Þjóðviljinn - 18.08.1950, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.08.1950, Blaðsíða 8
Togarastöðvanir lædd í bæjairáöi: Segiz Gunnai Tlioroddsen bosgarstjóri „ÞaÖ væri fróðlegí aS franikvæmdastjóri Bæjarút- gerðarinnar og bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins hittust hér og leiddu saman hesta sína. Jón Axel hefur verið sjahl- séður gestur hér á bæjar3tj órnarfundumu, sagði Gunnar Thoroddsen borgarstjóri á bæjarstjómarfundi í gær, í svari til Benedikts Gröndal fulltr. Alþfl., en hann flutti tillögu um að skora á ríkisstjórnina að gera ráðstafanir til að leysa togaradeiluna. Það er rétt, það væri óneitan- lega fróðlegt að heyra álit framkvæmdarstjóra Bæjarút- gerðar Reykjavíkur, Jóns Axels, 'bæjarfulltrúa Aiþýðuflokksins (sem raunar hefur ekki látið sjá sig á bæjarstjórnarfundum ■síðan einhverntíma í vetur) um það hvernig eigi að leysa tog- aradeiluna, t. d. hvort ganga eigi að kröfu sjómanna um 12 stunda hvíldartíma. Fran vaan Va! 3:1 Seinni hluti knattspyrnumóts Reykjavíkur hófst í gærkvöld með leik milli Fram og Vals. Sigraði Fram með 3 :1. I fyrri hálfleik setti Fram 2 mörk en Valur ekkert. Norðan rok var á vellinum og því erfitt að hemja boltann, en leikurinn var þó skemmti- legur með köflum. Það óvenju- lega atvik kom fyrir í þessum leik að boltinn bilaði. Liðu 5 til 10 mín. þar til tekizt hafði að finna annan knött, og urðu leikmenn að hlaupa umhverfis völlinn á meðan til að halda á sér hita! VIÐREISNIN öll álagnieg hækkar Ríkisstjórnin hefur heimil- að hækkun á álagningu kaup manna, þannig að allar nauð synjar munu nú hækka 1 verði einu sinni enn. — Er hækkunin miðuð við þá kaup hækkun sem verzlunarfólk fékk fyrir skömmu, en mun þó vera noltkru ríflegri. Þótt álagningarhækkun þessi muni ekki hækka vöruverð mikið í samanburði við hin- ar beinu afleiðingar gengis- tækkunarinnar mun þó vissu- lega muna um hana, svo þröngt sem nú er að verða í búi á alþýðuheimilunum. En orsök hennar cr að sjálf- sögðu gengislækkunin og sú stöðuga aukning dýrtíðar sem framltvæmd hefur verið af þríflokkunum öllum. 25% bækknn Þ4 er í blaðinu í dag birt auglýsing um nýtt verð á framleiðsluvörum Rafha. Hækka þær um 25% vegna gengislækkunarinnar. Tillaga Benedikts Gröndal var samþykkt með samhljóða atkvæðum. —• Þann 6. júli s. 1. samþ. bæjarstj. till. frá Guðm. Vigfússyni um að bæjarstjóm- in skori „á alla þá er hlut eiga að máli að gera allt sem fært er til þess að samningar takist án frekari tafar“. Síðari hluta tillögu Guðmund ar 6. júlí s. 1. vísaði Ihaldið með sínum 8 atkv. gegn 5 til útgerðarráðs. Síðari hlutinn var svohl jóðandi: „Dragist deilan á langinn heimilar bæjarstjóm útgerðar- ráði að leita samkomulags við stjórnir annarra bæjarútgerða Framh. á 7. síðu. Millilandaferðir „Geysis" „GEYSIR“, millilandaflugvél Loftleiða kom frá Kaupmanna- höfn í fyrradag. I fyrrakvöld fór vélin inn yfir Grænlands- jökul með rúm 4 tonn af vör- um, sem varpað var niður á Central Station, aðalbækistöð leiðangurs P. E. Victors. Ráðgert hafði verið að vélin færi aðra ferð í gærmorgun, en af því gat ekki orðið vegna veðurs á jöklinum. í gærkvöld á miðnætti lagði „Gaysir“ af stað til Kaupmanna hafnar. Þar tekur vélin 20 far- þega og flytur þá