Þjóðviljinn - 22.04.1951, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.04.1951, Blaðsíða 7
Sunnudagur 22. apríl 1951 — ÞJÖÐVILJINN (7 Kaupum tuskur kaupir hreinar léreftstuskur. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Kaupum og seljum skíði, einnig allskonar verk- færi. Vöruveltan, Hverfis- götu 59, sími 6922. Uér er vett- rangur hinna smærri við- skipti. \ „Karlinn veit hvað hann syngur." Munið Kaííisöluna í Hafnarstræti 16. Karlmannaföt — Húsgögn Kaupum og seljum ný og notuð húsgögn, karlmanna- föt o.m.fl. Sækjum. Sendum. Söiuskálinn, Klapparstíg 11. Sími 2926. or Daglega ný egg, soðin og hrá. — Kaffisalan, Hafnarstræti 16. Kaup — Sala umboðssala Útvarpsfónar, útvarpstæki, gólfteppi, karlmannafatnað, gamlar bækur o.fl. Verzlunin Garðyrkjustörf Tek að mér að klippa tró og úða, einnig aðra skrúðgarða- vinnu. Agnar Gunnlaugssoh garðyrkjumaður, Grettis- götu 92, sími 81625. Úívarpsviðgerðir Radiovinnustofan, veg 166. Lauga- Nýja sendihílastöðin Aðalstræti 16. Sími 1395 Ragnar Ólafsson hæstaréttarlögmaður og lög giltur endurskoðandi. — Lögfræðistörf, endurskoðun og fasteignasala. Vonar- stræti 12. — Sími 5999, Saumavélaviðgerðir- skrifstofuvélaviðgerðir Sy.igja, Laufásveg 19. Sími 2656. Sendibílastöðin h.f. ; Ingólfsstræti 11. Sími 5113 Lögfræðingfcir: I Áki Jakobsson og Kristján ;Eiríksson, Laugaveg 27, 1. '< hæð. — Sími 1453. Húsgagnaviðgerðir |Viðgerðir á allskonar stopp- ; uðum húsgögnum. Hús- j gagnaverksraiðjan, Berg- I þórugötu 11. Sími 81830. Tveggja—þriggja llherbergja íbúð óskast sem J fyrst. Aðeins tvennt í heim- | iii. Góðri umgengni og reglu- J semi heitið. Uppl. í síma 81837 í dag. ELAGSLfl Aðalfundur T.B.K. verður haldinn miðvikudag- inn 25. þ. m. í Edduhúsinu kl. 8,30. Fundarefni: Laga- breytingar, flokkaskipting o. fl. — Æfingar á mánudag eins og venjuiega. Stjórnin. Sófasett og einstakir stólar, margar gerðir. Húsgagnabólstrun Edings Jénssonar Baldursg. 30, sölub. opin kl. 2—6, — Hofteig 30, vinnust. sími 4166. Miimingar Sigurðar írá Syðstu-Mörk Framhald af 3. síðu. aðrir menn lagt síðustu hönd á Minningar hans. Mikill rithöfundur getur hann ekki talizt, þessi eyfellski víking ur. Hins vegar hefur hann lesið nóg af góðum bókum til þess að málfæri hans veldur manni ekki stórum þrautum. Einnig þar hefur hann gengið í læri hjá íslendingasögum. Eru önn- ur dæmi augljósari um það en þau sem tekin eru upp hér að framan. En hann ræður ekki yfir hinu innra listfengi forn- höfunda vorra, dg er það eitt þess sem gerir gæfumun hans og þeirra. Scrvizku og fyrnsku bregður fyrir í máli hans. T.d. kann hann ekki orðið óvirðing; nei, skapnaðarvirðing skal það heita. Og fleira í þá stefnu. Það er óhjákvæmilegt að segja frá því að Sigurður Jóns- son var þremenningur