Þjóðviljinn - 26.06.1951, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.06.1951, Blaðsíða 5
— Þriðjudagur 26. júní 1951 ÞJÓÐVILJINN — (5 Megi okkar nýja þjóð5relsisbarátia heij- ast af fullum þunga á þessum degi Kæru hátíðargestir. Fjrrir.sjö öldum siðan gerðust þeir atburðir hér á landi er leiddu til þess að þjóðin glataði sjálfstæði hins forna lýðveldis síns. Fyrir sjö árum síðan endur reisti hún lýðveldið einum liuga hé.r á þessum sögufræga stað. Fyrir sjö vikum síðan var glöt- un hins nýrja lýðveldis full- komnuð með kvaðningu erlends hers til ótímabundinnar setu í landinu. Allt eru þetta jafnöruggar ■sögulegar staðreyndir. En svo kynlega bregður nú við að hver sá er dirfist að nefna síðustu staðreyndina, hann er ekki leng- ur íslendingur á máli núverandi valdhafa hérlendra, heldur kommúnisti eða fimmtuherdeild armaður sem þar táknar eitt og hið sama. Hingað er þá komið virðingunni fyrir ísienzkri si'Vgu og tungu þar á hinum æðstu bekkjunum. Atburðir og hugtök •er snerta hin félagslegu viðhorf umhverfast æ meir á vörum auðborgarans. Það heitir nú frelsi á lians máli að varðveita aðstöðuna til að sópa saman of fjár á kostnað almennings, sjálf stæði heitir það að lifa á fram- færi erlendra auðdrottna, lýð- ræði heitir það að innlima þjóð- ina. í hverja heimsvaldastofn- unina á fætur annari án þess hún sé að spurð, friður heitir það að gera landið að fram- andi herstöð og stofna þar með tilveru þjóðarinnar í voða. Svona fer ævinlega þegar verið er að reyna að stöðva sjálfa þróunina. Þá snúast yaldhafarnir gegn öllu því sem áður þótti dýrast og heilagast: gæðum síns eigin lands, aðli sinnar eigin þjóðar, merkingu sinnar eigin tungu — lífi sinnar eigin menningar. Öllu er fórnað fyrir viðhald hins úrelta skipu- lags, fyrir forréttindin, sem þar hafa mjmdazt — fyrir sérhags- munina. En um slíka liluti þýð- ir ekki að tala við auðborgar- ann lengur: hann er ekki til skynsamlegrar viðræðu fremur en steinninn, ástand hans er hrein forherðing, rök hans dollari eða atómsprengja. Hann er með öðrum orðum flúinn yfir í hreinan fasisma og stefnir hvarvetna hröðum skrefum frá menningu til morðs — beina leið út í siálfsmorðið. Á slíkan umskipting þýðir ekki að eyða orðum öðruvísi en til varnaðar. Það er alþýðan: bændurnir, verkamennirnir, millistéttirnar, sem nú verður að kalla til viðtals og heiðar- legra ályktana. Þetta fólk var á sínum tíma spurt um það, hvort það vildi slíta að fullu hin fornu dönsku áþjánartengsl og stofna sitt eigið lýðveldi. Það sagði einum rómi já. Hins vegar hefur það aldrei verið spurt um hið margendurtekna afsal landsréttinda sinna, aldrei um afstöðu sína til marsjallhjálpar, atlanzhafsbandalags, evrópu- ráðs, aldrei um hug sinn til erlendrar hersetu. Enginn þarf að efa það að hefði jafnræki- lega verið upplýst og eggjað og spurt um alla þessa hluti og um sambandsslitin þá hefðj það jafneinróma sagt. nei. Annað er rógur og nið um íslenzka al- þýðu, því engin skal því að manni. ljúga að það sé ,,þjóðin á Þórsgötu 1“ ein sem skilur hvað hefur verið að gerast og livert stefnir, að það séum við sósíalistar einir sem enn kunna að meta gæði íslands, eðli