Þjóðviljinn - 29.06.1950, Side 8

Þjóðviljinn - 29.06.1950, Side 8
11' þing Sambands ísl. barnakennara senungar nfrra þar sem iryggt sé að opinberir starfsmenn njóti jafngóðra kjara og aðrar stéttir Ellefti fulltrúaþingi Sambands íslenzkra barna- Itennara lauk 24. þ.m. Þingið lýsti sig eindregið fylgjandi samþykkt þeirri er gerð var á ráðstefnu heimsfriðarnefndarinnar er hald- in var í Stokkhólmi í marz s.l. Á öðrum stað í blaðinu eru birt mótmæli þingsins gegn gengislækkuninni. Hér fer á eftir samþykkt þings- ins í launamálum. „11. fulltrúaþing S. f. B. lýsir eindregnu fylgi við baráttu stjórnar S.Í.B. og fulltrúa sambandsins í B.S.R.B. fyrir kjara- málum kennarastéttarinnar og telur þær uppbætur, sem feng- izt hafa mikilsverðan áfanga til fullkomins jafnréttis við aðr- ar launastéttir. Jafnframt skorar fulltrúaþingið eindregið á næsta Alþingi að setja ný lög um laun opinberra starfsmanna, þar sem tryggð séu eftirfarandi atriði: 1) Að laun hækki a.m.k. sem nemi þeim uppbótum á grunn- laun, sem greidd eru nú. 2) Byrjunarlaun hækki í há- marksla'un á 4 árum í stað 6 ára nú. 3) Að stéttarsambandinu sé tryggt í lögum, að skipuð verði starfnaannanefnd, samkvæmt 10. gr. í hinu nýja lagafrum- varpi um laun opinberra starfs manna, sem úrskurðar meðal annars hver störf rétt sé að telja til aðalstarfa og hver beri að launa sérstaklega. 4) Að jafnan, þegar launa- greiðslur á opinberiim vinnu- markaði hafi hækkað um 5% Hefti helgað íslandi Júní-hefti sænska tímaritsins „Svenska Hem“ er helgað Is- landi, aðallega heimilisháttum, híbýlaprýði, listum og listiðn- aði. Inngangsorð ritar Dr. Helgi Briem sendifulltrúi í Stokkhólmi, en meðal annarra greinahöfunda eru Jón Eyþórs- son, Þorleifur Kristófersson, Björn Th. Björnsson, Peter Hall berg og kona hans Rannveig Kristjánsdóttir, Kurt Zier, Ágúst Sigurmundsson, Laufey Vilhjálmsdóttir, Inga og Sig- urður Þórarinsson, Vilhjálmur S. Vilhjálmsson og Guðlaugur Rósinkranz. Ritið er prýtt f jölda mynda. (Frá utanríkisráðuneytinu). Skákkeppni milli norðanmanna og sunnan Um síðustu helgi fóru félag- ar úr Taflfélagi Reykjavikur norður að Reykjum í Hrúta- firði og tefldu þar kappskák við Taflfélag Akureyrar. Teflt var á 15 borðum og sigruðu Reykvíkingar með 9 vinningum gegn 6. Leikar fóru þannig á einstök- íim borðum Reykvíkingar eru taldir fyrst: 1. borð: Guðjón M. Sigurðsson gerði jafntefli við Margeir Steingrímsson. 2. foorð: Eggert Gilfer vann Júli- 'us Bogason. 3. borð: Guðmund ur S. Guðmundsson vann Jó- Framhald á 2. síðu. skuli laun opinberra starfs- manna endurskoðuð til samræm ingar. í því sambandi bendir þingið á, að á meðan ríkisvald ið synjar opinberum starfs- mönnum um frjálsan samnings rétt um kaup og kjör, ber því sama ríkisvaldi skylda til að tryggja starfsmönnúm sínum hlutfallslega jafngóð kjör óg þeim stéttum, sem samnings- rétt hafa. Húnvetnskar konur gestir í bænum Hópur húnvetnskra kvenna kom hingað til bæjarins í fyrra dag og ferðuðust í gær og í dag um Árnes- og Rangárvalla sýslur og koma aftur til bæjar ins í kvöld. Húnvetningafélagið heldur þeim kaffisamsæti i Tjarnar- kaffi kl. 9 í kvöld. Alþjóðasýning um siglingar og íiskveiðar Alþjóðasýning um siglingar og fiskveiðar mun verða hald- in í París dagana 30. septem- ber til 15. október