Þjóðviljinn - 29.06.1950, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.06.1950, Blaðsíða 7
r:Fhnm,tudagur. 28. júní 19(50. a. w ATBURDIRNIR 1 KÓREIJ Á þessum stað tekur blaðiö til birtingar smáauglýs ingar um ýmiskonar efni. Þær eru sérstaklega hentugar fyrir allskonar smáviöskipti, og þar sem verðið er aðeins 70 aurar orðið eru þetta lang- samlega ódýrustu auglýsingarnar sem völ er á. Ef þér þurfið að selja eitthvað eða kaupa, taka á leigu eða leigja, þá auglýsiö hér. wi KEtmsla Bréfaskóli Sósíalistaflokksins . 1 ar tekinn til starf a. Fyrsti j bréfaflokkur f jallar um auð- j raldskreppuna, 8 bréf alls j ja. 50 síður samtals. Gjald j Í0.0O. kr. Skólastjóri er j i'rlaukur Helgason. Utaná-! | skrift: Bréfaskóli Sósíalista- j j flokksins Þórsgötu 1, Reykja I : túk. i Kaup-Sala Stofuskápar — Armstólar — Rúmfata- skápar — Dívanar— Komm- óður — Bókaskápar — Borð stofustólar — Borð, margs- konar, líúsgagnaskálimi, Njálsgötu; 112. Sími 81570. Kaupum húsgögn, heimilisvélar, karl- mannaföt, útvarpstæki, sjón- auka, myndavélar, veiði- stangir o. m. fl. Vöruveltan Hverfisg. 59. — Sími 6922. Daglega , Nýegg soðin og hrá Kaffisalan Hafnarstræti 16. Fasteignasölu- miðstöðin, Lækjargötu 10 B, sími 6530, annast sölu fasteigna, skipa, bifreiða o. fl. Ennfremur allskonar tryggingar o. fl. í umboði Jóns Finnbogason- ar, fyrir Sjávátryggingarfé- lag Islands h.f. Viðtalstími alla virka daga kl. 10—5, á ! öðrum tímum eftir samkomu lagi. Munið kaf S ísó'luha í Hafnarstræti 16. Samúðarkort Slysavarnafélags Islands kaupa flestir, fást hjá slysa- j varnadeildum um allt land. | i I Reykjavík afgreidd í síma ~ 4897. i Kaupum hreinar UHariusInir Baldurgötu 30. Karlmannaföt — * Húsgögn Kaupum og seljiun ný og notuð húsgögn, karlmanna- föt og margt fleira. Sækjum — Sendum, Söluskálinn Klappastíg 11. —Sími 2926 Vinna Ragnar Ólafsson hæstaréttarlögmaður og lög- giltur endurskoðandi. Lög- fræðistörf, endurskoðun, fasteginasala. — Vonar- stræti 12. — Sími 5999. Saumavélaviðgerðir — Skrifstofnvélaviðgerðir. Sylgja. Laufásvegi 19. — Sími 2656. Nýja sendibílastöðin Aðalstræti 16 Sími 1395 Lögfræðistörf: Aki Jakobsson og Kristján Eiríksson, Laugaveg 27, 1. hæð. — Sími 1453. DlVANVIÐGERÐIR. Vönduð vinna. — Sann- gjarnt verð. — Coca-cola- verksmiðjan. (Utbygging). Reyðarfjarðar- bátur M.b. Hekla annast í sumar fcrðir á milli Búöareyrar, Eski- fjarðar og Haíraness í sam- bandi við ferðir áætlunarbif- reiða. Ferðir bátsins veroa á mánudögum, fimmtudögum og laugardögum. Framhald af 5. slðu. þingmönnum fengust til að greiða þeirri tillögu atkvæði. J^cheson segir frá samhengi Syngmans Rhee og Bandaríkjastjórnar I orðsendingu til Bandaríkja- þings 7. júní í fyrra, 1949, skorar Truman forseti á þing- ið að veita lágmarksupphæð 150 milljónir dollara til stjórn- ar Syngman Rhee á fjárhags- árinu sem lýkur 30. júní 1950. Daginn eftir mættu Hoffmann f ramkvæmdast jóri marsjall- hjálpar og