Is- lendingsins, merkingu íálenzk- unnar — íslenzka menningu. Hver einasti óspilltur alþýðu- maður væri fyrir löngu snúinn til varnar öllu þessu ef hann hefði átt kost á að skyggnast inn i hið raunsanna eðli og innihald þessara mála. Hitt er svo sönnu nær að hver sá er leyfir sér þann mun- að að ganga til liðs við málstað lýðveldisins, hann verði elöki einungis stimplaður kommúnisti af öfugmælgi auðborgarans, heldur gangi hann og hugsjón sósíalismans sjálfkrafa á hönd Stefán Einarsson, sem nú dvel- ur hér heima eftir átján ára dvöl vestanhafs, sagði nýlega í viðtali við tímaritið Líf og list: „Orkneyingar og Hjaltlendingar voru fljótir að glata tungu sinni og þjóðerni undir yfirráðum engilsaxa". Og ályktarorð pró- fessorsins voru: „Menn verða að gjalda góðan varhug við, því að hætt er við að bandarísk menning, þrátt fyrir sína góðu kosti, verði fljót að gleypa það sem okkur er dýrast og heil- agast“. I útvarpinu lýsti svo .stríðs sæi þar í rúst eina sem nú stendur borgin — jafnvel þó þeir sigruðu sem eiga sömu „hugsjónirnar" og hann. Það er þess vegna ekki út í bláinn þegár ég fullyrði að til- vera okkar Islendinga sem sér- stakrar og sjálfstæðrar menn- ingarþjóðar sé hér eftir órjúfan- lega bundin sigri sósíalismans í heiminum. Engar falsspár mútuþægra sérgæðinga fá haggað þeim augljósu rökum að svo h’or sem annarstaðar í hin- um vestræna heimi fær ekkert annað borgið tungu og menn- ingu smáþjóða en valdataka alþýðunnar sjálfrar — og eina vonin er að hún verði ekki um seinan. Öllum hugsandi mönnum er ljcst að það er löngu kominn tími til að hagkerfi þjóðanna verði breytt í eina allsherjar viðskiptaheild, að réttum lög- um tækniþróuharinnar, og því snúio til þjónustu við það mann- kyn sem enn lifir að tveim þriðju hluturn á liungurstigi, samkvæmt vitnisburðf auðborg- aranna sjálfra. Þetta hefur þegar verið gert í hinum sósíal- íska heimi og ailir sem sanni unna vita að þar ha.fa fornar menningarerfðir hafizt hvar- vetna til nýrrar vegsemdar, langkúguð tungumál blómstrað af nýju á bók og vör — það sem dýrast er og heilagast öðl- azt öryggi og vaxtarmátt. Og að okkur heilum og lifandi höf- um við ekki þraukað á þessari ey í þúsund ár með norræna fornmenningu sem sérmenningu okkar, að okkur heilum og lif- andi endurreistum við ekki lýð- veldið á grunni þeirrar menn- Rœ8a Jóhannesar úr Kötlum á Jóns- messumótinu i fyrradag k................................._...x strax og hann sannreynir að með öðru móti verður engu bjargað. I þjóðhátíðarræðu sinni um síðustu helgi mæltist borgar- stjóranum í Rcykjavík næsta skörulega að vanda og vitnaði einu sinni enn í hina „blóðugu og rauðu hönd“ Tómasar skálds Guðmundssonar. Ennfremur lct hann meðal annárs svo um mælt: „Ef komizt verður hjá nýrri styrjöld höldum við full- velai okkar.. Ef til styrjaldar kemur veltur sjálfstæði Islands á því, hvort þeir sigra sem eiga sömu hugsjónir og við um frelsi, frið og lýðræði — eða hinir“. Ég var áðan að útskýra hvern skilning borgarstjórinn og hans menn leggja í frelsið, friðinn og lýðræðið. Að svo mæltu dró hann upp mynd af sinni ástkæru borg eins og hún mundi vcrða eftir fimmtíu