við Árna prófast Þórarinsson. Og á hans vígstöðvum heyist sumt stríð þessarar sögu. Ræktu þeir vin- áttu með frændsemi, eins og sá fyrrnefndi hefði orðað það, og er klerki vel borin sagan. Styrkja þeir nú látnir hvor annars sögu, einkum varðandi stórbokkaskap ng stríðlyndi Snæfellinga. Um ýmsa hluti svipar þeim frændum saman; báðir hneigjast að upprunalegu viðhorfi, báðir eru minnissamir á fólk, báðir hafa vinskap höfðingja í hávegum. Kannski hefði ekki orðið allur munur á ævisögum þeirr-a ef Þórbergur hefði ekki lifað. En nú brestur skammlífar Minningar Sigurð- ar frá Syðstu-Mörk þá aðild meistarans sem Æfisaga Árna prófasts Þórarinssonar býr að um aldir. lí.B. Útbreim ÞjóSviljann SKAK Framhald af 3. síðu. taflmeistarann Kurt Richter, en hefur verið rannsökuð mjög af rússneskum skákmönnum. ■— Svartur getur ekki leikið g6 og verður því að leika e6, en þá þrýstir hvítur á eftir d-lín- unni, leikur Dd2 og langhrókar jafnvel. 6. e7—e6 7. Ddl—d2 h7—h6 8. Bg5xf6 g7xf6 Ekki vantar hörkuna. Þess ber að vísu að gæta, áð svartur getur ekki leikið Dxf6 vegna Rdb5, Dd8, 0—0—0 og vinn- ur peð. En hann gat leikið a6 á undan h6 ef hann kærði sig um. 9. 0—0—0 a7—aG 10. f2—f4 Bc8—67 11. Iícl—bl Bf8—e7 12. Bfl—e2 Rc6xd4 13. Dd2xe4 Dd8—a5 Hér stendur drottningin vel og kemur meðal annars í veg fyr- ir Bh5, ásamt f4—f5 og eftv. g4, er mundi kreppa að svört- um. 14. Ilhl—fl h6—h5 15. Hfl—f3 Da5—c5 Svartur er reiðubúinn til drottn- ingakaupa með sína tvo bisk- upa. Hann þarf á þessum leik áð halda, því að hann þarf að hróka, en það væri óvar- legt eins og sakir standa vegna Da7. T. d. 15. — 0—0—0 16. Rd5! exd5 17. Da7 Bc6 18. Hc3 og hótar bæði exd5 og Hxc6! — Báðir virðast meta tafllokin á líka lund, því að Bronstein afþakkar boðið. 16. Dd4—d2 Bd7—cG 17. Hf3—e3 Ðc5—a5 18. Be2—f3 o—o—o 19. Dd2—d3 * Hd8—d7 20. h2—h4 Kc8—b8 21. a2—a3 - Be7—d8 22. Kbl—a2 Da5—c5 23. He3—e2 a6—a5 Eftir nokkurt þóf skýrast lin- urnar aftur. Heimsmeistarinn stendur betur að vígi drottn- ingarmegin og undirbýr sókn þar, jafnvel með b5. Hrók- arnir og biskupamir fylgja henni vel eftir. Bronstein hindr- ar þetta. 24. a3—a4 Bd8—b6 25. b2—b3 Hh8—c8 Peðaleikir hvíts hafa skapað veilur umhverfis kónginn og má búast við óþyrmilegum þrýst- ingi eftir c-línunni. En Bron- stein er vandanum vaxinn. 26. Dd3—c4! Meistaralegur leikur, sem knýr fram drottningakaup og svæfir þannig sóknaráform svarts. — Peðið á c4 verður ekki hjálp- arþurfi heldur máttarstólpi. 26. Dc5xc4 27. b3xc4 Hc8—h8 28. Ka2—b3 Hd7—d8 Kaupin hafa gerbreytt öllum viðhorfum, svo að nú þarf að fylkja liði á nýjan leik. 29. Hdl—d3 BbG—gl 30. He2—d2 Kb8—c7 31. Rc3—e2 Bgl—f2 32. IId2—dl Bf2—c5 Bxh4 mundi vitaskuld kosta biskupinn (g3). 33. Re2—g3 Hd8—g8 Nú svarar Botvinnik Rxh5 með Bxe4. 