næstkom- andi. Er þetta mikilvæg sýning sem hefur áhuga allra þeirra, er láta sig siglingamál varða. Meðal annars verður þar sér- stök deild fyrir veiðar í sjó og í fersku vatni. Á sýningunni mun verða lögð áherzla á að sýna nýjungar og tæknilegar umbætur viðvíkjandi skipasmíð- um, vélum, útbúnaði og innrétt- ingu skipa, veiðarfærum og ö'ðr- um veiðaútbúnaði. Sendiráð Frakka er reiðu- búið að veita allar frekari upp- lýsingar um sýningu þessa. Stjórn S. f. B. I stjórn S. I. B. fyrir næsta kjörtímabil voru á þingi sam- bandeins kjörnir: Pálmi Jósefsson, Guðmundur I. Guðjónsson, Arngrímur Krist jánsson, Guðjón Guðjónsson, Stefán Jónsson (kennari); Am finnur Jónsson, Ámi Þórðarson Stjórnin hefur skipt með sér verkum og er Arngrímur Krist- jánsson formaður, Guðm. í. Minnismerki Jóns biskups Arasonar vígt Vígsluathöfn á minnisvarða Jóns biskups Arasonar er á- kveðin að Hólum í Hjaltadal, sunnudaginn 13. ágúst n.k. Biskupinn yfir Islandi fram- kvæmir vígsluna í dómkirkj- unni á Hólum. Kirkjukór Sauð- árkróks annast sönginn. Lúðra sveit Akureyrar mun leika. Athöfnin hefst með skrúð- göngu frá skólahúsinu til kirkj- unnar. I farbroddi verður bisk- up og hempuklæddir prestar, síðan Hólanefnd, gestir og aðr ir viðstaddir. Búizt er við að forsætisráðherra og kirkjumála ráðherra mæti við athöfnina. Formaður Hólanefndar, sr. Guðbrandur Bjömsson, les skjal þar sem minnismerkið (turninn) er afhent yfirvöld- um kirkjumála. Þvínæst verður nokkurt hlé, en síðan verður aftur gengið til kirkju, og þar flytur Magnús Jónsson, prófes- sor, erindi um Jón biskup Ara- son. Að því loknu verður kaffi- drykkja og ræðuhöld undir borð Minnismerkið er 25 m hár tum ferhyrndur, 4 m á hlið. Hann er teiknaður af Sigurði Guðmundssyni arkitekt, en Hró- bjartur Jónasson, húsasmíða- meistari, sá um bygginguna. Fjár hefur að mestu leyti ver- ið aflað með sölu Hólamerkis- ins. Sýslunefnd Skagafjnrðar- sýslu lagði fram 10 þúsund krónur. Brynja vann kosningarnar I hreppsnefndarkosningunum er fram fóru fyrir nokkru, komu fram 3 listar í Þingeyr- arhreppi á Vestfjörðum. Listi verkalýðsfél. Brynju fékk 107 atkv. og 3 menn kjörna. Listi Samvinnumanna 60 atkv. og 1 mann og listi i- haldsins 61 atkv. og 1 mann kjörinn. Heillaóskir íslendinga í Norour-Dakóta Á hátíðarmóti sem haldið var í Mountain í Norður-Dakóta föstudaginn 16. júní, flutti dr. Richard Beck vararæðismaður íslands, kveðju íslenzku rík- isstjórnarinnar. Var honum fal- ið að flytja rikisstjórninni og íslenzku þjóðinni kveðjur og heillaóskir Islendinga í Norð- ur-Dakóta og annarra gesta á hátíðinni, m. a. frá síra Philip M. Péturssyni frá winnipeg, forseta Þjóðræknisfélagsins, en hann flutti einnig ávarp á há- tíiðinni. Guðjónsson ritari, Pálmi Jósefs son gjaldkeri og Guðjón Guð- jónsson varaform. ll.þing S. 1 B.: Kjör laoMstéttanoa verði ekki skert iiá því sem þau voiu áðui en gengi íslenzku kiónunnai vai fellt Ellefta þing Sambands íslenzkra barnakennara sam- þykkti eftirfarandi: „Reynslan virðist leiða það í ljós, að áhrif gengislækkunarlaganna og framkvæmd þeirra muni skerða hlut launþega í landinu miklu meir en ætlað var og hin nýja verðlagsuppbót muni alls ekki nægja til að mæta ört vaxandi dýrtíð Skorar því þingið á stjórn sambandsins, full- trúa þess í B.S.R.B. og þing og stjórn banda- lagsins að vera vel á verði um hag launþega og vinna markvisst með öðrum launþegasamtökum að því, að lífskjör launastéttanna og afkomu- möguleikar þeirra verði ekki skertir frá því, sem var, áður en gengi ísl. krónunnar var fellt.