ár? ýfirstjórn hins vestræna fas- isma, —- og það var engin hryggðarmynd. Að vísu tók hann fram að liér væri ekki spámaður að tala. En hvílík brjóstheilindi þarf ekki til að stíga fram fyrir margblekktan almenning á slíkri stund — eftir allt sem á undan er gengið — sem yfirlætisfullur sjtákaup- maður úr natanogólsenshúsinu! Nú vill svo til að fleiri hafa skyggnzt aftur og fram í tím- ann þessa síðustu og verstu daga en borgarstjórinn 5 Reykjavík. Tveir hógværir fræðimenn hafa látið orð falla í öllu meiri áhyggjutón. Dr. dr. Einar Ól. Sveinsson því nán- ar í ferðaþáttum sínum hvernig þessar fornnorrænu þjóðir hefðu ekki einungis týnt menningar- arfi sínum, heldur og eðlilegum vaxtarskilyrðum á hinu efnis- lega sviði: fækkandi og smækk- andi yrði nú þetta fólk að horfa upp á togara framandi auðfé- laga fiytja björgina burt frá heimaströndum sínum. Hér er rifjuð upp reynsla sem er ærið ósamhljóða spá- kaupum borgarstjórans í Reykjavík, enda mun sanni næst að álý' .ta að væri gert ráð fyrir þeirri fjarstæðu að hinn engilsaxneski kapitalismi lifði af næsta aldarhelmng a.llan þá „frðarhættu" sem hann óttast nú mest, þá mundi Reýkjavík ekki lengur vera höfuðborg ís- lendinga á því herrans ári 2000, holdur verstöð amerískra auð- kýfinga, þar sem slorensku- mælandi nýlenduöreigar mændu á eftir veiðiræíiingjunum vest- ur yfir liaf, alls óminnugir á nafn Snorra Sturlusonar, Jóns Sigurðssonar — og jafnvel hins mikla spákaupmanns Gunnars Thoroddsen. Komi hins vegar til styrjaldar, samkvæmt áætlun stríðsgróðavaldsins, þá vita nú nllir — og sjálfur borgarstjór- inn manna feezt — að af rík- dómi sinna^- náðar hefur lierra- þjóðin ákvarðað að framvegis skuli Reykjavík þökta í- éld- línunni miIV tveggja meginher- stöðva lofts og lagar, Kefla- víkur og Hvalfjarðar, og því öllu trúlegnst að í lok þess ingar fyrir sjö árum síðan til að verða síðan viljalaust korn í púðurtunnu, fótaþurrkur er- lendra spákaupmanna dauðans — illgjarnir þeir sem betur mega, hinir aiuningjar. Þegar ríkisstjórnin tilkynnti fyrir sjö vikum síðan að búið væri að gera land okkar að atómstöð „í þágu frðarins", þá hljóðnaði mér enn einu sinni hugur, þótt þau tíðindi væru ekki annað en staðíesting þess sem allir vissu að í vændum vai’. Einu sinni enn spurði ég sjálfan mig: getur þetta verið — er mig ekki bara að dreyma ? Svonti erfitt fannst mér að trúa því að æðstu fulítrúar þjóðar- innar — sem ég þekki marga hverja að góðu einu pei’sónu- lega eins og minn vörpulega keppinaut úr Skagafirði, for- sætisráðherrann — gætu steypt henni út í þvílíkt glæfraspil að yfirveguðu ráð-i og með kcídu blóði. Hvernig geta menn sem á eðlilegum tímum mundu reyix- ast heiðai’legir þegnar, jafnvel sómasamlegir leiðtogar — hvernig geta þeir brugðizt svona hrapallega á sérhverri örlaga- stund? Hvernig geta þeir beygt sig svona djúpt fyrir fáeinum skítugum og blóðugum dollur- um? Eða vita þeir ek’.ti hvað þeir eru að gera? Hafa þeir þá ekkert lært af þúsund ára sögu okkar — af allri mánn- kynssögunni ? Skynja þeir ekki að tvær heimsstyrjaldir ,hafa opnað augu vinnustéttanna og nýlenduþjóðanna um gervallan heim fyrir óþrjótandi gæðurn