til New York. „Geysir“ verður hér á vestur- leið í dag og tekur 20 farþega til viðbótar. I New York tekur vélin 46 farþega, sem fluttir | verða til Kaupmannahafnar. Iðnnemar fara i skenmtiferð Iðnnemasamband Islands ráð- gerir skemmtiferð upp í Borg- arfjörð laugardaginn 26. ágúst. Farið verður um Kaldadal aðra leiðina. Klukkan 2 á laugardaginn verður lagt af stað úr bænum og ekið í Húsafellsskóg um kvöldið. Á sunnudaginn verður gengið í Surtshelli og Stefáns- helli og einnig verða Bama- fossar skoðaðir. Komið verður í bæinn á sunnudagskvöld. Iðnnemar geta látið skrá sig til þátttöku í skemmtiferð þess- ari í skrifstofu sambandsins að Hverfisgötu 21, kl. 6—7 á kvöldin. Búið að salta í 5400 tnnnnr á Hnsavsk 3364 mál í bræðslu Húsavík í gær. Frá fréttaritara Þjóðviljans. í dag var síldarsöltun á Húsa vík orðin sem hér segir: hjá söltunarstöðinni Barðlnn h. f. 1931 tunna, Limdey h. f. 566, Uggi h. f. 1834 og söltunarstöð Kristjáns Einarssonar h.f. 1069 tunnur. Síldarverksmiðj- an hér hefur fengið samtals 3364 mál af’síld og úrgangi í samar. Kynnisferð nn nágrenni Rvíkur — Berjaferð að Ferstikla Æskulýðsfylkingin efnir til skemmti- og kynnisferðar um nágrenni bæjarins á morgun. Lagt verður af stað kl. 4 e. h. frá Þórsgötu 1. Henrik Ottóss. verður fararstjóri og leiðsögu- maður. Ennfremur gengst Æ.F.R. fyrir berjaferð að Ferstiklu á sunnudaginn, og verður farið héðan úr bænum kl. 9 á sunnu- dagsmorgun. Allar nánari upplýsingar um ferðirnar eru veittar í síma 7510. Hvaða Fram- sóknarbraskara kitiar nú í fingurna? Þórður Björnsson flutti í gær á bæjarstjórnarfundi tillögu um að fela bæjarráði að rannsaka hvernig mætti bæta afkomu strætisvagnanna, en eins og bæj arbúum er kunnugt hefur rekst- ur strætisvagnanna undir stjórn Jóhanns Ölafssonar ver- ið þannig að engu er likara en keppt væri eftir því að sýna hvernig ekki eigi að reka fyr- irtæki. Jafnframt lagði Þórður til að bæjarráð rannsakaði hvort einstaklingar vildu ekld taka rekstur vagnanna að sér. Hvað er nú á seyði? Allir þekkja hinn grátklökka söng Framsóknarmanna um sveitasaaluna og flóttann úr sveitinni. Jafnhliða þessum tregablandna kórsöng reyna allir bændur sem einhvers eru megnugir að koma sonum sín- um að í opinberri skrifstofu í Reykjavík, sumir fórna rollun- um til að geta selt Reykvík- ingum karamellur og súkku- laði eða vinna hér önnur „þýð- ingarminni störf“ en rollurækt- ina. Tillaga Þói-ðar gefur manni tilefni til að spyrja: hvaða Framsóknarbraskara kitlar nú í fingurna eftir tækifæri til að hlaupa frá rollunum til að aka strætisvögnum í Reykjavík? — Það skyldi þó ekki vera að fá- tæki maðurinn Helgi Lárusson hugsi sér að draga fram lífið á því ? Nanna Olafsdáiiir spyr borgarstjóra: Hvsrsvegna er ekki lögð hifaveita í Bjarnaberg og bæjarhnsin við Bergpórugöfu? Gunnar lofar öllu góðn — „þegar ásiæðnr leyfa"!! Bjarnaborg og byggingarfélagshúsin svokölluðu við Bergþórugötu hafa .enn ekki verið tengd við hita- veituna. Það eru sem sé kolaofnar í þeim ennþá. Það merkllega er að þærinn á öll þessi hús. Sósíalistar í bæjarstjórn hafa í þrjú ár ámálgað það að hitaveitan yrði lögð í þessi hús bæjarins. Var tiliögum þess efnis vísað til bæjarráðs og þar ákveðið að gera kostnaðaráætlanir. Á bæjarstjórnarfundi í gær beindi Nanna Ölafsdóttir fyrirspurn til borgarstjóra um hvað þessu máli liði. Borgarstjóri svaraði því að þetta væri „sjálfsagður hlutur, sem að verður horfið þegar ástæður leyfa að setja hitaveitu í þessi hús.