Þjóðviljinn - 08.03.1951, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.03.1951, Blaðsíða 3
í'immtudagur 8. marz 1951. ÞJÓÐVILJINN [Ritstjóri: ÞÓRA VIGFÚSDÓTTIR ) AlþjóSakvennadagnrímL 8. raarz I lok síðustu styrjaldar eða í nóv. 1945 mættust 850 íull- trúar frá 44 löndum í París í boði bandalags franskra kvenna. Þetta voru konur af ólíkustu þjóðernum, stjórnmála og trúar skoðunum sem komu nú saman eftir löng og myrk styrjaldarár, en áttu allar eina sameiginlega hugsjón að heiminum yrði aldrei hrundið út í nýtt blóðbað og skelfingar nýrrar styrjaldar. Við erum helmingur mannkyns- ins, sögðu konurnar, ef við sam- einumst í eina órofa fylkingu getum við gert hinn aldalanga draum mannkynsins um frið á jörðu að veruleika. Það var í þessum anda sem Alþjóðabandalag lýðræðissinn- aðra kvenna var stofnað 26. nóv. 1945 og telur það í dag eftir 5 ára starfsemi 91 milljón kvenna innan samtaka sinna í 5Ö londum og eru það voldug- ustu kvennasamtök sem þekkzt hafa hingað til. 1 þessu banda- lagi taka konur höndum saman frá austur- og vesturhveli jarð- ar, Norðurlöndum og öðrum löndum Evrópu. Þótt megin- áherzla sé lögð á friðarmálin í stefnuskrá bandalagsins hefur það einnig beitt sér ötullega fyrir kvenréttindamálum svo sem jafnrétti i launamálum, og baráttan er skipulögð í hinum ýmsu löndum eftir því á hvaða stigi þessi mál standa. Alþjóða- bandalag lýðræðissinnaðra kvenna hefur einnig kynnt sér kjör alþýðukvenna og barna í nýlendulöndunum og unnið.stór kostlega mikið starf í þágu . þeirra milljóna, sem lifa undir oki nýlendukúgunar. Frá því um atdamót hefur 8. marz verið baráttudagur frjáls- lyndra kvenna víðsvegar um hejm og nú hefur Alþjóðabanda ; lag lýðræðissinnaðra kvenna : helgað sér daginn og gert hann ’ að allsherjar baráttudegi sam- taka sinna. í hverju landinu af öðru bera konur í dag fram ■ kröfur sínar um frið og jafn- • rétti og öryggi fyrir framtíð barna sinna. Þótt lönd og höf t skilji þær 90 milljónir kvenna ‘ sem standa bak við kröfur 8. ■ marz og þótt þær hp.fi ólíkustu J, viðhorf til stjórnmálaj og trú- ; mála, hrópa þær. f dag til kyn- ; sysfra sinna að leggja ágrein- - ingsmálin ti] hlíðar og ieggja f friðarkröfum mannkynsins lið. ,,Baráttan fyrir friði er þín ’'bafátta“ hvar sem þú ert á : hnettinum. íj Á Norðurlönduin minnast kon <| ur 8. marz á ýmsan hátt, meðal Til verndar friðnum annars með útvarpserindum og fundarhöldum. Það má því heita furðulegt að íslenzka útvarpið hefur synjað konum um stutt erindi 1 tilefni dagsins. Halda forráðamenn þessarar stofnun- ar að sálarheill íslenzkrar al- þýðu velti á því að hún fái að heyra mörgum sinnum á dag hvað 40 þjóðum — sameinuðum tekst með sprengjum og morðvopnum að leggja í rúst og hvernig þær jafna við jörðu borgir fornrar menningarþjóðar og drepa þúsundir og aftur þús- undir barna og óbreyttra borg- ara. Eru friðarmál orðin ís- lenzku friðarþjóðinni einskis varðandi ? Finrni ár eru ekki langur tími í sögu þjóðanna, en þó hefur Bandalagi lýðræðissinnaðra kvenna tekizt á þessum árum að sameina milljónir og aftur millj- ónir kvenna móti fasisma og hernaðarbrjálæði. 1 júní síðast- liðið ár beitti það sér fyrir Al- þjóðlegum barnadegi þar sem bent var á í ræðum og ritum hinn ægilega harmleik styrjalda í sambandi við lif og framtíð barnanna og hið mikla takmark sem fram undan er, vinátta. og eining allra. kvenna í veröldinni. Frægur rithöíumlur hefur ný- lega sagt: ,,Ég trúi á skynsem- ina. Ég trúi á visindamanninn, sem notar alla sína krafta til að bjarga mannkyninu undan skæðum sóttum. Ég trúi á ská!d ið sem af andríki sínu kveikir eld handa skurðgrafaranum og múraranum. Ég trúi á sáðkorn- ið í hendi garðyrkjumannsins, cg trúi á hjarta móðurinnar, sem veit hvað það er að gefa og vernda. líf.