34. Rg3—c2 Hh8—h7 35. f 4—f5! Djarfur leikur, sem opnar ridd- aranum nýjar leiðir yfir f4. Heimsmeistarinn á, nú vanda- samt val og tekur þann kost- inn að halda stöðunni lokaðri. 35. c6—e5 Að veröa skáld Framhald af 3. síðu. legi veruleiki og hinn óbreytti alþýðumaður fyrirlitið skáld- skaparefni. Menn heimtuðu furðulegar persónur og furðu- lega atburði, ,,etwas noch' nie dagewesenes!" og rithöfundarn- ir voru á þönum eftir hug- myndum, sem hélzt urðu að vera af glæfralegasta tagi, þangað til það fór að renna upp fyrir einum og einum, að, tilveran væri full af efni, — að hún væri í rauninni alls ekki af öðrum toga spunnin. Menn voru að éltast við hið óvenjulega og einskisverða, undantekninguna, sem var fyr- ir fram dæmd til að gleymast, en liirtu ekki urq. þá óþrjót- andi auðlegð, sem hversdags- leikinn hafði að bjóða. Allt, sem gerist, hefur 1 sér fólgið skáldskaparefni. Hið eina nauð- synlega er, að maður hrærist með því af áhuga, sé því tengd- ur af lífi og s'ál. Nú eru hin hversdagslegu skáldskaparefni í hærra gengi bæði meðal gagnrýnenda og menntamanna. Og sjá'lft hvers- dagsins fólk hefur þegar mynd- að með sér f jölmennan lesenda- hóp. Skáldskapurinn er óðum að tengjast lífinu og veruleik- anum, og það er honum hollt þrátt fyrir þær ströngu kröf- ur, sem þar með fylgja. Veruleikinn krefst mikils sjálfsaga af skáldinu — og mik- 36. R«2—c3 Bc5—d4 37. Hd3xd4! Bronstein teflir þennan hluta skákarinnar glæsilega vel. Með þessum leik nær baráttan um riddarann hámarki. Ef hvítur missir riddarann er skákin dautt jafntefli. En með ridd- arann á hann sigurvonir, jafn- vel þótt hann sé skiptamun undir. 37. e5xd4 38. Hdlxd4 Hh7—g7 39. Rc3—e2 Hg7xg2! Undanfarna leiki hafa báðir verið í argri tímaþröng, skák- in hefur verið hrein hraðskák og svo er enn. Botvinnik læt- ur að skiptamuninn aftur til þess ná mótspili. 40. Bf3xg2 Hg8xg2 41. Re2—f4 Hg2—g3f 42. Kb3—b2 Hg3—g4 43. Rf4xh5 Hg4xh4 44. Rh5xf6 Kc7—b6! Svartur mátti vitaskuld ekki drepa á a4 vegna c4—c5. Leik- ur Botvinniks er djarfleg peðs- fórn til þess að ná virku sam- spili manna sinna. 45. Hd4xd6 Kb6—c5 46. e4—e5 Hh4—d4 Botvinnik knýr fram hróka- kaup. Taflstaðan er enn afar tvísýn, en því miður hvorki rúm né tími til nánari athug- unar hér. 47. Hd6xd4 Kc5xd4 48. Rf6—g4 Bc6xa4 49. e5—e6 f7xe6 50. f5—f6! Ba4—e8 51. Kb2—b3 c6—c5 52. c2—c3f Kd4—e4 53. Rg4—hG Ke4—f4 54. f6—f7 Be8xf7 55. Rh6xf7 e5—e4 56. Rf7—d8 e4—e3 57. Kb3—c2 ? Þreytan segir til sín! Eftir Re6| er skákin jafntefli. 