“ Ihaldið mun telja sig geta skotið sér bak við fjár- hagsráð í þessu máli sem mörgum öðrum — en það var ekkert fjárhagsyáð á sínum tíma þegar hitaveitan var lögð um bæinn, svo hvers áttu íbúar þessara bæjarhúsa að gjalda þá ? — íbúar fyrrnefndra húsa þurfa sjálfir að ýta á eftir því að hitaveitan verði lögð í íbúðir þeirra. íhaldið í alvörubyssuleik Ákveður að hafnar skuli skoiæfingar í Grafarholts- landi. — Aðstoðaríhaldið vill líka láta skjóia íhaldið samþykkti á bæjarstjórnarfundi í gær með sínum 8 atkvæðum að viðbættu einu aðstoðaiíhaldsat- kvæði Benedikts Gröndal ■— að hafnar skuli skotæfingar í Grafarholtslandi. Það var Ragnar Lárusson fá- tækrafulltrúi, sem látinn var flytja tillöguna um það að bær- inn fengi Skotfélagi Reykja- víkur skotæfingasvæði til um- ráða í Grafarholtslandi. Her- mannlegi maðurinn, Jóhann Havsteen var meðflutningsmað- ur. Vikur og mánuðir hafa liðið frá því Skotfélagið bað um land svæði til starfsemi sinnar, en bæjarráð ekki afgreitt málið til bæjarstjórnar. Ragnar Lárusson flutti til- lögu sína sem hálfgert feimnis- mál og afsakaði hana mjög hjartanlega með því að hann kynni því mjög illa að þegar menn beiddu bæinn um eitthvað fengu þeir ekki annaðhvort já eða nei, sjálfur hefði hann ekki mikinn áhuga á málinu, nei sei sei nei, hann vildi bara fá já eða nei. Jafnframt afsakaði hann tillöguna enn frekar með því að „þetta félag sem sam- kvæmt lögum ISÍ(!) á állan rétt á sér“ ætti að fá svar. Sigfús Sigurhjartarson kvað bæinn eiga að styrkja íþrótta- málin, en þótt Skotfélagið væri viðurkennt af ÍSl væri hann á móti því. Áhugi sinn fyrir íþróttum miðaðist við að þær stuðluðu að fegurra mannlífi og bæjarlífi, gerðu líkama manns- ins fegurri og hraustari. Skot- æfingar gerðu þetta ekki frem- ur en hnefaleikar. Ot af fyrir sig væri það meinlaus íþrótt að skjóta í mark, en hún myndi stuðla að útbeiðslu sportveiði og fuglaveiði, hún myndi f jölga þeim sportmönnum er færu um allar jarðir skjótandi á fugla og annað kvikt er þeir sæu í náttúrunni. Sigfús benti enn- fremur á það að skotæfingar á umræddu svæði yrðu til ónæðis og leiðinda fyrir það fólk sem á frídögum sínum færi út í Frambald á 7. síðu. Fegurðarsam- keppni í Tívolí í kvöld í dag gengst Fegrunarfélagið fyrir hátíðahöldum í Tívolí í tilefni af afmælisdegi Reykja- víkurbæjar. Skemmtiatriðin hefjast með hljómleikum Lúðrasveitar Rvík- ur, töfrabrögðum og búktali, en síðan fer fram fegurðarsam- keppni 15 reykvískra stúlkna á útileiksviðinu. Meðan beðið verður eftir úrskurði fegurðar- dómaranna sýnir Ralf Bialla sjónhverfingar. Eftir að úrslit fegurðarsamkeppninnar hafa verið tilkynnt hefst flugelda- sýning og að síðustu verður dansað bæði úti og inni. Skemmtiatriðin • hefjast kl. 9.15, en bílferðir verða á 15 mínútna fresti frá Búnaðarfé- lagshúsinu að TívolL Verðlaun fyrir bezta skrúð- garð bæjarins verða afhent á skemmtun er Fegrunarfélagið heldur kl. 9 í kvöld í Sjálf- stæðishúsinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.