“ „11. fulltrúaþing S.Í.B. mótmælir eindregið þeirri AÐFERÐ, er launþegasamtökin voru beitt á Alþingi, er með einfaldri fjárlagasamþykkt var breytt starfstíma nokkurs hluta opinberra starfs- manna, án samráðs við launþegasamtökin.“ Jafntefli varð milli KFUM-Boldklub og Vals 1:1 Fyrsti leikur KFUM liðsins frá Kaupmannahöfn fór fram í gærkvöld og lauk með jafn- tefli 1:1. Gerðu Danir sitt mark í fyrri hálfleik og var það Jorgen Hilberg sem það gerði úr skalla. Mark Vals kom í síðari hálfleik þegar 4 mín. voru eftir af leik, og gerði Hall dór Halldórsson það í vel hnit miðuðum skalla. — Leikurinn var yfirleitt nokkuð jafn. Dan- irnir komu beint úr flugvélinni á völlinn og var það að sjálf- sögðu ekki góður undirbúning- ur. Næsti leikur þeirra verður annað kvöld við K.R. Lögleysur öryggisráðsins Framhald af 1. síðu. trúar alþýðustjórnarinnar hafi verið boðið á fundinn, gert sam þykkt, þar sem þess er farið á leit við alþýðustjórnina að hún hætti vopnaviðskiptum. Þar eð samþykktin er gerð án þátt töku tveggja hinna föstu með- lima ráðsins telur alþýðustjóm in hana lögleysu eina og mun hafa hana að engu. Fögnuður leppanna. Ákvörðun Bandaríkjastjóm- ar um að hefja beinar styrjald araðgerðir gegn alþýðuhreyfing um Austur-Asíu hefur vakið mikinn fögnuð hjá leppum þeirra. Sendiherra leppstjórnar S- Kóreu í Washington Chang sagði. „Þetta er stórkostlegt. Þetta er dásamleg ákvörðun, sem mim „öryggja“ heimsfrið- inn, bjarga sameinuðu þjóðun- um og bjarga Kóreu. Eg er innilega þakklátur Truman for- seta. .... Það er auðséð að á- rásin á land mitt hefur sært réttlætistilfinningu bandarísku þjóðarinnar“. Fulltrúi frönsku nýlendu- kúgarastjórnarinnar lét svo ummælt: „Hvað Indó-Kina Verkíall á togur- unum? Stjórn Sjómannafélags Reykjaviknr tilkynnti í gær að verkfall myndi hefjast á togur- unum frá og með 1. júlí n.k. Samningi um kjör togarasjó- manna var á sínum tíma sagt UPP °g gengur hann úr gildi um næstu mánaðamé1-. Kynnir sér með- ferð og dreifingu frystra matvæla Gísli Hermannsson verkfræð ingur Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna mun taka þátt í sérfræðinganefnd frá Mars- shallríkjuum, sem fer til Banda ríkjanna í næsta mánuði til að kynna sér nýungar í frystiiðn- aði og dreifingu frystra mat- væla þar í landi. Þessi kynnis- ferð er einn þáttur tæknilegrar aðstoðar, sem efnahagssam- vinnustjórnin í Washington veitir. Hafa Marshallríkin út- nefnt um 40 fulltrúa til þess- arar farar. Nefndin mun ferð- ast um Bandaríkin í 6—8 vik- ur, og er allur dvalar- og ferða kostnaður þar greiddur af Marshallfé. snertir er ákvörðun Trumans Velþegin staðfesting á áhuga Bandaríkjastjómar á málum þar. Ákvörðunin er ágætlega fallin til að festa traust allra frelsiselskandi þjóða í Austur- Asíu“. Borgarastyrjöldin í Kóreu hafði sín áhrif á verðbréfa- markaðinn í kauphöllinni í Wall Street í gær. Hlutabréf stærstu fyrirtækjanna féllu um 1—8 dollara hvert, en samtals er talið að lækkunin nemi um 4.000.000.000 dollara.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.