Webb, varautanrík- isráðh. fyrir utanríkismálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til að sannfæra þingmenn um nauðsyn hjálparinnar. Webb lét svo um mælt að yrði ekki veitt hjálp til eflingar atvinnu- lífi Suður-Kóreu yrðu ibúarnir auðveld bráð áróðri kommún- ista, en atvinnulíf landsins var allt í kaldakoli undir harðstjóm Bandaríkjavinanna í Seoul. Og 23. júní 1949, fyrir réttu ári, var sjálfum Acheson teflt fram sem lýsti því hreinskilnislega yfir að án aðstoðar Bandaríkj anna hlyti Suður-Kóreustjórn in að hrynja innan tveggja til þriggja mánaða. Skildu þá þingmenn Bandaríkjanna hver nauðsyn var á hjálp til þessar- ar glæsilegu lýðræðisstjórnar Bandaríkjavinarins Syngman Rhee, og var „hjálpin" sam- þykkt. Kim Koo myrtur Um sama leyti var Syng- man Rhee svo stálheppinn að losna við skæðasta stjórnmála andstæðing sinn í Suður-Kóreu stjórnmálaleiðtogann Kim Koo sem áður getur ,og var þátt- takandi samfylkingarinnar í Pyongyang. Kim Koo var myrt ur í Seoul 26. júní 1949, og var moroinginn liðsforingi úr her Suður-Kóreu, játaði hann að hafa framið morðið af „persónulegum og pólitískum" ástæðum. Bandaríkjastjórn tilkynnti brottflutningi hersins lokið í fyrrasumar, 29. júní, en eftir hefðu verið skildir 500 foringj- ar og liðsmenn til að þjálfa her SuðurJKóreu. og honum afhent hergögn af birgðuin »# hernamsliðsins. Innrás írá Suður-Kóreu í íyrrasumar Skærur á landamærum Norð- ur-Kóreu og Suður-Kóreu, 38. breiddarbaugnum, hafa verið mjög tíðar en einkum þó færzt í aukana frá því í fyrrasumar. Hefur ekki verið farið dult með þær af hvorugum deiluaðila. þannig tilkynnti Suður-Kóreu- stjórnin í fyrrasumar að her hennar hefði farið yfir landa- mærin og hernumið hæð eina í Kaeseng-héraði norðan landa- mæranna 25. júií 1949. Stóð þar öðru hvoru stórskotahríð milli herjanna alla síðustu vik- una af júlí og til 3. ágúst. Þarna hefur með öðrum orð- um gerzt nákvæm'lega hliðstæð- ur viðburður því sem alþýðu- stjórnin heldur fram að gerzt hafi s. 1. sunnudagsnótt, nema hvað afleiðingar virðast nú hafa orðið þær sem meira að segja Kóreunefndin hafði lát- ið sér koma til hugar fyrir ári: úr hernaðarögrunum S.-Kór- euliðsins verður almenn gagn- sókn norðurhersins. Kóreuneíndin skýrir frá „hernaðarögmnum" báðu megin 38. baugsins er leitt geti til stríðs I skýrslu sem hin alræmda Kóreunefnd, sem kennir sig við sameinuðu þjóðirnar, sendi og birt var í Lake Success 8. sept. 1949 er rætt um landa- mæraóeirðir þessar, og enda þótt nefndin haldi fram hlut Suður-Kóreu hefur hún þar ekki séð sér fært annað en leggja sökina á landamæraó- eirðum á herðar beggja aðil- anna, og segir að „hernaðar- ögranir báðu megin 38. breidd- arbaugsins" þýði „alvarlega hættu á egningu til almennra hernaðarátalia". I skýrslu þéssari, frá aðila sem sízt verður vændur um hlut drægni í garð afturhaldsstjórn- ar Suður-Kóreu, er sú stjórn einnig gagnrýnd fyrir það að hafa ekki gert neitt átak til að lækna