58. Kf4—g3! Eftir Kf3 ætti hvítur enn jafn- tefli (Re6, e2, Rd4f). En nú verður peðið ekki stöðvað. Hvít- ur gafst upp. ils ímyndunarafls. Hann er eng- inn vettvangur taumlausra gönuskeiða, og vandinn er ekki leystur með því að láta sögu- persónu taka ofan höfuðið og spásséra me'ð það í handar- krikanum. Það er ekki nóg að krækja sér í einhvgrja handa- hófslausn úr hinni bókmennta- legu ruslaskrínu. Veruleikinn kann aðeins eina viðhlítandi lausn dæmisins. En takist hún, þá mun verkið líka finna hljóm- grunn í brjósti hins mikla fjölda og þúsundir votta marmi huglátsemi sína með glampa í augum. Því dýpra sem manni tekst að ná, þeim mun þakklát- ari mun fjöldinn reynast.... Skálda hversdagslífsins er ekki að vænta úr hópi lestrar- hesta og einkunnagarpa, held- ur miklu fremur þeirra nem- enda bekkjarins, sem gengur miður vel að einbeita sér að settu námsefni og fylgja á- bendingarstílnum, af því að þeir eru með höfuðið fullt af stað- reyndum veruleikans utan skólastofunnar og vasana út- troðna af alls kyns rusli, upp- tíningi af sorphaugum og al- faravegum, sem enginn „hugs- andi Vera“ mundi hafa fyrir að hirða. Beztu myndina af skáldinu hefur að minni hyggju H. C. Andersen dregið upp, en það er sögupersónan Hans klaufi. Honum er gefinn hæfi- leiki bekkjarskussans að sjá dýrlegustu dásemdir, þar sem aðrir sjá ekki annað en forar- leðju, rifinn tréskó, dauða kráku eða anna'ð þvíumlíkt, og í þessu er sigur hans fólginn. En hann hefur líka hið lifandi líf að mótleikanda í mynd og iíki kóngsdótturinnar. Hefðu þar verið skriffinnar einir, mundi aldrei hafa farið vel fyrir honum. Frá æsku'árum mínum minn- ist ég gama.ls leiguliða.sem gerði sér allt að undrunarefni,------ smástein, flugu, grasstrá. „Und- arlegt er nú þetta!“ var orðtak hans. Heldur varð honum lítið úr verki, því að við hvert fót- mál varð hann að stanza til að undrast eitt eða annað. Menn hentu gaman að honum fyrir þetta. „Nú er Jeppi Hólm hissa rétt einu sinni“, sögðu þeir og hnipptu hver í annan. Samt báru menn virðingu fyr- ir honum, því að hann var tal- inn „vita jafnlangt nefi sinu“, — hann sá h'luti, sem aðrir komu ekki auga á, enda þótt þeir lægju raunar ljóst fyrir. Hann var skáld. Allt til hinztu stundar hélt hann áfram að leggja spurningar sínar fyrir tilveruna. „Hvað skyldi nú svona nokkur guðsmáður hugsa með sjálfum sér?“ sagði hann, þegar hann lá banaleguna og presturinn kom að þjónusta hann. Að vísu skrifaði hann eng- ar bækur. En það er líka ð- skemmtilegasti þáttur starfans. Það getur verið nógu gaman að hugsa sér verk, sem vinna skal, en hitt er oftast kvöl- in meiri að koma því í búning. Stundum getur það þó verið ánægjulegt, — viti máður, að allt muni fara vel að lokum. En því er sjaldnast að heilsa í þeirri veröld, sem hefur orðið mitt hlutskipti, — allra sízt á þessum síðustu tímum, þegar allt virðist sverjast saman gegn hinum snauða í því skyni að hrinda honum aftur út í mið- aldamyrkrið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.