Alþýðublaðið - 06.09.1921, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.09.1921, Blaðsíða 1
1921 Þriðjudaginn 6. september. 204. tölubl. Brunatryggingar á innbúi og vörum hvergl ódýrarl en hjá A. V. Tulínius vátrygglngaskrlfatofu Elms klpaf é lags h ús I nu, 2. hœð. írlanðsmálin. Syar Sinn Feina, Khöfn 5 sept. Símað er frá London, að búið sé að birta svar íra til Lloyd George, írska þjóðin viðurkennir ekki af frjálsum vilja samband við Bretland; hún mótmælir þvf, að Bretland fari með írland eins og það væri bundið samnings- bundnu sambandi. írar hafna ófrá- víkjanlega uppástungum Bretlands frá 20 júlí, en eru reiðubúin að Játa hiutlausan og óvilhallan odda- mann dæma milli írlands og Bret lands. Hætta verður öllum hótun- um um það, að beita valdi, svo fulltrúar geti starfað að því, að finna grundvöll samninganna, án þess að annað hafi áhrif á þá en staðreyndir, írar eru tilbúnir að ;útnefna þegar fulitrúa. íslenzkir stúðentar. í nýútkomnu hefti af Skfrni, hefir ritstjórinn, Arni Pálsson, skrif- að nokkur orð um innlenda me’nn ing og útlenda. Grein þessi er einkar eftirtektarverð Er þar í stuttu máli sýnt fram á hvílíkur styrkur íslenzkri menningu hafi verið að því á umliðnum öldum, að íslenzkir námsmenn hafi getað stundað nám við erlenda skólá og hvernig merkja megi afturför og hnignun í análegu lífi ísienzku þjóðarinnar, er dregið hafi úr ut- anferðum þeirra. Siðast í greininni eru nokkur alvöruorð út af þeirri meðferð er íslenzkir stúdentar nú á timum sæta. Undanfarin ár hafa þeir ait- af notið sérstakra fjárhagslegra hlunninda við Hafnarháskóla og þvf að minsta kosti getað stundað nám þar, þó ekki hafi þeir kom- ist lengra. En nú hafa þeir með sambandslögunum frá 1918 verið sviftir þessum hlunnindum og má svo heita að lftið eða ekkert hafi komið í staðinn, enda þótt stofn- aðir hafi verið sjóðir bæði hér og f Höfn, til cflingar andlegu sambandi íslendinga og Dana, íslenzkri vísiadastarfsemi og til styrktar íslenzkum námsmönnum. Raunin hefir orðið sú, að stúd- entarnir hafa verið Iátnir sitja á hakanum og aðeiðingin verður að þeir neyðast til þess að hætta að stunda nám eriendis og verða að kúldast hér heima og hætta námi, eða taka fyrir — oft út úr vand- ræðum — einhverja af þessum fáu námsgreinum, sem hægt er að lesa við háskóiann hér í Reykjavík Fara hér á eftir orðrétt um- mæli greinarhöf. um þetta efni: „Saœbandslögia bökuðu einum flokki manna hér á landi tjón, og að eins einum flokki manna. En það voru fsienzkir stúdentar. Garð- styrkurinn féll í burtu og þar með einkavon margra ungra, en fá- tækra manna um að géta orðið aðnjótandi betri mentunar en hér á landi er að fá. Ef satt skal segja virðist mér, að þessir menn eigi heimting á, að þeir séu ekki látnir gjalda þéss, að sjálfstæði landsins var viðurkeat. Alþingi hefir og litið svo á, að skylda bæri tii að liðsinna þeim stúdentum, sem ætla sér að leggja stund á einhverja þá námsgrein, sem ekki er kend við háskólann hér. Hefir þeim þvf verið lagt nokkurt fé af landssjóði. en mjög er sá styrkur af skorn- um skamti, 8000 kr. alis. Hefir alþingi mælt svo fyrir, að eng- um námsmanni megi veita meira ea 1200 kr. á ári, og að enginn megi njóta styrksins lengur en í 4 ár. Auðvitað hefir hverjum eyri af þessari íúlgu þegar verið út- hlutað, — það munu nú sem stend- ur vera 10 stúdentar, sem hlotið hafa happdrættið, en að eins tveim þeirra hefir hlotnast 1000 kr. styrk- ur, ailir hinir hafa fengið minna. Þessum 8000 kr. er því ráðstafað fyrst um sinn, því að vænta má, að hver styrkþegi fái að halda sinni ögn í 4 ár, ef honum endist líí til og hann vinnur ekkert sér- stakt til saka. Þetta er þá allur sá utanfararstyrkur, sem íslenzkir stúdentar hafa borið úr býtum, í staðinn fyrir Garðstyrkinn. Þeir stúdentar, sem þetta árið útskrif- ast, geta t. d. ekki gert sér von um einnar krónu fjárveitingu til siglingar, svo að ef einhverir þeirra hafa ekki tilhneigingu til þess að Ieggja stund á neina þá fræði- grein, sem hér er kend, þá standa þeir uppi í vandræðum, og vita, ef satt skai segja, aiis ekki hvað þeir eiga af sér að gera. Þeim eru ailar bjargir bannaðar og allar leiðir lokaðar. En af háskólaráð- inu er það að segja, að það hefir ákveðið, að otðin >íslenzkir náms- menn* f 2. gr. stofnskrárinnar eigi ekki við aðra en kandídata frá Háskóla ísiands. Þeir einir geta fengið utanfararstyrk úr Sáttmála- sjóði, — og svo þar að auki kenn- arar háskólans. Þetta ár hafakandf- dötum verið veittar 8000 kr. til framhaldsnáms erlendis, og er furðulegt, að sú fjárveiting skuli ekki vera stórum ríflegri, úr því að Sáttmáfasjóðurinn hefir með öllu brugðist skyidu sinni gagn vart stúdentunum. Þvf að helzt ætti að stefna í það horf, að hver einasti kandidat héðan gæti fcngið tækifæri til þess að framast við útlendar mentastofnanir. Kennarar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.