pólitískar erjur innan sinna eigin raða, svo hún „sýni sig við 38. breiddarbauginn sem stjórn sundurþykks fólks". Einnig gagnrýnir nefndin að ríkjandi tortryggni hafi að vissu marki „gert hörkulega" („brutalized") framkomu Suð- ur-Kóreustjórnar (mjög vægi- lega að orði komizt um þá fas- istísku harðstjórn sem komið hefur verið á í Suður-Kóreu, í skjóli Bandaríkjanna) og hafi það „vakið tortryggni þeirra sem hafa haldið sér sjálf stæðum og gagnrýnum í anda", og ennfremur hafi stjórn S.-Kóreu andstætt N.-Kóreustj. Innilegt þakklæti til allra, sem sýndu samúð og vinarhug við fráíall og jarðarför ÞðÉUNNAB SVEINSBðTTUR, frá ísafirði, sem lézt 9. þ. m. Böm, tengdabörn og barnabörn. vanmetið áhrifin á hugí fólksins ,af hugmyndinni um lausn á erfiðleikum Kóreu með því að leiðtogar Norðurs og Suðurs settust að sama borðí pg leituðu sameiginlegrar lausnar vandans. . >v Staðreyndirnar I þessum ummælum nefndar sem fyrr og nú hefur korriið fram sem óvinur Norður-Kóreu- stjórnar felast mikilsverðar bendingar um staðreyndimar í stjórnmálaástandinu á Kóreú, bendingar um þau aðalatriði að alþýðustjórnin í Pyongyang,' stjórn víðtækrar þjóðfylkingar sem berst fyrir einingu lands^ ins og algeru sjálfstæði, er su stjórn sem túlkar vilja þjóðar- innar, eða yfirgnæfandi meiri- hluta hennar. Hins vegar sé Suður-Kóreustjórnin svo langt frá~ því að hafa verið eða vera lýðræðisstjórn frjálsrar þjóðar, að hún er óvinsæl harðstjórn, tyiU upp af erlendu valdi, og sjálfur Aeheson bar það fyrir ári síðan að hún „hryndi" ef' Bandaríkin héldu ekki áfram að ausa í hana peningum. Þannig seitlar mál staðreynd anna gegnum áróðursfroðu Bandaríkjaauðvaldsins. Og þess ar fáu staðreyndir sem 'hér hafa verið tíndar til eru nauð- synlegar til skilnings á því sem er að gerast í Kóreu. Kjalvegur orðinn bílfær Um síóustu helgi fóru þeir Magnús Einarsson og Arni Guðmundsson í jeppa frá Blönduósi til Hveravalla og á- fram yfir Kjöl til Suðurlands. Þeir lögðu af stað á laugar- daginn og voru 7 tíma til Hveravalla. Segja þeir veginn góðan og þurran að öðru leyti en því að moka þurfti skafl á einum stað á Bláfellshálsi. m Matreiðslumenn og Fram- reiðsiumenn liepptu í knatt- spyrnu nýlega, og hófst leikur- inn kl. 1 eftir miðnætti. Leikn- um lauk með slgri matreiðslu- manna sem skoruSu 3 mörk gegn engu. I lok leiksins afhenti Böðvrr Steinþórsson formaður Sam- bands matreiðslu- & frc.ni- reiðslumanna BÍgurveguruTi bikar er Egill Benediktsson fyr ir hönd h.f. Tjarnarcafé hefur gefið til þessarar keppni. I ræfu' sinni við þetta tækifæri þakk- aði Böðvar þessa gjöf, svo og það hugarfar er bakvið stæði. Um þennan bikar skal keppt ár leg, og vinnst hann til eignar sé hann unninn þrisvar í r35 .» eða fimm sinnum alls. Er nú keppt um bikarinn í fyrsta sinii Ahorfendur voru á þriðja hundrað, þótt um hánótt vari keppt. . Dómari var Vilberg Skarp- héðinsson viðskiptafræðingur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.