLUM ÖÐRUM MALUM þarf já- kvæð atkvæði sjö meðlima, Aö MEBTÖLDUM ATKVÆÖEM HINNA FÖSTU MEBLIMA, þó með því skilyrði að í ákvörð- unum mála, sem nefnd eru í VI. kafla og í 3. lið 52.* gr. skuli deiluaðili sitja hjá við atkvæðagreiðslu." (Þau undantekningaratriði sem vitnað er til eru um mál þar sem meðlimir öryggisráðsins eru deiluaðilar). MísKötkun sameiitu.ðu þjóðanna Nú eru samþykktir öryggisráðsins gerðar með atkvæði Formósustjórnar i stað stjórnar Kínaveldis enda þótt t.d. Bretar, Norðmenn, Júgóslavar og Indverjar sem sæti eiga í ráðinu, hafi svipt stjórn Sjang Kai Sék viðurkenningu sem löglegri ríkisstjórn. Og vegna fjarstæðunnar um setu Formósastjórn- ar í öryggisráðinu telja Sovétríkin ekki rétt að taka þátt í störfum þess nú. SAMKVÆMT SÁTTMÁLA SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA GETUK ÖRYGGISRÁÐIÐ ÞANNIG SKIPAB EINUNGIS TEKH) ÁKVÖRÐUN UM FUNDARSKÖP, sam- þykktir þess undanfarið eru ekki gerðar samkvæmt sáttmála sameinuðu þjóðanna, en það eitt sem gert er samkvæmt honum, er gert af samtökum sameinuðu þjóðanna. Alþýðustjórn Kóreu nýtur fyleps og trausts alþýðu og sjálfstæSismðnna ur öllum landshlutum Suðiar-l&óreiistjói'ii er oviusæl bandarísk leppstjórit sem beitt liefur laitdslýil verstu kúgun 1 Bandaríkjaáróðrinum sem öll íslenzk blöð önnur en blöð sósíalista hella yfir landslýð, er lítið hirt um staðreyndir, að vanda. Auðvelt er þó að afla nokkurra fróðlegra staðreynda um það sem gerzt hefur í Kóreu síðustu árin, og skýra þann þátt atburðanna sem þar eru að gerast, — en með ákvörðun Bandarikjastjórnar um hernað- araðgerðir um alla Austur- og Suðausturasíu er sjálft Kóreu- málið að hverfa í skugga þeirr- ar ógnunar að stríðsóðu auð- vald Bandaríkj. takist sú ætlun sin að hleypa heiminum í bál. Þióðírelsishreyfing Kóreu myndar sterk - stjórnmálasamtök Fyrir rúmum tveimur árum, 23. apríl J948 hófst í Pyongy- ang í Norður-Kóreu stjórn- málaráðstefna með fulltr. frá öllum landshlutum. í>á hafði verið afráðið að láta fara fram kosningar í Suður-Kóreu undir eftirliti hinnar svonefndu Kór- eunefndar sameinuðu þjóðanna, en nefnd þessi var upphaflega skipuð af „litla allsherjarþing- inu" sem lýst var ólögleg stofn- un af Sovétríkjunum og fleiri bandalagsríkjunum, og hefur í einu og öllu rekið erindi Banda- ríkjamanna og leppstjóniar þeirra í Suður-Kóreu. Á stjórnmálastefnunni í Py- ongyang var mynduð samfylk- ing til að vinna að sjálfstæði og einingu landsins, og náði sú samfylking frá kommúnistum til áhrifamikilla og heims- kunnra stjórnmálamanna úr borgaraflokkum landsins, þar á meðal Kim Koo og dr. Kimm Kiusic. Kim Koo var íhalds- maður, hafði verið forseti út- lagastjórnar þeirrar er sjálf- stæðismenn Kóreu mynduðu í Kína eftir 1919, er uppreisn þeirra gegn kúgunarstjórn Jap- ana hafði verið bæld niður. Hvorugur þeirra stjórnmála- leiðtoga hafa nokkru sinni ver- ið kenndir við kommúnisma. Málefnagrundvöllur þjóðfylkingarinnar Dr. Kimm Kiusic lýsti yfir opinberlega áður en ráðstefnan hófst, að stjórnarvöld Norður- Kóreu hefðu samþykkt starfs- grundvöll hennar og samkomu- lagsatriði þjóðfylkingarinnar í þessum atriðum: 1. Einræðisstjórn hafnað, þar á meðal alræði öreigalýðsins. — 2. Einokunarauðvaldi hafnað, en. viðurkenndur einkaeignarétt- ur. — 3. Stuðningur við eina stjórn allrar Kóreu myndaða eftir kosningar um allt land. — 4. Unnið gegn herstöðvum erlendra ríkja. — — 5. unnið að brottflutningi herja Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna með tvíhliða samning- um. Á þessum forsendum starf- aði ráðstefna þjóðfylkingarinn- ar og mótmælti eindregið kosn- ingunum fyrirhuguðu í Suður- Kóreu sem li.