“ Það er þessi trú sem er súr- deigið í samtökum Bandalags lýðræðissinnaðra kvenna, það er þessi trú sem er andinn í kröf- um og boðskap alþjóðakvenna- dagsins 8. marz. Það er margt og margvíslegt,' sem gert hefur verið á vorum dögum, til verndar friðnum: Þjóðabandalagið, hinar samein- uðu þjóðir og hernaðarbanda- lög, allt þetta hefur í orði kveðnu átt að tryggja þann frið, er fólkið í heiminum þráir, en hefur enn sem komið er ekki öðlazt. Gamla Þjóðabandalagið. er var til húsa í höll einni í Genf; gerði ekki nokkurn skapaðan hlut, þá er ítalir réðust. á Abessiniu, vegna þess að það varð að vernda friðinn. Þá er Franco hóf uppreisn gegn lýð- ræðisstjórn Spánar, var skipuð ,,hlutleysisnefnd“, er sjá átti um að engin utanaðkomandi öfl færu að skipta sér af innan- landsdeilu Spánar, því að þá gat friðnum i heiminum verið hætta búin. Franco þakkaði Hitler sáluga og Mussolini sáJ- uga mikilsverða aðstoð og við- urkenndi, að án þeirra hjálpar hefði honum aldrei tekizt að yfirbuga. mikinn meirihluta spænsku þjóðarinnar. MATARUPP- SKRIFTIR Gulrófur, fylltar 2^3 stórar gulrófur. % kg kjötdeig. 1 matskeið hveiti. 3 dl vatn, salt. 2 matsk. söxuð steinselja. Guliófurnar eru þvegnar og Framhald á 6. síðu Þessi mynd er tekin úr norsku kvennablaði og talar sínu máli um byrðar þær og skatta, sem hlaðið er á bak alþýðunnar í Marshalllöndunum — en ísland er þeirra á meðal. Hitler og Mussolini máttu leggja undir sig lönd og undir- oka þjóðir, án þess að gamla Þjóðabandalagið hæfist handa og færi í stríð, enda voru þeir ekki með neinn kommúnisma á prjónunum, og þá leyfðist mönn um margt. Það kom þó að því, að hags- munum annarra vestrænna þjóða stóð hætta af uppivöðslu- semi Hitlers og Mussolinis og gamla þjóðabandalagið gufaði upp með óflekkaðar liendur, en mikið blóð á samvizkunni. Eftir ógnir síðustu heimsstyrj aldar, þráði hið hrjáða mann- kyn frið, en eftir að mannvin- urinn Roosevelt lézt og Tru- mans-tímabilið hófst, var þvi ekki að heilsa. Síðan hefur stjórn Bandaríkjanna ekki frið á stefnuskrá sinni, heldur stríð — stríð gegn útbreiðslu sósíal- ismans, með áróðri, efnahags- íhlutun og vopnum. Til Grikk- lands sendu þeir hermenn og vopn, þar til þeir hcfðu komið þar á laggirnar stjórn eftir sínu höfði. Bandaríkjamenn neita að við- urkenna hina raunvferúlegu stjórn Kína, enda þótt 31101* aðr- ar stórþjóðir innan Sameinuðu þjóðánna hafi viðurkennt hana. í Kóreu er barizt með svo miklum ofsa, að Bandaríkja- menn liafa fyrir löngu slegið met Þjóðverja í loftárásum á byggðar borgir. Nú er innan- landsbylting ekki einkamá] þjóð anna, eins og þá er Franco hóf uppreisnina á Spáni. Með Atlantshafsbandalagi og atómsprengjum, hyggst stjórn Bandaríkjanna að verja kapítal- ismann, allt annað verður að víkja fyrir þeirri „hugsjón". 1 Atlantshafsbandalaginu vilja Bandaríkjamenn vera ein- ráðir og alls ráðandi, það er eins og þeir segi: „Við gerum það sem okkur sýnist og þið hinir gerið einnig það sem okk-< ur sýnist“. „The British rule the waves“ hefur lengi verið viðurkennd staðreynd. Nú ætia Bandaríkja- menn að stjórna brezka flotan- um; en það særir svo þjóðarstolt Breta, að jafnvel Churchill gamla svíður og vill hann þóí mikið af mörkum láta í „bar- áttuna gegn kommúnismanum“. Norðmenn, Danir og Frakkar. og fleiri þjóðir er í áratugi og jafnvel aldaraðir, hafa misst sina mætustu syni í bardaga gegn yfirgangi Þjóðverja, eiga nú að fara í her með þeim. Hinn 30. janúar s.l. hefur Tíminn það eftir Jörgen Bast, fréttaritara Berlingske Tidende, (en hann hefur nýlega fengið viðurkenningu Morgunblaðsins, fyrir að vera sannorður maður) að sá maður sem Bandaríkja-- stjórn taki mest tillit til, allra þýzkra manna, þegar um er að ræða þátttöku Þjóðverja í Evr- ópuher Atlantshafsbandalags- ins, sé Hans Guderian, „einn þeirra herforingja í Þýzkalandi, sem stóðu næstir Hitler“. Illu heilli erum vér Islend* ingar í Atlantshafsbandalaginu, og þar með hugðist Bandaríkja stjórn hafa þáð í hendi sér, að ná þeim herstöðvum, er þeir, fóru fram á að fá og þeini var neitað um árið 1945, og það hefur því miður sýnt sig, að! Bandaríkin eiga hér marga trúa innlenda þjóna, er hugsa meirá Framhald á 6. síðu, , ■ftj I Börn eru ekki fædd til að vera tortíint í styrjöldum eða vercá örkumla eftir þær ÍKONUR muniS kvennafundinn i Listamannaskálanum i kvöld kl. 8.30 l itilefni af 8. marz. — HlustiS á hvaS konur hafa aö segia um dýrtiSar- */ og afvínnumáif húsaleigulögin og friöarbaráttu kvenna i heiminum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.