jarðarinnar og ótæmandi mðgu- leikum vísindanná? Skilja þeir ekki að það er alveg óhugsandi að þessi meirihluti mannkynsins taki í mál að lifa við óbærileg sultarkjör meðan örfáir geggj- aðir milljöi’ðungar sölsa undir sig megin þessara jai’ðargæða. til þess að sóa þeim síðan í kjarnorkumorð ? Hi’ingla þess- um mönnum kvarnir einar í höfði ? Býr þeim hálmvizka í hjartastað ? Ég veit það ekki — ég skil þá ekki. Þeir eru mér allteins óskiljanlegir og lögfræðingur- inn sem sagði í útvarpserindi fyrir fáeinum dögum að af mannúðarástæðum notaði ame- riski herinn í Kóreu mikiö af benzínsprengjum sem brenndu upp allt dautt og lifandi á 200 metra hringsvæði. Ég veit ekk- ei’t hvað á að kalla svona menn: ég held að íslenzk tunga eigi ekkert orð til yfir þá — kannski er það til á ensku. kanski eru þeir ókei á því máli. Nei. Mig var ekki að dreyma: þetta var allt ískaldur veru- - leiki —- haiin Pýþeas sem skyrp- ir hann var kominn. Og enn einu sinni miniitist ég hins ó- gleymanlega dags fyrir sjö ár- um síðan, þegar ldukka lands- ins luingdi hér út yfir þessa, völlu, út yfir einhuga alþýðu íslands sem fagnaði lausn sinni udan sjö alda oki og gekk heil og sæl inn í það framtíðarríki sem hún var að stofiia. Ég hugsaðj um öll þau heit sem þá voru strengd í einlægum brjóstum frammi fyrir helgi- dómi staðarins og sögunnar. Og' ég hugsaði til fyrstu tveggja. áranua sem á eftir fóru, ný-, sköpunartímabilsins, þessa1 stutta furðulega æfintýris, hins fegursta á allri ævi þjóðarinn- ar, þegar allt líf hennar sprakk út eins og blóm á vori vegixa þess að þjóðin á Þórsgötu 1. hin sterka verkalýðshreyfing landsins, hafði aðstöðu til að bregða sprota sósíalískrar hugsunar yfir stjórnarfarið. gefa því jákvæðan tilgang. beina stríðsgróðanum á braut almenm-ar og a.lhliða þi’óunar. Enn hugsaði ég til hinna myrku haustdaga 1946, þegar upp- gjafarferill valdhafanna hófst fjn’ir alvöru og við vorum ailt í einu svipt hinu gullna tæki- fæi’i til að verða andleg for- ustuþjóð í heiminum: halda á- fram vinsamlegum skiptum við allar þjóðir, freista mundangs milli vestui-s og austux-s, stauda óbifanleg á siðferoilegum rétti hins veika, hvika aldi’ei frá okkar aldagrónu friðarhefð. Og loks hugsaði ég til hinna fimm ömurlegu ára sem síðan voru liðin: svartasta kaflans í allri okkar sögu. Á þeim fimm ár- um hafði tekizt að tortíma anda og undirstöðu jafnt hinnar löngu þjóðfi’elsisbai’áttu sem hins stutta nýsköpunartímabils — breyta okkur úr sjálfstæðri þjóð í nýlenduþjóð, úr auðugri þjóð í betliþjóð, úr friðsami’i þjóð í stríðsþjóð. 9 En jafnframt því sem ég hugleiddi þetta andstæðuríka lífsdrama hins skammlífa lýð- veldis okkar varð ég gripinn þeirri fullvissu að einmitt á þessari sömu stund mundu hef j- ast straumhvörf í hugum þess hluta þjóðarinnar sem allt þar til hafði fylgt valdhöfunum að- málum eða að minnsta kosti leyft þeim að fara sínu fram. Það er trúa mín að nú loks sé þetta fólk í þann veginn að vakna. Seint að vísu —- en þó betra seint en aldrei. Því miðui tekst stundum að blekkja fólk, þar til búið er að ræna það sínu dýrasta og heilagasta. Og Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.