ð í skiptingu lands- ins. ' Leppstjórn Syngmans Rhee hrcflað upp Þær kosningar fóru fram 10. maí 1948 og urðu ákafar óeirð- ir víða um landið í sambandi við þær. Yfirvöldin beittu hvers konar bolabrögðum og ofsókn- um gegn vinstri mönnum, og verkalýðshreyfingu og voru úr- slitin höfð þau að tveir aftur- haldssömustu flokkarnir hefðu fengið yfirgnæfandi meirihluta, annar þeirra flokkur Syng- mans Rhee, aðal„trúnaðar- manns" bandaríska auðvaldsins meðal stjórnmálamanna Kóreu. „Eftirlitsnefndin" lagði auð- vitað blessun sína yfir þess- ar fasistísku kosningar, og kom saman þing þannig kosið í Seoul 31. maí 1948. Samþykkti það stjóm- arskrá er gilda skyldi fyrir allt landið og 20. júlí 1948 var Rhee kosinn „forseti lýðveld- isins", en hershöfðinginn Lee Bum Suk gerður „forsætisráð- herra". Bandaríkin og Sjang Kaisék sendu þegar „sendi- herra" til þessarar stjórnar og 12. ágúst 1948 var J. J. Muccio, sá sem nú hefur hlotið heró- stratíska frægð fyrir hlutverk sitt í atburðum síðustu daga, gerður að ambassador Banda- ríkjanna í Kóreu, er veitti þar með leppstjórn Syngmans Rhee formlega og algera viðurkenn- ingu. Sama ár,, 11. des., var' undirritaður í Seoul samning- ur um 300 milljón dollara hjálp Bandaríkjanna til stjórnar hans. Þing og stjórn allrar Kóreu Framhald stjórnmálaráðstefn unnar í Pyongyang varð það að þjóðfylkingin boðaði til kosn inga um alla Kóreu 25. águst 1948, og voru kosningarnar framkvæmdar í Suður-Kóreu af leynihreyfingu sjálfstæðis- manna þar, sem taldi síg hafa náð til þriggja af hverjum fjórum kjósendum. Kosnir voru 527 þingmenn, þar af 360 frá Suður-Kóreu. Þingið lýsti yfir að það teldi sig eina löglega löggjafa allrar Kóreu, og mynd aði ríkisstjórn undir forsæti Kim II Sung, og samþykkti einróma áskorun til hemámsveldanna að flytja án tafar heri sína á brott. Sovétstjórnin svaraði játandi 18. sept. 1948 og tókust siðan þeir samningar að allur her skyldi fluttur burt úr landinu fyrir 1. jan. 1949. Hófst brott- flutningurinn í október og var lokið að fullu 31. des. 1948. Lét sovétstjórnin í ljós það álit að Bandaríkjamönnum bæri einnig að flytja sinn her á brott. En Bandaríkin neituðu að viðurkenna stjórn Kim II Sung og brottflutningi hersins að svo stöddu. Hins vegar viðurkenndu Sovétríkin og alþýðulýðveldin alþýðustjórnina sem hina einu löglegu stjórn landsins. Hinn 17. marz 1949 var undirritaður í Moskva 10 ára sáttmáli Sovéit ríkjanna og Kóreu um sam- vinnu í efnahags og menningar- málum. Seoulstjórnin óvinsæl herstjórn Háttsettir bandarískir em- bættismenn hafa ekki farið dult með að stjórn Syngmans Rhee í Suður-Kóreu eigi alla sína tilveru undir „hjálp" Bandaríkjanna. í Suður-Kóreu hafa hvað eftir annað undan- farin ár blossað upp skairu- bardagar gegn yfirvöldunum sem beitt hafa fasistískum of- sóknum gegn verkalýðshreyfing unni og frjálslyndum mönnum. 20. okt. 1948 tilkynnti stjórn Syngmans Rhee uppreisn í Suður-Kóreu-hernum, og hefðu uppreisnarmenn náð á sitt vald tveimur borgum, Suehon og Yosh. Segir í tilkynningunni að uppreisnin hafi verið kæfð eftir mjög harða bardaga. Mán- uði seinna var samþykkt á þinginu í. Seoul sú einstæða beiðni hernumins lands að Bandaríkjaherinn yrði áfram í landinu, en aðeins 88 af 200 Framhald á 7. síðn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.